Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 16
16SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN daegurCónlist GÓLFPLÖTUR Ég ætla aö leyfa mér I upphafi þessa skrifs, að vísa á innganginn hans Jóns Viðars, þar sem við virðumst eiga við sama vanda- mál að striöa, nema hvað mlnar plötur liggja á svefnherbergis- gólfinu. Best að hafa reglu á ó- reglunni og taka þetta I sögulegri röð: Kamarorghesta- sveif lurokkkabarett Bisar I banastuði.fyrsta og eina hljómplata Kamarorghesta, is- lensku útlendingahersveitarinnar i Kaupmannahöfn, komu mér þægilega á óvart. Eftir að hafa látið þá æra mig I Háskólabíói með illa hljóðblönduðum rokk- kabarett og langdregnum, á und- an ennþá langdregnari kvik- myndasýningu (þótt stutt væri), þá bjóst ég við enn einni af þess- um söguþráðarplötum (con- cept-album), þar sem söguþráð- urinn margtýnist og er ótengjan- legur, þrátt fyrir góðan vilja hlustanda. Af slikum plötum Is- lenskum má nefna t.d. Tivoli þeirra Stuðmanna og Jack Magn- et. Þessar plötur eru að vísu pott- þéttar hvað hljómlistina snertir, og standa þar þá kannski framar en Kamarorghestarnir, en bana- stuð bisanna i Kamarorgbælinu við Sundið ætti ekki að fara fram hjá neinum. Stóran þátt i heillegum sögu- þræði á stuttur og smellinn sögu- útdráttur á plötuumslagi „BIs- anna”, ásamt textum, en þetta umslag er þaö besta af þeim is- lenskum sem ég hef augum bariö. Fyrir þvi eru skrifuö Haraldur örn Jónsson og Pla Rakel Sverr- isdóttir. Þó skyggir á að á þvl er að finna 4 málvillur i textum og tvisvar er vitlaust skipt milli llna. Rétt heföi verið af Kamarorg- hestum aö fara á fjörur við eitt- hvertmannkerti að yfirfara texta til að fá rakan hroll og sigra leyndardóma sem biða þess að veröa lokið upp-. Lög þeirra Kamarorghesta falla mjög vel aö anda hvers texta, og þarna er að finna rokk, nýbylgju og ballööur, skemmti- lega flutt af „Kömrunum”. Þeir syngja lika tæpitungulausar en forráðamenn Útvarps þolarLisa Páls fyrir hönd Kæru Kötu um samviskubit yfir aö fá sér á snip- inn og Kristján Pétur f.h. Alla yfirblsa gengur þannig frá Vögg löggu aö hann getur bitiö i rass- gatið á sér, meö áherslu á for- setningunni upp á vesturlensku. Og Kilroy, sjóari á sossa i höfn sem við heyrum kasta af sér vatni á siðu tvö, syngur: i löngu fund- inni/ friðarhöfn við sundið/ sitja gamlir liðhlaupar/ fila sig eins og frumherjar/ skála fyrir fréttun- um að heiman/ stónka sig stjarfa/ eins og styttur af forfeðr- unum/ gera allt eins og þeir/ allt sér til frægöar og feigðar. Umsókn þessi um bisa Kamar- orghesta verður iengri en til stóð vegna áöurnefnds plássleysis. Mér finnst þeir þó eiga plássiö skiliö vegna sérstöðu Bisa I bana- stuöi meðal islensku platnanna I ár. Það er regluleg tilbreyting að „húmornum” i textunum, eða eins og segir i Kamarorgblússi: „Hér veröur sparaö og bruöl- að/bulliö hvorki né og eða/bæöi rimað og stuölað”. Og talandi um rim og stuðla: 1 siðasta textanum á „Bisunum”, Mebbinn, sýnir Magnea J. Matt- hiasdóttir fram á aö dægurlaga- texta er hægt að gera þannig úr garði að þeir rlsi undir nafninu kvæði: Má ekki bjóða þér mebba, mirapoint, prella eöa stuð, sýru soldið i nebba, soldið sem auöveldar puð? Viltu valla eöa dlsu? Vinur, afhentu mér aurana þina, að vlsu einatt ég svindla á þér. Hljóðfæraleikur Kamarorg- hesta á Bisum i banastuöi er allur hinn þokkalegasti og eins og áöur segir er túlkun öll i samræmi við efni textanna. Sérstakiega finnst mér gitarleikurinn skemmtileg- ur, röddun Bögga bassa og Lisa hefur skemmtilega rödd, þótt hún láti ekki alveg að stjórn I Mebb- anum hennar Magneu. Æfingin skapar o.s.frv.. Uppáhaldslag mitt er „Segðu mér”, útsetningin algjört æði. Mórall Kamarbisa er: „rokk er betra en fúl tæm djobb”, og ekki efast ég um það. En það er líka eins gott aö vinnufælnin gripi ekki svo um sig að enginn hafi efni á að kaupa þessa skemmtilegu plötu. Gunnar Þórðarson o.f I. á „ Himni og jörð" A „Himni og jörð” hefur Gunn- ar Þórðarson hrist fram úr erm- inni 10 pottþétt topplög. A plöt- unni leikur hann á gitar og bassa og gerir hvort tveggja helviti vel. Auk þess stjórnaði hann upptöku og setti út nema fyrir strengi, sem Magnús Ingimarsson gerði — heldur ósparlega á stundum að mér finnst. Hljóðfæraleikarar auk Gunnars á „Himni og jörð” eru Asgeir Óskarsson, traustur á trommun- um eins og venjulega, Kristinn Svavarsson, ekki ónýtur á sax- ann, Eyþór Gunnarsson á hljóm- borð (á góðar stundir á pianó) og Asgeir Eiriksson á nikku. Helga Möller, Magnús og Jóhann syngja bakraddir með glæsibrag, og það er ekki þeim að kenna þótt þau séu ofkeyrð i „Læknisráði” og hálfkæfð með Ragnhildi Gisla- dóttur i annars mjög góðu viðlagi „Út á llfið”, sem mér finnst þar aö auki vera heldur dauflega út- sett miðað við eigin hugrenning- ar. Ég held að útsetningin sé dragbitur á þetta ágæta lag. Lik- lega heföi það fengið ööruvisi meöhöndlun undir alræðisstjórn Grýla. Annars finnst mér áberandi hvað þau lög sem Shady Owens syngur eru betur blönduð en hin, nema kannski Klikulagið Fjólu- blátt ljós við barinn, þar sem Þor- geir Astvaldsson kemur reglu- lega á óvart með frammistöðu sinni, og titillagið. Annars er það Shady Owens sem best gerir i söngvinnunni á „Himni og jörö”, hún er lika orðin þrælskóluð i „faginu”. Eirlkur Hauksson „Startari” er sómasöngvari, og þeir Björgvin og Pálmi fara vel með rómantikina. Gunnar Þórðarson er enginn fúskari og þetta er I heild, þrátt fyrir nöldur undirritaörar, mjög vel unnin plata hljómlistarlega. Gunnar hefur einnig ætlað að hafa vaðið fyrir neðan sig hvað texta varöar og farið á fjörur við Claf Hauk Simonarson, Birgi Svan, auk Þorsteins Eggertsson- ar. Það er skemmst frá þvi aö segja að Ólafur Haukur ber höfuð og herðar yfir þá siðarnefndu, en á þeim tveim finn ég ekki mun. Þeir eru ekki aivondir, en þeir eiga þaö sameiginlegt aö bregða fyrir sig vægast sagt hallærisieg- um oröum og bullrimi. En hvað um þaö.— i poppinu er það músíkin sem blivur, þótt textaviöbit gott skemmi ekki, og þessar lagasmiöar Gunnars Þórðarsonar svikja engan á þvi áhugasviöi. Splunkuný-.í topp tiu lög á einu bretti — hvað viljiði meir? Start Mér fellur heldur vel við Start. Kemur þar t.d. til veikleiki minn gagnvart þungu rokki og velþókn- Tónlistarlif næstu viku verður með fjölbreyttasta móti. Hingaö til lands eru komnir góðir gest- ir.norska hljómsveitin Cut.sem mi*i næstu daga skemmta okk- ur með leik slnum. Full ástæða ertil að hvetja fólk til að fara og hlýða á þvi aö að sögn fróðra manna er hljömsveitin I fylk- ingarbrjósti I norsku tónliáar- ilfi. Egóiðhans Bubba er farið að láta kræla á sér hér Ihöfuðborg- inni og verða báðar hljómsveit- irnar I N.E.F.S. I kvöld. Annars er dagskrá næstu viku á þessa leið: Ikvöld,laugard.28.nóv., Cutog Egó i Nefs. Sunnud.29. nóv. Cut i Tónabæ. Mánud. 30. nóv Cut á Akranesi.' Miðv.2.des. Bara-flokkurinnog Egó I Nefs. Föst. 4. des. Missisippi Delta Blues Band í Nefs. FösL 4. des. Start i Bregás I Keflavik. Laug. 5. des. i Nefs. Þetta eru 4 af 5 liösmönnum norsku hljómsveitarinnar Cut, sem 1 kvöld leika I „Nebbanum” ásamt EGÓi. Söngvarinn Volker Zibell er lengst til vinstri, þá Atle Gundersen, Arne Lund og Torgrim Egg- en. A myndina vantar gitarleikarann Don Buchanan. —Ljósm. gel. Cut og NEFS Rúsínur í pylsuenda Þá er verkfalli bókagerðar- manna lokið og timi til kominn að huga að jólaútgáfum. Nú seinustu daga hafa plötur safn- ast i stóra hauga á stofugólfið hjá mér.Fyrir vikíð veröur ekki hægt að gera öllu jafn góð skil og æskilegt v æri. O g á þe tta sér- staklega við um útgáfuna hér heima. Hvað um það, snúum okkur að súpunni. Mezzo Mezzoforte sendi nýlega frá sér sina þriðju breiðskifu og nefnist hún Þvilfkt og annað eins. Þessi plata sver sig I ætt við fyrri breiösklfur hljómsveit- arinnar, djassrokkið ræöur rikj- um. Tónlistin er öllu léttari og meira gripandi en fyrr. Miklu meira lifer Ilagasmiðum þeirra Friðriks Karlssonar og Eyþ&'s Gunnarssonar en áður. Um hl jóöfæraleik þeirra fimmmenninga þarf ekki að fjölyrða, hann er svo til lýta- iaus. Þrátt fyrir snilldina tekst þeimaöhalda lifi i tilfinningun- um. Og er þaö stærsti kostur plötunnar.það er nefnilega þræl- góður „filingur” á henni. Þvilfkt og annað eins er án efa besta Mezzoforteplatantil þessa og verður gaman aö sjá hvort hún kemur ekki til með að gera það gott I Englandi. Mikki Þá hefur fyrsta sólóplata Mike Pollock litið dagsins ljós og sú ekki af verra taginu. Fjöi- hæfni hans virðast eiga sér litil takmörk, þvfaö bilið milli Utan- garðsmanna — Dirty Dan og sólóplötu hans er stórt. Take Me Back, en svo nefnist breiðskifan, er „acoustic” (að- eins kassagitar og söngur) að undanskildum þremur lögum.' Þessi nýja hliö á Mikka kemur svosannarlegaá óvart þviað ég hélt að hann gæti ekki gert neitt án rafmagnshljóðfæra. Hæfileikar hans sem söngv- ara njóta sin mjög vel á þessari plötu. Og hann er mfldu betri söngvari en ég hafði imyndað mér. Gltarleikurhans er ágætur og fellur ósköp vel að söngnum þó að ekki sé hann sérlega iburðamikill. A Take Me Backmá heyra tvö lög Utangarðsmanna „acoust- ic”, „The Big Sleep” og „It’s A Shame”. Það er fyrst I þessum lögum sem maður áttar sig á þvi hve gjáin milli þessarar plötu og Utangarðsmanna er stór. „It’s A Shame”er hér i æð- islega góðri Utsetningu og öllu skemmtilegri en viö áttum að venjast hjá Utangarðsmönnum. Fyrst farið er að tala um skemmtileg lög á þessari plötu erekki úrvegi aðminnast á eitt albesta lagið á plötunni „What’s Real?”. En það er eitt af þess- um þrem lögum þar sem hann nýtur aðstoðar. 1 laginu má heyra bráðskemmtilegt „dub”. Textar plötunnar eru hinir ágætustu, allt frá fallegum ást- arsöngvum yfir I harðskeytta ádeilutexta. Titillag plötunnar „Take Me Back” hefur að geyma faileg- asta texta plötunnar: „I wake up in the morning/ I don’t know what to do/I get so irritated and restless/ thinking about you./ Mikki kemur á óvart á Take Me Back. Two months on the road/ with- out your loving touch/ It’s enough to make me crazy/ I be- Ueve I’ve had enough./ ...” At- hyglisverðasti texti plötunnar er tvfmælalaust „Our song”. Þar má sjá tilfinningar hans i garð Bubba skömmu eftir að Utangarðsmenn hættu: „You Bke to paint the whole world black/ You like to take, without giving back/ You like to bathe, in the spotlight/ Surrounded by yes mai, both day and night/ ...You like to talk, a lot about nothing/ You have to be at the center of attention/ If someone disagrees with you, you flex your muscles/ animal power is your law and reason/...” 1 heild þá er hér um afburða góða breiðskifu að ræða, breið- sklfu sem gefur fyrirheit um gott framhald á tónlistarferli Mikka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.