Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 22. júni 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 * unglingasíðan * Umsjón: Jórunn Sigurðar- dóttir Þaö var einu sinni maöur, sem hét Sergej Tretjakov. Hann fæddist rétt fyrir slöustu alda- möt í borginni Riga I Lettlandi, sem nil tilheyrir Sovétrikjunum. Sem ungur maöur baröist hann meö bolsjevikum fyrir fram- gangi byltingarinnar. Seinna vann hann svo sem blaöamaöur og rithöfundur þangaö til Stalín lét setja hann og konu hans I fangabUöir I Slberlu þar sem hann var skotinn 1939. Og þegar hann var bUinn aö liggja I mörg ár I gröf sinni fékk hann svo loksins uppreisn æru. Eins og ég sagöi áöan vann Tretjakov viö blaöamennsku og af þvl læröi hann til rithöfundar eöa svo segir hann sjálfur I bók, sem hann skrifaöi um þaö aö vera rithöfundur. A einum staö I þessari bók biöurhannunglinga um aö hjálpa sér aö skrifa vasa- bók. Ekki þannig bók aö hUn sé svo lítil að hUn passi i vasa, heldur bók um vasa, þaö er aö segja þaö sem er I vösum fólks. Ef ég til dæmis segi ykkur alveg án þess aö svindla hvaö ég er meö í jakkavösunum mínum þá eruö þiö á margan hátt nær um þaö hvers konar manneskja ég er eöa hvers konar llfi ég lifi. Og ef ég segi ykkur um hvern hlut sem ég er meö I vösunum hvaö- an, hvernig og til hvers ég fékk hann — ja þá vitið þiö næstum allt um mig. P6 aö margur hefði kannske kosiö aö dansa endurgjaidslaust I miðbænum á sautjándanum, virtist enginn svikinn I Laugardals- höllinni umrætt kvöld. KOMUM I LEIK Þetta er ekkert hlægilegt — vasabók er I þessu tilviki sem sagt bók um innihald vasa og sögu þess. Þvi hver einasti hlut- ur sem þd heldur á I hendi þér á sér sina sögu, eiginlega sitt eigið lif. Hann hefur ekki alltaf litiö eins út og hann hefur ekki alltaf veriö I hendinni á þér. Maöur veröur aö fá hlutina til þess aö segja frá sjálfum sér. Eigum viö aö athuga hvort viö getum skrifaö vasabók I sam- einingu? Ég hef náttúrlega ekki hug- mynd um hvort ykkar finnst þetta nokkuö sniöugt þó mér finnist þaö. Og ef engu ykkar finnst þessi vasabókarhugmynd spennandi þá dettur hún náttúr- lega um sjálfa sig og siöan ekki söguna meir. Mér þætti þá hins vegar spennandi aö vita af hverju. En enga svartsýni, ef þiö hafiö áhuga á aö vera meö I vasabókinni — þá einn, tveir og þrlr. Hvernig fer efnissöfnunin fram? Fyrst skalt þú lesa þess- ar leiöbeiningar gaumgæfilega, slöan skaltu finna þér einhvern, sem er tilbúinn til þess aö af- henda þér innihald vasa sinna. Auövitað geturöu llka fariö I eigin vasa. Mest spenn- andi er náttúrlega aö athuga vasann hjá mörgum og mis- munandi persónum — krökkum úr ólikum fjölskyldum o.s.frv. Þaö er náttúrlega mikilvægt aö enginn svindli og setji eitthvaö ofsalega sniöugt I vasann eöa taki eitthvaö Ur honum, sem hann eöa hUn heldur aö hún eöa hann þurfi aö skammast sln fyrir, því þá er ekkert gaman aö þessu lengur. Sannleikurinn er nefnilega oft miklu meira spennandi og lygi- legri en Tinni og allir hans árar til samans. Jæja, nú situr þú fyrir framan hrúgu af allskonar dóti. Og þaö er sama hve ómerkilegir hlutirnir mega viröast.þaö veröur aö segja frá þeim öllum, I hvaöa ástandi þeir eru, hvernig þú komst yfir þá — hvort þér voru gefnir þeir eöa þú tókst þá einhversstaðar, stalst þeim og þá líka hvernig þaö geröist og I hvaöa tilgangi. Þú veröur llka aö geta þess I hvaöa vasa hver hlutur var. Hlutir sem eru mikiö I notkun bera t.d. þeir sem eru rétthentir I hægra vasa en þeir sem eru örvhentir I vinstra vasanum. t lokin skaltu svo greina frá hvort eigandi vasans býr I sveit, borg, eöa þorpi og viö hvaöa störf fjöl- skyldan hans starfar. Og þá er bara aö byrja góöa skemmtun. Heil og sæl öll sömul. Ekki hafiö þiö nú veriö nógu dugleg viö aö skrifa upp á slö- kastiö. Kannske hafiö þiö heldur ekki haft neina ástæöu til þess. Þó á ég bágt meö aö tráa þvi. Ég held aö á hverjum degi gerist fleiri hundruö og fimmtiu smá- atvik, sem eru smáumhugs- unarverö. Auövitaö er nauösyn- legt aö veija og haina, þaö er jú ekki hægt aö sitja bara og hugsa ailan daginn. Jöröin mundi aö vfsu halda áfram aö snúast, en ætli margur hugsuöurinn félli ekki saman úr hor áöur en langt um liöi. Sem sagt þaö sem ég vildi sagt hafa er:slöuna vantar efni frá ykkur — lesendur góöir Þaö má vera aö ég sé löt, en ég nenni ekki aö sitja viö ritvél- ina og pikka og pikka til þess aö vakna einn góöan veöurdag upp viö þann vonda draum aö þaö eru allir löngu hættir aö lesa þaö sem ég hef veriö aö skrifa. Notiö tækifæriöog fáiöefni ykkar birt á einu unglingaslöu landsins — fari ég meö fleipur biö ég um leiöréttingu —■ á Unglingaslöu Þjóöviljans! Upp meö pennana. Jórunn Kæra Unglingasiöa. Við ætlum að leita álits þins á atviki sem geröist hér um dag- inn. Viö viljum taka það fram hér I byrjun aö ekkert kvik- myndahús er hér I sveitinni og ekki um annað aö ræöa sér til skemmtunar en skóladiskótek- in, sem eru einu sinni I mánuði. Þetta byrjaöi meö þvi aö ákveöiö var aö hafa diskótek eins og venjulega, en þá var verið að sýna sérstaka mynd i kvikmyndahúsi i nágranna- kaupstaðnum hér. Þá kom upp sú hugmynd aö fara frekar i bió en aö hafa diskótek, svona til til- breytingar. En þannig var aö viö vorum búnar aö sjá þessa mynd. Og til þess aö koma kennara og einni óviökomandi manneskju fyrir I rútunni var okkur meinaö afi koma meö, þó aö væri eitt sæti laustJmeöan hinir krakkarnir skemmtu sér frá 3—10 (um kvöldiö) sátum viö heima meö sárt enniö. Nú viljum viö vita hvort þér finnst þetta ekki óréttlátt I okk- ar garð. Meö fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna og gott svar fljót- lega. Steina og Dóra. Elskulegu stöllur Jú, vlst þykir mér þiö hinu mesta óréttlæti beittar. Og ég skil ekkert I kennaranum ykkar aö hafa ekki skilning á þvl hve mikilvægt þaö er fyrir ykkur sem og annaö fólk aö vera þátt- takendur I þvi, sem er aö gerast. Þaö er ekki bara bióið eöa þessi ákveöna mynd, sem lokkar og laöar i þessu tilfelli.heldur lika það aö gera eitthvaö meö félög- um slnum. Þaö er engu likara en veriö sé aö hegna ykkur fyrir að fara f bió aö eigin frumkvæöi. Og kannske heföuö þiö líka séö eitthvaö nýtt út úr myndinni viö að sjá hana I annað sinn og þaö heföi kannske getaö komiö skemmtilegum umræöum af staö. Þaö væri lika gaman aö vita hvernig hinir krakkarnir brugöust viö aö þiö skylduö ekki fá aö fara meö. Ég trúi ekki ööru en aö þau heföu verið reiöubúin til aö þrýsta sér ögn saman t.d. á aftasta bekknum I rútunni til þess aö þiö gætuö komist meö. Og hvaö heföi einn kennari svo sem getaö gert ef heil rúta af krökkum heföi staö- iö saman um jafnsjálfsagöan hlut. Ef allir bara sitja og tuldra hver fyrir sig gerist náttúrlega ekki neitt. Samstaða er þaö mikilvægasta fyrir alla þá, sem eiga allt sitt undir boöum og bönnum einhverra, sem þykjast standa þeim ofar. Þakka ykkur innilega fyrir bréfiö — góöa skemmtun i sum- ar. Jórunn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.