Þjóðviljinn - 06.09.1980, Blaðsíða 15
Helgin 6.-7. sept. 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
iupphafiársins 1977 hafði ABC-
sjónvarpsstöðin slegið öll met I
áhorfendafjölda með framhalds-
þáttunum „Rætur”. Helsti keppi-
nautur ABC, NBC-sjönvarps-
stöðin, leitaði þá að heppilegu
efni til að slá henni við. Fyrir val-
inu urðu Gyðingamorðin i Þriðja
rikinu og fengu þættirnir nafnið
„Holocaust”.
Ekki allir jafn hrifnir
NBC fékk til liðs við sig leik-
stjóra „Róta” og „Arásarinnar á
Entebbe” Marwin Chomsky. Rit-
höfundurinn Gerald Green skrif-
aði handritið.
Myndin var tekin á 18 vikum milli
júÚ og nóvember 1977. Hlutverkin
voru 150 og statistar um 1000. Hún
var aðallega tekin á Austurriki og
Vestur-Þýskalandi. Gettóatriöin
voru tekin i Berlin-Wedding og
fangabúðaatriðin i Mauthausen -
fangabúðunum i Austurriki.
Ekki voru allir hrifnir af
myndatöku þessari og var margri
bjórflöskunni varpað, til höfuðs
þátttakendum, óvandaðir máluðu
hakakrossa og þvi um likt á hluti
þeirra og þeir fengu gjarnan
þessar kveðjur: „Ég stútaði
ykkur Júðum i dentið og geri það
gjarnan aftur”.
Afturhaldsöflin
WDR (vestur-þýska útvarpið)
hafði ekki fyrr keypt kvikmynda-
réttinn á 1.2 miljónir marka
þegar afturhaldsöflin fóru á
kreik. Ihaldstimaritiö „Die Welt”
sem er hallt undir kristilega
demókrata gaf i skyn að rauðliðar
hefðu lætt fingrum sinum i sjón-
varpsdagskrána.
Oeller einn af forstjórum BR
(bæverska útvarpsins) hótaði aö
BR myndi ekki taka þátt i slikri
útsendingu. ARD (Hið almenna
þýska útvarp) veigraði sér viö að
senda út þættina. Eftir miklar
deilur i sjónvarpsstöðvunum var
ákveöiö að senda þættina út á 3.
rás en það er rás sambandsland-
koma viö sögu I myndinni. Ymsir
bentu á að þarna væri um fölsun
að ræða, tröppurnar hefðu veriö
sprengdar i loft upp I striöinu.
Kvikmyndagerðarmennirnir
virtust þvi ekki sannleikans
megin og þvi væri jafnvel eins
fariðmeðönnuratriði i myndinni.
Annað atriði ræddu þátttak-
endur mikið. Var Dorf til og þá
sem aöstoðarmaður Heydrichs?
Var það kannski Hollywoodfölsun
lika? Það var ekki laust við að
fangi nokkur sem tók þátt i um-
ræðunum yrði býsna utangátta og
kyndugur á svip undir þessum
vangaveltum prófessoranna
35.000 bréf og
símhringingar
Tengiliður við áhorfendur greip
ööru hverju inn i spjalliö og
kynnti sjónarmiö þeirra. Um
35.000 bréf og simhringingar bár-
ust meöan á sýningum stóð.
Margir fordæmdu þættina og
sögðu að með sýningum þeirra
væru þjóöverjar að eitra sinn
eigin brunn og skita út sitt eigiö
hreiður. „Hvað með allar þýsku
konurnar sem var nauðgaö
1945?” spurðu sumir.
Margir hörmuðu að ekki hafði
tekist að útrýma Gyðingum með
öllu og 1000 ára rikið stóð aöeins i
12 ár. Leiðtogum Gyöinga I
Þýskalandi var hótað lifláti ef
sýningum yrði ekki hætt. Þvi
miður er ekki hægt að afgreiða
þetta sem sjónarmið vanvita og
brjálæðinga svo almenn voru
þau.
I myndinni kemur fram að her-
menn i rikishernum skjóta fang-
aöa Gyöinga. Þetta atriði vakti
mikla mótmælaöldu, var þvi
þverneitað að þýski herinn hefði
tekiö þátt í slikum aftökum. Þeir
sem þar áttu hagsmuna að gæta
sögöu þetta örgustu rangfærslur.
Þýskirhermenn hefðu aðeins gert
skyidu sina i vörn lands og
þjóðar.
VIÐBRÖGÐ
ÞJÓÐVERJA
anna. Samkvæmt könnunum
horfa þjóöverjar minna á hana en
hinar tvær,ZDF og ARD.
Nýnasistar hótuðu að sjálf-
sögöu öllu illu ef þættirnir yrðu
sýndir. 1 janúar 1979 sprungu
sprengjur sem sköðuðu sjón-
varpssendinn við Waldesch hjá
Koblenz og eyðilögöu loftnets-
leiðslur við Nottuln viö Munster.
Ekki ýkja vinsælt
Umfjöllun um Þriðja rikið og
Gyöingamorðin er alls ekki ný af
nálinni I Þýskalandi. En hundr-
uðum bóka, leikrita, kvikmynda,
sjónvarpsefnis hefur aldrei tekist
að valda eins miklu fjaðrafoki og
Holocaust-þættimir. 18. jan. 1979
var heimildarkvikmynd um
Gyöingamorðin sýnd i vestur-
þýska sjónvarpinu og samkvæmt
könnunum sáu hana aðeins 20%
áhorfenda. Var hún þó sýnd á
besta tima, strax á eftir fréttum.
Það er þvi ástæða til að fullyrða
að efni um þetta tímabil sé ekki
ýkja vinsælt meöal Þjóðverja og
þeir velji gjarnan aðrar stöðvar
þegar slikt efni er á sjónvarps-
skerminum.
Fyrsti þátturinn var sýndur 22.
jan. 1979. Hann sáu 31% áhorf-
enda. Annan þáttinn sáu 31%
áhorfenda, hinn þriðja 37% og
hinnslöasta 40% eöa 14,5miljónir
manna.
Lopi teygður
Þátttakendur i sjónvarpsum-
ræðunum voru af ýmsu tagi s.s.
sagnfræöingar, félagsfræöingar,
stjómmálamenn og fyrrverandi
fangar. Blm. fylgdist með þess-
um umræöum og þótti þær þarfar
og málefnalegar aö einum hluta
en ómerkilegar að öðrum.
Svo viröist sem mörgum pró-
fessornum væri meira i mun að
vita sjálfan sig tala til 14 miljóna
en halda sig við efnið. Margir
teygöu lopann endalaust og veltu
vöngum yfir smáatriðum. Um
það bil hálfur klukkutimi fór i
spjall um tröppur nokkrar sem
Sakleysi eða sekt
Þetta leiðir hugann að þvi sem
Þjóðverjarhafa reynt að telja sér
trú um allt frá stríðslokum. Það
er sakleysi þjóöarinnar og hers-
ins. Þjóðverjar segja sem svo:
það eru „nasistarnir” og SS -
mennirnirsem eiga sök á striðinu
og Gyöingamoröunum, þýska
þjóðin ersaklaus, við vissum ekki
þegar Móses i næsta húsi sem
hafði gengið með Gyðingastjörnu
i nokkur ár var fluttur burt i
gripavagni að það ætti að drepa
hann. Samkvæmt þessum söng
vissu ibúar þorpsins Dachau ekki
aö fólk væri drepiö i fangabúö-
unum sem voru við bæjardyrnar.
Það heyrðist að visu stundum emj
og væl úr biiðunum en hvað meö
það.
Mikill hluti þeirra sem hafði
samband viö sjónvarpiö var ungt
fólk og lýstu athugasemdir þeirra
fullkominni vanþekkingu á sögu
nasismans og Gyöingamoröanna.
Það er þvi augljóst að upplýs-
ingamiðlun um þessi mál er mjög
ábótavant i skólum og virðist um-
ræða um þessi mál hafa verið
tabú á þýskum heimilum.
Af hverju?
Það má spyrja se/n svo: af
hverju vakti þessi ]þáttur svona
geysilega athygli og óhugnað?
Hann sýnir aðeins brot af
óhugnaðinum. Kemur skálduð ör-
lagasaga nokkurra persóna
meira við fólk en heimildar-
myndirsem sýna blákaldan veru-
leikannumörlög miljóna og þá af
hverju? Svarið er lfklega það aö
sektarkenndin sem hlaut ein-
hverntima að brjótast út gerði
þaö þegar markviss vaki snefti
þetta gagnrýnislausa þýska neyt-
endasamfélag.
Það er ljóst aö i þáttunum eru
margar rangfærslur og ýmislegt
stenst ekki frá sagnfræðilegu
sjónarmiöi svo ekki sé talaö um
listræna bresti en. mein Gott, er
það aöalatriðiö?. — Gb.
Fjölskyldan skreppur I TIvóii með Eichmann I Vln.
Uppreisn f gettóinu I Varsjá. Móses Weiss fremst á myndinni.