Þjóðviljinn - 22.11.1980, Síða 31

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Síða 31
Helgin 22. og 23. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 31 HlR Jóhannes Hardarson skrifar um útvarp og sjónvarp: Síddegissyrpurnar þykja mér ágætar Liklega hefur fátt veriö oftar til umræöu i þessum dálkum en tónlistarflutningur úrvarpsins og þá sérstaklega hlutur sigildr- ar tónlistar. Þaö hefur margoft komiö i ljós i skoöanakönnunum aö hlustun á slika tónlist er afar litil en þrátt fyrir þaö heldur tónlistardeildin sinu striki, fyrir þjóöina skal leika klassik hvort sem fólk hlustar eöa ekki. Siödegissyrpurnar þykja mér ágætar en þaö var skaöi aö ekki náöust samningar viö Jón Múla um stjórnun þeirra þvi hann er aö minum dómi skemmtilegasti ,,rabbari” útvarpsins. 1 staöinn legg ég til aö Jón fái rýmri tima meö sinn ágæta jassþátt og aö hann veröi fluttur fyrr á kvöldin. Aö venju voru margir áhuga- veröir þættir i útvarpinu og vil ég geta um nokkra þeirra. Þáttur Jónasar Jónassonar „Veistu svariö” hóf enn einu sinni göngu sina. Spurninga- leikir sem þessir eru sivinsælt útvarpsefni og ávallt gaman aö spreyta sig á spurningunum I kapp viö þátttakendur. Hinir nýju stjórnendur viku- lokaþáttarins á laugardögum eru full hátíölegir og er þvi þátt- urinn heldur þunglamalegur. Agústa Björnsdóttir stjórnar áheyrilegum og fróölegum þætti á þriöjudagsmorgnum sem hún nefnir „Aöur fyrr á árunum”. A þriöjudaginn brá hún upp nokkrum skemmtilegum svip- myndum frá árinu 1955. Nokkrar ágætar myndir voru sýndar i sjónvarpinu i vikunni. Ber þar fyst aö nefna sjötta þáttinn i myndaflokknum „Llfiö á jöröinni”: Þessir þættir eru eitt allra besta sjónvarpsefni sem ég man eftir. Kvikmyndun- in er hreint frábær og skýringar David Attenborough stór- skemmtilegar og ljósar. A sunnudaginn hóf sjónvarpiö aö sýna myndaflokkinn „Land- nemarnir”. Fyrsti þátturinn lofar, aö mér finnst, nokkuö góöu um framhaldiö. Aö vfsu hefur þaö veriö svo meö æöi marga framhaldsþætti aö upp- hafiö lofar góöu en sföan er söguþráöurinn teygöur og tog- aöur eins og frekast er unnt. Er vonandi aö myndaflokkurinn sýni sannari mynd af landnámi Evrópubúa i Noröur-Ameriku heldur en vestrarnir hafa gert til þessa. t myndinni á sunnudag voru nokkur hrottaleg atriöi, sem ég tel litt viö hæfi barna og heföi þess átt aö geta áöur en sýning myndarinnar hófst. Myndin á mánudagskvöldiö um Kóreumanninn Moon og á- hangendur hans var athygliverö og þörf viövörun gegn ofsa- trúarmönnum, sem hér hafa náö fótfestu. Aö lokum litillega um iþrótta- þættina. Mér finnst ástæöa til aö hæla Hermanni Gunnarssyni, hann er ákaflega fjörugur út- varpsmaöur og eru iþróttalýs- ingar hans lifandi og skemmti- legar. Iþróttaþætti sjónvarpsins er ég aö mestu hættur aö horfa á, nema þá helst þegar sýndir eru landsleikir eöa viölika i- þróttaatburöir. Stjórnanda hættir til aö nota sömu orö og setningar um of, en þaö er afar leiöigjarnt til lengdar á aö hlýöa. lslendingar senda aö þessu sinni kvennasveit á ólympiuskákmótiö sem hófst á fimmtudaginn á Möltu. Og þetta er sveitin: F.v. Asiaug Kristinsdóttir, Birna Norödahl, Ólöf Þráinsdóttir og Siguriaug Friö- þjófsdóttir. Liðtækir blaðamenn „Þá er Njarövik eina liöiö sem hefur ekki tapaö leik til þessa og er fyrir vikiö meö örugga forystu i deildinni. Þaö var einkum tvennt sem liö Njarövikur haföi yfir mótherja’ sina i gærkvöldi. Liöiö haföi Danny Shouse, sem er ótrúlega snjall. Og liöiö haföi meiri breidd. Eöa meö öörum oröum, liöiövar og er miklu betra en liö !S”. Mbl. 14.11. ’80 „Var Kristján besti maöurinn i liöiVikings. Var ekki laust viö aö þaö væri eins og Vikingsliöiö væri aö spara kraftana fyrir sunnudagskvöldiö, en þá mæta þeir tslandsmeisturum Vals og hafa sjálfsagt i hyggju 'áö klekkja á þeim. LiöVikings er greinilega I mjög góöri æfingu og þaö sama má segja um hö Vals, þaö veröur þvi gaman aö sjá liöin leika saman i fyrsta sinn á vetrinum. Liö Fylkis hefur oft leikiö betur en þaö geröi i gærkvöldi. Liöiöhefur alla buröi til þess aö ná langt i vetur þvi að margir góöir handknattleiksmenn skipa liöiö”. Timinn Erótík á Kjarvalsstöðum Ljós, skuggi og form og um- fram allt erótik er þaö fyrsta sem manni dettur i hug þegar maöur gengur inn á sýningu Guömundar Björgvinssonar sem hefst I dag,laugardag, á Kjarvalsstööum. Ég ér nú revndar stundum aö grínast meö aö ég sé sósialrealisti, segir Guömundur og hlær og myndin á forsiöu Þjóöviljans i dag ,,A viöstofu bankastjóra”, sver sig svolitiö I þá ættina. Guömundur er 26 ára gamall Reykvikingur, nam mannfræöi, sálarfræöi og myndlist, (teikn- ingu, skúlptúr og listasögu) viö University of Redlands i Kali- forniu á árunum 1974-76 og siöan mannfræöi, sálarfræöi, Is- lenskar bókmenntir, listasögu og frumuliffræði viö Háskóla ís- lands 1976-78. — Helgaröu þig núna mynd- listinni? — Ég hef helgað mig henni i 3 ár og reynt aö skrimta. Þaö hefur bjargaö mér aö ég hef farið vitt um landið og tekist aö OG Spjallað við Guðmund Björgvinsson myndlistarmann og rithöfund selja myndir svo aö ég hef haft fyrir mat svona frá degi til dags. — Og þú ert realisti. — Ég byrjaöi eiginlega i surrealisma sem vel ást á sýn- ingu minni i Norræna húsinu fyrir tveimur árum,en hef siöán þróast yfir i þetta. Til aö geta leikiö mér betur aö ljósinu fer ég lítiö út i liti og margar af þessum pastelmyndum eru nán- ast svarthvitar. Svo fyrir nokkru varð eins konar spreng- ing hjá mér. Ég fór þá út i gjör- ólikt frjálslegt form, eins konar abstrakt sem lika má sjá sýnis- horn af hér á sýningunni. Þessar realisku myndir eru svo agafullar aö nánast ekkert má fara út af linunni. — Ertu erótiskur maöur, Guðmundur? Guömundur meö nokkur af verkum sinum á Kjarvalsstööum. — Þaö ber ekki á ööru. Eró- tikin veröur alltaf aö vera til staðar. (Hlátur) — Svo eru hér andlitsmyndir af ýmsum mönnum. Hvaöa fólk er þetta? — Þessar hausamyndir eru af þeim mannskap sem ég viröi mest. Þarna eru t.d. alþýöu- karlar af Vestfjöröum og svo Picasso, Kjarval, Laxness, Thor, Bob Dylan, Bach og Ein- stein. — Hvernig veröleggurðu myndirnar? — Ég er ekki búinn að gera upp viö mig hvort þær eigi aö kosta hálfa miljón eöa 600 þús- und. Eruö þiö meö uppástungu? — Nei. — Þaö veröur aö vera dálitiö hátt verö til þess aö maöur geti lifaö. Fyrstu miljónirnar fara beint i efniskostnaö og fleira slikt. — Þaö er ljóö eftir þig i myndaskránni. Ertu lika ljóö- skáld? — Helmingurinn af mér er rithöfundur og hinn myndlistar- maöur. Ég hef fengist töluvert viö ritsmiöar, greinar og smá- sögur. Myndlist og ritsmiö eru tvö ólik tjáningarform og það er hvild I þvi aö skipta ööru hverju um. — GFr Karlremba Mjög fagrar konur og mjög ófriöar konur kjósa helst, aö viö hælum gáfum þeirra. En þeim konum, sem hvorki eru fagrar né ófríðar, fellur best, að þeim sé hrósaö fyrir fegurö og yndisþokka. Chesterfield lávaröur Fullvist er, að fögur kona veldur tiðum falskri vináttu, og eins vist er lika hitt, — aö hún eyöileggur oft sanna vináttu. Fielding Hafi maöur tekiö þá heimsku- legu ákvörðun að gifta sig, verður maöur aö varast aö gera hana enn heimskulegri með þvi að velja sér fagra konu. Alexander Dumas Þeir segja aö sildin sé rétt éinu sinni aö leika á tslendinga! Karl Marx. Oreigarnir hafa engu að tapa öðru en hlekkjunum. En þeir hafa allan heiminn að vinna. Úr koffortinu hans afa Nei, nú er ég svo aldeilis hissa. Hvaö haldiö þiö aö ég hafi dregiö upp af botni koffortsins hans afa annað en gamalt póst- kort meö mynd af Kalla Marx meö viöeigandi áletrun. Ég sem hélt aö afi heföi alla tiö veriö grandvar ihaldsmaöur, en hann var reyndar dáinn fyrir mitt minni. Amma gaf aldrei neitt undir fótinn meö stjórnmála- skoöanir hans og börnin fóru öll út I bisness á einn eöa annan hátt. Liklega hefur hann veriö góöur sósialisti meö sjálfum sér og kosiö rétt hvaö sem hann hefur sagt að ööru leyti. Ja, hérna...

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.