Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22. og 23. nóvember 1980 pegar á augu andar hinztum svefni. Ei stjörnunótt lik þeirri er stigur nú slæöudans undir vetrarköldum þakhjálmi þessarar strandar heldur alsvört nótt sem á ekki til minnstu sprungu handa miskunnsömu ljósi. Nótt úr iörum heims gegnum alia sál vora. Næöi gefst til að hyggja að skáldlistinni sjálfri og búskap hennar með orð og myndir. Ljóð um ljóð, likingar um lik- ingar staðfesta yfirlætisleysi og smekk- visi þessara ljóða. Sköpunarlýsing hugs- ana, mynda, ljóðstafa og vandinn að tengja þetta i eitt. 21. ljóði lýkur svo: bóhmenniir Hin svala r • ro viö sj óinn Hannes Pétursson: Heimkynni viö sjó, Iöunn 1980. Hannes Pétursson hefur fundið sér stað „i Eintalsins vopnlausa turni”, sem stundum er kenndur við filabein. Þaðan skreppur hann i gönguferðir um „furðu- strandirnar” sinar, sem sumir kalla bara Alftanesfjörur, og hefur sjóinn að föru- nauti. „Gakktu með sjó og sittu við eld” kvað völvan foröum; slikt á að lækna hreildan hug. Sjálfur yrkir Hannes um þennan turn sem talsmenn Athafna fyrir- lita og vitnar tii þeirra sem segja að rödd þaðan rati ekki „inn að Dagsins dunandi miðju”. Þetta nýja kver Hannesar geymir 60 ljóð, samfelldan bálk með skýrum heildarsvip hugsunar og forms. Þau eru öll knöpp i sniðum, rimlaus en hafa ljóð- stafi. Varðandi inntak má skipta þeim i tvennt. Annars vegar eru ljóð um fyrir- buröi á leið göngumanns og hugleiðingar i sambandi viö þá. Hins vegar ljóö endur- minninga og llfsviðhorfa. Ljóðin eiga fótfestu á takmörkuðum landskika Alftaness, og mælandi þeirra ásælist ekki stærra rými. Margar eru göngur skáldsins um nesiö, oftast að haust- eða vetrarlagi. Þaðan gefur sýn til stórbrotinnar fjarlægöar, en miklu hug- stæðari verður hinn smágerði lifheimur náttúrunnar ásamt grjóti og hleinum og fegurö himinsins. Fyrst og fremst er þaö ströndin og fjörurnar sem leiðin liggur um. A slikum göngum uppgötvast undur náttúrulifs og augun ljúkast upp fyrir , furðuverkum hversdagsleikans: gamall hjallur, laskaö net, fjörugrjót, þönglar og , söl, hestar, sauðir, selir og svo allir fugl- | arnir en varla önnur jurt en melgresið i eitt. «. Hannes Pétursson Melgresið svignar i sólhvitum norðan- gjósti. Héðan rærenginn oftar á gamalkunn rnið. Þögnin, gráleit, grúfist nú yfir fjöru: sand, skeljar; svífandi stormfugl; möl. Enginn rær, enginn brýnir hér báti. Huga minn fyllir fortiö sem angar af reyr. Þetta er veröld án mannlifs, tilverusvið sem vissulega er gætt einföldum töfrum þegar ljóöin eru lesin. En yfir öllu býr ein- kennileg einsemd. Engin mannvera á kreiki utan göngumaðurinn sem hér á sin spor, athafnalaus og allsnægður. Ekkert „raskar þessarisvölu / ró hér við sjóinn”. Milli gönguferða dvelur „kvæðasýslar- inn” í turni sinum, lætur hugann reika til fortiðar, ihugar rök tilverunnar og þenkir upp á skáldskapinn. Allt er þögult eða lág- vært, aðeins einu sinni hljómar þýsk sálu- messa. En hvað fær kvæðasýslarann til þess að draga sig út úr skarkala heims og búa sér dvöl úrleiðis? „...ég er borgari / sem af ginningum fengið hefur nóg” segir I 7. ljóði þar sem selirnir eru ávarpaðir. Visindakapphlaupið verður hlálegt streð þegar tunglferðum er lýst sem „ljós-sek- úndu” en „ljósáramilljónirnar eftir”. Hinn ógeðfelldi kenningafræðilegi áróður er einn af ginningunum og útmálaður með sterkri, einfaldri likingu: SI og æ sömu baggarnir á sömu hestunum héðan aö sjá: „Rikið I vestri er vörður ManuúOar. „Rikið I austri er imynd Jafnræðis .” Nær snarast undir kviö þessar klyfjar af lygum? (15) Hernaðarstefnan er ógnun við friðarriki náttúrunnar. Minnt er á varnarblekking- una með þvi að nota nöturlega og fræga likingu sem einn af pótintátum hernaðar- bandalags setti fram á sinum tima: Stundum heyri ég hvislað: „Ströndin, þér hugumkær er annað en þú heldur. Hún er e k k i strönd hún er borðstokkur feikilegs flugvélamóðurskips er aldrei sekkur. Sagt var það i útlöndum, á fundi.” „1 skotmarki átt þú heima” heyri ég hvislað — „og þið sandlóurnar við borðstokkinn sjáizt úr fjarska mjög vel.” (57) Þess vegna er vissara að setja orðið framtið „i ósýnilegar gæsalappir”, en lifsuppsprettan sjálf viðheldur von mannsins. Nauðung timans, dauðinn og hinstu rök tilverunnar eru lika áleitin minni i þess- um ljóðum. Siðustu þrjú ljóðin sýna þetta vel, og hið siðasta má kannski skoða sem rökrétta afleiðingu dvalarinnar i turn- inum. Eftirminnilegast er samt 42. ljóðið meö tvöfaldrilikingu sinni, andstæðum og stórfenglegri mynd af stjörnuhimni vetrarins: Næst er mér oft að halda: Nótt kemur að Vandasamt er mér hitt: að veiða flöktandi glampa orðs og orðs innar hörundi minu að lyfta þeim upp úr hyljum handar minnar — að veiða sjálfan mig I hyljum svefnugrar handar minnar. Tilvist ljóösins og hlutverki þess i sundurvirkum heimi er lýst i 37. ljóði: Lágmælt orð ljóðsins, þau troöast undir i styrjöldum — einnig i stórkarlalegu þusi upplausnartima þegar dagarnir eru á dreif eins og fjúkandi hey. Lágmælt orð ljóðsins. En þau gróa aftur i sviðinni jörð járns og stóryrða. Endurminningum úr bernsku og æsku skýtur upp, smalamennsku i sveitinni, turna Kölnardómkirkju ber við himin á slóðum Völsunga þar sem Hannes hefur áður komið við i ljóðum. Visað er til Sveinbjarnar Egilssonar og fiðrildanna hvitu á nesinu forðum. Kannski er það að vonum að skáldinu verði lika hugsað til Hölderlins þó að einsemd hans hafi veriö af öðrum toga. Ekki má láta hjá liða að geta hins undurfagra ljóðs númer 19. Að- eins þar er önnur mannvera en skáldið i öllu lifanda lifi þessara ljóða, allir aðrir eru fjarlægir eða liönir. Ljóðinu lýkur þannig: Unaðsrikur timi hefur okkur verið gefinn. Og návist þin er jafn ný hverja stund. Hún er vængur döggvaður á dagsmorgni. Það má vel vera aö fordæming eða sinnuleysi turnandstæðinga nái til þess- ara ljóöa, og liklega lætur turnbúi sig það litlu skipta. En hver sem les ljóðin hlýtur að sjá að skáldið er svo sannarlega meðal okkar i huganum. Hér yrkir ekki við- horfalaus fagurkeri. Ljóðin eru hrein- skilin og einstaklega myndrik tilveru- tjáning án stóryrða. 011 meðferð máls ber vott um alúð og smekkvisi og aldrei er bruðlað með neitt. Myndsköpunin, jafn- vægi hinna knöppu mynda er hvarvetna með prýði. Ef einhver getur enn skynjað skrumlausa fegurð, þá er hana hér að finna. Ey.Þ ÚR FJÖLSKYLDUALBÚMI y '-> t V Otsýn yfir Reykjavik og höfnina 27. júni 1930. Skipin eru flest i höfninni vegna alþingishátiðarinnar. Takiö eftir Unuhúsi til hægriá myndinni. Stórhýsin sem umlykja þaðnúna eru ekkirisin. A Austurvelli 28. júni 1930. Hljómsveit af breska herskipinu, Rodney, sem hingað var komið I tilefni af alþingishátlð, spilar fyrir framan styttu Thorvaldsens. | - ilV. •' v... - -r > v J b' < - I » -t «f Gömul mynd frá Isafirði. Flest húsin sem sjást á myndinni standa enn-sum þó mikið breytt samanber húsiö sem Hótel Mánakaffi er nú I. Það cr fjórða hús frá vinstri og stendur fánastöng fyrir framan það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.