Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJó'ðVILJÍNN Heígin' 20. , r r> | ' 10 f, r I . I 21. september 1980 Messað Lífsreynsla Aldrei skal maöur foröa sér undan skemmtilegri lifsreynslu. Þegar maóistar báöu mig aö koma á fund meö sér i sumar til aö ræöa efniö „hvaö er aö gerast i Kina?” tók ég þvi vitanlega meö þökkum. Hvaö skyldu þeir halda um þaö sjálfir þessir áhugamenn, sem fyrir skemmstu trúöu á menningarbyltinguna og voru vissir um aö Deng Xiaoping væri „iulltrúi auövaldsskipulagsins”? Svar: peir voru ánægöir meö Kina. En þeir höföu breytt um tón; nú iöruöust þeir þess aö hafa tekiö stórt upp i sig og allt þóst vita um Kina, nú var viökvæöiö þetta: Kina er svo afskaplega stórt land og fjarlægt og eiginlega óskiljanlegt. Samt voru þeir haröir á einu atriöi: sósialisminn átti heima þar eystra og varla annarsstaöar. Til dæmis alls ekki i Sovét. Allt i lagi — þaö er engin ástæöa til aö kalla flokksræöiö i Sovét- rikjunum sósialisma. En hitt gæti svo veriö erfiöara, aö sýna fram á, aö þaö sé einhver meiriháttar munur á sovésku og kinversku þjóöskipulagi. Skoöum þaö aöeins nánar. Menningarbyltingin Menningarbyltingin snerist upp i allskonar vandalisma, fram- leiösla gekk skrykkjótt og tók ekki framförum eöa litlum, hún skipti þjóöinni i fjandsamlegar fylkingar. Deng Xiaoping segir hiklaust aö hún hafi leitt til borgarastyrjaldar i spánýju við- tali viö Oriana Fallaci. En menn- ingarbyltingin var aö ýmsu leyti forvitnileg: hún var tilraun til aö fara aörar leiöir en Sovétmenn höföu fariö. Hún var viöleitni til aö koma á tekjujöfnuöi og jafnari aögangi aö námi. Hún fól i sér vissa viöurkenningu á þvi, aö eftir byltingu koma upp ný vandamál, sem hiö nýja þjóöfélag ber sjálft ábyrgö á, en ekki fortfö- in ein. Viöurkenning á aö til veröa nýir forréttindahópar. Sem fyrr segir: glima viö þessi vandamál varö mjög i skötuliki og skapaöi enn nýja erfiöleika i fátæku landi. En vandinn var þó á dagskrá, honum var ekki sópaö undir teppiö eins og forréttindunum i Sovétrikjunum. 1 fótspor Rússa Þegar Maó dó og fjórmenn- ingaklíkan var handtekin náöu „hægrimenn” i kommúnista- flokknum undirtökum og höföu 1978 mótaö sér þá efnahagslegu viöreisnarstefnu sem þeir hafa siöan fylgt: þaö skal ýtt undir áhrif sérfræöinga, sjálfstæöi fyrirtækja skal aukiö, launakerfiö á aö hvetja til aukinna afkasta, þaö á aö flytja inn erlenda tækni, Kina á aö komast i röö helstu iön- velda um eöa eftir aldamót. Þetta hljómar allt sæmilega. En ég held aö fáir hafi tekiö eftir þvi, aö allt eru þetta viöbrögö og stefnumörk sem Sovétmenn hafa sett sér á ýmsum timum. Og yfirhöfuöhafa hinir nýju valdamenn, Deng Xiaoping, Zhao Zhyang og þaö fólk.I raun fetaö I fótspor Sovét- manna I stjórnsýslu, áróðri, menningarpólitik og á ýmsum fleiri sviöum. Þótt margt sé enn óráöiö I Kina hefur þróun siðustu ára flu*t þessarisanærhvorn öör- um — hvaö sem f jandskap þeirra i alþjóöamálum liöur. Sams konar vandi Þegar efnahagsvandræöi eru rædd (1976 var hagvöxtum I Kina kominn niöur I núll) fara Kin- verjar mjög svipaö aö og Sovét- menn. Fyrst eru fundnir söku- dólgar (fjórmenningarnir) sem bera ábyrgö á öllu I anda þeirrar gömlu klisju aö kenningin sé góö en mennirnir breyskir. Þegar svo fariö er aö tala um einstaka þætti þá er sagt sem svo: Fjárfestingar voru rangar, miöstýringin of mikil. Viö þurfum aö auka frum- kvæöi aö neöan, láta framleiöslu- einingarnar og fyrirtækin ráöa meiru um þaö hvaö þau framleiöa og hvernig, leyfa þeim aö halda hluta ágóöans o.s.frv.. Bændur mega hafa einkaskika til rækt- unar og selja á frjálsum markaöi. Allt þetta hefur veriö rætt og reynt I Sovétrikjunum (fyrir skemmstu voru einkaskikar bænda maóistum „sönnun” fyrir þvi aö I Sovétrikjunum væri auö- valdsskipulag). Bæöi i Sovétrikj- unum og I löndum Austur-Evrópa hafa stjórnendur glimt viö aö samræma miöstýröan áætlana- búskap frumkvæöi aö neöan, sjálfsábyrgö fyrirtækja — og ekki tekist. Meöal annars vegna þess, aö ef fyrirtækin eru I raun og veru sjálfstæö, hvort sem þaö væri undir stjórn tæknikrata eöa verkamanna sjálfra, — hvaö ætti þá aö gera viö flokkinn og hvaö yröi af valdi hans? Þaö er ekki ljóst hvernig kinverskir kommúnistar ætla aö leysa sin mál (eitthvaö eru þeir aö brosa viö júgóslavneskri reynslu) — en þeir eru akkúrat 1 sama báti og grannar þeirra fyrir noröan. Þess skal þó getiö i þessu sam- bandi, aö Kinverjar sýnast núna — eða frændur eru frændum verstir ekki eins smeykir viö smáeinka- framtak og Rússar eöa viö þaö aö framleiöslusamvinnufélög sern annist ýmsa smáframleiöslu og þjónustu rugli launakerfiö. Þegar Kinverjar nú hverfa frá sjálfsnægtabúskap og flytja inn erlenda tækni i stórum stil fara þeir I fótspor Sovétmanna. Munurinn er helst sá, aö Sovét- menn eru af metnaöarástæöum feimnari viö aö játa þaö en Kin- verjar aö þeir flytji inn heilar verksmiöjur. Bæöi rikin eiga svo i vandræöum meö aö borga fyrir þennan tækniinnflutning, gjald- eyrisskuldir hlaöast upp — viö- reisnaráform Dengs hafa þegar veriö skorin niöur aö hluta vegna hins óhagstæöa viöskipta- jafnaöar. (Þessi staöa er reyndar sameiginleg • öllum þróunarrikj- um nema þeim sem eiga oliu). Brattari launastigi 1 félags- og menningarmálum er einnig fylgt stefnu sem er ósköp svipuö hinni sovésku. Maó formaður reyndi aö jafna sem mest tekjur, aögang aö heilsu- gæslu og menntun. Hin nýja stefna reynir aö nota allt þetta sem hvata á aukin afköst: meö öörum oröum — misskipting gæöa vex i nafni framfaranna. Mönnum er mismunaö eftir þvi hve verðmætir þeir eru taldir rik- inu. (Og útkoman veröur eins og I Sovétrikjunum aö sjálfsögöu sú, aö þeir sem hafa vald til aö meta sig hátt munu svikalaust gera þaö). Menningarbyltingin haföi ekki komiö á launajöfnuöi. Hlutfall milli hæstu og lægstu launa var oft einn á móti fjórum, en tekju- munur enn meiri ef bornar voru saman fátækar sveitir og allvel sett fyrirtæki eöa kommúnur; þá var nær aö tala um einn á móti tiu. Nú á ekki aö berjast gegn þessu.heldur þvert á móti. Þeir sem mest framleiða eiga aö fá aukna umbun og ákvæöisvinna veröur tekin upp hvar sem hægt er. Málgögn flokksins eiga þaö tii aö hæöast aö jafnaöarhugmynd- um, aö þeim sem vilja „aö allir éti hrisgrjón úr sama potti”. Þá minnist ég sovésks hagfræöi- prófessors, sem ég heyröi spotta af mikilli fyrirlitningu þá bolsevika sem enn reyndu aö halda i jafnaöarhugmyndir um 1930. Byggðastefna og heilsugæsla Þaö er og I anda viöreisnar Dengs, aö horfiö veröur frá þeirri „byggöastefnu” sem átti aö draga úr mun á borg og sveit. Meö öörum oröum: þaö á aö fjár- festa þar sem aöstæður eru bestar. Þetta hljómar ekki illa frá hreinu hagvaxtarsjónarmiði, en félagslega þýöir þetta m.a. að 1978 jukust meöaltekjur sveita- fólks i Kina um 13%. En þeir sem bjuggu i námunda við stórborgir eins og Peking og Sjanghæ juku tekjur sinar um 27-39%. Menningarbyltingin reyndi að bæta heilsugæslu i fátæku landi meö þvi aö senda snöggsoðna „berfætta lækna” út um sveitir. Fullkomin læknamenntun beið mikið afhroö fyrir vikiö. Oröstir hennar hefur nú veriö endurreist- ur, en þvi fylgir og, að heilsugæsl- unni veröur i auknum mæli mis- skipt. Þeir munu njóta mest af henni sem „verðmætastir” eru taldir. „Fjórmenningaklikan” hefur meðal annars veriö sökuö. um aö hafa „ofsótt” flokksstarfs- menn, sem áöur nutu sérstakrar læknisþjónustu meö þvi aö taka af þeim slik friðindi og stytta sjúkrahúsveru þeirra. Með öðr- um oröum: þaö bendir allt til þess, að eins og i Sovétrikjunum veröi komiö upp sérstöku heilsu- gæslukerfi fyrir þá sem eru jafn- ari en aðrir”, eins og Orwell segir. Lykilskólar Hugmyndir um jafnrétti I menntamálum hafa veriö gefnar upp á bátinn. Eins og i Sovét munu nemendur keppa i inntöku- prófum um aögang að háskólum. Og þeir veröa mjög misjafnlega i stakk búnir til þess. Aftur veröa teknir upp „lykilskólar”,meö öör- um oröum, skólar sem eru betur búnir kennurum og kennslugögn- um en almennir skólar og byrja á einhverskonar sérkennslu fyrr en aðrir. 1 Sovétrikjunum erúslikir skólar og allalgengir (liffræöi- skólar, stæröfræöiskólar, skólar sem kenna á ensku ofl). Slikir skólar eru yfirleitt i borgum þar sem menntunaraðstaöa er best fyrir, og nemandi I slikum skóla mun hafa tiu sinnum betri mögu- leika á aö halda áfram námi en ungur maður sem kemur úr venjulegum sveitaskóla. Einn þáttur félagsmála er þó gjörólikur þvi sem gerist i Sovét- rikjunum, en þaö er fjölskyldu- stefnan. Sovétmenn vilja ýta und- ir barneignir, Klnverjar þurfa aö fækka þeim. Þaö gera þeir með aðferö sem fengin er aö láni hjá hinni kapítalisku tæknikrata- stjórn i Singapore: borga meö fyrsta barni, en refsa fólki meö sérsköttun, sem eignast tvö börn, aö ekki sé talaö um þrjú. Hvað þetta þýðir Nú er vel liklegt aö þaö hafi jákvæö áhrif á efnahag Klna fyrst i staö, þegar reynt er aö sveigja sem flesta þætti mannlifs undir hagvaxtarþarfir. Svo var einnig I Sovétrikjunum — a.m.k. á ýmsum sviöum iönaöarfram- leiöslu. En hitt er svo vlst, aö þegar menn smlöa sér misskiptingarkerfi, þá eru þaö ekki haröduglegir verkamenn sem fyrst og fremst njóta góös af. Fríöindin munu jafnt og þétt safnast á hendur menntaöra og hlýöinna stjórnanda flokks og framleiöslu. Þaö veröur til for- réttindastétt, sem spillist af sér- stööu sinni, og mun vegna valda- einokunar sinnar gerast æ ófær- ari til aö stjórna. Þar til að þvi kemur, aö einnig hagvaxtarhjóliö hættir ab snúast. Þetta var ég aö reyna aö segja viö maóista á fundi I sumar. Þeir voru hinir kurteisustu og sögöu takk fyrir. En að sjálfsögöu létu þeir samanburð á Kina og Sovétrikjunum eins og vind um eyru þjóta. Aumingja blessaöir mennirnir. Arni Bergmann. Arni Bergmann *sunnudags pistill

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.