Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 20.09.1980, Blaðsíða 25
Helgin 20.—21. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25 vísna- mál 4t ■ Umsjön: Adolf J. Petersen Afturförin er mesta mein Allir þurfa aö fara i orlof, einnig Visnamál, þess vegna hafa lesendur oröiö vonsvikn- ir, er þeir hafa nii um tvær helgar i röö flett blaöinu og ekki séö þaö sem þeir leituöu aö. Um þeöer ekki aö fást, þaö eru nefnilega fleiri en fólk sem vinnur i banka eöa verkar fisk sem vill fá sitt orlof og engar refjar. Aö orlofi loknu er best aö fara meö ung og forn bauga- brot eftir Vilhelm Guömunds- son: Þótt ég biöji guö um griö, gráti beiskum tárum — get ég aldrei fundiö friö fyrir liönum árum. Stööugt hlaöast ár viö öld, enga ró má finna, liöa dagar, koma kvöid kærstu vona minna. Lit ég yfir liöna slóö — löng og glötuö árin — viöa i spori bærist blóö, blikar enn á tárin. Oft ég hef viö eld og hjarn aleinn staöist mátiö, get þó enn þá eins og barn út af litlu grátiö. Þeir hafa sennilega aldrei fariö i orlof, Vilhelm og Guölaugur D. Vigfússon, en hann orti þessi ósamstæöu baugabrot, þá hann haföi stundar friö. Þreyttur eftir þennan dag þarf ég hvildarinnar. Sofna ég viö sólarlag siöustu vonar minnar. Sit ég viö minn raunarokk rennur hugarlopi. Seldur mun viö siösta lokk sérhver æöar dropi. Guömundur fékk vist aldrei orlof frá önnum dagsins, en geröi þetta á einni hvildar stund, og einnig þennan æsku- óö: Lifs á torgi æskan er árdags morgunhlýja. Hjörtun borgir byggja sér, burtu sorgir flýja. Æskan kveöur ærslaljóö, oft er geöiö svona, meöan gleöi geisla-flóö gljár á beöi vona. Himin bjartan skyggja ský, skúrurn vart má leyna, viökvæmt hjarta veröld I veröur margt aöreyna. Astarflapur illa traust, ólán skapar flestu, og menn hrapa endalaust ef þeir tapa festu. Hrukkar vanga vætir brá vosiöstranga kifsins tilaölanga, þreyja, þrá,— Þaö er gangur lifsins. Þaö getur stundum andaö kalt frá alvöru lifsins og menn þvi falliö úr leik, svo kveöur Einar M. Jónsson. Alvaran er einatt köld, á sér skuggahliöar. Þó ég leita þetta kvöld þangaö vil án biöar. Flest, ég sá, hér fögnuö bar, fann þó brátt, aö undir grimuktæöum gleöinnar gengu þessar stundir. Nautnir lifs þó hossi hér, hlýju snótir bjóöi, „gleöin bjarta” einatt er ötuöhjartablóöi. Þræöir ævivefsins eru oft meö snuröum svo mistök veröa á vefnaöinum og voöin hnökrótt. Einar M. Jónsson kvaö um vefinn: setur Allt sem gatégóskaö þér er nú týnt úr minni. Finn ég glöggt aö förlast mér fjör, þó áöur brynni. Syngur hjartaö svo viö raust sál þó Uöi baga: yrkja skaltu endalaust alla þina daga. Svo eru gömul og ný bauga- brot eftir Guömund Sigurös- son frá Heggstööum, hann segir: Hver á glaumur gleöi not, glöpin naumast linna, fer i strauminn baugabrot bemsku drauma minna. Sárum valda og sálarneyö sviftast gjaldaeyri — Mun ég halda mina leiö margt þó skvaldur heyri. Þótt ég eigi öröug spor eftir lifsins hjarni, geislar, frá þér, vonavor veita huggun barni. Vonin öllum veitir friö, vermir hjörtu manna. Hún er bára er brotnar viö björgin örlaganna. Gæti ég ofiö upp á ný ævi minnar þræöi, fá ég mundi efni i annaö betra klæöi. Viö mér blasa mistök mörg, máttiég betur haga, óf mér sjálfur árin körg ævi minnar daga. Fæst af þvi er mætti mér, mun nú burtu hrakiö. Þaö sem löngu ofiö er upp ei veröur rakiö. En svo kemur hnignunin, sem einskonar endahnútur á tilveruna en reyrist því þéttar sem árin veröa fleiri. Halla Eyjólfsdóttir kvaö um hnign- unina: Afturför er mesta mein, mig vill tiöum hryggja, ég vil standa alveg ein, engan stuöning þiggja. öriög heimta ætiö sitt. Enginn væntir griöa. EUin notar andlit mitt eins og pappirsmiöa. Og i lokin segir Halla. Þó aö blási móti mér, má ég vel viö una, storminn lægir, bátinn ber beint i lendinguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.