Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 11
Helgin 20.— •21. september 1980 ÞJÖDVILJINN — StÐA-11 1900 - jákvæður harmleikur Fjalakötturinn fer glæsilega af stað á þessu hausti, með sýning- um á Itölsku stórmyndinni „1900” eftir Bernardo Bertolucci. Þetta er mynd sem kvikmyndaunnend- ur hafa beðið eftir, en blóstjór- arnir greinilega ekki haft áhuga á, hvernig sem á þvi stendur. Framtak þeirra fjaiakettiinga verður þvl vart nógsamiega lofaö. 1900 er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Norman Thomas de Giovanni, bandariskan rithöf- und af itölskum ættum. 1 sögunni segir frá tveimur mönnum, sem fæöastá sama stórbýlinu I Reggio di Emilia, héraðinu, sem kallað hefur verið kornhlaða Itallu. Annar þeirra er sonur landeig- andans, hinn er óskilgetinn sonur fátækrar vinnukonu á býlinu. Þessir drengir eru vinir I bernsku, og það er ekki fyrren sá fátæki, Olmo, er kallaður i her- inn, að leiðir þeirra skilja. Striðið milli stétta Með þvi að lýsa þessum tveim- ur fulltrúum striðandi stétta og draga um leið upp mynd af um- hverfi þeirra, tekst Bertolucci að skapa breiða, sögulega þjóð- félagslýsingu, sem varla á sfaa lika i kvikmyndasögunni. A þeim 45 árum sem myndin spannar gerast örlagarikir atburðir, og ber þar hæst uppsveiflu sósialista og ósigur þeirra fyrir fasistum, sigurgöngu og siðar hrun fasism- ans, og tvær heimsstyrjaldir. Afstaða höfundanna er hrein og klár: þeir standa með fólkinu gegn kúgurum þess, landeigend- um og fasistum. Útkoman verður, svo vitnað sé i sænska kvikmyndafræðinginn Stig Björkman: „risavaxið sögu- legt skáldverk og um leið áhrifa- rikt pólitiskt rit, skiljanlegt og ljóst einsog kennsluleikrit. Þetta er kvikmynd sem er jafnnothæf sem hugsanavekjandi afþreying i bió og sem kosningaáróður fyrir italska kommúnistaflokkinn.”. Eins og nærri má geta hafa gagnrýnendur á hægri kantinum verið fremur fýlulegir yfir þessu verki. Þeir tala um að myndin sé sundurlaus og full af hnökrum, persónurnar ósamstæðar og litt sannfærandi, osfrv.. Mér er þó nær að halda að gagnrýni sem þessi sé byggð á pólitiskum pirr- ingi, fremur en hlutlausri fag- mennsku. 1900 er ein af þessum myndum sem menn eru ástriðu- fullt með eða á móti, en ég held varla að nokkrum manni sé stætt á að rifa hana niður frá faglegu sjónarhorm. Hún er hrifandi fall- legatekin af snillingnum Vittorio Storaro, sem tekst að skapa lita- sinfóniu úr árstiðunum, lands- laginu og i'ólkinu. Frægir leikarar Leikararnir eru margir heims- þekktir: Robert de Niro leikur Al- berto, landeigandasoninn, Ger- ard Lepardieu leikur Olmo, Burt Lancaster og Sterling Hayden leika afa þeirra Alberto og Olmo, tvo gamla „patrlarka”. Dominique Sanda leikur eigin- konu Alberto, stúlku af borgara- ættum, sem gerir uppreisn gegn þvi lifsmunstri sem henni er ætlaö sem landeigandafrú. Don- ald Sutherland leikur verkstjóra á býlinu, sem gerist fasisti og fær makleg málagjöld að lokum. Allt þetta fólk skapar eftirminnilegar persónur, sem lifa i huganum jafnveleftir að einstök efnisatriði eru gleymsku hulin. Saga alþýðunnar 1900 er söguleg mynd i bestu merkingu. Þetta er ekki saga kónga og preláta, hún fjallar ekki um valdabaráttu einstaklinga einsog sú saga sem troðið var i okkur i skólanum i gamla daga. Þetta er saga fólksfns alþýðunnar sem yrkir jörðina einsog þaö er orðað á hátiðlegum stundum. Saga baráttu, sigra og ósigra. Ef hugtakib „sósialiskur realismi” hefði ekki öðlast svo neikvæða merkingu i hugum manna eftir öll þau listrænu spell- virki sem unnin hafa verið i nafni þess, væri tilvalið að nota það um þessa mynd. Það sem dynur yfir fólkið á þessu 45 ára timabili er vissulega , harmsögulegt. En I myndarlok stendur fólkið meö sigurpálmann i höndunum: striðinu er lokið, fasisminn hefur verið sigraður. Fórnirnar hafa ekki verið til einskis færðar — harmleikurinn er jákvæður. Hvað siðar gerðist á Itallu er svo önnur saga. Baráttan er löng, og henni er ekki lokið. Ada (Dominique Sanda), borgarastúlkan sem gerði uppreisn. Fasistinn Attila (Donald Sutherland) reynir kraftana. Dagskrá Fjalakattarins Einsog áður hefur verið sagt frá hér i blaðinu er Fjalaköttur- inn kominn á stjá. Fyrsta sýning- in á þessu hausti var s.l. fimmtu- dag, og var þá sýndur fyrri hluti itölsku stórmyndarinnar 1900. Seinni hlutinn verður sýndur i dag, laugardag kl. 13, og fyrri hlutinn aftur á morgun, sunnu- dag, kl. 18,50.1 næstu viku verður svo haldið áfram að sýna báða hlutana til skiptis. Að öðru leyti er dagskráin i vetur sem hér segir: okt. 2,4 og 5: Kom inn (Bretland 1972, leikstj. Jane Arden); okt. 9,11 og 12: Þessir yndis- legu kvikmyndasérvitringar (Tékkóslóvakia 1078, JiriMenzel) okt. 16,18 og 19: Putney Swope (USA, 1969, Robert Downey). Stuttmynd: Alpha Omega (Italía 1962, Bruno Bozzetto). okt. 23, 25 og 26: Skvettan mikla (Bretland 1974, Jack Hazan). Stutt mynd: Alf, Bill og Fred (Bretl. 1964, Bob Godfrey). okt. 30, nóv. 1 og 2: Idjótinn (japan 1951, Kurosawa). nóv. 6, 8 og 9: Ræflarnir (Spánn 1962, Carlos Saura). Stutt mynd: Fimm minútna spennumynd (Ungverjal. 1967, Josef Nepp). nóv. 13, 15 og 16: Pétur vitlausi (Frakkl. 1965, Godard). nóv. 20,22og 23: Mannsæmandi lif (Sviþ. 1979, Stefan Jarl). nóv. 27, 29 og 30: Gráturinn (Tékkó 1963, Jaromil Jires). Stutt mynd: Marx fyrir byrjendur (Bretl. 1978. Bob Godfrey). des. 4, 6 og 7: Eiturjurtin (Italia/- Frakkl. 1965, Alberto Lattuada). Stutt mynd: Skilanleg flaska (Sviþ.4Johan Hagelback) des. 11, 13 og 14: Hinir ofsóttu og hinir eltu (USA 1963, Francis Ford Coppola)r des. 18, 20 og 21: Celine og Julie fara i bátsferð (Frakkl. 1974, Jac- ques Rivetta). jan. 8, 10 og 11: Golem og Stú- dentinn frá Prag (þýskar.þöglar myndir eftir Wegener). jan. 15, 17 og 18: Cet obscure object du desir (Frakkl./Spánn 1977, Luis Bunuel). jan. 22, 24 og 25: Drengur (Japan 1969, Nagisa Oshima); jan. 29, 31 og feb, 1 : Morð á tékk- neska visu (Tékkó 1967, Jiri Weiss). feb. 5, 7 og 8: Spegill (Sovétrikin 1974, Andrei Tarkofski). feb. 12, 14 og 15: Alphaborg (Frakkl. 1965, Godard). feb. 19, 21 og 22: Lolita (bresk-- bandarisk, Stanley Kubrick). feb. 26, 28 og mars 1: Græna her- bergið (Frakkl. 1978, Francois TruffauD.Stutt mynd: Saga kvik- myr.danna (Bretland 1956). mars 5, 7 og 8: Kvöldstund hjá hennarhátign (Bretl. 1976, Roger Graef), Stutt mynd: Hokusai, teiknuö rissbók (Tony White). mars 12, 14 og 15: Begging the Ring (Bretl. 1978, Colin Gregg). Stuttmynd: Bréfberinn (Kanada 1979). mars 19, 21 og 22: Húsvörðurinn (Bretland. 1963, Clive Donner). mars 26, 28 og 29: Hr. Klein (Frakkl./ltalia 1976, Joseph Losey). apr. 2, 4 og 5: Það er leitt að hún er hóra (Italia 1971. Giuseppe Patroni Griffi). Stutt mynd: Ein- hentur þrjótur (Sviþ., Peter Kruse). apr. 9, 11 og 12: Að komast til manns (Astralia, Bruce Beres- ford). Stutt mynd: Stór. rauð blaðra (Sviþ., Bengt Olsson). apr. 16, 18 og 19: Viturt blóð (USA/V-Þýskal. 1978, John Huston). apr. 23, 25 og 26: Hiroshima ástin min (Frakkl. 1959, Alain Resnais). apr. 30, mai 2 og 3: 7 til- raunamyndir eftir Germaine Dulac, Marcel Duchamp, René Clair, Fernand Léger og Man Ray. mal 7, 9 og 10: Eitthvaö annað (Tékkó 1963, Vera Chytilova). mal 14, 16 og 17: Alexander Néfski (Sovétr. 1938, Sergei Eisenstein). mal 21, 23 og 24: Hreinsunin mikla (Frakkl. 1969, Jean Pierre Mocky). Nýhandbók íim al “ - ULJlaAi Út er komin ný bók i handbókaflokknum ÁL;_ vinnsla. Bókin fjallar um framleiðslu og vinnslu hluta úr áli, steypun, pressun og stönsun. Einnig er fjallað um val aðferða, efna og verkfæra. , Áöur eru komnar út: ÁL - Suðuhandbók TIG - MIG ÁL - Samskeyting. Verð hverrar bókar er kr. 1.500, - Bækurnar fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði. $Ua(\(fk± luminium NORRÆN SAMTOK AUONAOARINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.