Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur ,22. júnl 1980 HITAVEITA^ AKUREYRAR • Staða framkvæmdastjóra Hitaveitu Akur- eyrar er laus til umsóknar. Umsóknir sendist undirrituðum sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið ásamt Ingólfi Árnasyni, formanni hitaveitu- stjórnar. Starfið veitist frá 1. september eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. júli n.k. Bæjarstjórinn á Akureyri Heígi M. Bergs Laus staða Staða deildarstjóra hreinlætis- og bún- aðardeildar hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða er laus til umsóknar. Háskólamenntun æskileg. Launakjör skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknin ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 18. júli n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 19. júní 1980. Kerfisfræðingur Óskum eftir að ráða starfsmann til ný- stofnaðrar Kerfisdeildar Sambandsins. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekk- ingu og reynslu i skipulagningu og forritun tölvukerfa. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 4. júli n.k., Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Starfsmannahaldi. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD ÉU PÓST- OG j SiMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða LOFTSKEYTAMANN/SÍMRITARA til starfa á ÍSAFIRÐI. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild, Reykjavik,og um- dæmisstjóra, ísafirði. Félagi Frans, Eftir þá þjáningu, sem ég óviljandi hef bakað þér, finnst mér þú eiga það skilið að vita hver ég er. Nafn mitt er Jórunn Sigurðardóttir, ég er þýskmennt- aður leikari og sú hin sama „vesalings stúlkukind ” sem var „sett í þetta”, að þýða yfir á islensku það,sem Wolf Biermann mæltiaf munni fram,á tónleikum hans i Háskólabiói þann 12. 6. 1980. Hér með vil ég koma á framfæri minu innilegasta þakklæti fyrir samhug og skilning, sem þú sýndir mér i greinarkorni þinu á þjóð- hátiðardaginn. Jafnvel þó að mér finnist synd að þú skulir vera að eyða kröftum þinum og rit- snilld á opinberum vettvangi i slika tilfinningavellu. Ég var og er alveg nógu gömul til þess að bera ábyrgð gerða minna og vita hvað ég er að gera. bar eiga þeir listahátiðarstjórar enga sök, hvorki þeir né nokkrir aðrir ginntu mig eða gullbuðu til þessa verks. En ég skil lika þina afstöðu mæta vel, það er alveg óþolandi að láta einhvern tyggja ofan i sig eitthvað, sem maður þegar veit. En hugsaðu til hinna, jafnvel þó að þeir hafi verið i minnihluta, sem hefðu ekki fengið notið neins eða sáralitils af þvi sem fram fór, ef þiö sem kunnið ykkar þýsku upp á tiu hefðuð ekki látið þetta ganga yfirykkur. Hefði það ekki verið svolitið óréttlátt bæði viö þá og málefnið? Og mikil ósköp, gagnrýni þin er á margan hátt réttmæt, þó ég telji mig hafa staðist sveinsprófið umrætt kvöld og sé þeirrar skoðunar að vorkun- Sælir eruð þér sem nú grátið þvi þér munuð hlæja semi muni allra kennda sist hjálpa mér til meistara á þessu sviði sem og öðrum. Að lokum, minn kæri Frans, ég held að ástæðan fyrir þvi að brjóst þitt neitaði aö fyllast byltingarkenndum fögnuði hafi hvorki verið hinar „ófullkomnu ytri aðstæður” né nærvera min. Heldur miklu frekar hin svikna vænting þin um fullkomna sýn- ingu listamannsins Wolfs Bier- manns, sem vekti baráttugleði þina úr dvala. Ég vona satt að segja að ég hafi á röngu að standa, þvi að styrkur Wolfs Bier- manns liggur m.a. i þvi að takmark hans er ekki að vera með fullkomna, hnökralausa sýn- ingu né heldur litur hann á sjálfan sig fyrst og fremst sem lista- mann. Hann er — og það veist þú lika vel — ástriðufullur kommún- isti, sem berst á sinn hátt við drekann i sinu eigin landi. Við skulum hefja baráttuna við drekann i okkar landi og ekki vera að sýnast með tittlingaskit. Um leið og ég læt þessum orða- skiptum lokið af minni hálfu langar mig til að senda þér eitt af nýjustu ljóðum Biermanns.sem enn hefur ekki birst á prenti. Tief bewegt sein ist was schönes besser ist sich selbst bewegen. Also lass dich hier von mir nicht an den Liederschnuller legen. Revolution3re Stimmung lutschen bin ich Uberdrtlssig. Kampfbetonte Lieder sind in echten Kámpfen UberflUssig. W.B. Með bestu kveðju, Jórunn. /wONA ÞÚSUNDUM! Góð reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. Lisftmi IVcvd i&g+Z &e!Ce^vú fyíp' & 1 ' mmiA & öV' igæsk nn£f Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. ®86611 smáauglýsingar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.