Þjóðviljinn - 06.09.1980, Side 31
Helgin 6.-7. sept. 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31
A tónlistar-
hátíð í ísrael
Rætt við Hjálmar Helga
Ragnarsson tónskáld
Elín
Ellertsdóttir
skrifar um
útvarp
og sjónvarp
Þegar ég skoðaði dagskrá
útvarpsins fyrir vikuna sem er
að liða, hugsaði ég með mér,
,,er það nema von að fólk tali
næstum aldrei um, hvaö hafi
verið i útvarpinu i gær”. 1 fljótu
bragði virtist vera heldur fátt
áhugavert á dagskránni. Klass-
Isk tónlist virðist vera i miklu
uppáhaldi hjá þeim þarna á tón-
listardeildinni, og vil ég leyfa
mér að efast um að meirihluti
hlustenda sé þeim sammála.
Hvers vegna i ósköpunum er
ekki hægt að hafa meira af léttu
efni, eins og t.d. spurningaþætti,
skemmtiþætti, og létta fræðslu-
þætti. Eins mætti vera meira
um að fróðir og skemmtilegir
menn kæmu fram og segðu frá
reynslu sinni. Flýgur mér þá i
hug þættir i svipuðum dúr og
þeir er hann Jökull heitinn
Jakopsson var með hér um árið.
Ég vil þó geta þess að I gangi er
einn þáttur af þessu tagi, en þaö
er þáttur Páls Heiðars um
Bandarlkin, sem útvarpað er á
sunnudagskvöldum, mætti vera
mun meira af sliku.
Einnig get ég ekki annað en
minnst á þáttinn „t vikulokin”,.
Þeir þættir eru gott dæmi um
hvernig má vinna létta og
skemmtilega þætti, þótt mér
finnist nú samt að heldur sé
hann búinn að ganga sér til
húðar, en það rýrir þó ekki gildi
þeirra sem vel unnir og áheyrir-
legir þættir, mætti dagskrár-
gerð Rikisútvarpsins bera meiri
svip þannig dagskrárgeröar.
Ég vil hér leyfa mér að benda
háttvirtum ráðamönnum
þessarar stofnunar á efni er nú
væri full ástæða til að taka til
umræðu.
Þar sem nú eru I gangi sýn-
ingar á þáttunum umtöluðu um
þjóöarmorð á gyöingum i siðari
heimsstyrjöldinni er rik ástæöa
til að ræða þetta efni, bæöi i út-
varpi og sjónvarpi.
Staðreyndin er nefnilega sú aö
margir eru búnir aö „gleyma”
þessum hryllilegu atburðum, og
annaö hitt, að sú kynslóö er nú
er aö vaxa úr grasi, er á tán-
ingaaldri eins og það stundum
er kallaö, hefur ef til vill ekki
hugmynd um þær hörmungar
sem þarna er fjallaö um.
Ég vil eindregiö hvetja for-
eldra til að sjá til þess að börn
þeirra, þau er aldur hafa til,
missi ekki af þáttum þessum, og
foreldrar reyni jafnframt að
ræöa þessi mál við börn sin.
Vísur
í Þjóðviljanum á föstudag
birtist frásögn um ferð þeirra
Péturs Péturssonar þular og
Ragnars Stefánssonar jarö-
skjálftafræðings i Blaðaprent.
Sagt var að „öskraði, sauð og
vall og gaus” hefði verið ort um
annan Pétur forðum en það er
rangt. Þetta er lina úr alþingis-
rimum frá aldamótum og þessi
visa er um Guðjón Guðlaugsson
alþingismann á Ljúfustöðum og
er svona:
Guðjón rauðan hristi haus
með hrottaglott á vörum
aldrei biauður, óttalaus
öskraði, sauð og vail og gaus.
Uro Pétur Guðmundsson,
föðurPéturs þular sem var al-
þingismaður um þetta leyti en
annars barnakennari á Eyra-
bakka var þetta hins vegar ort:
Pétur gapti gleiðum túla
galli tómu spjó
Þóttust allir þekkja fúla
þaralykt frá sjó.
Irsk spakmæli
Heppnismaður biður tæki-
færis, sá óheppni rasar fyrir ráö
fram.
Það er endurgjaldsvonin sem
eyðileggur spilafiflið.
Talaðu hvorki vel né illa um
sjálfan þig.
Þú getur ekki bæði hlaupið og
gelt i einu.
Kaupirðu lélegan hlut,
kaupirðu fljótt aftur.
Réttu ekki höndina lengra en
svo að þú getir dregið hana að
þér aftur.
Fokveðrið er ekki hentugasti
dagurinn til að gera við þakið.
Sá sem fær orð fyrir að vera
árrisull má liggja allan daginn 1
bælinu.
Segðu ekki allt sem þig langar
til — svo að þú þurfir ekki að
heyra það sem þig langar ekki
til.
Seint er að hugga stórlátan.
Fátækt slikur félagsskap.
An fémuna er frægðin dauð.
OG
Leyndarmál er bæði vopn og
vinur.
Aldrei var til sú kláðakind i
fénu að hana langaði ekki i
félagsskap annarrar.
Soltin tik gleymir hvolpunum.
Sæt er auðmanns rödd.
Rifðu ekki stráþakið af húsi
þinu til að kaupa fyrir það þak-
hellur á annars manns hús.
Ur koffortinu
hans afa
Og enn dreg ég eina píuna af
botni gamla koffortsins hans afa
sem hefur rykfallið upp á háa-
lofti I 30 ár. Þessi sýnir nýjustu
sundfatatiskuna fyrir hálfri öld
og er ættuð frá Frakklandi.
Karlmenn mfnir — hafið þið
nokkurn tima séð annað eins?
Þetta hefur sko honum afa likað
| — en auövitað var amma falleg-
I ust.
I sumar var haldin alþjóðleg
tónlistarhátið i Israel og á henni
flutt verk eftir 50 tónskáld frá
mörgum löndum. Verk þessi
voru valin af miklum f jölda tón-
verka og áttu að vera eins konar
þverskurður af þvi sem hefur
verið að gerast I tónlist á siðari
árum. Nokkur verk voru send
frá tslandi og var eitt þeirra
valið til flutnings á hátiðinni,
Fjögur lög við ljóð Stefáns
Harðar Grimssonar eftir
Hjálmar Helga , Ragnarsson.
Jafnframt var Hjálmari boðið
aö vera viðstaddur hátiðina. Við
slógum á þráðinn til hans og
inntum hann eftir Israelferö
hans.
— Já, þetta var feikilega
skemmtilegt. Hátiðin fór fram á
fjórum stöðum i tsrael, i
Jerúsalem, Tel Aviv, Beer
Shiva og á kibbúts I nágrenni við
Tel Aviv og var ekki um annaö
meira að vera i ísrael meöan á
henni stóð.
— Hvernig viðtökur fékk þitt
verk?
— Það fékk mjög góðar
viðtökur og lofsamlega dóma i
israelskum blöðum að þvi er
mér skilst en auðvitað skildi ég
sjálfur ekki hvað i blöðunum
stóð þvi að það er allt á he-
bresku. Israelsk söngkona söng
ljóðin I enskri þýðingu Alan
Boucher.
— Hvað fannst þér annars um
hátiðina i heild?
— Mjögmikiðvar um að vera
og einna merkilegast fannst
mér aðhlýða á tónleika þar sem
flutt vartrúarleg og þjóðleg tón-
list frá ýmsum hópum t.d.
Samaritum, Kúrdum, kristnum
trúarsöfnuði i Eþiópiu ó.fl. Sumt
af þessari tónlist hafði aldre-
fyrr veriö flutt utan kirkna og
helgistaða.
— Hvernig leist þér á Israel?
— Ég ferðaðist um allt landið
og leist vel á mig en það kom
mér þó á óvart að fátækt virðist
þar meiri en ég átti von á. Nú
allt virðist vera kraumandi
þarna og nærvera hersins er
yfirþyrmandi. Hvarvetna _eru
hermenn með vélbyssur á stjái.
Einnig tók ég eftir hversu
mengunin er mikil en iönaðar-
uppbyggingin er gifurleg.
— Svo við vikjum að öðru.
Hvað ert þú að gera um þessar
mundir?
—- Ég vinn aö rannsóknum á
islenskum tónverkum á 20. öld
vegna náms mins I Bandarikj-
unum, þær eru liöur I doktors-
ritgerö. Þá kem ég til með aö
kenna við Tónlistarskólann og
einnig tek ég við Háskóla-
kórnum af Rut Magnússon en
það verðtír mjög vandasamt
verk þvi að Rut er frábær
stjórnandi.
— Hvað um tónsmfðar?
— Ég hef nú verið að semja
eitthvaö aö undanförnu en það
hefur farið jafnóðum i rusla-
köcfuna. En ég er með ýmislegt
i bigerð og vonandi kemst eitt-
hvað upp á borö.
—GFr
Bragðlaukurinn
Peru-
desert
1 stór dós niðursoðnar perur
10—12 sneiðar After-Eight
piparm intusúkkulaði
1 1. vanilluis.
Látið renna vel af perunum, og
, raðið þeim i eldfast form, þann-
igað sléttu hliðarnar snúi niður.
Setjið eina piparmintusneið á
hvern peruhelming, og hitið i
200 gráðu heitum ofni, þar til
súkkulaðið rétt byrjar að
bráðna.
Borið fram strax með isnum.
Þriöji Þorgeir
hálshöggvinn
Ari Pálsson af Vestfjörðurr
brenndur fyrir galdra á alþingi
Lengi illa ræmdur, en varðist þ(
nokkur ár. Og undir eins hengd
ur Þorkell Sigurðsson, norð
lenskur, viöast um þetta lanc
nafnfrægur af lygum og þjófn
aði, kallaður Lyga Keli. Þriðj:
Þorgeir hálshöggvinn, hafð
fyrir 11 árum hlaupið vestur i
Dalasýslu úr Árnessýslu frá
konu sinni og þremur börnum
með annarri giptri, Þuriði Jóns-
dóttur frá Þorlákshöfn og þrem-
ur hennar börnum og haldið vit
hana sem eiginkonu. Hún vart
og sjúk og dróst þvi undan, var
mannvænleg og góðra manna.
Hinn f jórði hét Loptur, lagðist út
meðkonusinni, 4 ungbörnum og
vinnukonu, liföi á fjöllum við
fjárstuld, náðist snemma um
veturinn meö miklum fjár-
rekstriá Tvidægru, ætlaði suður
i Surtshelli fyrir framan Kal-
manstungu, hafði og börn átt
með vinnustelpunni. Hann rétt-
aður I Strandasýslu.
Fitjaannáll 1681.
DÍLLINN
Ætli silfriö sem fannst á Egiis-
stöðum hljóti ekki að vera silfur
Egils! ■*
ÞAR