Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.— 21. september 1980 ,,I þvi sambandi er rætt um alls konar afþreyingarstaöi þar sem tápmikilli orku ungiinganna er beint I heilbrigðan farveg”. Ljósm:-gel Unglingarnir eru kjörinn markaður fyrir skemmtanaiðnað sem stýrist af gróðasjónarmiöi. .Skólinn kemur alls ekki til móts við raunþarfir unglingsins”. Ljósm:-gel UNGLINGARNIR ERU INGVAR GUÐNASON SÁLFRÆÐINGUR OG SVEINN ALLAN MORTHENS UPP- IG: I þeirri umræðu um „unglingavandamálið”, sem fer fram um þessar mundir er margt sem stingur I augun. Eitt af þvi sem reyndar iðulega er notað unglingum til réttlætingar er sú fullyrðing að vandamálið hafi ávallt verið til staðar. Hver man ekki sin unglingsár og svo fram- vegis. Það er sem sagt litið á það sem ákveðið skeið sem hver og einn gengur i gegnum og vanda- málið sjálft sé aðstöðuleysi þ.e.a.s. að unglingum er ekki hjálpað til að hafa ofan af fyrir sér meðan á þessu skeiði stendur. 1 þvi sambandi er rætt um alls konar afþreyingarstaði þar sem (tápmikilli) orku unglinganna er beint i heilbrigðan farveg og fái þvi ekki útrás i skemmdarverk- um og öðrum óknyttum. Allt er þetta gott og blessað en að okkar mati er ákaflega hættulegt að festast i þessum útgangspunkti. Vandamálið er alls ekki stöðugt heldur i stööugri þróun enda afleiöing þjóðfélagsþróunar sem enn er i fullum gangi og ekki veröur séð fyrir endann á. Hér eigum við viö iðnvæðinguna og það sem er henni samfara: flutn- ingur á mölina og auknar sér- menntunarkröfur iðnaðar- þjóöfélagsins. Aðstaða unglinga breyst SAM: Iðnvæðingin ieiddi meöal annars af sér upplausn bænda- samfélagsins sem einkenndist af sterkum ættartengslum. Hlut- verk unglingsins var viðurkennt i þvi samfélagi, þ.e.a.s. hann tók fullan þátt i öllu starfi heimilis- ins. Heimilið var vinnustaður þar sem allir þurftu að leggja sitt af mörkum og allir voru nauðsyn- legir. Við þá breytingu sem siðan hefur átt sér stað, aukin sérhæf- ing með meiru, hefur þetta hlut- verk sem öllum var ætlað.vinnan einskorðast við hóp fólks á aldrin um 18—65ára. Þeir sem eru yngri hafa litla möguleika á vinnu. Þörfin fyrir þá á vinnumarkaðin- um er ákaflega takmörkuð og þau upplifa ekki vinnuna á sama hátt og jafnaldrar þeirra gerðu áður fyrr. Þetta á sérstaklega við unglinga á höfuðborgarsvæðinu, þvi ennþá kemur það upp i þorp- um úti á landi að skólar loka og nemendum er hleypt út i atvinnu- lifið til að bjarga miklum verðmætum frá skemmdum. Börn og unglingar i þessum þorp- um hafa einnig möguleika til að skilja samhengi vinnunnar, þ.e.a.s. allt vinnuferlið. Einnig hafa þau allt aðra möguleika til að skilja samfélagið sem heild þar sem þau yfirleitt þekkja alla og vita nákvæmlega hlutverk hvers og eins i þorpinu. Unglingsárin mikil- vægt þroskaskeið IG: Og það er einmitt þetta óljósa hlutverk og gagnleysi unglingsins sem á tvimælalaust stærstan þátt i unglinga vanda m álinu . Unglingur á iðnaðarsvæðunum fær mjög þokukennda mynd af stöðu sinni I þjóöfélaginu. Hann er firrtur frá þjóðfélagsveruleik- anura, bæði atvinnuháttum og menningu. Sjálft fyrirbærið ung- lingur er vart skilgreinanlegt, hvar eru til dæmis mörkin milli barns og unglings annarsvegar og unglings og fullorðins hinsvegar, á kannski að miða við kynþroska eða fermingu eða unglingaskóla. Verður unglingur að manni viö 16 ára aldur þegar honum er gert að bera ábyrgö á sjálfum sér gagn- vart landslögum eða þegar hann fær afgreitt i rikinu og svo framvegis. Unglingsárin eru i rauninni heiti yfir ákveðið þroskaskeiö og þar sem þroski er einstaklingsbundinn er hæpið að miða við ákveðinn aldur eða lög- bundnar skyldur og réttindi. Hér er vissulega um að ræða ákveöið Ingvar Guðnason sálfræðingur. Ljósm: gel skeið, en það er mjög visst og afar mikilvægt fyrir frekari þroska. Einstaklingurinn verður fyrir geysilega miklum og örum breyt- ingum bæöi likamlegum og vits- munalegum og þær hafa i för með sér ótal vandamál sem takast þarf á við. Unglingarnir sann- reyna veruleikann Aþreifanlegasta dæmið er ef til vill kynþroskinn og það sem hon- um fylgir viöleitni unglingsins við að tileinka sér sitt eigið gildis- mat, leit hans að sjálfum sér. Ef við förum aðeins nánar út i það, þá má segja að barnið tileinki sér gildi foreldranna gagnrýnislaust að mestu. En unglingurinn aftur á móti sættir sig ekki að óreyndu við það sem honum er sagt. Heldur vill hann sannreyna hinar ýmsu reglur og gildi út frá eigin reynslu. Upp úr þvi spinnast hin ýmsu vandamál, unglingurinn verður aö moða úr áhrifum og reynslu sem hann verður fyrir. Hann verður aö velja og hafna þegar hann tileinkar sér hin ýmsu félagslegu og menningarlegu gildi. Með breyttum samfélags- háttum verður úrvinnslan æ erfiðari. Við hvað á hann eigin- lega að miða. Þjóðfélagsstaðan og sjálfur tilgangur tilverunnar verður stöðugt óljáari og f jölmiðl- un og upplýsingastreymi veita honum innsýn i að siðgæði og menning eru ákaflega afstæð fyrirbæri. Nú um leið er nauðsyn- legt að það takist að vinna úr þessum sérstæðu vandamálum á viðunandi hátt þar sem það hefur úrslita þýðingu fyrir persónumót- un einstaklingsins og hæfni hans i framtiðinni til að aðlagast öðru fólki og þjóðfélagsháttum yfir leitt. Unglingurinn segir sem sagt skiliö við staðnaðar hegðunar- og viðhorfsvenjur, vill sjálfur upplifa hlutina til að geta dæmt um hvað sé réttog rangt. Eins og málin standa i dag blasir við hon- um menningarlegt öngþveiti og það verður æ auðveldara að missa fótfestuna. Mitt i þessu öngþveiti stendur svo blessaður unglingurinn og spyr: hver er ég, hvert á ég að fara? Unglingurinn á ekki aö þurfa að leita svara með happa- og glappaaðferðinni né flýja vandamálin i óvirkni og með vimugjöfum. Hér ber samfélag- inu skylda til að koma til móts við þarfir hans á raunhæfan hátt. Þvi miður hefur samfélagið vanrækt þetta hlutverk sitt hrapallega. Hið svokallaða unglingavanda- mál ber þess glöggt vitni. Fórnarlömb gróðasjónarmiða SAM: Eins og áöur hefur verið sagt er ekki lengur þörf fyrir unglinginn á vinnumarkaðnum nema að mjög litlu leyti. Hins vegar hefur það sprottið upp á siðustu árum að uppúr standandi atvinnumenn hafa séð markað i unglingnum. Þarna er stór hópur fólks sem ekki hefur áður verið notaður i markaðsskyni en mótast auðveldlega og auðvelt er að hafa áhrif á, sem sagt kjörinn markaður. Inn á þennan markað er siðan dælt tiskuklæðnaði, plöt- um og skemmtanaiönaði i heild sem stýrist af gróðasjónarmiði eingöngu. Þessi skemmtanaiðn- aður hefur tekið að sér það uppeldishlutverk sem skólinn og heimilin ættu að sinna. ónóg kynferðisfræðsla Sem dæmi um hversu hættulegt þetta er má benda á kynlifs- fræðslu i skólanum. Þetta vanda- og áhugamál unglinga hefur verið feimnismál sem ekki hefur verið tekið upp svo að nokkru gagni komi. Fjölskyldur og foreldrar barna eru i mörgum tilfellum ekki fær um að fræða þau um þessi mál þar sem þau hafa geng- iði gegnum svipaðan skóla. Þetta leiðir til þess að börn og unglingar verða að bera sig saman við félagana sem oftast hafa litla sem enga þekkingu á málunum. 1 sameiningu eða hvert og eitt leita þau siöan i sjoppubókmenntir og klámrit eftir kynlifsfræðslu. Þessar bókmenntir draga vissu- lega upp myndir af kynlifi en þvi miður myndir sem eiga sér enga stoð i raunveruleikanum. Skólinn hefur á hrapallegan hátt brugðist þvi sjálfsagða verkefni að hjálpa börnum og unglingum að leysa úr þeim vandamálum og spurning- um sem á þau leita. Skólar brugðist hlutverki sinu IG: Það er annars merkilegt við skólann að samkvæmt yfirlýstum markmiðum hans á hann einmitt að sinna þvi uppfræðslu-og þjónustuhlutverki sem við höfum verið að minnast á, en i raun er starfið allt annað. Ég fæ ekki betur séð en að raunverulegt hlut-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.