Þjóðviljinn - 06.09.1980, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓDVÍLJINN Helgin 6.-7. sept. 1980
AF SJ ON VARPSÞÆTTI
ALDARTNNAR
Það er eins og mig minni að einhvers staðar
standi í helgri bók, að vegir guðs séu órann-
sakanlegir. Og það veit sá sem allt veit að
þetta hef ég frá blautu barnsbeini tekið sem
heilagan sannleika og meira að segja margoft
þóst f á f yrir þessari speki óygg jandi sannanir.
Núna uppá síðkastið hef ég þó verið í mjög
þungum skólaspekilegum þönkum ígrundandi
það, hvort hér sé átt við nokkurn sérstakan
guð, öðrum fremur. Á þriðjudaginn var komst
ég svo endanlega að þeirri niðurstöðu að það
væru vegir Mammons, sem væru órannsakan-
legir og að umræddir vegir væru f lugleiðirnar
yfir Atlandshafið.
Það var sem sagt á þriðjudaginn eftir að
börn voru gengin til náða,að fimm gegnir og
góðir menn komu í beinni útsendingu fram
fyrir alþjóð í sjónvarpinu til að varpa Ijósi á
orsakir og afleiðingar þess vanda, sem nú
steðjar að Flugleiðum. Og nú var ég sem sagt
að vona, að hinir órannsakanlegu vegir
framangreinds guðs, yrðu rannsakaðir svo
maður þyrfti ekki sífellt að vera (eins og
bóndinn orðaði það forðum) „sírambandi inná
einhverjar andskotans rolluslóðir".
Samræðurnar hófust á því að allir þátttak-
endur urðu sammála um það að ógurlegur
frumskógahernaður geysaði nú á Atlandshafi
og er þá væntanlega fengin skýring á því
hvers vegna Móbútú og Múgabe haf a tekið sér
hvíld f rá önnum heima f yrir um stundarsakir.
Á spjöldum sögunnar verðu.r þetta síðan
væntanlega nefnt „Síðari orrustan um
Atlandshafið".
Næst óskaði stjórnandi þáttarins eftir að fá
að vita, hvort það væri skemmtileg dægradvöl
að (orðrétt) „skera niður starfsfólk", og var
helst að skilja á þeim sem fyrir svörum varð,
að aldrei gæti orðið eins gaman að „skera
niður starfsfólk ," eins og til dæmis að stunda
útivist og náttúruskoðun. Hins vegar var það
tekið skýrt fram að þegar „skera þyrfti niður
flugmenn", væri augljóst að líka þyrfti að
„skera niður f lugfreyjur og vélamenn því það
gæfi augaleið að flugfreyjur og vélamenn
gætu ekki f logið yf ir Atlandshaf ið, þegar búið
væri að „skera flugmennina niður", síst af
öllu þegar frumskógarhernaðarástand væri á
Atlandshafi.
Hitt er svo auðvitað annað mál að allir vita
að nú er rétti tíminn til niðurskurðar á mönn-
um og málleysingjum einmitt þegar sjálf
sláturtíðin fer í hönd.
Hinsvegar kom það fram að f lugmenn hafa
engan starfsaldur, en það hafa flugfreyjur
afturámóti og sumar að því er næst verður
komist líka aldur að árum, en það er víst helsti
lösturinn á þeim.
Allir gátu þeir, sem þarna sátu fyrir
svörum í sjónvarpssal fallist á eina skarplega
athugasemd.
Þær ófarir, skipbrot og aðrar hörmungar,
sem hafa dunið yfir okkar heittelskaða flug-
félag, eiga sér eina orsök. Þessi orsök er
fyrirbrigði sem allir marktækir hagspeking-
ar, góðir og grandvarir kaupsýslumenn og
aðrir, sem bera heill og hamingju fólks og
félags fyrir brjósti, já skæðasta leiðar-
stjarnan í öllum rekstri, ekki hvað síst flug-
rekstri sem sagt óskadraumur allra frjálsra
og hugsandi manna.
Og vitið þið nú... Nú kemur það...
Það sem varð Flugleiðum að falli, var
„FRJÁLST FRAMTAK OG HEIÐARLEG
SAMKEPPNI" — endurtek „FRJÁLST
FRAMTAK" !!!!, og sökudólgurinn enginn
annar en Carter möndlusali.
Þessi unaðslegi sjónvarpsþáttur leiddi okk-
ur öll í þann sannleika að það er forseti Band-
ríkjanna, en ekki forstjóri Flugleiða, sem er
„boðberi válegra tíðinda", þess vegna er
óþarfi fyrir Sigurð að vera svona voða sak-
bitinn útaf boðberahlutverkinu.
Nú fóru fimmmenningarnir í sjónvarpinu
að velta því f yrir sér hvort hugsanlegt væri að
færri farþegar kæmu til (slands þegar flug-
ferðum til landsins væri fækkað úr tuttugu á
viku niður í tvær á á viku en eftir drykklangar
og uppbyggilegar umræður, komust viðræð-
endur að þeirri niðurstöðu að engin hætta væri
á farþegafækkun og var í því sambandi bent á,
að það væri ekki ágiskun ein heldur staðreynd
að þeir sem stoppuðu hér á íslandi eina nótt,
hefðuskemri viðdvöl en þeir sem dveldust hér
í hálfan mánuð.
Þá var komið að því atriðinu, sem ef til vill
er viðkvæmast í öllu þessu máli, en það er í
hvaða þjóðlandi, eða löndum best sé að hafa
viðhald. Haft var orð á því að flugleiða-
mönnum hefði til skamms tíma þótt hentugast
ódýrast og hagkvæmast að hafa viðhald í
Bandaríkjunum, en þó hefðu þeir lika viðhald í
Luxemburg. Sumir vilja eftir því sem næst
verður komist, fá viðhaldið f rá Luxemburg og
hingað til Reykjavíkur, en það er ýmsum
vandkvæðum bundið meðal annars vegna þess
hvað erfitt er að athafna sig hér heima með
viðhald en Ijóst var að flugleiðamenn hafa
viðhald í a.m.k. þrem þjóðlöndum. Lúxem-
borgarmenn heimta hins vegar meira viðhald.
Og nú var eins og sagt er „tíminn hlaupinn
frá okkur og nokkur orð í lokin". Og þá var
það að þessi vísdómsorð komu frá einum af
viðræðendum: „Ef allir settust niður og ein-
beittu sér að lausn májsins í bróðerni, þá væri
vandalaust að afstýra þessum stórvand-
ræðum og stofna nýtt flugfélag sem ekki að-
einsflygi yfir Atlandshaf heldur væri og rekið
með vinsemd og virðingu og bullandi stórtapi
til heilla, hamingju og hagsældar fyrir ís-
lensku þjóðina. Nú ríður á að halda þotunum í
loftinu, eða eins og skáldið sagði:
Sagt er að það sé æði oft
sem almenningur blæði
til að allt fari uppi loft
og auðkýfingar græði.
Flosi.
Alþýðuleikhúsið
hefur nil endanlega gefist upp á
aö fá gamla SigtUn viö Austurvöll
undir leikstarfsemi þó aö húsiö sé
„ideal” fyrir slika starfsemi,
bæöi vegna staösetningar og
hússins sjálfs. Póstur og simi ber
fyrir sig aö auk mötuneytis sem
rekiö sé f hádeginu i þessu húsi
fari fram félagsstarfsemi starfs-
fólksins i þvi á kvöldin. Þetta mun
þó fyrirsláttur aö mestu þvi aö
umrædd félagsstarfsemi er sára-
litil. Númun Alþýöuleikhúsiö hins
vegarhafa fengiö augastaö á ööru
húsi, nefnilega Hafnarbiói, og
mun eigandi þess ekki fráhverfur
þeirri hugmynd aö leigja húsiö.
Eins og kunnugt er reka sömu aö-
ilar Hafnarbió og Regnbogann og
eru kunnir fyrir aö vera hliöhollir
menningarstarfsemi og hafa tiö-
um léö Regnbogann undir kvik-
myndavikur og klúbba þó aö aö-
sókn hafi ekki alltaf veriö mikil
að einstökum sýningum.
Ellert
Schram, formaður Knattspyrnu-
sambands Islands, hefur látiö
mörg stór orö falla um ,,em-
bættismenn” innan veggja Rikis-
útvarpsins. Hann hefur m.a. sagt
aö þeir hafi virt rétt fjöldásam-
taka aö vettugi án þess aö hafa til
þess umboð. Nú bregöur svo viö
aö embættismennirnir eiga aö
sækja umboö sitt til útvarpsráös
og i' þvi ráöi situr einmitt ritstjór-
inn EllertSchram. betta minnir á
það þegar Ingólfur Jónsson,
kaupfélagsstjóri höföaöi mál
gegn Ingólfi Jónssyni, samgöngu-
ráöherra....
Máliö Ellert B. Schram formaöur
Knattspyrnusambandsins gegn
EllertSchram litvarpsráðsmanni
bbbbbv
Störf
ganga stundum i ættir og þaö
viröist eiga við um blaöamennsk-
una á köflum. Tvö börn Jóhönnu
Kristjónsdóttur, blaöamanns á
Morgunblaöinu, eru nú komin á
fullt i blaöamennskunni. Illugi
Jökulsson er blaöamaöur á Visi
og skrifar aöallega i Helgarblaö
Visis — viö góöan oröstir. Og nú
hefur Elisabet Jökulsdóttir veriö
ráöin sem blaðamaöur á Timan-
um. Þess má geta i framhjá-
hlaupi aö Jökull heitinn Jakobs-
son, faöir þeirratvar blaöamaöur,
bæði á Tfmanum og Vikunni á
sinum tima. Elisabet á aö sjá um
Byggöa-Timann, sérkennilegt
fyrirbæri i islenskri blaöa-
mennsku, ásamt Friörik Indriöa-
syni. Og meöal annarra oröa,
Friörik er sonur Indriöa G. Þor-
steinssonar sem um mörg ár var
ritstjóriTimans en er nú aöallega
þekktur af blaöaskrifum sem
Svarthöföi VIsis.
Sparnaður
var gefinn ástæöa fyrir uppsögn-
um toppmanna hjá Flugleiöum
um daginn. Ekki er þó allt sem
sýnist. Innanlandsflugiö var sett
undir svokallaö markaössviö og
Einar Helgason framkvæmda-
stjóri þess þar meö geröur aö
undirmanni Björns Theódórsson-
arog sjá fáir spamaöinn i þessari
ráöstöfun. Hinar réttu ástæöur
munu hins vegar vera þær aö I
sumar neitaöi Einar Helgason aö
skrifa undir bréf til stjómvalda
þar sem þvi var hótaö aö innan-
landsflug yröi lagt niöur ef ekki
fengist 18% hækkun á fargjöld-
um. Varö Siguröur Helgason þvi
sjálfur aö skrifa undir bréfiö en
Einar var lækkaöur i tign.
Ekki
er einskær grátur vegna ófara
Flugleiöa iþessa dagana. Eigend-
ur skipafélaganna, sem sjá fram
á aukna flutninga meö fækkun
flugferöa, gráta t.d. þurrum tár-
um. Þannigmun vist hlakka held-
ur I Albert Guömundssyni, einum
stærsta eiganda og stjórnarfor-
manni Hafskips h.f. sem nú telur
sig geta slegið tvær flugur I einu
höggi: aukið vöruflutninga
Hafskips og jafnframt velgt
Geirsliöinu I Flugleiöum undir
uggum.
Albert grætur þurrum tárum yfir
óförum Fiugleiöa.
Stofnun
nýs flugfélags var aöalfrétt á
baksiöu Morgunblaösins einn
góöan veöurdag fyrir skömmu.
Var þvi slegiö upp aö Svavar
Gestsson félagsmálaráöherra
ætti I viöræöum viö starfsfólk
Flugleiöaum stofnun sliks félags.
Gárungarnir fóru strax á staö og
gáfu félaginu heiti. Sumir vildu
nefna þaö Alþýöuflugleiöir h.f.,
aörir Flugfélag Alþýöubanda-
lagsins. h.f. aörir og enn aörir A1
Stofnar Svavar Gestsson Alþýöu-
flugleiöir h.f.?
Islandia. Og einkennisstafir flug-
vélanna yröu auövitaö á þessa
leiö: TF-ÓRG. Tf-MAO, TF-CHE,
TF-HO o.s.frv. Þeir sem illgjarn-
astir voru töldu aö flugfélagiö ætti
aðeins aö fljúga á einni leiö nefni-
lega Keflavik-Moskva — aöra
leiö.
Heyrst
hefur á gróustigum borgarinnar
aö I uppsiglingu sé ný hljómsveit
sem þykir liklega til nokkurra af-
reka á tónlistarsviöinu. Hana
skipa Tómas Einarsson sem þen-
ur harmoniku og stýkur strengi
bassafiölu, Sigurbjörn Einarsson
sem blæs i saxafón og gripur I tvi-
rööung, Jóhann G. Jóhannsson
(nei, ekki sá) sem leikur á slag-
hörpu, Sveinbjörn I. Baldvinsson
sem spilar á gitar og Siguröur
Guöni Valgeirsson slær taktinn
fyrir piltana á trommur. Ekki vit-
um viö hvaö hljómsveitin á aö
heita.