Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.06.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júni 1980 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Árni Bergmann skrifar Þegar vinstrisinnar hata hver annan meira en stéttaróvininn Rudolf Bahro, austurþýskur marxisti og gagnrýnandi sins þjdöfélags, kom Ur fangelsi I fyrra eftir aB margir menn ágætir höföu andmælt dómi yfir honum, og var sendur til Vestur- Þýskalands. Hann var harla glaöur, eins og hver maöur getur skiliö og vildi nU faöma aö sér all- an heiminn eins og Schiller geröi I óönum til gleöinnar. Ekki slst skoöanabræöur I vinstrihreyfing- unum. En þvl miöur kunnu þeir ekki aö taka viö þessum nyja fé- laga sfnum. Þeir voru llfsþreyttir og grautfUlir og sjólfsagt vissir um þaö, hver meö sinum hætti, aö Bahro skildi ekki byltinguna rétt. Wolf Biermann, einnig austur- þyskur, einnig landflótta, einnig róttækur, sagöi mér þessa sögu. Þaö var hann sem á dögunum var aö vara viö þvl hörmungar- ástandi aö „vinstrisinnar hata hver annan meira en stéttaróvin- inn”. Svo sannarlega haföi hann lög aö mæla. Dæmin eru meira en nógu mörg. Sundr ungar-sa ga Nyiegar fréttir geta til dæmis sent okkur til Danmerkur, þar ættum viö aö kannast sæmilega viö okkur. Lengi vel var þar aöeins einn flokkur sem taldist til vinstri viö sósialdemókrata, KommUnista- flokkurinn, DKP. Hann var jafn- an á sama máli og þeir 1 Moskvu og er enn — þetta hélt flokknum saman og kom um leiö i veg fyrir vöxt hans. Upp Ur Ungverja- landsótföindum og Stallnsmálum 1956 sagöi Aksel Larsen, formaöurDKP, skiliöviö flokkinn og stofnaöi Sóslallska alþyöu- flokkinn, SF. Sá flokkur tók til sin bæöi óánægöa kommUnista og vinstrikrata og heimilisleysingja og varö talsverö stærö I dönskum stjórnmálum, um tlma var hann kominn meö um elleftu prósent atkvæöa og tuttugu þingsæti, Ariö 1967 kom til klofnings meöal þeirra sem vildu styöja viö bakiö á stjórn sósialdemókrata I viökvæmu máli og þeirra sem töldu vonlaust aö reyna aö „sveigja krata til vinstri” eins og SF haföi löngum ætlaö sér. Þeir vildu hreinni byltingarstefnu og stofnuöu nyjan flokk vinstri sóslalista sem áriö 1968 rétt slapp inn á þingmeö 2% atkvæöa. Slöan hafa veriö þrlr fremur smáir flokkar til vinstri viö krata I Danmörku og oftar en ekki hefur einn þeirra átt þaö á hættu aö detta Ut af þingi — sföast kom þaö fyrir kommUnista. SF er nU oft meöstuöningum 6—7% kjósenda, en Vinstrisóslalistar, VS, meö 8-6%. Þrýsta eða afhjúpa? Flokkur Vinstrisósialista á marga ágæta baráttumenn og lik- lega fleiri virka áhugamenn um pólitlska kenningu en nokkur annar flokkur á Noröurlöndum. En þetta þyöir þvl miöur einnig, ao nokkurinn er einskonar bandalag margra hópa þótt lltill sé. Þetta kemur m.a. fram I þvl, aö fimm eöa sex manna þing- flokkur (leiörétti mig sá sem betur man) er sjálfum sér mjög sundurþykkur. Helsti þingskÖr- ungurinn, Preben Wilhelm. er I hópnum VS-R. Mikael Waldorff er I Gruppe 79. Theo Thyrell er I hópnum Faglig Fællesliste (FFL). Þar meö er sundurlyndiö hvergi nær allt rakiö, þvi Information segir okkur, aö Gruppe 79 sé „stærsti hópurinn I meirihluta flokksins” en FFL er „stærsti hópurinn I minnihlutan- um”! Nil eru þessir hópar komnir heldur betur i hár saman. Klögu- mál ganga óspart á vlxl: FFL hefur allt á hornum sér og telur ab meirihlutinn sé farinn ab ánetjast samfélaginu, vegna þess aö hann vinnur I fullri alvöru á þingi og beri fram umbótatillög- ur sem geti vakiö upp ranga oftrú almennings á umbótum. Preben Wilhelm og Gruppe 79 skamma FFL hinsvegar fyrir aö vanrækja almennt pólitískt starf og treysta aöeins á eitthvert úrval bylting- arsinna. Information birti á dög- unum kostulega umræöu fyrr- nefndra þriggja þingmanna VS þar sem hart var deilt um þaö, hvort flokkurinn ætti aö einbeita sér aö þvl aö „afhjúpa” kerfiö, eöa hvort hann ætti aö „þrýsta á þaö” — eöa hvorutveggja. Þremenningarnir bjuggust aö vísu ekki viö þvl aö flokkurinn myndi klofna út af þessum stór- málum — en kannski má alveg eins búast viö þvl. En hvaö skal segja, þegar maö- ur les I sömu andrá um þá uppákomu hjá VS, aö utanrlkis- málanefnd flokksins (og þá ýmsir skipulagöir hópar) sé komin I andstööu viöflokksstjórnina út af Afganistan? Nefndin hefur snúiö fyrri fordæmingu flokksins á íhlutun Sovétmanna I Afganistan upp I einskonar málsvörn fyrir Sovétmenn, sem séu þar aö gegna einh verskonar byltingarhlut- verki. Margir eru firnareiöir I VS yfir þessari uppákomu og reikna hana meöal annars til þess, aö ákveönir hópar sóslalista hafi aldrei gert upp viö sig afstööu til lýöræöis og meirihlutavilja. Þeir séu fúsir til aö heimta ýtrustu viröingu fyrir þeim lýöréttindum sem I gildi eru I dag I borgaralegu þjóöfélagi. En þeir eru um leiB veikir fyrir þeirri hugmynd, aB einhver sveit úrvalsmanna, byltingarfróBra vel, taki völdin viB sérstakar aöstæBur — og haldi þeim hvaö sem hver segir. Þar meB eru þessir menn einnig fúsir til aB sýna samstööu meö stjórn I Afganistan, sem er til oröin I hall- arbyltingum og hefur bersýnilega fyrirgert möguleikum slnum á einlægum stuöningi fjöldans bara af því hún kennir sig viö sóslalisma. Allt er þetta heldur dapurlegt. SU undarlega kreddufesta sem sundraöi vinstrisósialistum Dan- merkur I tvo flokka viröist ætla aB halda áfram aö tvlstra þeim torvelda sameiginlegt átak af þeirra hálfu. Og þetta er partur af sjúkdómi sem allsstaöar grefur um sig, þótt I mismunandi rlkum mæli sé. Þér að kenna! SjUkdómurinn er blátt áfram sá, aö viö lifum á tlmum vonbrigöa: meö Sovétrlkin fyrst, slöan Kína, síöan Kúbu og önnur byltingarrlki, vonbrigöa meö krata og komma, meö uppreisn æskunnar jafnvel meö jafnréttis- hreyfinguna (danska rauösokka- hreyfingin er aö klofningi komin vegna ágreinings um heimsmynd lesblskra kvenna). Þaö er einnig kreppa hjá auövaldinu og hægri liBinu yfirhöfuB, en þar eö hún er ekki vinstrimanna hjartans mál, þá vill þeim sjást yfir hana. Og I þessu vonbrigBastússi öllu hefur þaB einkum gerst, a& menn snúa óánægjunni gjarna aö næsta nágrenni. Þetta er allt flokknum aö kenna, hann er of skrifræöis- legur. Þetta er allt verklýös- hreyfingunni aö kenna, hún er huglaus. Þetta er allt blaöinu aö kenna, þaB er ekki nógu klárt I marxisma. Þetta er allt A aö kenna, hann er veikur fyrir krötum. Þetta er allt B aö kenna, hann er hallur undir Framsókn. Og svo framvegis. Og allt veröur þetta lygilega ófrjótt og niöurdrepandi. Hvar skal byrja? ÞaB er kannski einum of auövelt aö þykjast hafa efni á aö gefa holl ráö I þessum efnum. Auövitaö er ekki rétt aB ráBleggja mönnum aö halda sér saman I nafni einingarinnar — þótt aB auövelt sé aB sýna fram á aB þeir sem sjá lausnir á öllum vanda I þvf aB stofna nýja flokka og „hreina” hafa ekki erindi sem erfiöi. Ef maöur er sannfæröur um aö hreyfing sem maöur á aöild aö sé aögera vitleysu þá veröur sú sannfæring aö koma fram, annars slær meinsemdinni inn á viö. En þaö skiptir lfklega mestu um þessar mundir, aö vera ekki stfellt aö leita aö sökudólg- um. Þaö er nefnilega einum of auövelt aö finna þá, og láta þá veröa sér afsökun fyrir þvl aö maöur gerir sjálfur ekki nokkurn skapaöan hlut. Menn eiga hvorki aö fyrirgefa flokkum og samtök- um of mikiö né heldur of lltiö — en fyrst og fremst stilla tæki sln inn á málefnalega umræöu — ekki út- helling gremju eöa niöursöllun á þeim sem liggur vel viö höggi. Rífum oss upp á hárinu Og fyrst og síöast er nauösyn- legt aö menn hlffi ekki sjálfum sér. Mer finnast vandræöi Vinstrisóslalistanna dönsku ööru fremur minna á þá staöreynd, aö flestir vinstrisinnar eiga blátt áfram mörgum spurningum ósvaraö. Hve margir eru þeir sem hafa reynt aö hugsa á enda mál eins og margra flokka kerfi I sósíalísku skipulagi? Hve margir hafa reynt aö gera sér grein fyrir því, hvernig verkalýösfélög i þjóöfélögum af okkar gerö, sam- tök sem eru vön þvi aö vernda til- tekinn hóp.standa á rétti hans — geta I raun hjálpaö upp á þá sam- stööu sem sóslallsk hreyfing getur ekki veriö án? Hver hefur velt fyrir sér þeim vandamálum sem hlytu aö koma upp ef aö sjálfstjórn verkamanna á fyrir- tækjum yröi I verulegum mæli aö veruleika? (An vandamála veröum viö aldrei, vitaskuld). Ef menn reyna ekki aö svara spurningum af þessu tagi þá eiga þeir um leiö mikla sök á kreppu I sósíallskri hreyfingu, þverstæöum og meinlokum á hennar vegum. Sú hreyfing getur ekki veriö miklu skárri en áhugaliö hennar er, þaö segir sig sjálft. Og gleym- um því ekki heldur aö einungis sá sem hefur tekiö sjálfan sig til bæna hefur I raun og veru efni á aö taka þá I karphúsiö sem tosa sóslalíska hreyfingu I einhverja þá á tt sem okkur finnst röng vera. AB. ÚTBOÐ Tilboð óskast i gatnagerð og lagnir i Burknhóla i Kópavogi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings gegn 10 þús. kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skilað á skrifstofu bæjar- verkfræðings fyrir kl. 11 mánudaginn 7. júli n.k. Bæjarverkfræðingur Kópavogs. 19. JUNI er kominn út Fcest i bókaverslunum og blaösölustööum. Einnig hjá kven- félögum um land allt TAKIÐ 19. JÚNÍ MEÐ í SUMARLEYFIÐ Kvenréttindafélag V Islands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.