Þjóðviljinn - 06.09.1980, Síða 14

Þjóðviljinn - 06.09.1980, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.—7. sept. 1980 Nú er „Helförin” hafin I islenska sjónvarpinu. 1 fyrra urðu miklar umræður um þennan fræga myndaflokk I mörgum löndum, og m.a. i Noregi. Ef aö likum lætur vekur flokkurinn einnig umræöu hér á landi, þótt þeir atburðir sem fjallað er um I honum hafi ekki veriö okkur lslendingum eins nálægir og t.d. Norðmönnum. 1 norska timarit- inu Kontrast birtist i fyrra grein eftir norsk-þýska sagnfræöinginn Einhart Lorenz undir fyrirsögn inni „Fortíðin er nú. Sjónvarps- mvndaflokkurinn Holocaust og samtiðokkar”. Okkur þótti tilval- iðaðbirta þessa grein hér ognú, I eilitið styttri þýðingu. Hér er á ferðinni kvikmynd um Gyðingaf jölskyldu og þýska fjölskyldu, Weiss-fjölskylduna og Dorf-fjölskylduna. Með þvi að einbeita sér aö þessum tveimur fjölskyldum og gera"Erífe Dorf aí> persónugervingi nasmismans, komast aðstandendur myndar- innarhjá þvi að segja nokkuö um nasismann sem hugmyndafræði og kerfi, um það þjóðfélag sem þessar tvær fjölskyldur tilheyra. Þeir komast einnig hjá því aö fjalla um aðra ofsótta hópa, s.s. kommúnista, Sigauna, hómósex- úela, sósialdemókrata, flakkara og striðsfanga frá slavnesku löndunum. Með því að einbeita sér að Syöingaf jölskyldu af borgarastétt losna þeir við að gera grein fyrir þvi, að nasistar töluðu allan timann um gyðinglegt og bolsévískt samsæri gegn Þýskalandi. Vissulega getur enginn verið svo barnalegur að krefjast þess að bandariskur sjónvarpsmynda- flokkur, geröur I gróðaskyni, skil- greini fasismann og bendi á náin tengsl hans við kapitalismann. Það væri þvi ekki fráleitt að velta svolitið fyrir sér þeim jarðvegi sem þýski fasisminn spratt úr. t þýsku þjóðfélagi áttu andsemitisk og andverkalýðs- ramma, var eingin hætta á ferð- um. En þegar nasisminn fór að þenjast út yst á hægri kantinum myndaðist tómarúm i miðju valdsins. Borgaraflokkarnir, sem áttu að tryggja löghelgi kerfisins, misstu fótfestuna, og Itök sósial- demókrata í verkalýðsstétt voru ekki lengur tryggð. Kommúnista- flokkurinn stækkaði. (Það er svo afturannaö mál, hvort hann hafi styrkst við þá stækkun). Þessi tilhneiging kom greinilega I ljós i kosningunum 1932, þegar kommúnistar juku fylgi sitt en nasistar töpuðu fylgi. Þetta var hættumerki fyrir þýska kapitalismann. Þýskir iðnjöfrar óttuðust að frekari ósigrar NSDAP (nasistaflokks- ins) leiddu e.t.v. til þess aö flokk- urinn hyrfi af sjónarsviði stjórn- málanna.og aöhlutiaf kjósendum NSDAP snéri baki við flokknum og færi yfir til KDP (kommúnistaflokksins). Þessi ótti leiddi til þess að iðjuhöldar flýttu fyrir valdatöku Hitlers. SS tekur völdin Eftir valdatökuna tók Hitler af- stöðu með hernum og iönrekend- um I járn- og stáiiðnaði I deilum þeirra viö þann væng NSDAP sem andvígur var einokunar- stefnu (SA). Tveimur dögum eftir að Hitler hafði ráðfært sig við Krupp var SA afvopnað og 150—200 leiðtogar SA myrtir (Röhm-málið svokallaða). Hindenburg, rikisherinn og borgarablööin fögnuðu þessum morðum, sem voru upphafið aö skipulögðum manndrápum þýska fasismans. Hvernig svo sem bein- um afskiptum stórauðvaldsins af þessari aðgerð var háttað er þó alveg ljóst hver pólitisk áhrif hún hafði. Það voru iðjuhöldarnir og stórbankarnir sem fóru með sigur af hólmi. Ósigur SA var jafnframt ósigur millistéttar og smáborg- ara, sem hafði þar með verið fórnaö á altari stórauövaldsins. er járnbrautarkerfið, sem varð aö taka flutning á Gyöingum i út- rýmingarbúðir fram yfir vopna- flutninga til hersins. Þessi dæmi sýna að þarfir at- vinnulifsins og hersins höfðu ekki algjöran forgang I sérhverju til- viki, en þetta sviptir ekki þýska auðvaldið þeirri ábyrgð sem það ber á fasismanum. Þ6 ekki sé annað en sú staöreynd, að þýskir iðjuhöldar voru hreyfiafliö á bak við „ariseringu” atvinnulifsins, að þeir tóku þátt i að þvinga miljónir Austur-Evrópubúa inn i þrælatilveru og að þeir notfærðu sér fanga miskunnarlaust, þá segir hún nóg um þetta þjóð- félagskerfi. Með þvi að draga úr útrým- ingarstefnunni og fjalla aðeins um Gyðinga, stinga aðstandendur myndarinnar undir stól mikil- vægun hliðum ,,helfarar”-stefnu nasista. Þetta er nauösynlegt að undirstrika rækilega — ekki sist i ljÆsi þess sem við höfum upplifað siðan striðinu lauk. Gyðingar hafa fengiö háar peningabætur frá vestur-þýska rikinu. Einnig i þvi máli er kapitallskur hugs- unarháttur ráðandi: menn borga sekt fyrir að hafa drepið 6miljón- irmanna, en ekkert raunverulegt uppgjör við nasismann hefur farið fram. Kommúnistar af Gyðingaættum, sem lifðu af fangabúðadvöl, voru ofsóttir eftir sem áður. I örfáum atriðum tókst aðstandendum „Helfararinnar” — óvart — að varpa ljósi á fasismann. Það geröist t.d. i atriði sem er svo raunsætt i stemmningunni að það virðist næstum óraunverulegt. Það er þegar Dorf-fjölskyldan syngur jólasöngva. Þar kemur greinilega fram hversvegna leiötogar nasista lögðu áherslu á að þjónar þeirra lifðu „hamingjusömu” fjölskyldulífi. Fjölskyldan sem einkasvið, sem grundvöllur hinn- ar efnalegu tilveru, var nauðsyn- leg undirstaða þeirrartólsku sem i AUSCHWITZ í LITUM OG TÓNUM sinnuð viðhorf sterkar rætur. Hvað andsemltismann varðar skulum við minnast þess, að kristindómurinn var eitt sterk- asta hreyfiaflið á bak við gyðingaofsóknir, og aö kristin- dómurinn skapaði hugmynda- fræðilegan grundvöll til þess að beinharðir peningahagsmunir gætu falið sig á bak við fróm orð. Hatursfull orð Marteins Lúthers um Gyðinga og hvatningar hans um að útrýma þeim hafa skilið eftir sig spor um aldaraðir. Hvað snertir neikvæða afstöðu til verkalýðshreyfingarinnar getum við t.d. minnt á lögin sem Bismarck setti, þar sem samtök. og áróður sósialista voru bönnuð með öllu á árunum 1878—1890. (Bismarck er enn i heiðri hafður sem mikilhæfur stjórnmála- maður i V-Þýskalandi). Þessi afstaða hvarf ekki af sjónar- sviðinu þegar sósialdemókratar sömdu fi4ð við keisararikið 1914 og björguðu þýsku borgara- stéttinni 1918—19. Sú staðreynd að margir leiðtogar sósialista I Þýskalandi og i Alþjóöasambandi kommúnista voru Gyðingar var notuð af hægriöflunum til að semja goösögnina um hið gyöing- lega-bolséviska samsæri gegn Þýskalandi. A tlmum efnahagskreppunnar i Weimar-lýðveldinu tókst nasistum að virkja andkapitalisk viðhorf kreppuhrjáðra og stéttlausra smáborgara og beina þeim gegn Gyðingum. Sett var- jafnaðarmerki milli Gyðinga og kapitalista. Haldið var á lofti áróðri gegn kapitalistum 'Gyðingum), en ekki gegn kerfinu sjálfu. Von um „nýja tíma” Meöan kapitalisminn haföi stuöning fjöldans og hægt var að viðhalda honum með „löglegum” stjórnunartækjum (borgara- flokkum, þingræði osfrv.), meðan hann gat athafnaö sig innan hefðbundinna, borgaralegra SS, sem nú tók viö völdum, fékk stuðning frá allt öðrum þjóðfélagshópum en SA. Félagar SS voru felstir af borgarastétt. Eftir Röhm-málið gátu iðn- rekendur og bankar ráðiö at- vinnulifinu áfram, lagt undir sig eignir Gyðinga og rikt án tillits til verkalýösins. Helsta skipulags- prinsipp kapltalismans — sam- keppnin — var einnig helsta ástæðan fyrir þvl að þýskir at- vinnurekendur studdu kynþátta- stefnu nasista. NSDAP og SS fengu politiskt vald. SS stuðlaöi mjögaðgifurlegri gróðaaukningu i atvinnulifinu, SS lagði fram ódýrt vinnuafl úr fangabúöunum, og stóð fyrir flutningum á óbreyttum borgurum frá herteknu löndunum til Þýskalands. Kerfið sem ríkti i fangabúðunum var rökrétt framhald af hinu kapítalíska kerfi. 1 fangabúöunum var safnaö saman, auk Gyöinga, kommúnist um, sósialdemókrötum, fólki sem borgarastéttinni þótti „afbrigði- legt”, og föngum. Meðan á striðinu gegn Sovétríkjunum stóð voru 14 miljónir manna fluttar þaðan til Þýskalands sem ódýrt — eöa réttara sagt ókeypis — vinnu- afl. 7 miljónir þeirra létu lifiö vegna ómannúðlegra vinnu- skilyrða. Gróðalögmálinu var fylgt Ut I ystu æsar, svo nálgaðist fullkomnun. Fasisminn eftir fasismann í þessu samhengi mega menn ekki gleyma, að kynþáttapólitik nasista og útrýming á Gyðing- um var ekki alltaf til hagsbóta fyrir þýskt atvinnulíf og efnahag á striðsárunum. Meðal fyrstu pólsku Gyðinganna sem myrtir voru i gasklefum voru t.d. þúsundir vel þjálfaðra námu- verkamanna sem þýskir vopna- framleiðendur þörfnuðust sáran einmitt haustið 1942. Annaö dæmi fjölskyldufaðirinn stundaði. Og kvikmyndin sýnir lika að fjölskyldan er uppeldisstöö fyrir þá fasista sem taka við af þeim eldri. Hverjir eru Gyðingar í dag Helförin hefur komið af stað umræðum, sem enn hafa ekki snúist nægilega mikið um hiö raunverulega vandamál: uppruna fasismans sem ákveðins forms af borgaralegu valdi. Auschwitz i litum og tónum — það er Ifka hluti af kaldhæöni kapitallskra hagsmuna. Kvik- myndin svarar ekki spurning- unni: Hversvegna Auschwitz? Mikilvægast nú er fyrst og fremst að beina kastljósinu að samhenginu milli fasisma og kapitalisma, og I ööru lagi að færa myndina til samtimans, svara spurningunni: hverjir eru Gyðingar dagsins i dag? Hvaða aðferðir eru notaöar gegn þeim? „Nýir Gyðingar” munu koma fram I sérhverri kreppu sem kapitalisminn lendir i. Helförin hefur verið nefnd fjölmiðlaviöburður. Var myndin það i reynd? Viðbrögðin i Þýskalandi voru sterk, simhring- ingum rigndi yfir sjónvarps- stöðina dögum saman. En enginn hringdi I sjónvarpiö þegar sósial- demókratar og kristilegir demókratar útnefndu stuttu siöar nær einróma fyrrverandi flokks- mann NSDAP til forseta. Þetta var mögulegt, einmitt vegna þess að myndin og umræðurnar takmörkuðust við bað sem þarer sýnt semeitthvað er gerist aðeins einu sinni. Ef hinsvegar tækist að færa þessa umræðu til nútlmans, nota hana i pólitisku ástandi samtimans, og láta hana ekki borgarastéttinni eftir, þá gæti Helförin orðiö aö viöburöi sem aðstandendur henn- ar hafa ekki óskað eftir. (ih þýddi úr Kontrast 2/1979). Brúðhjónin Inga og Karl Weiss með foreldrum hans Heydrich og Himmler. Jósef og Berta Weiss I Auschwitz.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.