Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 3
Helgin 20,— 21. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Félag Islenskra leikmyndateiknara hefur sýnt myndir félagsmanna i veitingahúsinu Torfunni frá þvf aö þaö var opnaö I sumar. Nú sýna þeir Gylfi Gíslason og Sigurjón Jóhannsson leikmyndir sfnar úr Smalastúlkunni og útilegumönnunum, Flugleik og Óvitum, en þessar sýningar voru allar á fjölunum siöast liöinn vetur og eru tvær þeirra um þaö bil aö fara af staö aftur. Sýningin mun standa næstu 6-8 vikur, en þá taka aörir viö. Hugmynd þeirra ieikmynda- geröarmanna er aö tengja sýningarnar frumsýningum leikhúsanna i framtiöinni og vænta þeir þess aö áhorfendur kunni vel aö meta. Hvaö felst í flokkaskipan ASI? Frá aðalfundi Máls og menningar: Ólafur M. Ólafsson ráöinn framkvœmdastjóri Góð afkoma og ar á síðasta ári 45 bókatitl- Aöalfundur Máls og menningar var haldinn s.l. miövikudag og var stjórn félagsins endurkjörin. Þá var ólafur M. Ólafsson ráöinn framkvæmdastjóri til eins árs, en Ólafur hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra frá þvi i vor er Þröstur ólafsson fór i ársleyfi. ólafur sagði i samtali við Þjóð- viljann i gær aö hagur Máls og menningar hefði verið mjög góð- ur á siöasta ári eins og reyndar undanfarin ár. A siðasta ári voru gefnir út 45 bókartitlar og var veltan rúmlega 270 milljónir króna. Bókfærður hagnaður nam tæplega 5 milljónum króna. A fundinum var mikið rætt um út- gáfuáætlun næsta árs en frá henni er skýrt i annarri frétt i blaöinu i dag. Stjórn Máls og menningar var endurkjörin, en hana skipa: Þor- leifur Einarsson, formaður, dr. Jakob Benediktsson, Halldór Laxness, Anna Einarsdóttir og Óskar Halldórsson, lektor. Sig- urður A. Magnússon var kjörinn i félagsráð en úr þvi gekk Páll Skúlason. Arsgjald félagsmanna 1980 er 8000 krónur og fá félagsmenn 15 % afslátt af bókum félagsins auk Timaritsins, fjögur hefti á ári. —Al Ólafur M. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Máls og menn- ingar. jóhannes Siggeirsson. Gestir með skemmtiferða skipum: Fækkaði úr 16 þús. í 6 þúsund Tala farþega sem hingaö Iögöu leiö sina meö skemmtiferöaskipum hreint og beint hrapaöi i sumar úr samtals 16.351 I fyrra í 6.325 nú, enda feröirnar stórum færri, 15 i sumar á móti 25 sumariö 1979. Annars haföi ferðum og þarmeö farþegum smám- saman fjölgað frá 1972 þegar 5.756 farþegar komu i 12 ferðum. Flestir ferðamannanna sem komu með skipunum i sumar voru frá Vestur - Þýskalandi, 4.593, þá frá Frakklandi, 1.075, og á fjórða hundrað frá Sviþjóð, en færri frá öðrum löndum, að þvi er fram kemur I yfirliti útlend- ingaeftirlitsins. Frá áramótum til ágúst- loka komu samanlagt, með skipum eða flugvélum, 54.093 útlendingar til landsins á móti 61.095 i fyrra, en tslend- ingar á ferö og flugi sama tima voru nú 47.642 talsins, en yfir 50 þúsund sama tíma- bil i fyrra. —vh Nefnd um samskiptín við Vestur- íslendinga Utanrikisráöherra hefur skipaö eftirtalda aðila til að taka sæti i nefnd um sam- skipti Islands og Vestur- islendinga: Heimi Hannesson, lög- fræðing, Reykjavik, sem jafnframt var skipaður for- maður nefndarinnar. Arna Bjranason, bókaútgefanda, Akureyri. Séra Braga Frið- riksson, Garðabæ. Ritari nefndarinnar er Berglind Asgeirsdóttir, sendiráðs- ritari. Nefndin, sem er ólaunuð, er skipuð til fjögurra ára i senn. Rikis- stjórnin tók þá ákvöröun árið 1976 að utanrikisráðuneytið skyldi framvegis fara með málefni er varða opinber samskipti tslands og vestur- islendinga. Jafnframt var ákveðiö að skipa framan- greinda nefnd. Fundaröð ABR um utanríkis- mál: Herstöðv- armálin efst á baugi A mánudagskvöldið verö- ur haldinn aö Grettisgötu 3 þriöji fundurinn i fundaröö Alþýöubandalagsins i Reykjavik um utanrikismál. A þeim tveimur fundum sem þegarhafa verið haldnir var rætt um breyttar for- sendur herstöövarinnar i Keflavik og þróunina á N- Atlantshafi. Sem kunnugt er hefur sú eðlisbreyting orðiö a herstöðinni aö hún er nú tvimælalaust lykilstöð fyrir bandariska herinn og þar af leiðandi segull fyrir kjarn- orkuárás ef til átaka kemur. A mánudagsk völdið veröur fjallað um þá valkosti sem við höfum haft I sam- bandi viö herstööina. Hjalti Kristgeirsson mun ræða um samþykktina um brottför hersins I áföngum frá 1974 og hvort unnt yrði að fá slika samþykkt aftur inn i stjórnarsáttmála, að for- sendum breyttum. Fjórði fundurinn veröur svo á miðvikudagskvöldiö, og veröur þá rætt um fleiri valkosti, t.d. tillögu Kekkon- ens um kjamorkuvopnalaus Noröurlönd og um frið- lýsingu Atlantshafsins, og einnig verður reifuö hug- myndin um þjóðaratkvæða- greiðslu, sem herstöövaand- stæöingar hafa komið fram með. A fimmta fundinum 2. október, veröur svo tekið fyrir starf og stefna Samtaka herstöðvaandstæöinga og tengsl Alþýöubandalagsins við samtökin á siöari árum. Síöasti fundurinn verður 6. október og f jallar um verka- lýðshreyfinguna og þjóð- frelsismálin. Fundarröðin er liöur i undirbúningsstarfi ABR fyrir landsfundinn, og aö henni lokinni verður tekin Framhald á bls. 27 Einfaldari og auð- veldari að skilia ,,Þaö er fyrst og fremst veriö aö einfalda launaflokkakerfiö” sagöi Jóhannes Siggeirsson hagfræö- ingur ASI, þegar Þjóöviljinn lagöi fyrir hann þá spurningu hvaö fæl- ist I þeirri flokkaskipan sem sér- samböndin innan ASt hafa nú samiö um. Jóhannes sagði aö hingað til heföu gilt margskonar samn- ingar, en nú ætti að skipa þeim öllum I 30 flokka. Fyrstu fimm flokkarnir gildafyrir unglinga, en svo að dæmi sé tekið af einum hópi iðnaðarmanna, þá dreifast járniðnaðarmenn á fimm flokka. Þar með. falla niöur álags- greiöslur, en menn fara I ákveð- inn flokk eftir þvi starfi sem þeir gegna hverju sinni. Aður var greitt álag t.d. vegna óþrifalegra starfa en nú eru þau innan ákveð- ins flokks. Með þessari nýju flokkaskipan veröa samningarnir mun einfald- ari og sagði Jóhannes að nú yrði auðveldara að bera saman ein- staka hópa og þó væri aðalkost- urinn sá að fólk ætti auðveldara með aö skilja launakerfið, sem var orðiö vægast sagt flókiö. Það verður reynt að samræma launin þannig aö sama kaup verði greitt fyrir sömu vinnu, þó aö menn séu i mismunandi stétta- félögum. Ef samningur þessi verður samþykktur veröur komiö á einu samræmdu kerfi, en þess skal getiö að ákvæðisvinna og bónus i fiskvinnu er utan þessara launa- flokka. —ká Kjötiö hœkkar á mánudaginn Læri og kótelettur á fjórða þúsund Tilkynning um nýja búvöru- verðiö var send út f gær, en einsog fram kom I Þjóöviljanum er reiknaö meö 11% hækkun til bænda miöaö viö verölagsgrund- völl frá 1. júnf. Veröhækkun I smásölu á kindakjöti og innmat er frá 10,7 % upp i 26%. Minnst er hækkunin á innmat, sem ekkier niðurgreiddur, 10,7%, og mest á lærum og hryggjum, 26,3%. Hækkunin til bænda frá 1. júní kemur fram i verðinu nú, en niðurgreiðslur frá 5. ágúst eru óbreyttar. Rétt er aö geta þess vegna misskilnings sem Þjóðvilj- inn varð var við hjá fólki i gær, að veröhækkun sú sem nú kemur til framkvæmda er miðuö við venju- legt verð, en ekki sérstakt hærra verð vegna sumarslátrunar, þannig að prósentin leggjast ekki á sumarslátrunarverðið. Sem dæmi um veröið frá og með næsta mánudegi má nefna, að súpukjöt I heilum og hálfum skrokkum mun kosta 2.172 kr. kilóið i stað 1.859 kr., annaö súpu- kjöt hækkar úr kr. 2.205 i kr. 2.582, kílóið læri heil og niðursöguö verða á 3.183 kr. kflóið i stað kr. 2.521, kótilettur hækka úr kr. 2.766 i kr. 3.451 og kjöt I heilum skrokkum söguöum aö ósk úr kr. 1.949 i kr. 2.424. Smásöluverö f 2. verðflokki heilir skrokkar verður kr. 2.239 kr. kg., heilslátur meö sviönum haus og 1 kg af mör kostar 2.528 stykkið og ófryst kindakjöt i sláturtiðinni 200 krónum minna hvert kiló en skráð smásöluverö. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.