Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20,— 21. september 1980 Laus er til umsóknar staða á Skattstofu Suðurlandsumdæmis. Umsækjandi þarf að hafa próf i viðskipta- fræði eða lögfræði eða haldgóða þekkingu i bókhaldi og reikningsskilum. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist skattstjóra Suður- landsumdæmis, Hellu fyrir 24. október n.k. Fjármálaráðuneytið, 17. sept. 1980. Laus staða Staða skattstjóra Norðurlandsumdæmis vestra er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að fullnægja skilyrðum 86. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist fjármálaráðu- neytinu fyrir 20. október n.k. Fjármálaráðuneytið, 17. september 1980. Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða ritara. Starfið er fólgið i vélritun og almennum skrifstofustörfum. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un, aldur og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra. Rafmagnsveitur rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik. Féiagsstofnun stúdenta óskar að ráða starfskraft frá og með 1. okt. til almennra skrifstofustarfa og sima- vörslu. Vélritunarkunnátta æskileg. Vinnutimi kl. 10—3. Fæði á staðnum. Nánari upplýs- ingar veitir framkvæmdastjóri i sima 15656. '! Laus staða Staða deildarstjóra við rannsóknardeild rikisskattstjóra er laus til umsóknar frá 1. nóvember n.k. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi i lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða vera löggiltir endurskoðendur. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skattrannsóknarstjóra, Skúlagötu 57, fyrir 24. október n.k. Fjármálaráðuneytið, 18. september 1980. IÐNSKOLINN I REYKJAVIK Staða bókavarðar Laus er staða bókavarðar við Iðnskólann i Reykjavik. — Umsóknir sendist Menntamálaráðuneytinu fyrir 1. okt. 1980. Skólastjóri. sögur hvunndagslífinu •amaasmnems Þegar ég stend og þvae upp, sem ég geri oftar en mér finnst ég ætti að gera og sjaldnar en öðrum finnst ég ætti að gera, get ég aldrei stillt mig um að dást að mér. Þó ekki fyrir að ég skuli loks hafa tekið mér stöðu og hafist handa, þrátt fyrir allt sem mælir á móti þvi. Eiginlega er ekki hægt að ætlast til að ég þvoi upp. Barnaherbergið er nefnilega inn af eldhúsinu og vaskurinn er á bak við eldhúshurðina. Þetta skipulag gerir það að verkum að eldhúsið er eins og umferðarmið- stöðin, alltaf einhver að koma eða fara. Megnið af þessu smáfólki gengur rösklega um. Þau þeyta upp hurðinni, og ég,sem stend á bak við hana i örmjóu bili sem var alls ekki hannað fyrir breið- hliðar minar, flest út eins og salt- fiskur. Loftið þrýstist úr lungun- um og inn i diskaskápinn, diska- skápurinn er fullur af töpuðum andardrætti, það flisast enn einu sinni úr mjaðmabeinunum og hnén beygja sig lotningafull fyrir unga Islandi inn i vaskskápinn. Enginn, alls enginn, lokar hurð- inni á eftir sér. Hún er skilin eftir opin hvilandi á þreyttum herðum mér. Ég spyrni mér upp, skelli hurðinni með trukki frá afturend- anum og einu góðu spraki, munda uppþvottaburstann, og þá er neyðarútkall úr barnaherberginu á klósettið og ég fæ enn eina yfir- ferð i þessari frumstæðu strauvél. Ég kem auga á kostina, vöxtur minn hefur breyst. Frá þvi að hafa botn þar sem hægt var að leggja á borö fyrir tólf án þess aö teskeiðhryndi út af, hef ég öölasí flatneskju sem minnir á amerisku gresjurnar. Mjaðma- beinin eru skörðótt af höggunum og maður verður að viðurkenna að það hefur nú sinn sjarma. Hafi einhverjir hug á að lagfæra sköpulag sitt i sömu átt þá má sækja um leyfi, I þririti, til að þvo upp hjá mér i viku. Það ætti að nægja til gagngerra breytinga. „Uppþvottagrindin lltur út eins og útlitsteiknuð af arkitekt, röðun hönnuð af brúarverkfræðing og unnin af skipulagsfræðing” „Fyrr um daginn hef ég raöaö vandlega eftir ákveðnum reglum I vask- inn”. (Ljósm.: gel.) Óréttlæti En ég dáist ekki að mér íyrir aö þvo upp þrátt fyrir allt þetta mót- læti. Hvernig sem ég hagræði kenningum minum um óhreina diska, þá þjónar þetta basl ákveðnum tilgangi, nefnilega aö sjá m.a. mér fyrir hreinum Ilát- um tilaðborðaafogúr. An þeirra yrði ég að stifa úr hnefa eins og fæðan kemur fyrir af skepnunni og það langar mig ekki. Ég fórna mér þvi viö vaskinn til aö geta nautnað mér við matborðið. Þaö er allt annað sem kveikir annarlegar hugsanir yfir leirtau- inu. Ég sveipa mig svuntunni. Hún er sérhönnuð úr þykkum pokum, þvl hversu ótrúlegt sem það virð- ist miðaö við eftirfarandi, þá sulla ég framan á mig meöan ég þvæ. Siðan skrúfa ég frá heita krananum, grip uppþvottaburst- ann af leikni, dýfi honum i upp- þvottalöginn sem vinnur I loki af sápuhylki á vaskbrúninni, og byrja. Fyrr um daginn hef ég raðað vandlega eftir ákveönum reglum I vaskinn. Neöst eru grunnu disk- arnir, síöan djúpir, svo brauð- diskar og síöast skálar. Séu und- irskálar I hópnum breytist flokk- unin, þær fara á milli djúpu disk- anna og brauðdiskanna. Séu engir brauödiskar fara undirskálarnar ofan I skálarnar. Onnur uppröðun telst ógild. Þetta grundvallar- og megin- inntak uppþvottarins er vinstra megin I vaskinum nær mér. I efra hægra horn fer kakókrús meö hnifapörunum. Ef ég hef notað þeytarann, þá fara amboðin úr honum I tekrús næstefst hægra „Með meistaralegri sveiflu þvæ ég fyrst efstu skálarnar”. (Ljósm.: gel.) megin. Sleifar I tekrús vinstra megin við kakóbrúsana, nær krananum. Fyrir ofan diskana, kranamegin, fara glær glös og kaffibollar. Meöfram hægri hliö fara brún glös og plastkrúsir barnanna. Tilbúið. Skrúfa frá, leggja I bleyti, og þegar ég lft næst viö til að fullkomna verkn- aöinn eru tilfallandi óhreinindi laus frá og léttvæg. Það þarf náttúrulega ekki aö taka það fram að áður en nokkuð ilát fær aö fara ofan i vaskinn er búið að hreinsa þaö vandlega i sorpið. Ekki fituögn, kornarða eöa kjöttægja fá aö fara i vatns- lásinn hiá mér Með meistaralegri sveiflu þvæ ég fyrst efstu skálarnar. Raða þeim lengst frá mér I grindina, eða þar til ég hef fyllt fram með hylkinu sem hnifapörin fara I. Þá þvæ ég hnifapörin. Vegna þess að ef ég fylli fyrst hnifaparahólkinn, þá rek ég mig i sköft brauðhnifanna þegar ég kem skálunum fyrir. Raði ég aft ur á móti skálum og diskum leng- ur en sem nemur hólknum áður en ég gljáþvæ stálið, þá getur dropið af járntauinu yfir leirtauið og þannig myndast dropblettir Það má ekki. Diskaröðin fyllt, kasta ég mér yfir drykkjarstellin. Og hvilikt handbragð, hvi'ik snilld. Þessi þaulæfðu handtök sem tryggja það að burstinn nái afan i hverja smugu, jafnir hringir, þéttar strokur, snöggur hnykkur við úln liðinn og sama glæsilega leiknin leikur um ytra borð glasins siöast botninn. Skolað undir renn andi brennheitu vatni, lyft snaggaralega upp að ljósinu til að ganga úr skugga um að hvergi sé örvera á lifi. Siöan upp i grindina Hnitmiöað, markvisst: Neðst eru krúsirnar, ofan á þeim glösin ákveðnum vinkli svo að runnit geti jafnt af öllu og hvergi mynd ist innilokaöur saggi. Ekki blettur, rák, fitugt fingra far, kalkfar eftir staðnaðar dropa. Þaðan af siöur klessur eðr leifar. Fullkomnun. Uppþvottagrindin lltur út ein og útlitsteiknuö af arkitekt, rööur hönnuð af brúarverkfræðing oí unnin af skipulagsfræðing. Og svo segja allir að ég vinn aldrei neitt skipulega og þvo aldrei upp. Aftur á móti hafa uppþvottaað feröir minar hamstrað viður nefni: Sótthreinsunaræði, dyntir duttlungar, klikkun, sérviska geðveiki. Og þetta finnst mér vera órétt látt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.