Þjóðviljinn - 22.11.1980, Side 15

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Side 15
Helgin 22. og 23. nóvember 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15 Ægis, tlmarits Fiskifélags ts- lands, og gegndi henni til 1954. Jafnframt stundaöi ég kennslu á mótornámskeiöum, sem Fiski- félagiö efndi til á hverjum vetri og af þeim ástæöum lét ég af kennslu viö barnaskóiann 1942. Tvlvegisá þessum árum annaöist ég ritstjórn Sjómannadagsblaös- ins og um Fálkann sá ég sumariö 1939. Zimsen kemur til sögunnar En 1946 má segja, aö meö viss- um hætti hafi oröiö þáttaskil i störfum mlnum. Ritstörf min höfönfram aö þvi, einkum veriö bundin samningu blaöagreina. En nú kom Ingi Bjarnason efna- fræöingur aö máli viö mig og spuröi hvort ég væri fáanlegur til aö skrifa ævisögu Knud Zimsens, fyrrverandi borgarstjóra. Viö Zimsen haföi ég aldrei talaö stakt orö og þekkti hann ekkert, þótt ég heföi lesið ymislegt um hann, aðallega eftir andstæöinga hans og ekki allt fagurt. Ég lét tilleiöast aö athuga þetta og heimsótti Zimsen. Fór svo vel á meö okkur, aö ég ákvaö aö reyna viö þetta verkefni. Ævisaga Zimsens kom svo út I tveim bindum, hiöfyrra, Viö f jörö og vik 1948, en hiö siðara, Úr bæ I borg 1952. Dróst iltkoma þess slö- ara nokkuö frá þvf, sem upphaf- lega var ætlað, þvi Zimsen veikt- istá meöan á samningu þess stóö. Seinni bókin er að öörum þræöi saga Reykjavíkur frá 1902-1932, en þaö er sá tlmi, sem Zimsen starfaöi fyrir bæinn. Hann varö verkfræöingur bæjarins 1902, kos- inn I bæjarstjórn 1908 og siöan borgarstjóri frá 1914-1932. Mér þykir ekki trúlegt aö margir geri sér grein fyrir þvi, hve mikil vinna liggur aö baki þessum bókum. Aö sjálfsögöu var ekki nóg aö ta'a viö Zimsen, heldur fór ég i gegnumöll Reykja- vlkurblööin frá aldamótum til 1932 og allar gerðabækur bæjar- ins á þessu timabili. Skrifaöi upp úr þessum heimildum öll þau meginatriöi, sem vöröuöu bæinn. Meö þvi aö lesa þetta svo fyrir Zimsen rifjuöust uppfyrir honum ótal atriöi, sem engin llkindi eru fyriraökomist heföu til skila meö ööru móti. Þrjátíu og fimm aurarnir Viö einar bæjarstjórnarkosn- ingarnar var þaö boriö upp á Zimsen aö hann heföi ,,týnt” 1 milj. kr. úr bæjarsjóöi. Þessi aö- dróttun beit ekki, en hún rifjaöist upp fyrir mér, er viö fórum aö rekja söguna af tilurö Ingólfs- styttunnar á Arnarhóli. Hug- myndin um hana kom fyrst fram 1906. Iönaðarmannafélag Reykjavikur tók aö sér aö fá Einar Jónsson, myndhöggvara, til þess aö gera styttuna, en Zimsen var kosinn I stjórnar- nefnd, sem átti aö sjá um fram- kvæmdina og var i henni alla tíö þar til styttan var fullgerö og af- hjúpuö 1924. Er þar var komiö tali okkar Zimsens, aö hann fór aö skýra mér frá baráttunni fyrir þvi aö koma styttunni upp, kom hann meö heilmikinn böggul af papplrum og sagöi: —1 þessum plöggum hefuröu sögu styttunnar aö ööru leyti en þvi, sem ég kann aö geta fyllt þar upp i einhverjar glufur. Er ég leit I pakkann, rakst ég þar á bréfstikil. 1 honum var einn 25-eyringur og einn tieyr- ingur. Er ég spuröi Zimsen hvernig stæöi á þessum aurum, sagöi hann þaö afganginn af söfn- unarfé til styttunnar. Þá hugsaði ég: þetta er þá maöurinn, sem átti aö hafa týnt 1. milj. úr bæjar- sjóöi. Þess má geta i sambandi viö Ingólfsstyttuna, aö þá var efnt til stærra happdrættis en áöur haföi þekkst hérlendis. Reist var hús, er skyldi vera vinningur, og nefndist Ingólfshús. Dregiö var I happdrættinuá annan I nýári 1914 kl. 10og eftir hádegi þann dag var borinn út um bæinn fregnmiði, sem á stóö: „Fregnmiöi frá Morgun- blaöinu. Ingólfshúsiö. Dregiö er út númer 8665. Hver á miöann?”. „Viö samningu þessa ritverks (tslenskra sjávarhátta) hefur kona mln, Helga Proppé, veitt mérómetan- lega aöstoö, sem og viö önnurrit min.” —Mynd: —eik. < Eigandi miöans reyndist vera Þórhallur Bjarnarson,biskup. Rétt er aö benda á hvað snertir bókina „úr bæ i borg”, aö þar eru eingöngu teknir fyrir þeir þættir, sem mest vöröuöu vöxt og viö- gang Reykjavíkurborgar eins og vatniö, höfnin, ljós og hiti, slökkviliöiö, hollusta og heilsu- rækt. En þessir þættir eru raktir eins náið og nokkur kostur var. Kaflinn, semhvarf Zimsen haföi um staa daga fengiö margar oröur, bæöi inn- lendar og erlendar. Er aö því kom aö mér þótti viö hæfi aö geta þeirra sagöi hann: — Nei, viö sleppum því, en höf- um heldur kaflann um vatniö þeim mun ýtarlegri. Zimsen var nákunnugur Krist- jáni konungi 10. og dvaldi m.a. I sumarbústaöhansá Jótlandi. Um kynni þeirra hafði ég skrifaö langan kafla. Þegar ég haföi lesiö hann sagöi Zimsen: — Þetta veröum viö aö eyöi- leggja, þvl á þetta veröur Útiö sem „snobb”. Ég fór aö sjálfsögöu aö oröum hans, þótt ég sársæi eftir kafl- anum, því þar var brugöiö upp mörgum skemmtilegum mynd- um af Kristjáni konungi. Mér féll einstaklega vel aö vinna meö Zimsen. Hann var geö- þekkur maöur, laus viö biturö i garö andstæöinga sinna, mikill húmoristi, en haföi, löngu fyrir timann, hálf drepiö sig á vinnu fyrir borgina. Bíldudalsminning Snemmsumars 1951 kom Loftur Bjarnason, útgeröarmaður I Hafnarfiröi, aö máli viö mig og spuröi hvort ég væri ekki fáan- legur til þess aö skrifa sögu Thor- steinsonshjónanna á Bildudal. Atti hún aö koma út tveimur og hálfum mánuöi siöar i sambandi viö afhjúpun á minnisvaröa um þau hjón, vestur á Blldudal. Ég sagöi þetta aö sjálfsögöu ógerlegt meö svo skömmum fyrirvara, en kvaöst hinsvegar, fyrir hans orö, reyna aö taka saman þátt um Pétur og störf hans á Bíldudal. Lagöi viö þetta nótt meö degi. Viö samningu þessa rits átti ég tal viö allmarga menn, sem höföu þekkt vel til Péturs og athafna hans á Bíldu- dal. Er víst, aö heföi ég ekki náö tali af þeim þá heföu þeir fariö meö vitneskju sina I gröfina. Þannig geta ýmsar tilviljanir oröiö til þess aö bjarga frá glötun ýmsum fróöleik. Meöal þessara viðmælenda minna voru: Gisli Asgeirsson á Álftamýri, Sveinn Amason, afi Vilborgar Haröar- dóttur, Guörún Erlings, Finnbogi Arndal og Sigurjón A. Ölafsson. Og þetta marðist af. Bókin kom á tilsettum tíma. Kveikjan að Vestlendingum Næst er þá tii aö taka, aö sumariö 1942 fór ég riöandi kring- um Jökul ásamt prófessorunum Ólafi Lárussyni*. Þorkeli Jó- hannessyni og Vigfúsi Sigurgeirs- syni, ljósmyndara. Var sú ferö farin vegna fyrirhugaörar Utgáfu á sögu Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. Égvar fenginn til þess- arar ferðar vegna kunnugleika mlns af þessu svæöi auk þess sem égvarí útgáfustjórn Snæfellinga- félagsins. Ólafur Lárusson skrif- aöisiöan bókina Landnám á Snæ- fellsnesi og ritgeröina Undir Jökli, sem birtist i Helgafelli. Um hana sagöi Magnus Olsen, pró- fessor I Osló, aö hún væri einhver sú besta ritgerð, sem hann heföi lesiö. Þorkell skrifaöi tvær greinar eftir þessa ferð, aÖ min- um dómi einhverjar þær bestu, sem eftir hann hggja. Nefnist önnur þeirra Tvö skáld, en hún er um þá Steingrim Thorsteinsson ogSigurð Breiöfjörö, en hin, Þús- und ár, fjallaöi einkum um Gufu- skála. Erþessari ferö var lokiö lá leiö min út I Flatey á Breiöaf iröi til aö kanna hvaö þar kynni aö leynast i handritum bókasafnsins varöandi útgerö og sjómennsku. Viö kynni min af handritasafninu 1 Flatey varö mér ljóst, aö þar leyndist mikiö efni varöandi menningar- og stjórnmálasögu Vestlendinga á 19. öld, einkum þó um timabiliö frá 1830-1860. Mér sýndist aö þarna biöi svo mikiö verkefni og heillandi, aö ég ákvaö aö helga mig þvi' um hriö þótt þaö gæti reyndar ekki oröiö nema I tóm- stundum. Er skemmst frá þvl aö segja, aö úr þvi varö þriggja binda verk, sem ber heitið Vest- lendingar. Fyrsta bindiö kom út 1953, en 10 árum áöur haföi ég raunarflutt I útvarp 5 erindi, þar sem fjallaö var um sumt af efni þess. Miðbindiö fjallar einvörö- ungu um samband Jóns Sigurös- sonar viö Vestlendinga. Seint verður sá brunnur þurruusinn Meðan ég vann aö Vestlend- ingum tók ég aö huga aö ýmsu efni, sem snerti Jón Sigurösson og semlltteöa ekki haföi veriö kann- aö áöur. Skrifaöi þaö allt niöur, þótt ekki ætti þaö heima I Vest- lendingum. Ogúr þvl efni, sem ég þannigdró aö, varö siöar til bókin A slóöum Jóns Sigurössonar, sem tekur eingöngu til þriggja þátta i ævi hans og störfum, og bera þeir yfirskrift: Þjónusta án launa. Þegar Jóni reið ailra mest á, og Jón Sigurösson og George E.J. Dowell. Ég held aö ég megi full- yröa, aö nálega allt efni I bókinni byggist á frumrannsóknum þeirra heimilda, sem hún hvflir á. Mörgun finnst eflaust aö nóg sé komiö af skrifum um Jón Sig- urösson. Þó fer því viös fjarri aö nægilega vel hafi veriö kannaöir ýmsir þættir æviferils hans. Vil ég þar einkum nefna: útgáfu Nýrra félagsrita, störf hans I 6águ Islenskrar verslunar, land- únaöar og sjávarútvegs og enn- fremur samskipti hans viö Norö- menn. Dyr í ótal áttir En þegar maöur fer aö kynna sér æviferil Jóns Sigurössonar þá er eins og dyr opnist i ótal áttir. Maöur er slfellt aö reka sig á ein- hverja samstarfsmenn hans, sem „Skarfakál er sú jurt I námunda viö sjó, sem á fyrri tlö var mest höfö til matar”, segir I Islenskum sjávarháttum, en myndin er úr þeirri bók. eiga sér sjálfir merkilega sögu. Einn af þeim er Þorlákur Ó John- son. Þegar ég var aö viöa aö mér efni i Vestlendinga og Á slóöum Jóns Sigurössonar var Þorlákur þar býsna viöa á ferli. Mér virtist hann merkilegur maöur og eftir- tektarveröur og þvi skrifaöi ég niöur hjá mér allt þaö, sem ég rakst á um ævi hans og athafnir. Þessikynni af Þorláki Ó. Johnson leiddu til þess, að ég skrifaöi síöar um hann tveggja binda verk: Úr heimsborg I Grjótaþorp. Se gja má, aö Þorlákur hafi verið einskonar arftaki aö þvi hlutverki sr. Tómasar heitins Sæmundssonar, aö kynna tslend- ingum heimsborgaralegan hugs- unarhátt og venjur, gera eins- konarstrandhögg i hinu gamla og gróna Islenska bændaþjóöfélagi. Aöur en Þorlákur kom til Reykjavikur og geröist þar kaup- maöur haföi hann dvalist 13 ár er- lendis, lengst i Englandi. Snemma á þvl tlmabili reyndi hann aö koma á sölu á sauöfé á fæti til Bretlands. Komst það svo langt, að hann var lagður af staö meö feikna mikinn fjársjóö, er ganga skyldi til greiöslu á sauö- fénu. Var þaö danskt silfur vegna þess aö íslendingar vildu ekki enskt gull. Þorlákur varö þvi aö fara til Danmerkur til þess aö skipta gullinu. En þá vildi til þaö óhapp, aö skipiö sem lagt var af staö til tslands strandaöi viö Skotland og varö sú ferö ekki lengri. Á undan samtíðinni Þorlákur var i mörgum etnum langt á undan sinni samtlö og fitj- aöi upp á ótal nýjungum. Hann varö t.d. fyrstur tslendinga til þess aö skrifa um þaö, aö konur og karlar ættu aö njóta sömu launa fyrir samskonar vinnu. Hann varö fyrstur til aö hreyfa þeirri hugmynd, aö verslunar- menn fengju sumarorlof. Fyrir hans atbeina var gerö hin fyrsta tilraun til þess aö flytja ísaöan fisk til Bretlands. Hann hvatti mjög.til þess aö gera Island aö feröamannalandi og ritaöi og gaf út bækling á ensku um ferðamál, ásamt Birni Jónssyni, ritstjóra. Einnig tók hann upp margskonar nýmæli I verslunarviðskiptum og auglýsingum. Fyrir hans atbeina var Sjómannaklúbburinn i Reykjavlk stofnaöur. Skyldi markmið hans einkum vera aö stuölaaðmenntun þeirra, er sóttu samkomur klúbbsins og fundi og fékk Þorlákur til liös viö sig i þessum efnum ýmsa mæta menn I höfuöborginni. Loks má geta þess, aö fyrir forgöngu Þorláks varbyrjaö að halda 17. júni hátiö- legan. Þaö, sem geröi mér raunveru- lega kleift aö skrifa þessa bók var þáö, aö til eru á annaö hundraö bréf frá Þorláki til Jóns Sigurös- sonar og enn fremur aö þvl ógleymdu aö ólafur Johnson, sonur Þorláks.studdi með ráöum og dáö þetta verk, og fékk ég þeim mun meiri mætur á Ólafi sem ég kynntist honum betur. Og svo er það sjómennskan Samhliöa því sem ég hef unniö aö þessum bókum, sem hér hafa verið nefndar, hef ég starfað aö riti um islenska sjávarhætti. Er fyrsta bindi þessa verks væntan- legt nú næstu daga (Nú komið út). Hugmyndin er aö bindin veröi þrjú og taka þau yfir tima- biliö frá landnámsöld og til loka árabátaútgeröarinnar. Aö þessu ritverki hef ég unniö I áratugi og leitaö heimilda hvar sem ég taldi aö þær væri aö finna. Þegar bókin kemur út mun væntanlega veröa talaö viö blaöa- menn og þvi vil ég ekki fjölyrða um hana nú, en aðeins geta þess, aö viö samningu þessa ritverks hefur kona min, Helga Proppé, veittmér ómetanlega aðstoö, sem og viö önnur rjt min. Og núheld ég viö sláum botninn iþetta. Komdu fram I eldhús, viö skulum fá okkur rúsínuslátur. — mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.