Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Hdgin 28.— 29. nóvember 1981.
skammtur
Af tímabærum skipulagshugmyndum
Það er stórt orð „loksins”, að ekki sé nú tal-
að um „loksins loksins".
Þetta orð var einu sinni notað af því tilefni,
að út kom bók, sem þótti tímamótaverk í ís-
lenskum bókmenntum og var raunar sett sam-
an af þeim manni, sem betur hef ur þótt kunna
til verksen flestir aðrir þeir, sem penna stýra.
Nú ætla ég að leyfa mér að stela glæpnum og
segja „loksins loksins", en tilefnið er að
„loksins" hefur marktæk tillaga um framtíð-
arbyggð og skipulag Reykjavíkur litið dagsins
Ijós.
Hér á ég að sjálfsögðu við sýningu Þórðar
Ben Sveinssonar á Kjarvalsstöðum, um skipu-
lag og þróun byggðar í Reykjavík.
Ég leyf i mér ennfremur að segja bravó! og,
aldrei þessu vant, meina ég það.
Hugleiðingar mfnar um skipulagsmál
Ég sé í fræðibókum, að síðaritíma vísindi
telja vatn upphaf þéftbýliskjarna.
Fræðimenn geta sér þess semsagt til, að dýr
merkurinnar hafi haft tilhneigingu til að
halda sig sem næst vatnsbólum, einkum ef
þurrkur fór í hönd.
Sigga feita, sem kenndi mér náttúrufræði í
tíuárabekk í Miðbæjarskólanum, kynnti mér
fyrst allra þessa kenningu og varpaði f leiðinni
fram þeirri persónulegu skoðun sinni, að risa-
eðlan hefði dáið út,vegna heimsku, af því að
hún hafði engan heila, heldur hugsaði með
taugahnút, sem staðsettur var í mjaðmar-
grindinni. „Hún hafði", svo notuð séu orð
Siggu, „semsagt ekki nægilega háa greindar-
vísitölu til aðgera sér það Ijóst, að lífvænlegra
var að halda sig nærri fersku vatni en á
skrælnandi þurrlendi, og dó úr þorsta."
Sigga feita sagði margt fleira f leiðinni,
meðal annars það, að seinna hafi apamenn
f arið að taka sér bólf estu í nágrenni við eld og
það sé hið raunverulega upphaf Reykjavíkur.
Vitmenn hafa lengi velt vöngum yfir því
hvort íslenskir skipulagsf ræðingar hugsi með
taugahnúti í mjaðmargrindinni, en ef svo er,
þá er sannarlega vá fyrir dyrum, því þá geta
þeir ekki látið sér hin óheillavænlegu örlög
risaeðlunnar að kenningu verða.
Eitt er víst, að margir undrast hvers vegna
þeir, sem um skipulagsmál í Reykjavík f jalla,
tileinka sér ekki hina dýrmætu reynslu apa-
mannsins, nefnilega þá að vera í sem nánust-
um tengslum við frumþarfir sínar.
Sannleikurinn er1 sá, að það þarf hvorki
skipulagsfræðing né arkítekt til að sjá, að
frumþarfir reykvíkinga eru frekar í miðbæn-
um heldur en uppi til heiða.
í miðbænum er semsagt, fyrir utan allar
helstu þjónustustofnanir borgarinnar og þjóð-
arinnar, bæði heitt vatn og kalt og ágæt skil-
yrði til að koma hvorutveggja frá sér eftir
rörum, ennfremur sími, Ijós og hiti — frum-
þarfir sem lagðar eru í ökufærar götur og
gangstéttir. ( miðbænum í Reykjavík hef ur og
lengi verið stundað fagurt mannlíf, það þekki
ég af eigin raun.
Hinsvegar er það staðreynd að miðborg
Reykjavíkur er því sem næst óbyggð, vegna
flugvallar í miðborginni, og skipulagsdeilurn-
ar snúast nær eingöngu um það hvort framtíð-
arborgin eigi að rísa á Hellisheiði eða Mos-
fellsheiði.
Fyrir ofan snjólínu þarf það helst að vera,
eins og bent var á í sænsku pressunni á'dögun-
um.
Ein helsta frumþörf reykvíkinga er að
sjálfsögðu að losna við flugvöllinn úr miðbæn-
um. Dreifbýlismenn verða í framtíðinni að
sætta sig við það að taka strætó frá Kef lavík-
urf lugvelli í bæinn, þegar þeir eru í kaupstað-
arferð. Reykvíkingar eiga ekki að þurfa að
eyða einum til tveim tímum á dag til að kom-
ast í og úr vinnu. Og síðan á borgin að rísa í
meginatriðum eftir hugmyndum Þórðar Ben.
Þ.e.a.s. „innanfrá".
Mörgum er enn í fersku minni, þegar leik-
maður einn — Vilhjálmur frá Brekku — setti
fram kenningu sína um tilhneigingu vatns til
að renna niðurávið, í Tímanum 23. janúar
1977.
Arkítektar og húsagerðarmenn höfðu þá
lengi verið ráðþrota gagnvart þeirri staðreynd
að vatn fékkstekki til að leka af flötum þök-
um, heldur lak í gegnum þau ofaní híbýli
manna.
Grein Vilhjálms hófst á þessum orðum: „í
þúsund ár byggðu íslendingar hús með þökum,
sem voru hæst í miðjunni". Greinin vakti gíf-
urlega athygli og olli raunar byltingu í ís-
lenskri nútíma húsagerðarlist.
Eftir þetta voru þökin látin hallast á húsum,
sem áttu að halda vatni og vindi. Og viti
menn: þau hættu að leka.
Arkítektar og skipulagsfræðingar ættu að
gera meira af því að hlusta á þá sem ekki eru
búnir að afskrifa ármiljóna reynslu alls þess
sem lifsanda dregur, og setja niður byggð þar
sem frumþarfir mannskepnunnar eru helst
fyrir hendi, semsagt f miðbænum í Reykjavík.
Eða eins og borgarráðsmaðurinn sagði á
fundinum um umhverfismál í gær:
Kominn er ég með kenning nýja
sem kynnt var af arkítekti snjöllum:
Onf kvosinni oft er hlýja,
þó afturámóti sé kalt á fjöllum.
sHráargatiö
Ellert. Hvenær segir hann Indriöi. Lýtur nú valdi Björn. Leikur tveimur Davíö. Óttast Magnús
sigúr flokknum? rauölnspressunnar. skjöldum. og Markús.
Sæmundur. Neitaöi aö
boöa stjórnarfund.
Nýja
Dagblaðið hefur verið mjög a
miili tannanna á fólki i vikunni
svo sem eðlilegt er. t haus þess
stendur frjálst, óháð dagblað en
eins og kunnugt er sagði Jónas
Kristjánsson sig úr Sjálfstæðis-
flokknum á sinum tima til þess
að svo mætti verða. Nú biða
mennþessmeöeftirvæntingu að
Ellert B. Schram segi sig úr
flokknum. Annars viðurkenndi
Jónas i útvarpsviðtali á
fimmtudag að siödegisblöðin
hefðu alls ekki verið frjáls og
óháð að undanförnu vegna þess
hve f járhagur þeirra hefur verið
bágborinn. Það merkir væntan-
lega að ritstjórnir blaðanna hafi
verið undir hæl eigenda þeirra.
Og hversu frjálsir og óháðir eru
blaðamenn sem vakna upp við
það einn morgun að þeir eru
komnir i atvinnu hjá nýjum at-
vinnurekenda?
Hætt
er við að sambúðin á ritstjórn
nýja blaðsins verði dáli'tið
skrýtin á köflum þvi að af-
staða Dagblaðsins og Visis til
ýmissa mála var gjörólík.
Þannig kom þegar á fyrsta rit-
stjórnarfundi upp mismunandi
afstaða til deilna Flugleiða og
Amarflugs. Visir og hér i lagi
fréttastjóri hans hafa verið
mjög hliðhollir Flugleiðum en
Dagblaðsmenn aftur á möti ýtt
undir Arnarflug og skrifað með
kritiskum hætti um ýmsar
ákvarðanir Flugleiða. I raun
má segja að Visir hafi verið
málgagn gömlu einokunarfyrir-
tækjanna, Flugleiða og Eim-
skips, en Dagblaðið fremur
nýrra fyrirtækja i anda frjálsr-
ar samkeppni. En hver verður
stefna nýja blaðsins?
Flestir
telja að sameining siðdegisblað-
anna hafi verið hreinræktuð
fjármálapólitik, og þóað látið sé
að þvi liggja að um helminga-
skipti hafi veriö að ræða sé þetta
i raun og veru yfirtaka Dag-
blaðsins á Visi. Sjálfur ritstjóri
Visis, Ellert B. Schram, hafði
ekki hugmynd um að þessi sam-
eining stæði fyrirdyrum fyrr en
sfðdegis daginn fyrir hana.
Það var Hörður Einarsson
einn, fulltrúi bilakónganna sem
áttu Visi, sem stóð i samninga-
makkinu. Indriöi G. Þorsteins-
son, stjómarformaður Reykja-
prents, sem gaf út Visi, kom
daginn fyrir sameiningu með
daglega Svarthöfðagrein sina
og hentihenni inn á borðhjá út-
litsteiknara Visis. Siðan fór
hann inn til Harðar Einarsson-
ar, og eftir smástund kom hann
æðandi út og tók greinina aftur.
Hann var fyrst þá að fá
vitneskju um málið. En nú hefur
Indriði orðið að lúta valdi rauð-
vinspressunnar, sem hann hefur
ætiðhatastút i'manna mest, þvi
að Svarthöfði skrifar i nýja
blaðið.
Dagblaðið
og Visir er nánast eftir mynd
gamla Dagblaðsins og sýnir það
vel hverhefur undirtökin i sam-
starfinu. Dagblaðið er nefnt á
undan i hausnum og rauði litur-
inn heldursér. Blái Visirerallt i
einu og orðinn rauður. Sveinn R.
Eyjólfsson, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri Dagblaðsins, er
efstur á blaði i hausnum og
Jónas Kristjánsson er talinn á
undan Ellert B. Schram þó að
hann sé á eftir i stafrófinu.
Þó
að flestir áli'ti að sameining sið-
degisblaðanna hafi verið hreinn
„business” eru aðrir sem álita
að þarna séu um að ræða djúp-
hugsaða aðferð og upphaf að
sameiningu ýmissa afla sem
eru nátengd deilunum i Sjálf-
stæðisftokknum. Þróunin verði
þá þessi: Fyrst sameinast Dag-
blaðið og Visir, svo Eimskip og
Hafskip, þá Flugleiðir og
Arnarfíug og loks Gunnar og
Geir.
Það
hefur vakið athygli að Björn
Þórhallsson, sem var formaður
útgáfustjórnar Dagblaðsins,
skuli standa i þvi að fjölda
manna er sagt upp þ.á.m. f élög-
um i Verslunarmannafélaginu.
Björn er nefnilega formaður
Landssambands islenskra
verslunarmanna og varaforseti
ASI eins og öllum er kunnugt
um. Þá vekur það furðu að ekki
skyldi strax vera haldinn
stjórnarfundur i Blaðamanna-
félagi tslands þegar 12 félögum i
þvi ersagt upp. Formaðurinn er
erlendis og átti þaðþviað koma
i hlut varaformannsins.
Sæmundar Guðvinssonar að
boða fundinn en hann er jafn-
fram fréttastjóri nýja blaðsins.
Sæmundur lagðist eindregið
gegn þvi að st jórnarfundur yrði
haldinn f yrir helgi en meiri hluti
stjórnarinnar mun hafa tekið af
honum ráðin og var fundurinn
haldinn síðdegis i gær, föstudag.
Prófkjör
Sjálfstæðisftokksins fer fram
um þessa helgi og er hart barist
um atkvæðin. Davið Oddsson
munóttastað sú staða komiupp
að hann og Albert Guðmundsson
verði nokkuð jafnir að atkvæð-
um og verði þá gripið til þess
ráðs, ef flokkurinn fær meiri
hluta i borgarstjórn, að velja
þriðja aðila sem borgarstjóra
sem sáttaleið. Þar koma þeir
helst til greina, Markús örn
Antonssonog Magnús L. Steins-
son. Davið hvetur þess vegna
stuðningsmenn sina að kjósa
þessa tvo menn ekki.
Strydsmynd
stóð stórum stöfum á skermi
Videósins i dagskrárkynningu
eitt kvöldið. Segja kunnugir að
réttritun og þekking á islensku
máli sé ekki sterkasta hliðin á
þessum hugsjónamönnum um
videóvæðingu.