Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.— 21. september 1980 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Stefán Jónsson alþingismadur skrifar „Meðaleinkunnin hijóðar upp á þaö að hún sé miklu skárri en nokkuð annað sem við eigum völ á og - vei þeim flokkisem nú efnditil þingrofs ogkosninga.” Stjómarsamstarf og drengskapur Þaö er með Hkindum á haust- dögum, að hugurinn beinist að störfunum sem framundan biða svo að segja i næstu andrá á Al- þingi, og drepur þá strax við fæti er kemur aö rikisstjórnarsam- starfinu. Höfundur þessarar greinar er ekki einn úr þeirra hópi sem telja það hafa verið meginmarkmið i baráttunni að kljúfa Sjálfstæöisflokkinn. Þeir hagsmunir sem flokkur Islenskra eigna — og einkarekstursmanna hafði tekið I sérstakt fóstur munu eigi að síöur verða viöfangsefni innan löggjafarsamkundunnar sem utan, hvort mönnum er það ljúft eöa leitt og viö þær aðstæður, sem hér rfkja, kynni reyndin aö veröa sú að viöráöanlegra reynd- istað hafa þá að sem mestu leyti i einni rétt fremur en dreifða um alla dilka. A hinn bóginn var það eðlilegt að þeir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem ekki sættu sig við leiftursóknarstefnu Geirs Hallgrimssonar en trúöu þvi aö enn sem fyrr yröi að fara leið málamiðlunar i landstjórn- inni, veldu þann kostinn um það er lauk aö ganga til samstarfs viö Alþýðubandalagiö og Fram- sóknarflokkinn um stjórnar- myndun. Myndun samsteypu- stjórnar Gunnars Thoroddsen var raunar eins eblileg afleiðing af kosningaúrslitunum á sl. vetri og myndun vinstristjórnarinnar var sjálfsögð afleiöing af kosninga- ósigri rikisstjórnar Geirs Hall- grimssonar sumarið 1978. Getspakir menn láta sér nú til hugar koma aö stjórnsnilld Geirs geti tæplega endst úr þessu til myndunar fleiri rlkisstjórna i andstöðu viö Sjálfstæðisflokkinn. Þó kynni svo að fara að enn ætti hann efni i eina slika stjórn og er það þá helsta vonin að tiltölulega fáir af fylgismönnum Sjálfstæðis- flokksins gangi eftirþað formlega i Alþýöubandalagiö. Gagnrýnið umburðarlyndi. Höfundur þessarar greinar hefur spurt margt fólk úr öllum flokkum siöustu fimm mánuðina um hug þess til rikisstjórnar- innar. Frá þvi i vor hefur tónninn að visu breyst frá hreinni vin- semd og vongleöi yfir i gagnrýnið umburöarlyndi. Meöaleinkunnin hljóöar upp á það hún sé miklu skárri en nokkuö annað sem viö eigum nú völ á og — vei þeim flokki sem nú efndi til þingrofs og kosninga. Helst virðist rikis- stjórninni fundið þaö til foráttu að hún skyldi ekki notfæra sér fyrstu vikurnar 'meðan landsmönnum fannst hún skrýtnust og skemmti- legust til þess aö gera ýmsar þær ráðstafanir i efnahagsmálum sem henni liðast siöur eftir aö svipmót hins hversdagslega máttarvalds hefur færst yfir ásýnd hennar. Nú vil ég ekki gefa fyrrgreindri skoðanakönnun minni hinn minnsta lit af fræöi- legu gildi. Reynist niöurstaöan samt sem áöur rétt, þá má rikis- stjórnin bærilega viö una ef boriö er saman viö lokapróf stjórnar Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannessonar fyrir skemmstu, þvi þeirri stjórnargöngu lauk meö þvi aö landsmenn vildu óðfúsir skipta á henni og einhverju ööru óséöu. Ahrif af fyrri markmið um. Af hálfu Alþýöubandalags- manna ætti það aö vera ljóst að rikisstjórn af þvl tagi sem hér nú situr þarfnast umburðarlyndis. Þvi fer viðsfjarri að ný rikisstjórn eigi þess kost að breyta stjórnar- fari á svipstundu, hvað þá stefnu I meginmálum. Einu gilti hér þótt hún styddist viö öflugan meiri- hluta einhuga flokks á Alþingi. Hver rikisstjórn tekur við svo löngum hala skuldbindinga frá forvera sinum i stjórnarráðinu, að hvergi nærri dugar til heilt kjörtlmabil að losa sig við hann allan. Þannig má til sanns vegar færa að vinstristjórninni gæfist vart tóm til annars né meira á 13 mánaða valdaferli sinum en að lýsa yfir vilja til að breyta frá þeirri stefnu, sem fylgt var i nokkrum meginmálum I sam- stjórn Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannessonar. Kynnu þó ýmsir að vilja draga frómleika þess vilja nokkuð I efa meö tilliti til þess að hinn sami ólafur gerð- ist verkstjóri þeirrar rikis- stjórnar, er átti samkvæmt kjós- endaboði aö framkvæma stefnu sem hann var andvigur. Og enn fer þaö svo að kleppur sá, sem einna þungdrægastur reynist nú i hala rikisstjórnar Gunnars Thor- oddsen var reyndar steyptur á þingvetri vinstristjórnarinnar i samsæri Alþýöuflokks og Fram- sóknar gegn Alþýðubandalaginu með samningu fjárfestingarstefnu og bankavaxtaákvæba Ólafslaga. Væri það enda meö óllkindum ef alls ekki gætti neinna áhrifa af fyrri markmiðum, jafnvel af hálfu hinna skoðanaliprustu manna, er þeir flytjast sjálfir i holdinu milli rikisstjórna meö öndhverf stefnumið. Þó er það nú svo aö einmitt þennan krank- leika, sem átti rikan þátt i heilsu- bresti vinstristjórnarinnar, kynni núverandi samsteypustjórn að þola betur i vitund fólksins af þeirri ástæðu að hún kynnti sig þegar i upphafi sem rikisstjórn ólikra sjónarmiða. Slíöur á hornin Viö athugun á samstarfsyfir- lýsingu stjórnarflokkanna kemur i ljós að megintiigangur plaggsins er sá að tryggja þeim griö i sam- starfinu innbyrðis. Yfirlýsingin er einskonar sliður á hornin i samstarfi sem raunar er ætlað til lausnar á brýnum afmörkuðum verkefnum. Þar getur hvarvetna aö finna svigrúm til iðkunar á eölilegum drengskap i viökvæmu samstarfi. Hér er drepið á atriöi, sem vissulega gerir mikla kröfu til umburöarlyndis af hálfu flokksmanna Alþýðubandalags- ins, og þó mesta kröfu til sam- starfsaðilanna I rikisstjórninni aö þeir noti þetta svigrúm af mikilli hófsemi til annars konar verka. Fáir munu ætlast til þess aö rikisstjórn Gunnars Thoroddsen taki að sér að framkvæma stefnu Alþýðubandalagsins i hvívetna og sækja fram til pólitiskra mark- miða þess. Jafnframt er það ljóst að Alþýöubandalagið getur ekki tekiö þátt i framkvæmd stjórnar- stefnu sem brýtur i bága við grundvallarmarkmiö þess. Sama gildir um stöðu hinna stjórnar- flokkanna, og með þessum hætti er mynduð rikisstjórn hinna óliku sjónarmiða. Samstarfsmönnum okkar i rikisstjórn á að vera það ljóst að við getum ekki átt aðild aö stjórnarstefnu, sem miöar aö þvi að jafna metin i þjóöarbú- skapnum meö kjaraskerðingu einni saman. Þeir verða að láta sér skiljast, aö þegar við tölum um baráttu gegn veröbólgu, þá eigum við ekki viö gengisfellingar og kauplækkanir, heldur aukna framleiðni, verömætasköpun og ráðdeild, sem alls ekki næst fram meö öðru móti en þvi að fólkið sem vinnur viö framleiösluna njóti arðsins af starfi sinu. Úrtölur fyrir ístöðulitla. Við ætlumst hreint ekki til .þess aö samstarfsflokkar okkar taki upp á sina arma islenska atvinnu- stefnu i þeirri mynd sem Alþýðu- bandalagið hefur mótað hana. 1 okkar búningi samrýmist hún tæplega ólikum sjónarmiðum rikisstjórnarinnar varðandi arð og vinnu. En samstarfsflokkarnir verða þá i staöinn að taka tillit til þeirrar staðföstu skoðunar okkar aö ekki komi til greina aö veita megi útlendingum aöild að nýt- ingu islenskra landsgæöa, hvort heldur á sjó eöa þurru, og af þeim sökum komi fyrirætlanir varð- andi erlenda stóriöju á landi hér ekki til greina i samvinnu viö Al- þýöubandalagiö. Allur sá róður, sem nú er þreyttur fyrir þeirri skoöun að viö höfum nú fullnýtt fiskimið okkar og að gróðurmold landsins geti ekki framfleytt fleira fólki, né þær iðngreinar sem lúta aö hinum forna bjargræðisvegum okkar, er til þess eins fallinn að telja kjark- inn úr Istööulitlu fólki svo að hægt verði aö hrekja þaö i ótta sinum inn fyrir múra erlendra stóriðju- fyrirtækja. Hitt myndi þó sanni nær að við höfum enn ekki nýtt nema rúmlega 15% af þvi sjávar- fangi sem fáanlegt er af islands- miðum rneð skynsamlegum nytj- um, en fólksfjöldavið sjávarútveg og fiskiðnað mætti fimmfalda á næstu tiu árum. Það skal enn rifjað upp aö sfðasta áratuginn hefur hagvöxtur verið meiri á landi hér en i nokkru öðru riki á vesturhveli jarðar og hér hefur atvinnulif blómgast samtimis þvi sem hörmungar atvinnuleysis sjúga þróttinn úr alþýbu stóriðju- þjóðanna beggja vegna Atlants- hafsins. Pólitísk sálarfræði. I beinu framhaldi af athuga- semd þessari um erlenda stóriðju komum við svo aö þvi málinu, sem æ hlýtur að verða mæli- kvaröi á það, uns leyst veröur endanlega, hverjir geta unnið með Alþýðubandalaginu, en þar er herstöövarmáliö ásamt öðrum þeim málefnum, sem varða full- veldi landsins. Það er viðfangsefni sagnfræó- innar og pólitiskrar sálarfræöi að rannsaka meö hvaöa hætti þeir stjórnmálaflokkar, sem beittu sér fyrir inngöngu íslands i Atlants- hafsbandalagiö og fyrir her- stöövarsamningnum svo sem þar var nú aö unniö, tóku sér upp samheitið „lýöræöisflokkarnir”. Með framhaldsrannsókn mætti siöan skýra fyrir fólkinu hvernig ógnarstrið I Austurálfu, forseta- morð og meðfylgjandi pólitisk réttarniðsla i Bandarikjunum og loks minniháttar en býsna af- drifarikt þorskastrið á íslands- miðum leiddi til þess aö forystu- menn þessara flokka hættu smámsaman aö tala um „frjálsar og friðelskandi lýðræðisþjóöir”, sem íslendingar ættu „eölilega samstööu með”. Aö þvi verða ekki getur leiddar i stjórnmála- grein á þessum sunnudegi hvers þjónn hann var sá kafteinn Dorff, sem annaðist oröasmiðina á landi hér á dögum kaldastriðsins. Hjá þvi verður aftur á móti ekki kom- ist aö vekja athygli á þvi að nú þegar virðist ljóst aö þeir aðilar finnist innan rikisstjórnarinnar, sem hafa virðist tilhneigingu til þess að nota svigrúmiö, sem ætlaö var til drengilegra vinnu- bragöa gagnvart Alþýðubanda- laginu varðandi herstöövarmáliö til annarskonar athafna. Nýting svigrúmsins. Alþýöubandalagsmönnum var ljóst þegar rikisstjórnin var mynduð aö þar tóku sæti menn sem áttu rætur sinnar pólitísku hugsunar i jarðvegi köldustriðs- áranna. Raunar hafði núverandi utanrikisráöherra sýnt okkur það fyrr i samstarfi að hann teldi okkar flokk verðan annarskonar trúnaðar en þess sem sæmilegur geturtalist I samvinnu „lýðræðis- flokka”. Samt var það meft endur nýjuöu trausti á fyrirheit um það aö ekki yrði gerð nein breyting á stöðu ameríska hersins hér á landi nema aö fengnu samþykki Alþýöubandalagsins sem flokkur okkar gekk til myndunar núver- andi rikisstjórnar. Sú var megin- forsendan fyrir sjálfskuldar- ábyrgð Alþýðubandalagsins á rikisstjórn Gunnars Thoroddsen. Hér skulum viö sleppa hinum fyrri dæmum, svo sem Lundúna- för Ólafs Jóhannessonar á jóla- föstunni 1973, og einnig þvi hvernig hann fór á bak við Al- þýðubandalagið er hann hleypti norsku landaiúærunum upp aö ís- landi með Jan Mayensamningn- um, en ræöa þau mál ein sem nú eru á baugi og varöa sjálfa her- stöðina á Suðurnesjum. Þaö var ljóst fyrir löngu aö oliugeymar hersins á Miönes- heiði voru hvergi nærri traustir sem skyldi, og sjálfsagt að styrkja þá svo að ekki stafaði mengunarhætta að vatnsbólum Suöurnesjamanna. Gegn sliku var ekki mælt af hálfu Alþýðu- bandalagsins. En svigrúmiö, sem utanrikisráöherra gafst til af- skipta af þvi máli, var notaö með þeim hætti, að i .!dagblöðum gat aö llta áætlun um það aö nú. yröi komiö upp neðanjarðar- byrgjum á Suöurnesjum fyrir flugflota Atlantshafsbandalags- ins. Að blaðafréttunum fengnum ræddi Clafur Jóhannesson málið i rikisstjórninni þar sem þaö hefur þó ekki verið tekið á dagskrá. Vel mátti Ólafi Jóhannessyni vera ljóst, að umfjöllun hans um þetta mál samrýmdist alls ekki þeim vinnubrögöum, sem Alþýðu- bandalagiö átti rétt á samkvæmt samkomulaginu við rikis- stjórnarmy ndunina. Trúnaðarbrot. Annaö dæmið þessu likt snertir Flugleiðamáliö svonefnda. Hér skal það ekki rakið, sem flestir ■ vita, á hvern hátt sérréttindaaö- I staða Loftleiða vestanhafs tengd- I ist á sinum tima herstööinni I * Keflavik og peningahagsmunum I útvalinna forkólfa islenskrar fé- I sýslu. Það mál myndar þó bak- I sviöið að tiltækjum utanrikisráö- * herra i flugleiöamálinu nú. En I hitt er hafið yfir allan efa að sú I ákvörðun utanrikisráöherra aö • hefja formlegar viöræður viö J bandarisk stjórnvöld um aöstoð I viö lausn á efnahagsvandamáli I Flugleiöa meö þvi að láta fyrir- ' tækið annast vöru- og fólksflutn- J inga fyrir herliðiö á Keflavikur- I flugvelli er hrottalegt trúnaöar- I brot gagnvart Alþýðubandalag- 1 inu. Að upplýstum þessum af- J skiptum utanrikisráöuneytisins I af málinu mun fyrir litið koma sú I skoðun Steingrims Hermanns- J sonar að ekki geti einstakir ráð- . herrar sett sig gegn þvi aö einka- I fyrirtækið Flugleiðir semji viö I Bandarikjastjórn um flutninga. J Pólitísk þreyta. Ennfleiri dæmi mætti nefna | þess að máttarstólpa I Fram- ■ sóknarflokknum fýsi mun meir i i samstarf við „lýöræöisflokkana” I en samvinnu við Alþýðubanda- | lagiö, og mun þó reyna enn meir á .. langlundargeð þess flokks áður I en lýkur. Hér er þó alls ekki verið I aö gefa þeirri hugsun byr aö | timabært sé fyrir Alþýðubanda- ■ lagið að slita stjórnarsamstarf- I inu. Flokki sem þoldi samstarf I viö Krata i heilt ár er vorkunnar- | laust aö una við Ólaf Jóhannesson ■ i nokkur misseri enn að öörum I skilyröum stjórnarsamningsins I uppfylltum. Fyrir Alþýðubanda- | lagsfólk er það hins vegar ihug- ■ unarefni hvort flokkur þess hafi I heilsu til aö sitja mjög lengi 1 I rikisstjórnum I einu saman skjól- I inu af pólitiskri þreytu lands- ■ manna, þvi ekki getur þaö talist I viöunandi stefna af hálfu flokks- I ins þegar til lengdar lætur aö aka I seglum eftir pólitiskum misvindi J almenningsálitsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.