Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júnl 1980 Sunnudagur 22. júnl 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 „Maðurinn er óvitrari tegund en hann heldur (en jafnframt meir sjarmerandi)” „Ger&u svo vel og gakktu i bæinn” segir Valgarður og visar mér inn. Dyrnar opnast og mér sýnist ég vera komin inn á safn. Mér til furöu og skelfingar sé ég að það sem þarna er geymt eru likamshlutar manna. Með visindalegri ró tekur Valgaröur að útskýra fyrir mér þessa furðu- hluti i glösunum — vanskapað barnsfóstur, æxli i heila, full- burða, ófætt barn og áður en hann kemst lengra gefst ég upp. Það er með blaðamenn eins og aöra, aö stundum er viðfangsefni þeirra þess eðlis, að það þarf að bita á jaxlinn til þess að tilfinn- ingarnar hlaupi ekki með mann i gönur. En það voru ekki hinir óheilbrigðu „hlutir” i glösunum sem komu mér úr jafnvægi heldur stórt ker, sem ég hélt aö I væri höggmynd. Þegar betur var að gáð, kom i ljós, að þetta var fullkomlega heilbrigt, gullfallegt barn, sem aldrei fékk að sjá heiminn, en nú getur heimurinn skoöaö það, þar sem þaö sefur vært i móðurlifinu, geymt I vökva sem heldur þvi hvitu og ósködd- uöu. ótrúlegt aö ásýnd dauöans skuli vera svona falleg. En mannskepnan hefur mikla aðlögunarhæfni og þegar Val- garöur hefur fært mér kaffi er ég næstum eins og heima hjá mér og stærsta vandamál veraldar er kvefiö sem hrjáir mig. Fyrst i skóla á sextánda ári Og við Valgarður snúum okkur að viðtalinu: „Ég er fæddur á Grenivik viö Eyjafjörð. Þá var faðir minn við sjósókn. Seinna keyptu foreldrar minir jörö og við fluttum suðri Hverf, þ.e. suður i Höföahverfi. Þar var ég fjárhirðir, eins og biblian myndi orða það, og var úti allan sólarhringinn. Við vorum 7 systkin og mamma söng milli- rödd við verkin, 10—12 tima á dag. Ég fór ekki i barnaskólann útá Vik, lærði mest af eldri syst- kinum mínum og af sjálfum mér. Fór ekki i skóla fyrr en á 16da ári. Ætlaði þá aö verða málari. Fór I Menntaskólann á Akureyri, stærðfræöideild, og lauk stúdentsprófi. Þaö var mikiil kúltúr I Höföa- hverfinu og á Grenivik. Hraust- byggöur stofn með mikið og fal- legt verksvit. Lifið var erfitt, mikiö unniö. Krakkar unnu frá 9 eða 10 ára aldri. Veðurharka mikil á vetrum, snjóflóð ógna vfða. Meö fólkinu varö til sér- kennilegur llfsstill, stilling og mildi, taóismi einhvers konar. Þetta fólk ruglaöist aldrei á teoriu og praxis. Teikningarnar hér fyrir ofan eru eftir Valgarð og teknar úr persónulista leikritsins ,,Dags hriðar spor” Næsti áfangi varð læknadeildin og ég fór suður.” „Af hverju læknadeildin?” ,,Á þessum árum áttu hinar „hagnýtu” greinar mikið fylgi hjá námsmönnum, allt sem vék að efnisvisindum. Ég gældi viö þá hugsun að leggja stund á bók- menntir, jafnvel heimspeki. En komst aö þeirri niöurstöðu, að til að kynnast manninum, tegund- inni, þá yrði að stúdera hina efnislegu gerö hans lika, bók- menntir myndu ekki duga. Og fór I læknisfræði. Hámarksafurða- stefnan Mér likaði vel i læknadeildinni lengi vel, hafði mikla nautn af náminu, — hin fyrri árin. A siðari stigum námsins var kennsla hins vegar dogmatísk og var ég feginn þegar þvi lauk. Reyndar list mér ekki á skólakerfiö I landinu yfir- leitt. Akademiskt frelsi er hverf- andi. Endalaus mötun. Eftir- tektargáfan slævö og þreytt. Otkoman skólamenni. Mætti kalla þetta „hámarks-afuröa- stefnu”, svo notuð séu orð Hall-' dórs búnaðarmálastjóra um sauöfjárbúskap. Stefnt aö sem mestum fallþunga." „Hvaö tók við hjá þér eftir lokaprófið?” „Ég varð héraöslæknir á Eski- firöi. Gott fólk þar. Mikiö aö gera. Fór samt að mála upp á nýtt. Endaði með aö viö Friörik Klausen sýndum i félagsheim- ilinu. Svo var ég hér á Rannsóknar- stofu Háskólans við Barónsstig i tæp tvö ár meöan Katrin kona min var að ljúka læknanámi. Gerð og hegðan frumunnar Þegar ég fór að vinna hér við meinvefjafræði, beindist áhuginn meira að gerð og hegðan frum- unnar, þessarar einingar sem allt lif er gert af. Áriö 1972 fórum við svo til London þar sem ég vann við rannsóknir i frumuliffræöi, einkum viö krabbameinsfrumur. Ég vann fyrsta árið á Chester Beatty Cancer Institute og siðan við University College I London næstu 6 ár. 1 krabbameinsfrumum er algengasta skemmdin sú að gerjun sykra er aukin. Þá er öndun frumunnar oft minnkuð. Hugmyndir okkar sem þarna unnum voru talsvert ólikar hug- myndum annarra um þessi efni. Mönnum miöar hægt I þá átt aö skilja eðli krabbameinsfruma. Meöan svo er, ætti aö vera pláss Rœtt við dr. Valgarð Egils- son lækni og höfund leikrits- ins„Dags hríðar spor” sem nú er œft í Þjóðleikhúsinu Þetta er ekki höggmynd, heldur heilbrigt barn, sem aldrei fékk að sjá heiminn, en heimurinn getur nú skoöað þar sem það sefur i móðurlifinu, fljótandi i vökva sem ver það skemmdum. Ljósm. —gel— fyrir nýjar hugmyndir. Ég held auðveldara að vinna nýjum hug- myndum fylgi nú, 1980, en var uppúr 1970. Það hefur fariö þiða um lönd visindanna. Liklega i takt viö aðrar breytingar siðustu 10 árin, gagnrýni á vestræna lífs- aöferö, hippahreyfingu o.s.frv.' „Og þú varöir þarna doktorsrit- gerð þina árið 1978?” „Já, hún fjallaöi einmitt um þetta efni: Ahrif krabbameins- valdandi efna á orkubúskap fruma.” Prófun á eituráhrifum efna er miklu yfirborðskenndari en sagt er „Eru menn andvaralausir þegar þeir setja ný efni á mark- aðinn, sem geta verið krabba- meinsvaldur?” „Það eru menn áreiðanlega. Prófun á eituráhrifum efna eru miklu yfirboröskenndari en sagt er, og þvi verða oft slys. Það er mjög erfitt að kanna nákvæmlega hvort efni eru krabbameins- vaidar. Dýrarannsóknir segja ekki alla söguna.Efni geta tekiö breyiingum þegar inn I llkamann er komið, hvort sem þau eru i mat eða hafa veriö 1 andrúmsloftinu. Svokallað Ames-próf sem nú er farið að nota — gert á bakterium — gefur miklar upplýsingar um eituráhrif efna.” „Hvaö segja visindamenn um samspil sálarástands og lfkam- legra sjúkdóma? Hvað t.d. um brjóstkrabbamein sem nú fer ört vaxandi aö tíðni? Er hugsanlegt að sálrænt ástand, t.d. minni- máttarkennd út af brjóstum, geti verið ein af ástæðum þess? „Rannsóknir á þessum sviðum eru ekki auöveldar. Læknar viðurkenna þó miklu frekar nú oröiö slíka möguleika, heldur en t.d. fyrir 10—15 árum. Þiöa hér, einsog viðar.” Vissi ekki hvað leikritið er erfitt form „Ef við vikjum aö leikrituninni. — Hvenær byrjaðir þú aö skrifa „Hvernig endar fikt okkar viö mannsheilann”? Valgarður á rannsóknarstofunni: „Ég hefl leikritinu reynt að þýða upplýsingar frá heimi liffræðivisinda yfir á mannamál”. leikrit og hvers vegna valdir þú þetta form?” „Það eru ein 10 ár siðan ég byrjaði á þessu, 1969—70. Þá vissi ég ekki hversu erfitt þetta form er. Skýringin á þvi að ég fór þessa leiö — hún sameinar liklega mörg af áhugamálum minum, mynd, orö, hreyfingu- og raunvlsindi eiga margt skylt við leikhúsið. — Brynja Ben. og GIsli Alfreösson byrjuðu I verkfræöi áður en þau fóru út I leiklist.” „Um hvað er leikritið?” „Má ekki segja það...” „Svolitið þó???” „Ja — I leikritinu er hugaö að þvi, sem læra mætti af lifsaöferö gömlu germananna, forfeöra okkar. Þeirra aðferð var niöur- staða af mörg-þúsund ára tilraun. Viö megum ekki henda þessum upplýsingum I ruslakörfuna. Ég kynntist menjum þessa kúltúrs strákur. Ég hef I leikritinu reynt að þýða upplýsingar frá heimi líffræðivls- inda yfir á mannamál. Það er fjallaðum vestræna llfsaöferö nú. Inn I það vefst orkukreppan; og kjarnorkuhættan; og það er efast um ábyrgðarkennd visinda- manna og getu; og efast um rétt- mæti svokallaðra framfara; og þá er stutt yfir i uppeldismálin, þ.e. mótun fólks: og spurt hvaö læra megi af sögunni." Sögufélagið og önnur innskot „Þér verður tiðrætt um söguna?” „Það má læra af sögunni, það er hægt. Meö það i huga stofn- uöum viö sögufélag eða átthaga- félag s.l. haust, þess fólks að norðan sem syðra býr, af Greni- vík, úr Höföahverfi, og Fjörð- urnar með. Skemmtilegustu böllin i bænum. Viltu kannski ganga I félagið?” „Er það hægt — ég er ættuð af Snæfellsnesi og Kjalarnesi?"— „Það ætti aö duga. Það nægir nefnilega að vera vinveittur félaginu.” „Mér finnst Þingeyingar frá- bærir siðan ég var á Húsavík — ef þú heldur að það dugi.” „Dugir. Þú ert skráð. Og nú ætla ég að spyrja þig um meira, Tóta. Eru ekki vestræn þjóöfélög að verða tæknióð? „Algerlega. Veistu aö bank- arnir ætla að kaupa tölvur fyrir tvo milljarða — og enginn segir neitt,” svara ég og man ekki lengur hver er aö taka viðtal viö hvern. Valgaröur svarar um hæl: „Og I Bandarikjunum er tölva sem sifellt tilkynnir innrás — getur hún ekki lika sent kjarn- orkusprengjur af stað?” Og ég grip inni: „Nóbelshafinn Linus Pauling hafði miklar áhyggjur af þvi að tækniæðiö myndi riða mann- kyninu að fullu — maðurinn byggi sér til óskiljanleg lögmál I formi stóriðju og tæknivæðingar, i stað þess aö byggja lif sitt á eigin lög- málum, lögmálum mannsins sem eru bæði óskiljanleg og dásamleg i senn — ” „Já,” og nú grípur Valgarður fram I, „þetta er góð kenning. - Þvi maöurinn er óvitrari tegund en hann heldur, en jafnframt meira sjarmerandi en hann held- ur. Og það er skylda visinda- manna að spyrja, hvað hefur unnist og hvaö mun vinnast með starfi þeirra? Fikt viö atómiö gaf okkur kjarnorkusprengjuna. Fikt við erföaefnið segja sumir að gefi okkur ófreskjur o.s.frv. Kannski fikt okkar við manns- heilann eigi eftir að enda með ósköpum lika. Þannig að hægt verði aö hafa áhrif á skoöana- myndun manna á löngu færi. Frelsi er að nýta sjálfur tima sinn — líf sitt Ég held að viö Islendingar verðum að finna sjálfir út okkar lifsaðferð hér. Enda skárra væri þaö! Vantar ekki einmitt sjálf- stæöa islenska fllósófiu? Við þurfum aö verða sjálfum okkur nóg um sem flest, lifa spart — og jafnframt geta haft aðgang aö hei m skúl túr num , listum, vlsindum og pólitik. Við eigum ekki að þurfa erlendar lifsuppskriftir. Heldur ekki þótt kallist framfarir. Maður þarf ekki endilega að trúa stjórn- málamönnum, vísindamönnum, múghreyfingum eða peningaöfl- um fyrir lifi sinu. Frelsi er að nýta sjálfur sinn tima — sitt lif”. I þessu kemur Katrin Fjeld- sted, eiginkona Valgarös inn og gefur okkur meira kaffi. Katrin er sérmenntuö I heimilislækn- ingum og á meöan Valgaröur skreppur frá nota ég tækifæriö og segi henni frá fyrrnefndu, stór- merku kvefi minu. Þaö stendur ekki lengi, þvl Valgarður er mættur og hefur meira aö segja, — (og er nú sposkur): „Veistu að ég hef sett fram þá kenningu að kvenkynið sé hiö upprunalega kyn, en karlkyniö sé tilbrigöi sem verður til siðar.“(Að sjálfsögðu hefur undirrituö lengi haft grun um þetta, en bara ekki kunnað við að hafa orð á því...). „Það er meira að segja lif- fræðilegur stuöningur viö þessa kenningu i frumuliffræðinni, þegar skoðuö er erfðakeðja orku- kornanna,” bætir Valgarður við. Læknisfræði ætti að kenna undir flaggi húmanismans „Hvernig er að kenna frumulif- fræöi I læknadeildinni, Val- garður?” „Skemmtilegt. Reyndar er aðstaða til sýnikennslu ófull- komin. En þetta fag gefur ótelj- andi tilefni til húmaniskra þanka. Læknisfræði ætti að kenna undir flaggi húmanismans, ég neita ööru. Má ég skjóta inn, að ég vil að við Háskólann sé stúderuð mannalíffræöi. Þar sem gerö og hegðan hins „eðlilega” manns er aðalviðfangsefnið. Þetta kemur auövitað mjög inn á liffræði, iæknisfræði, sálarfræöi, sögu, pólitik o.s.frv. Og helst ætti greinin aö vera án prófa og án vonar um atvinnu, svo að kvalitet yröi eitthvað. Þetta yrði þá lika i takt við þá nýlegu stefnu, sem segir heilbrigðisgæslu mikil- vægari en drama-lækningar á sjúkrahúsum. Liffræðin er full af fagurfræði, ef menn vilja sjá hana. En slikt er ekki i tisku 1 læknadeild. Dogmat- ismi er það sem ræöur rikjum og hámarksafuröastefna” Sagan er ekki bara i bók „Er liffræðin kannski llka sagnfræði?” „Þó að mannkynssagan sé merkileg, sú sem skráð er á bækur, þá er ekki síöur merkileg sú saga manna og dýra, sem skráð er I erfðakeðju kynfrum- anna. t vexti sinum rekur fóstriö sögu mannsins frá upphafi, — það er meö hala, tálknboga o.s.frv. — og það kemst ekki til manns nema endurtaka alla söguna. Sagan er þvi fóstrinu lífsskilyrði.” „Og svo fer þitt fyrsta leikrit á fjalirnar i haust. — Ertu bjart- sýnn?” „Þaö verður leikið i kjall- aranum. Uppsetning meö nýstár- legum hætti. Ahorfendur mega eiginlega sitja og standa einsog þeim sýnist. Leikritiö er I góðum höndum þar sem eru leikstjór- arnir Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gislason og úrvalsleik- arar úr liði Þjóðleikhússins.” „Af hverju heitir leikritið „Dags hriöar spor”? „Mér þótti þetta svo skrýtið. Þetta voru siðustu orö Þormóöar Kolbrúnarskálds. Skáldið náði ekki aö ljúka siöustu visunni, féll niöur dauöur áður.” „Og nú kemur siðasta spurn- ingin og ekki sú léttasta — hvaða hvöt er sterkust i manninum?” „Hver veit það? En löngunin til að „ná sambandi” við annað fólk — þaö er að minnsta kosti skemmtilegasta hvötin. Og gerir ekki kröfur um fin hús. Sperr- ingurinn i finni og finni hús, er það nokkuö nema flótti, flótti? Sá sem ekki getur oröið ánægður hér á tslandi, hann getur ekki oröiö það — eða hvað? Þetta siðasta mætti selja ein- hverjum stjórnmálaflokki fyrir mottó” bætir Valgarður viö oni siöustu kaffidropana. Þegar við göngum út úr Rann- sóknarstofunni út I milt vorloftið tek ég eftir að mér er batnað kvefið. þs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.