Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 5
Helgin 28.— 29. nóvember 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Heimildarsagan um
Jens Munk komin út
eftir
Thorkild
Hansen
Komin er út sagan um Jens
Munk eftir Thorkild Hansen i
þýöingu Magniísar Kjartansson-
ar en þýðingunni á þessu mikla
verki lauk hann rétt fyrir andiát
sitt. Bókin er heimildarsaga um
sæfarann og könnuðinn Jens
Munk (1579 - 1628) og byggist á
dagbókarbrotum úr örlagarikri
háskaför i norðurveg.
Thorkild Hansen eykur við
staðreyndatalið upplýsingum ævi
og tima hins daðrakka og viðförla
en ósigursæla manns eftir ýmsum
öðrum heimildum, m.a. Reisubók
Jóns Olafssonar Indiafara, og
spinnur söguna af þeim toga.
Jens Munk lagði upp frá Kaup-
mannahöfn 1619 i leiðangur 65
manna á tveimur skipum og ætl-
aði að brjötast útnorðurleiðina
norður fyrir Ameriku i þeirri von
Thorkild Hansen fe'kk bók-
menntaverðlaun Noröurlanda-
ráðs árið 1971.
að finna nýja og styttri siglinga-
leið til Kina. Hafði leiðangurinn
vetursetu við Hudson-ftóa i Kan-
ada og hrundi niður úr skyrbjiig
og harðrétti. Komst Jens Munk þó
sumarið eftir austur til Noregs á
Magniis Kjartansson. Hann lauk
þýðingunni rétt fyrir andlát sitt.
öðru skipinu við þriðja mann að
öllum hinum félögum sinum
dauðum en fell i ónáð hjá Kristj-
áni konungi IV. eftir ófarir si'nar.
Dó hann átta árum siðar vonsvik-
inn öreigi.
Thorkild Hansen er i hópi við-
urkenndustu og viðlesnustu sam-
tiðarhöfunda Dana, fæddur 1927.
Hann stjórnaði rannsóknarleið-
angri til Hudson-flóa 1964 ásamt
starfsbróður sinúm Peter See-
berg. Fundu þeir Munkshöfn, vet-
ursetustað Jens Munk frá 1620, og
hófst Thorkild Hansen þá handa
að vinna úr efniviði bókarinnar
sem kom út árið eftir og hefur
verið þýdd á margar tungur. Höf-
undur þykir samræma á frábær-
an hátt skáldskap og sagnfræði i
ritum sinum. Thorkild Hansen
fékk bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs 1971.
(|r
ÚTBOÐ=|)
Tilboð óskast f götuljósabúnað fyrir Rafmagnsveitu
Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi
3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. jan.
1982kl. llf.hád.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVIKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Kópavogsbúar —
dagvistarmál
Félagsmálaráð Kópavogs gengst fyrir
almennum borgarafundi um dagvistarmál
i Vighólaskóla, miðvikudaginn 2. des. kl.
20.30.
Félagsmálaráð hvetur áhugafólk um
þennan mikilvæga uppeldisþátt að koma
til fundarins og taka virkan þátt i
umræðunum.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
Reiknistofa bankanna
óskar að ráða:
1. Kerfisforritara
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi
háskólapróf i tölvunarfræði eða umtals-
verða reynslu i forritun.
2. Nema i forritun
Æskilegt er, að umsækjendur hafi lokið
stúdentsprófi eða öðru hliðstæðu prófi.
Umsóknarfrestur er til 20. desember 1981.
Umsóknir berist á þar til gerðum eyðu-
blöðum er fást hjá Reiknistofu Bankanna,
Digranesvegi 5, 200 Kópavogi, simi 44422.
Blaðberar Þjóðvlljans athugið!
Blaðberabíó þessa helgi færist yfir á sunnu-
dag. Myndin sem sýnd verður heitir Stríð i
geimnum og verður í Regnboganum, sal A á
sunnudag kl. 1.
Goða skemmtun!
BÖDVAR
GUÐMUNDSSON
það erengin
pöpf að kvarta
og menmng