Þjóðviljinn - 06.09.1980, Síða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Síða 7
Helgin 6.-7. sept. 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 #mér datt þaö i hus Ég var beðinn að skrifa greinarstúf undir titlinum sem þú séð hér að ofan. Kvöld eitt i vikunni sem leið lét ég til skarar skriða. Saddur að loknum kvöldverði og galopinn fyrir góðum hugdettum, lagðist ég uppi sófa. Horfði svo uppi loftið og beið. Hundurinn lagðist á gólfið næst mér en kötturinn hreiðraði um sig i rokókkóstóln- um frá henni tengdamömmu. Gullfiskurinn svamlaði i hægðum sinum innanum öllu fjörmeiri gúbbi-fiskana. Páfa- gaukurinn þagði aldrei þessu vant. Konan nostraði við uppvaskið frammi eldhúsi (ég eldaði). Úti bakaði kvöldsólin húsin i vesturbænum uppúr fölrauðum geislum sinum. Bil- arnir voru hættir að aka enda sjónvarpið að byrja. Ég lét friðsældina streyma inn i sál mina sannfærður um að nú myndi mér detta eitthvað undursamlegt i hug — eitthvað sem fengi hjörtu lesenda Þjóðviljans til að slá örlitið hraðar — ekki af óróleika heldur fögnuði. Fögnuðiyfir að vera til og mega njóta sliks andrikis.... Ég horfði uppi loftið og beið. Ekkert gerðist nema hvað hundurinn geispaði. Eftir um þaðbil fimm minútna árangurs- lausa legu fór mér að verða órótt innanbrjósts. Hér voru aðstæður allar hinar ákjósan- legustu fyrir góðar hugmyndir að fæðast og svo gerðist ekki neitt! Ég fór að fletta gömlum dagblöðum i veikri von um að þar væri eitthvað sem gæti flýtt „fæðingunni”. Sunnudagsblað Þjóðviljans 23—24. ágúst. Úff... Allt svo gáfulegt. „Af hverju i fjandanum var ég að láta plata mig i að skrifa i þetta blað? „Fleygði blaðinu frá mér. Horfði á hundinn. „Meira leti- blóðið. Sisofandi. Ef ekki sofandi, þá geispandi.” Af hundinum á köttinn: „Ætlar honum aldrei að skiljast að hann má ekki sofa i rokókkó- stólnum. Meiri fiflin þessir kettir!” Þegar vonleysið var um það bil að yfirbuga sálartetrið, greip ég sem næst af tilviljun i 206. tbl. Visis. Fletti þvi ólundarlega þangað til ég rakst á skritna fyrirsögn á blaðsiðu 23: „HERRA OG UNGFRÚ FRÓNKEX VALIN”. Fyrir ofan fyrirsögnina var mynd af herranum og ungfrúnni, hvort um sig með fullan kassa af Frónkexi! Af svip þeirra mátti ráða að þau voru alsæl yfir útnefningunni. Úr augum þeírra geislaði Frónkex-sæla. „Mikið eiga þau gott að eiga svona mikið af Frónkexi”, hugsaði ég. Það er svo gott með mjólk. Éghorfði sem dáleiddur á unga manninn og ungu súlk- HAFÞÓR GUÐJÓNSSON SKRIFAR Skar hann mig þvers og kruss una með Frónkex-kassana sina. Þaö hvildi einhver óskiljanleg heiðrikja yfir myndinni og fyrr en varði var allt vonleysi á bak og burt. Þess i stað gagntók nú huga minn nýefld trú á manneskjuna og mátt hennar. Geislar kvöldsólarinnar á húsþökunum fyrir utan gluggann voru orðnir eldrauðir. Blessaður hundurinn svaf og kisulóran malaði af ánægju yfir að fá að vera óáreitt i rokokkóstólnum. Ég hagræddi mér i sófanum, horfði mildum augum uppi loftið og beið og beið og .... sofnaði. Margur skyldi nú ætla að mig hefði dreymt eitthvað fallegt úr þvi að ég sofnaði i slikri friðsæld. En það var síður en svo. A rúmlega-þrjátiu ára lifs- ferli hefur mig aldrei dreymt jafn hroðalegan draum: Ég er á flótta. Tveir morðingjar elta mig. Ekki er undankomuleiðin greið þvi allt i kring er einhvers konar virnets- girðing og hærri en svo að ég geti hoppað yfir hana, þó skelk- aður sé. Til allrar hamingju finn. ég þó rifu á girðingunni. Morðingjarnir nálgast óðum og eru nú aðeins fáeina metra fyrir aftan mig. Hér er þvi um að gera að hafa snör handtök. Með miklu irafári ræðst ég á rifuna. Smeygi hausnum i gegn fyrst, siðan vinstri öxl og siðu og þannig smám saman öllum kroppnum þar til ekkert var eftir af honum innan girðingar nema hægri handleggurinn. Það var engu likara en forlögin höguðu þannig málum, að morðingjarnir fengju smávegis umbun fyrir allt erfiðið að elta mig uppi. Sum sé: hægri hand- legginn. Og þeir voru ekkert að að vanþakka litilræðiið. Annar greip þéttingsfast um úlnliðinn meðan hinn dró úr sliðri dálk éinn mikinn. Leist mér vitaskuld ekkert á blikuna og hef liklega byrjað að orga á þessu augnabliki. Sá með dálk- inn réðst nú til atlögu. Sennilega hefur hann verið sár yfir þvi að fá ekki stærri part af minum likama til að leika sér að. Allavega virtist hann ákveðinn i og gera þvi sem hann hafði ærleg skil: Skar hann mig þvers og kruss yfir lófann og handar- bakið og eins og það væri ekki nóg: reif uppholdið og tætti sem mest hann mátti. Mig minnir að ég hafi orðið svo bit á þessum aðförum að ég hafi um stund gleymt að æpa. Ekki vil ég þó garantera það. Nú, hafi ég þagað eitt augnablik, þá er það vist að þau óhljóð sem fylgdu i kjölfarið minna meir á úlfa en mennskar verur. Eins og gefur að skilja vaknaði ég við þennan hávaða i sjálfum mér en þar sem óhljóð af þvi tagi sem hér er lýst eru ekki daglegt brauð i minum húsum, fór ekki hjá þvi að þau hefðu talsverð áhrif á nálægar lifverur. Tikin, sem reyndar er bara hvolpur ennþá, rak I fyrstu upp ægilegt vein, sem óðar umhverfðist i stans- laust gelt og æddi siðan uppi sófa — uppá húsbónda sinn og hóf að sleikja hann án afláts. Kötturinn flýði uppá fiskabúrið (sem er öruggasti staðurinn ef yfirvofandi hætta er á ferðum) og setti upp kryppu og páfa- gaukurinn flögraði viðstöðu- laust um búrið sitt. Þessi ósköp gátu vitanlega ekki farið framhjá konunni inni eldhúsi enda kom hún nú á harðahlaup- um. Blasti við henni fáránleg sjón: Eiginmaðurinn stynjandi I sófanum með hálf-trylltan hvolpinn oná sér. Hélt hún i fyrstu að hvolpurinn hefði bilast og ráðist á manninn. Fljótlega varð henni þó ljóst að þessi ályktun hennar gat ekki staðist þvi milli stunanna gat hún greint eins konar hlátur: sambland ekkasoga og raunverulegs hláturs. Svo þegar spurt var hinnar klassisku spurningar: „Hvað er eiginlega að ske? „var svarið einungis: „Handleggurinn. Hægri hand- leggurinn er alveg dofinn!” Feróaskrifstofan ÚTSVlM Eldri borgarar Reykjavík Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar efnir til hópferðar [ fyrir eldri borgara Reykjavík til Suður-Spánar Costa del Sol — 2. október n.k. í 3 vikur í samvinnu við Ferðaskrifstofuna ÚTSÝN Dvalist verður á Hotel ALA Y — 4ra stjörnu hóteli við ströndina. Öll herbergi með einkabaði, svölum, síma og útvarpi. Góður, fallegur garður með sundlaug. Bjartar og rúmgóðar sameiginlegar vistarverur — salir — Hótelið er loftkcelt. Fullt fæði. Fararstjórar frá Félagsmálastofnun R eykja víkurborgar NÝJUNG: ALDURSTAKMARK ER NÚ MIÐAÐ VIÐ 60 ÁRA OG ELDRI VERÐ KR. 430.000 + FLUGV ALLARSKATTUR Fundur verður haldinn í Norðurbrún 1 — félagsstarf eldri borgara — þriðjudaginn 9. september kl. 16.30. Þar verða gefnar allar nánari upplýsingar og tekið á móti pöntunum fferðina

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.