Þjóðviljinn - 21.03.1981, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21,—22. mars 1981.
MOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson.
Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon.
Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Biaðaprent hf..
ríisijornarsrcirn
22. mars
Fölna stjörnur
• Hægribylgjan, sem svokallaðir nýfrjálshyggjumenn
hérlendis sem annarsstaðar hafa f leytt sér á, hef ur ekki
staðið lengi, en það er engu líkara en hún sé þegar á
niðurleið. Að minnsta kosti er af aðdáendum hennar
allur hrifningarljómi og grámóska vonbrigðanna er
tekin við. Þetta sést glöggt þegar skoðuð eru hin og þessi
skrif sem birtast um þessar mundir i háborgaralegum
blöðum um frammistöðu þeirra tveggja stjórnmálafor-
ingja, sem hafa verið holdtekning glæstustu vona hægri-
sinna, Reagans forseta og Thatcher forsætisráðherra
Bretlands.
• Reagan virðist ekki eiga nema eitt svar við flestum
spurningum: að vígbúast sem mest og senda þeim sem
hollir eru Bandaríkjunum sem mest af vopnum, hvað
sem viðtakendur kunna annars að hafa á samviskunni.
Þessistefna krystallast rækilega í El Salvador — og sæt-
ir furðulega samstilltri gagnrýni, einnig af hálfu
háborgaralegra fréttaskýrenda. Til dæmis varar
stórblaðið New York Times við því í nýlegum leiðara, að
sé haldið áfram að ausa vopnum í stjórn El Salvador
„getur það aðeins eflt hægriöfgamenn innan hennar, þá
sem hafa brugðið fæti fyrir félagslegt réttlæti og skipt-
ingu jarða og hafa þar með breytt bændum í uppreisnar-
menn... Versta hugsanlega baráttuaðferðin gegn vinstri-
öflunum, segir blaðið ennfremur, er að gera málstað
ofbeldisfullra erindreka hnignandi fámennisklíku að
sínum".
• Fréttaskýrendur Washington Post hafa einnig verið
lítið hrifnir af frammistöðu Reagans í öðrum
alþjóðamálum. Til dæmis líst þeim bölvanlega á þann
sérgóða þjósnaskap sem kemur fram í því, að
Reaganstjórnin gerir sig líklega til að afturkalla
stuðning sinn við alþjóðlegt samkomulag um skiptinguj
auðæfa á hafsbotni. Þá þykir því blaði það heldur ekki'
viturlegt, að Reaganstjórnin snýr bæði með þessari af-
stöðu og niðurskurði á ýmislegri þróunaraðstoð baki við
ýmsum hinum fátækustu ríkjum, meðan aukin er her-
gagnaaustur í ýmsar þær stjórnir ’sem illræmdastar
eru. I gær bárust einmitt f regnir um að áf ram er fetað á
þessari braut: Reaganstjórnin bað þingið um að leyfa
sér að selja aftur bandarísk vopn til stjórnar Argentínu,
sem hef ur átt beinan og óbeinan þátt í f leiri pólitískum
morðum og víðtækari pyntingum en nokkur önnur stjórn
sem nú er við lýði.
• Margrét Thatcher var sjálf vonin blíð í augum
þeirra sem vildu klára og kvifta nýkapítalíska stefnu í
efnahagsmálum. Nú hefur stjórn hennar sett f ram nýtt
f járlagaf umvarp, sem fær hina verstu einkunnir. Walter
Goldsmith, formaður breska atvinnurekendasambands-
ins, segir í nýlegri grein í Sunday Times, að nú séu allar
þær fögru sýnir sem glöddu gömul augu bisnessmanna
við valdatöku járnf rúarinnar roknar út i veður og vind.
Þeir hefðu verið reiðubúnir að ganga í gegnum ýmsa
erfiðleika ef fylgt væri fast eftir nýfrjálshyggjunni,
en nú væri allt í ringulreið og atvinnurekendur í
uppnámi. Blaðið Guardian segir í leiðara, að f járlögin
muni engum koma að haldi, en gera alla fátækari en þeir
nú eru, og koma þó harðast niður á þeim sem verst eru
settir fyrir. Þau eru, segir blaðið, minnisvarði yfir þá
tegund steinaldarhagfræði, sem flestir héldu að hefði
verið husluð á f jórða áratugnum — og spáir blaðið því
með nokkrum trega, að miljónir manna sem kusu
Ihaldsflokkinn 1979 hafi verið hraktir á brott frá þeim
f lokki, kannski fyrir f ullt og allt!
• Hér er ekki vikið orði að neinskonar vinstrigagnrýni,
en aðeins minnt á nokkur dæmi um megna óánægju með
átrúnaðargoð leiftursóknarmanna í háborgaralegum
málgögnum. Helsta málgagn leiftursóknar hérlendis,
Morgunblaðið, hefur áður látið uppi lítilþæga hrifningu
af þessum hægriforingjum tveim, en hefur nú um stund
verið næsta fátalað um þá. Það væri nú ekki úr vegi að
blaðið ræki upp smátíst um þessi mál — þó kannski kæmi
þá ekki annað fram en það sem oft gerist áður, að trú-
festa blaðsins reynist dæmafá, þegar hægrisinnaðir
leiðtogar Bretlands og þó einkum Bandaríkjanna eiga í
hlut.
— áb.
Þegar ég, á elleftu stundu og
óvænt, fékk tilmæli um að skrifa
almanaksgrein að þessu sinni,
vegna þess, að sá, sem það átti
að annast það samkvæmt
„landslögum” á blaðinu, reynd-
ist hafa öörum, og sjálfsagt
þýðingarmeiri hnöppum aö
hneppa, þá varð mér á að hugsa
upphátt: Um hvað skal þá
skrifa i þetta skiptið? Nær-
staddur greip á lofti spurn-
inguna, sem engum var raunar
ætlað að heyra, og sagöi: Skrif-
aðu bara um Búnaðarþingið. Og
þó að alvaran að baki uppá-
stungunni hafi e.t.v. verið I
minna lagi og óskin um að
fræðast um Búnaðarþing
kannski ekki alveg fölskvalaus
Búnaðarþing
þá ákvað égsamstundis aö nota
hana. Mér er heldur ekki grun-
laust um að ýmsir, og kannski
ekki sist sumir Reykvíkingar,
geri sér rangar hugmyndir um
Búnaðarþing og hafi
takmarkaðan skilning á eðli
þess, uppbyggingu og hlutverki.
Og hverskonar stofnun er þá
Búnaðarþing? Kannski er þá
fyrst að því að vikja, að islensk
búnaðarsamtök eiga sér langa
sögu. En óhætt mun að segja,
aö stofnun allsherjar búnaðar-
félags á Islandihafi i fyrsta sinn
verið hreyft opinberlega I rit-
gerð, sem birtist i Norðra á
Akureyri árið 1853. Höfundur
hennar var ekki ómerkari
maður en Einar Asmundsson,
bóndi i Nesi i Höfðahverfi. Um
sama leyti og Einar skrifaði
þessa grein, var nokkur hreyf-
ing að komast á stofnun
búnaðarfélaga i einstökum
sveitum. Uppbyggingu þessa
„allsherjar búnaðarfélags”
hugsaði Einar sér meö þeim
hætti, að fyrst yrðu stofnuð
félög i' hverri sveit, siðan stofni
þau með sér samband i hverri
sýslu er loks myndi landssam-
band. Fimm meginþættir
skyldu tengja saman lands-
félagið: 1. ein höfuðlög, 2. yfir-
stjórn, 3. ársfundur, 4. sam-
eiginlegur sjóður, 5. timarit.
Arsfundinn vildi Einar halda á
Þingvöllum. Framsýni Einars i
Nesi má af þvi marka, aö þarna
lagði hann megin linurnar að
þeirri félagsm álabyggingu
búnaðarsamtakanna, sem siðan
reis, að afstöðnum nokkuð lang-
vinnum fæðingarhriðum að
visu. Má þvi með réttu kalla
Einar forgöngumann um stofn-
un Búnaðarfélags íslands og
Búnaðarþings.
En þó að Einar í Nesi hefði nú
hreyft þessu merka máli þurfti
þó enn æði mörg áratog til þess
að koma þvi' i' höfn. En hug-
myndin haföi fæðst og hún hélt
lífi, þótt Einar reyndist vera
ærinn spöl á undan samtiðinni.
Næst gerðist það, að að af-
stöðnu Alþingi 1875 héldu nokkr-
ir menn fund með sér i
Reykjavfk og fól fundurinn
Einari i Nesi að semja frum-
varp til laga handa „almennu
búnaðarfélagi”. Einar samdi
frumvarpið en þaö sigldi i
strand hjá amtmanni Vestur-
amtsins, BergiThorberg ogá þvi
skeri sat hugmyndin um hrið.
Hreyfing komst svo aftur á
máliö 1893 og þá fyrir tilstiili
Búnaðarfélags Suðuramtsins. A
fundi þess var kosin 5 manna
nefnd til þess að semja nýtt
frumvarp. Um frumvarpið
náðist þó ekki samkomulag með
ömtunum. Loks gekk saman
með þeim og var þá samiö nýtt
frumvarp. Þar með má segja,
að stofnun Búnaðarfélags
Islands hafiendanleganáð höfn,
— hálfum fimmta áratug eftir
að Einar i' Nesi hafði fyrst
hreyft hugmyndinni, — þó að til
fulls hafi ekki veriö gengið frá
félagsstofnun fyrr en 1899.
Fyrsti fundur Búnaðarþings
var haldinn i barnaskólahúsinu i
Reykjavik 7. júli 1899, og mættu
þar 10 fulltrúar. Var þá kosin
hin fyrsta stjórn Búnaðarfélags
Islands og skipuðu hana:
Forseti Halldór Kr. Friðriksson,
varaformaður Július Havsteen,
Eirikur Briem og Þórhallur
Bjarnason. Varamenn voru
Tryggvi Gunnarsson og
Þorlákur Guðmundsson.
Lög félagsins, þau er
samþykkt voru við upphaf
þess, stóðu óbreytt að kalla i
aldarfjórðung, en var litils-
háttar breytt á Búnaðarþingi
1923. I lögum frá 1931 er svo
nánar skilgreindur tilgangur
félagsins, og er þar raunar
aðeins um að ræða nákvæmari
útfærslu á því, sem gilt hafði i 30
ár, eða þannig:
1. að veita aðalforgöngu i
starfandi iélagsskap bænda
til efiingar landbúnaðinum,
2. að vera ráðgefandi tengiliöur
á milli rikisvaldsins og
bænda.
3. að vinna að þessu með
rannsóknum, fjárstyrk og
leiðbeinandi eftirliti.
Til að byrja með voru það
amtsráðin, sem kusu
Búnaðarþingsfulltrúana, enda
félagsmál landbúnaöarins
meira og minna i molum og
mótun. Þetta breyttist þó smátt
og smátt er búnaðarfélögunum
fjölgaði, búnaðarsamböndin
voru mynduð og samtökin fengu
á sig fastara form.
Lögin frá 1899 kváðu svo á, að
Búnaðarþing skyldi halda
annað hvort ár, eða þaö ár, sem
Alþingi sætiaðstörfum. Var það
upphaflega skipað 12 fulltrúum,
kosnum til fjögurra ára. Fyr-
irkomulagið á kosningu
fulltrúanna reyndist lengi
mikið vandamál, sem hér
verður ekki rætt. En með stofn-
un búnaðarsambandanna, sem
nú spanna landið allt, leystist
þaö mál farsællega og kosn-
ingarnar fara nú fram á þeirra
vegum. Árið 1923 var svo
ákveðið, að ráðinn skyldi sér-
stakur framkvæmdastjóri fyrir
félagið, búnaðarmáiastjóri, og
hefur sú skipan haldist siöan.
Þarkom að þvi að ákveðið var
að Búnaðarþing skyldi haldiö
árlega. Til þess bar sú nauðsyn,
aðekki mátti biða um skör fram
að afgreiöa ýmis þau mál, sem
skotið var til þingsins, m.a. af
„æðri máttarvöldum” eða
m.ö.o. Alþingi. Fulltrúum á
Búnaðarþingi hefur og fjölgað
og eru þeir nú 25.
Hér hefur i mjög grófum og
ófullkomnum dráttum verið
rakinn aðdragandinn að stofnun
Búnaðarfélags Islands og
Búnaðarþings og drepið á
skipulag þessara stofnana. Þvi
er ekki að neita, að
Búnaðarþing hefur sætt nokk-
urri gagnrýni stundum að
undanförnu. Það er talið of
kostnaðarsamt, standa of lengi
og afsumum jafnvel talið óþarft
með öllu. Þar mun þó enn
ásannast að þeir tala mest um
Ölaf konung, sem hvorki hafa
heyrt hann né séð.
Fyrir siðasta Búnaðarþingi
lágu milli 50 og 60 mál, misjafn-
lega þýðingarmikil að sjálf-
sögðu en ýmis þeirra stórmerk.
Þingið stóð i hálfan mánuð.
Búnaðarþing hafði i athugun að
stytta þingtimann enn. Ég fæ
raunar ekki komið auga á að
það sé unnt ef hægt á að vera að
afgreiða slikan málafjölda meö
sómasamlegum hætti. Vönduð
afgreiðsla mála er
þýðingarmeiri en það, hvort
þingið stendur einum til tveim-
ur dögum lengur eða skemur. A
Búnaðarþingi er mikið unniðen
minna talað. Kannski gæti
Alþingi, þar sem allter að kafna
i utandagskrármálæði, fundið
sér fyrirmynd um vinnubrögð
þar sem Búnaðarþing er. Sú
venja hefur skapast að öll þau
meiri háttar mál sem fyrir
Alþingi koma og snerta bænda-
stéttina, er visað til umsagnar
Búnaðarþings og beðið um álit
þess. I þeim efnum hefur það
orðið að einskonar ráð-
gjafarstofnun fyrir Alþingi og
mun , stundum a.m.k., ekki af
veita.
Gagnrýnin á Búnaðarþing er
einkum runnin af tveimur rót-
um: Annarsvegar af vanþekk-
ingu og hirðuleysi um þaö að
kynna sér þingiö og störf þess.
Þeir, sem þannig er ástatt um,
eiga sér batavon. Hinsvegar
stafar hún af einhverskonar
eðlislægri og rótgróinni andúð á
ölluþvf, sem við kemur islensk-
um landbúnaði og bænda-
stéttinni. Það aumingja fólk er
ólæknandi.
Arið 1853 sá Einar i Nesi
hvaða þýöingu Búnaðarfélagið
og Búnaðarþing gætu haft fyrir
islenska bændastétt. Sú þýöing
er engu minni nú, en fyrir 130
árum.
Magnús
H.Gislaso
skrifar