Þjóðviljinn - 06.09.1980, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Helgin 6.-7. sept. 1980 UOMIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Framkvœmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Afgreiöslustjóri-.Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingibjörg Haralds- dóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eiisson Útlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnssom. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elfas Mar. Safnvöröur-.Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuÖrún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Anna Kristin Sverrisdóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Pólland sem fyrirmynd • Menn hafa þá reynslu af þróun Sovétríkjanna og skyldra ríkja um austanverða Evrópu að sú einokun valds, sem birtist í f lokksræði yfir samfélögum þessum, endi í blindgötu, bæði í pólitískum og efnahagslegum skilningi. Á f yrsta skeiði þróunar sinnar hafa þessi sam- félög getað skilað drjúgum árangri á þeim sviðum sem metin eru í hagskýrslum. En sjálf valdaeinokunin býður upp á þróun til stöðnunar, til dauðrar skriffinnsku, til geðþóttaákvarðana sem samfélagið hefur engin tæki til að leiðrétta. t ýmsum greinum varð Júgóslavía undan- tekning frá þessari reglu með tilraunum með sjálfstjórn verkamanna. • Valdaeinokunin skapaði óumf lýjanlega drjúgar and- stæður milli forystusveitar, sem naut valda og fríðinda, og alls þorra almennings — eins þótt mikið af óbreyttum liðsrhönnum hinna ríkjandi flokka væru verkamann. Á árunum 1953, 1956, 1968 og 1970 — í Austur-Þýskalandi, Ungverjalandi, Tékkóslaovakíu og Póllandi, reyndi hluti verkamanna — í mismunandi sterkum tengslum við gagnrýna menntamenn— að brjótast út úr spennitreyju skipulagsins. I öllum þessum tilvikumvarð um klofningí röðum valdahópanna að ræða: sumir tóku afstöðu með kröf um verkamanna, aðrir vildu halda í óbreytt ástand. í öll skiptin var umbótahreyf ingin bæld niður með her- valdi — í þrjú skipti réðu sovéskir skriðdrekar úrslitum um að þjóðir grannríkja þeirra fengju ekki að reyna nýjar leiðir. • En tilraunirnar voru gerðar. Það er vert að gefa því gaum. Og þær voru knúðar fram af verkamönnum og umbótasinnuðum sósíalistum. Og hvað sem líður ískyggilegri návist sovéskra skriðdreka þá sýna atburð- irnir í Póllandi undanfarnar vikur, að þau apparöt hafa, sem betur fer, ekki síðasta orðið í eilíf ri viðleitni manna til að skapa sér manneskjulegt samfélag. • Ef allt væri með feldi, gætu.íalsmenn pólskra stjórnvalda borið nokkuð bratt sinn hala nú um stundir og sagt sem svo við vestræna gagnrýnendur: okkar kerf i getur brugðist með jákvæðum hætti við vanda, það getur notiðgóðs af lifandi hreyfingu meðal alþýðu til nokkurs þroska í lýðræðisátt. f þessu sambandi má minna á að fyrir skemmstu skrifar Hegedus, fyrrum forsætisráð- herra Ungverjalands, greinargerð, sem er nokkuð í ætt við hina pólsku tilraun. Hann gengur út f rá því, að viður- kennt sé, að ríkjandi skipan í Evrópu austanverðri geti ekki komið í veg fyrirvaxandiandstæðurmilliþeirra sem stjórna og þegnanna. Hann mælir ekki með „menningar- byltingu" sern^ aðeins setji nýtt skrifræði í stað hins gamla. Hegedus telur hinsvegar að valdakerf ið og and- ófsöfl í Austur-Evrópu verði að gera með sér meiri- háttar sögulega málamiðlun. Valdhafarnir verði að leyfa sjálfstæðsamtök (einsog nú hefur verið gert f Pól- landi— en væri í andstöðu við Brésjnefsstjórnarskrána í Sovétríkjunum, þar sem flokkurinn skal vera kjarni allra samtaka). Á móti komi að stjórnarandstaðan, sem fengið hefði lagalega stöðu, stillti sig um að reyna að ná völdum. Hegedus telur, að ef þetta reynist ófram- kvæmanlegt, þá muni Austur-Evrópa annaðhvort verða nýstalínisma að bráð eða eiga von á hrikalegum átökum, sem leiddu til meiriháttar hruns. • Það sem er einna athyglisverðast í slíkum hugsana- gangi er viðurkenning því, að þeir sem innan valda- kerfisins hyggja á einhverjar umbætur þurfi beinlínis á stuðningi andstöðuafla að halda til þess að geta náð árangri gegn íhaldsöf lunum á valdatindinn. En mörgu er ósvarað um þessa málamiðlun, einkum því, hvernig raunverulega sjálfstæð samtök t.d. launafólks geta til lengdar verið vettvangur óánægju og gagnrýni um leið og þau beiti sjálf sig þeim aga, að ekki sjóði upp úr— með yfirvofandi hættu á sovéskri íhlutun. Þróun mála í Póllandi á næstu misserum mun væntanlega gefa ein- hver marktæk svör við þeim spurningum. —áb. # úr aimanakínu Siöan Norðurlandamót gunn- skóla var haldiö hér I Reykja- vik, I Alftamýrarskóla, hafa illvfgar deilur átt sér staö milli annarsvegar Einars S. Einars- sonar, fyrrum forseta Skák- sambands íslands, og hinsvegar núverandi stjórnar Skáksam- bandsins, um þaö hver eidi aö halda á veldisprota foróeta Skáksambands Noröurlanda. Eftir siöasta Noröurlandamót i skák, sem haldiö var I Sundsvali i Noregi, fyrir u.þ.b. ári siöan, tók Einar S. Einarsson, þá- verandi forseti S.Í., viö forseta- embætti Skáksambands Noröurlanda. Smakvæmt venju er ekki kosiö um embættiö, heldur flyst þaö milli landa, eftir þvi hvaöa þjóö hheldur næsta Norðurlandamót, en eins og kunnugt er veröur þaö I Reykjavik á næsta sumri. sóknir á hendur sér. Einnig lýsti hann þeirri skoöun sinni aö það yröi spurning hvort af Norður- landamótinu yrði hér á landi, ef Skáksamband íslands hafnaöi allri samvinnu við hann sem stjdrnarformann Norræna skðksa mbandsins. Hvers er hnossið Þessa furðulegu stöðu, sem upp er komin, má rekja til gloppa i lögum bæöi Skáksam- bands Islands og Norræna skák- sambandsins. K jörtimabil stjórnar S.í. er 1 ár en 2 ár hjá Nórræna skáksambandinu. Löglærða menn innan skákhreyfingarinn- ar greinir á umþ þaö hvorum þeirra, Dr. Ingimar og Einari beri embættið. En hvað segja skáksambönd hinna Norðurlandanna? For- maður sænska skáksambands- ins, Christer Wífanéus hefur látið þá skoðun í ljós að lög Norræna skáksambandsins séu ekki ótvíræð um þetta efni.Hins rik Ólafsson, forseta FIDE. Þá hafði hann lýst þvi yfir á stjórnarfundi S.í. að Friðrik hefði samþykkt hann sem gjald- kera FIDE. Raunin varð svo önnur þvi Friörik hafði ekki á- huga á samstarfi viö hann og spunnust af þvi nokkrir dálk- metrar i dagblööum. Sá vægir .... Ámánudaginn var gerðist það að stjórn Skáksambandsins barst bréf frá Skáksambandi Vestfjarða, en þar hefur Einar S. Einarsson sterk ítök. I þvi bréfi hótuðu Vestfirðingar að segja sig úr S.Í., meðan nú- verandi stjórn sæti, ef Einar fengi ekki að sitja áfram sem forseti Norræna skáksam- bandsins. Reyndar eru ekki allir Vestfirðingar svo strfðsglaðir, þvi form. taflfélags Bolungar- vlkur, ólafur Ingimundarson, neitaði að skrifa undir plaggið. Tilaðbera klæði á vopnin, var eftirfarandi tillaga Dr. Ingi- Deilt um forsæti Upphafið Þegar Norðurlandamot grunnskóla var haldið f Álfta- mýrarskólanum nú f ágúst s.l., var gefin út mótaskrá. í það rit vildi Einar S. Einarsson koma að ávarpi sinu, sem forseti Skáksambands Noröurlanda. Stjórn S.í. vildi ekki hafa þetta ávarp i ritinu, þar sem þar væri komin viðurkenning á réttmæti setu Einars f stjórn Norræna skáksambandsins. Greip hann þá til þess ráðs að láta sér- prenta ávarpið, og dreiföi þvf siðan á keppnisstað og sendi fjölmiðlum. Næst gerist þaö að Einar sendir fjölmiðlum fréttatil- kynningu þar sem tfunduð er starfssemi Norræna skáksam- bandsins. Þessu vildi stjórn Skáksam- bands íslands ekki una og sendi frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir m.a.: „í 3. Iið 3. gr. laga Norræna skáksambandsins segir svo: Stjórnarformaður (ord-. förande) er annar fulltrúa þess lands er næst heldur Norður- landamótfskák. Viðkomandi aöildarskáksam- band velur stjórnarformanninn. Tilfærsla á embætti stjórnarfor- manns á sér stað að loknu Norðurlandaskákmótinu, þegar þegar fyrir liggur ákvörðun um, hvaða skáksamband heldur næsta mót”. Það er föst venja hjá S.í. að tilkynna skáksam- böndum hinna Norðurlandanna fljótlega eftir hvern aðalfund S.l. hverjir séu fulltrúar S.I. i Norræna Skáksambandinu og hefur það nú þegar verið gert.Dr. Ingimar Jónsson og Þorsteinn Þorsteinsson eru þvf einu fulltrúar Islands i Norræna skáksambandinu.'*(tilv. lýkur) Yfirgangur og ofsóknir t blaðaviðtali sagöi Einar S. Einarsson að hann hefði tekið við embætti formanns stjómar Norræna skáksambandsins að loknu sfðasta Noröurlandamóti í skák og ætlaði sér aö gegna þvi fram yfir næsta mót, eins og lög sambandsins segöu fyrir um. Framkomna afstööu stjórnar S.l. kallaði hann yfirgang og of- vegar lftur hann svo á að Skák- samband íslands geti skipt um mann i stjórnarformennsku, ef það villþað. Annað hljóð er i strokknum hjá dananum Steen Juul Mortensen. Hann telur að Einar eigi að gegna embætti út kjör- timabilið, en bendir þó á að lögin séu ekki afdráttarlaus i þeim efnum. Magnús Monsen, hjá Norska skáksambandinu, hefur lýst þeirri skoöun sinni að ef ein- hverjar væringar séu með mönnum á íslandi, þá leysi þeir vonandi sfn mál sjálfir og vill ekki blanda sér I umræður um deiluefnið. En hvers vegna geta þessir mehn ekki unnið saman? Y firdráttarheimild afnumin Ljóst er að lengi hefur veriö kuldi á milli þeirra Ingimars og Einars. Sá kuldi varð að is, þegar Einar féll fyrir Ingimar á sfðasta aöalfundi S.I. Skömmu eftir aðalfundinn geröist það að skáksamband ís- lands fær bréf frá Samvinnu- bankanum, þar sem tilkynnt var aö yfirdráttarheimild sú, sem sambandið hafði haft hjá bankanum, væri niður felld Einar S. Einarsson er aðal- bókari þess banka. Má það heita merkileg tilviljun að atburður þessi átti sér stað svo skömmu eftir aðalfundinn. Reyndar fengu Skáksambandsmenn heimildina aftur, skömmu seinna, eftir viðræður við bankastjóra. Þessi atburður, á- samt öörum, hefur verið sú olía á eld illindanna, sem náð hefur hámarki f deilunni um forsæti Norræna skáksambandsins. Einar S. Einarsson virðist eiga auðvelt með aö komast I deilur við aðra, ogþá gjarnarn I fjölmiðlum. Ekki er að efa að margir muna eftir deilum hans og Högna Torfasonar við Frið- Einar Karlsson skrifar mars Jónssonar, samþykkt á stjórnarfundi Skáksambands Islands s.l. þriðjudag. Þess ber að geta, að Dr. Ingimar var er- elndis þegar deilurnar stóðu sem hæst, og kom ekki til lands- ins fyrr en rétt eftir siðustu helgi: ,,Ég tel að stjórn Skáksam- bandsins hafi fullan rétt til að tilnefna stjórnarformann Skák- sambands Norðurlanda. Hinsvegar mælist ég til þess að stjðrnin breyti samþykkt sinni, sem gerð var hinn 23. ágúst s.l. varðandi embættið, vegna þess umróts sem hún hefur valdið. Égvilstuðla að þvi að deilumál þetta verði leyst og sættir takist innan skákhreyfingarinnar, henni til farsældar. Ég legg þvi fram svofellda tillögu til sam- þykktar: —Eins og fram hefur komið i fréttum fjölmiöla er það ein- róma álit stjórnar Sl. að þaö sé réttur hennar að tilnefna for- svarsmann Skáksambands Norðurlanda. Til að firra skák- hreyfinguna frekari vand- ræöum, fellst stjórn S.í. nú fyrir sitt leyti á, að Einar S. Einars- son verði forsvarsmaður Skák- sambands Norðurlanda fram að næsta þingi þess, sem væntan- lega verður haldið næsta sumar hérá landi. Samþykkt þessi skal tilkynnt Skáksambandi Norður- landa og aðildarsamböndum þess”. Þessi tillaga var síðan sam- þykkt samhljóða á fundinum. - o - Sú spurning stendur þó eftir ósvöruö, hvernig til tekst um undirbúning og framkvæmd næsta Norðurlandamóts, sem J eins og áöur segir veröur hér I Reykjavik á næsta sumri. Von- andi bera deiluaðilar gæfu til aö bera klæöi á vopnin, þannig að mót þetta verði íslenskri skák- hreyfingu til vegsauka. —eik—

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.