Þjóðviljinn - 21.03.1981, Page 8

Þjóðviljinn - 21.03.1981, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.—22. mars 1981. sunnudagspistill Heimsókn sovéskra listdansara hefur verið lofuð i blöðum og i leið- inni hafa verið bornar fram ýmsar spurning- ar, sem bæði varða menningartengsli við Sovétrikin og skyld riki sérstaklega og nokkur meginatriði i slikum samskiptum smáþjóð- ar við hvern sem er. Bryndis Schram spuröi i Al- þýBublaöinu að þvi, hvort þessi glæsilega sýning væri ekki „einskonar Potemkintjöld, blekking, tólsýn”. Ennfremur: „eftir heimsókn RUssanna erum við engu nær um samtið þeirra eða þjóðfélagsveruleika”. Þetta með þjóðfélagsveruleikann er liklega alveg rétt. Hitt er svo annað mál, að brot Ur klassisk- um ballettum (með einu og einu nýlegu innskoti) eru i sjðlfu sér afar ólíkleg heimild um þá hluti. Þegar Margot Fonteyn kom hingað fyrir nokkrum árum með hdp dansara, sem einnig sýndu einstökatriði Ur sigildum dönsum, datt engum i hug að spyrja um samtimatúlkun á s þjóðfélagsveruleik a. Kannski er spumingin röng. Glæsileg sýning sovéskra list- dansara sýnir að það er metn- aður rikisins að viðhalda list- danshefð, sem mótaðist i Rúss- landi á liðinni keisaratiö, metn- aður, sem væntanlega fer saman viö almennan þjóðar- metnaö á þessu sviði. Gæði dansaranna sýna að til eru i landinu strangir skólar og mikil samkeppni milli nemenda þeirra, sem skapa þann jámaga i vinnu að dugi til tæknilegrar fullkomnunar. Þessi starfsemi nýtur svo örlætis hins opinbera og lýðhylli. En sýningin segir svo sem ekkert um Sovétrikin sjálf, ekki einu sinni um listir þar almennt, nema hvaö hún getur minnt á ihaldssemi opin- berrar listastefnu. Ekki góðgerða- starfsemi En engu að siður: ekki hefur rússneskur dansfótur á fjöl stig- ið fyrr en farið er að tala um blekkingu og tálsýn og Potem- kintjöld. Öþarfa hjal og tauga- veiklun, mundu margir segja. Jú — en aö sumu leyti skiljanleg viðbrögð við þvi, að sjálfir eru Sovétmenn ósparir á að túlka hvaðeina, sem þegnar landsins afreka, sem sérstaka sönnun á ágæti skipulagsins. Hinu skyldu menn svo ekki gleyma, að það sem Sovétmenn gera i þessum efnum með nokkrum fyrir- gangi, er ekki þeirra einkaupp- finning. Þegar listamannaferðir ýmiss konar njóta fyrirgreiðslu menntamálaráöuneyta, menn- ingarsjóða, sendiráða, þá býr aö sjálfsögðu aö baki hjá öllum sá skiljanlegi ásetningur að punta upp á ásjónu rfkisins, hressa upp á þá mynd sem umheimur- innhefur af landi og þjóð. Binda slaufu á saltfiskinn, eins og seg- ir i frægri bók islenskri. Eða viljum við ekki sjálfir gjama stuðla að þvi að Guðrún A. Simonar, Rögnvaldur Sigur- jónsson og Ragnar Björnsson syngi og spili fyrir Rússa og að karlakórar fari ekki aðeins þangað heldur alla leið austur i Kina? Ég hefði haldiö það. A þessum vettvangi eru hafö- ar uppi ýmsar leiðinlegar æf- ingar i þjóðrembu (sem eru þó meinlausar i samanburði við það sem gerist i iþróttum til að mynda). Mestu skiptir þó blátt áfram sú einfalda staðreynd, að pólitiskur og þjóðlegur metnað- ur leysir frá skjóðu þar sem nokkrir peningar eru geymdir, sem bæöi koma listamönnum velog svo þeim sem vilja sjá þá og heyra. , Ys og þys út af menningu Jafnræði En það eru fleiri spurningar i gangi um þessi efni. Morgun- blaðið skrifaði á dögunum leið- ara sem nefndist „Ballett og samningar” — þar var lýst ánægju yfir komu fyrrgreindra dansara sovéskra en um leið óánægjuyfir tilefni komu þeirra sem var það, aö 20 ár eru liðin siðanGylfi Þ. Gislason ogFúrt- seva undirrituðu samning um menningarsamvinnu milli ís- lands og Sovétrikjanna. Blaðinu fannst að i slikum samningi væri gert ráð fyrir jafnræði sem væri ekki til og hefðu Sovét- menn notaöhann til „alls konar Ihlutunar”, m.a. til aö „koma sjónvarpsefni á framfæri viö Is- lenska áhorfendur. Hvaða is- lensk kvikmynd hefur veriö sýnd sovéskum sjónvarpsáhorf- endum?” spyr blaöiö meðal annars. Þarna er spurt um gagn- kvæmni i menningarsamskipt- um og er oft spurt að smærra tilefni. En þaö er engin ástæða til aö ætla aö slik spurning snúi að Sovétmönnum einum. Þeir hafa sjálfsagt ekki sýnt i'slensk- ar kvikmyndir hjá sér i sjón- varpi nema tvær-þrjár eldgosa- og landslagsmyndir. Bretar ekkiheldur, eða þá Bandarikja- menn, en frá þessum tveim löndum kemur í raun obbinn af erlendu sjónvarpsefni sem hér er sýnt. Og enginn skyldi ætla, að þeir eða þá Frakkar eða ítal- ir eða Pólverjar reyni ekki að „koma sjónvarpsefni á fram- færi” við islenska áhorfendur. Munurinn er sá, að hjá Sovét- mönnum er allt á einni hendi: sölumenn sjónvarpsefnis eru um leiö opinberir sendimenn. Ogskyldiþó engum detta I hug, að t.d. bandarisk stjórnvöld láti sölumenn kvikmyndaiönaðarins eina um þessi mál. Það er ekki úr vegi aö minna hér á frægt dæmi sem getið er um i kvikmyndasögu Erics Rhode: „Til allrar hamingju fyrir kvikmyndaiðnaðinn (eftir strið) viðurkenndi bandariska utanrikisráðuneytið i verki áröðursgildi Hollywoodmynda og beitti hinar gjaldþrota þjóöir Evrópu þrýstingi til að þær sýndu þessar myndir sem hluta af viðskiptapakka þar sem á móti komu vissar tilslakanir i viðskiptum og lánveitingum”. Utanri"kisráðherrar Frakka og Bandarikjanna, Blum . og Bymes, geröu t.d. með sér samning 194&en einn liöur hans var sá,,að 70% af sýningartima franskra kvikmyndahúsa ætti að fara undir bandariskar kvik myndir, og Blum varði þetta með þvi' að ítalir hefðu gert enn verri samning. Franskur kvik- myndaiðnaður var að hruni kominn, kvikmyndaverum var lokað og þrir af hverjum fjórum gengu atvinnulausir”. * Skynsamleg viðbrögð Þetta er nefnt svona rétt til að minna á þaö að hinn afdrifariki sjónvarps- og kvikmyndamark- aður hefur aldrei veriö neinn riddaraslagur jafningja-, þar er bitistog barist af heift og beitt á vixl þrýstingi og gylliboðum. Einmitt á þessu sviði stendur smátt samfélag eins og það is- lenska alveg sérstaklega höllum fæti og eins þótt það nauðsyn- lega svar við aöstæðum, sem innlend kvikmyndaframleiðsla er, hafi nú á siöustu misserum verið boriö fram af meira sjálfstrausti en áður. Það er mikil nauðsyn að halda áfram á þeirribraut,en það er jafn ljóst fyrir þvi, aö seint munum við geta endurgoldið filmustórveld- um i sömu mynt — til þessa höf- um við orðið að láta okkur duga nokkra velvild fyrir afurðir okk- * ar á Norðurlöndunum. Að þvi er varðar raunverulegt ásigkomulag innflutnings á kvikm.og sjónvarpsefni, þá er ein: staðreynd öörum stærri: algjör sérstaða bandariskra og breskra framleiöenda. Ef að tala ætti i alvöru um skynsam- lega smáþjóðarstefnu i þeim málum, þá væri hún fyrst og fremst i því fólgin, að drcifa ínnflutningi meira, hafa augun betur opin fyrir þvi sem merki- legt er á stórum menningar- svæðum sem við svo sannarlega vanrækjum. Við vitum yfirleitt syndsamlega litið af þvi, hvað ítalir og Spánverjar, Pól- verjar og Rússar, Frakkar og Japanir hafast að — svo helstu dæmi séu tekin. Og það sem verra er: manni finnst stundum á lesendabréfum og öðrum fjölmiðlaviðbrögðum, að Is- lenskur smekkur á kvikmyndir og sjónvarpsefni sé lygilega þröngur; þá sjaldan að eitthvað sést sem vikur verulega frá bandariskum framleiðsluaö- ferðum, þá hrista menn hausinn og fara i fýlu. Gott dæmi er merkileg rússnesk mynd um helgimyndamálarann Rúbljóf sem sýnd var i sjónvarpi. Það var að sönnu erfiðkvikmynd, en samt fór það ótrúlega rækilega fram hjá þeim sem létu til sín heyra um myndina, að þetta var öðrum þræði andófsmynd um valdið og listimar, enda hafði hún átt erfitt uppdráttar i heimalandi sinu. Nei, sögöu menn, svona rússneskt bull!.. Það er helst á kvikmyndahátið- um og iFjalakettinum, að önnur og forvitnari viðhorf eru uppi og menn hafa sama skikk á og Eggert ölafsson lýsir i Hafnar- sælu: Allar sveinum opnar standa Jþróttir til munns og handa, fengið geta fjærstu landa fregn og sprok I hverri krá... Hvaða gagn? I Morgunblaðsleiðaranum, sem fyrr var nefndur, var ekki aðeins spurt um jafnræðið, heldur og nauðsyn þess að is- lendingar geröu það upp við sig hvaða hag þeir heföu af sam- vinnu á menningarsviöum og enn voru einmitt Sovétmenn i sigtinu, og rammasamningur- inn sem Fúrtseva gerði við menntamálaráðherra Viöreisn- arstjórnarinnar fyrir 20 árum. Ef svara ætti yrðu margir spurðir — til að mynda fiski- fræðingar og jarðfræðingar, og skal engum getum leitt að þvi hér, hvernig þeir meta slíkan samning.Þýðingarábókum eru ireynd utan við slika samninga; en ef það dæmi væri skoðað, þá kemur á daginn, að furðu mikið af islenskum bókum hefur verið þýtt á rússnesku og önnur sovét- mál. Halldór Laxness á þar stærst strik i reikningi, en sem fyrr segir — þaö koma allmarg- ir aðrir við sögu, og væri full ástæða til aö skjótó innan sviga spurningu sem enginn hefur gert tiiraun til að svara: Hvern- igstendur á því, að á rússnesku (ogreyndar slavnesku yfirleitt) menningarsvæði og svo þýsku hafa menn sýnt fslenskum bók- um mun meiri forvitni en á rómönsku eða engilsaxnesku? Einn vettvangur Eitt er það svið þar sem menningartengsli íslendinga urðu að skemmtilegri og já- kvæðri samkeppni þeirra risa, sem annars hrella okkur með hrikalegu vigbúnaðartafli. Ég á við fróðlega hringrás og vixl- verkaniritónlistarlifi og mætti i hálfkæringi lýsa á þá leið, að fyrst kemur fiðlarinn Vajman að austan og svo Isaac Stern að vestan, þeir eru báðir ættaðir frá Odessu og gætu vel átt það til að spila Mendelssohn. En i alvöru talað: skömmu eftir strið var MIR stofnað og bauð hingað ágætum tónlistarmönnum (og dönsurum) frá Sovétrikjunum — meðal annarra kom þá korn- ungur sellóleikari á sinni fyrstu utanferð, Rostropovitsj. Siöan kom Tónlistarfélagið inn i þetta dæmi og fleiri aðilar. Banda- rikjamenn sáu, að ekki mátti við svo búið standa, og fór nú að fjölga einnig tónlistarmönnum þeirra ágætum, sem höfðu við- komu hér á leið yfir hafiö, eins og hentugt er. Vitaskuld var hér á ferð einhverskonar kapphlaup um að sanna ágæti menningar- lifs I tveim heimsveldum. En nú vildi svo vel til, að fundinn var sá vettvangur, þar sem enginn gat tapað og þá sist það þjóðar- tetur við Dumshaf, sem varð fyrir itrekuðum músikinnrás- um. AB. Árni Bergmann skrifar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.