Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.— 29. nóvember 1981.
Helgin 28.- 29. nóvember 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Gamla bió var til húsa i Fjalakettinum 1906-1927.
Hiö giæsilega Nýja bió eins og þaö leit úr áriö 1929 (Ljósm.: Skafti Guöjónsson).
Sælgætissalan i Nýja biói áriö 1926. Þaöer Didisem afgreiöir (Ljósm.: Skafti Guöjónsson).
Um þessar mundir eru 75 ár liðin síðan reglulegar
kvikmyndasýningar hófust hér á landi. Reykjavíkur
Biografteater hóf sýningar í Breiðf jörðshúsi, öðru nafni
Fjalakettinura 2. nóvember 1906. Reyndar höfðu kvik-
myndir verið sýndar af og til í Reykjavík allt frá árinu
1903svoað segja má að íslendingar haf i verið afar f Ijót-
ir að taka upp þessa nýjung sem aðeins var þá 8 ára göm-
ul í heiminum. Til dæmis um það hversu kvikmyndasýn-
ingar voru sjaldgæft fyrirbæri árið 1906, þegar regluleg-
ar kvikmyndasýningar hófust hér, að þá voru aðeins 3
kvikmyndahús í Kaupmannahöfn og öll í litlum og
óheppilegum húsakynnum. Fyrst var farið að sýna kvik-
myndir í heiminum í Parisog Berlín árið 1895.
Gömul mynd af Gamla biói I Ingólfsstræti
Fyrstu myndirnar sem sýndar
voru hérlendis voru á vegum
tveggja útlendinga, Norömanns
og Svia, og sýndu þeir i Iönó.
Þessar „lifandi myndir” voru af
fjöllum og dölum, fossum og jökl-
um i Noregi, og lifandi myndir af
eðlilegum hreyfingum manna og
dýra, og aö siöustu en ekki sist
ýmsar gamanmyndir sem menn
hiógu sig máttlausa á að sjá.
Sá íslendingur, sem varö hins
vegar fyrstur til aö ryöja braut
kvikmynda hérlendis var Ólafur
Johnsen stórkaupmaöur (0.
Johnsen & Kaaber). Hann stofn-
aöi félagiö 01. Johnsen & Co sem
gekkst fyrir sýningum i Bárubúö
viö Tjörnina á árunum 1904 - 1906.
Félagiö varö aö hætta starfsemi
sinni og mun frumstæöur tækja-
búnaöur m.a. hafa átt þátt i aö
svo fór.
Ariö 1906 varö stórkaupmaöur
einn i Kauymannahöfn, Fr. War-
burg, til aö sjá aö Reykjavlk væri
orðin það stór aö hægt væri að
starfrækja þar kvikmyndahús.
Hófst hann þegar handa og keypti
öll nauösynleg áhöld tii kvik-
myndasýninga, ásamt lltilli raf-
stöö, sem var knúin ■ áfram meö
olíuhreyfli en i þá daga höföu aö-
eins fá hús raflagnir.
Sumarið 1906 kom svo danskur
maöur aö nafni Albert Lind meö
tækin til Reykjavikur og átti aö
útvega hentugt húsnæöi. Varö
Fjalakötturinn fyrir valinu en þar
höfðu fariö fram leiksýningar frá
þvi snemma á siöasta áratug 19.
aldar. 1 salnum voru nær 300 sæti
og flest á lausum bekkjum. Geng-
iö var inn og út um sömu dyr, og
var troöningurinn stundum gifur-
legur.
Fyrirtækið hlaut nafnið
Reykjavikur Biograftheater eins
og fyrr sagöi en bæjarbúar voru
fljótir aö stytta þaö i „Bió” og
þaöan er komiö oröið sem viö not-
um enn I dag um þetta fyrirbæri.
Alfred Lind réöi strax landa
sinn P. Petersen til aö stjórna
kvikmyndahúsinu og þar er kom-
inn sá frægi Bió-Petersen, sem
mjög kemur við sögu kvikmynda-
sýninga og kvikmyndageröar á
fyrri hluta aldarinnar hér á landi.
Bió-Petersen ritaöi skemmti-
lega grein i bækling sem gefinn
var út á 40 ára afmæli Gamla biós
áriö 1946. Hérsegir hann frá kvik-
myndasýningum i Fjallakettin-
um:
„Sýningarklefinn var aö stærö 1
fermetri, klæddur gips-plötum aö
innan vegna eidhættu. Vélin, sem
notuö var fyrstu árin, var hand-
knúin. I þessum klefa stóö ég og
sýndi I mörg ár — hvert kvöld og 4
stundir á sunnudögum. Mikinn
hita lagöi af vélinni, og loftræst-
ing næsta engin, svo ekki var óal-
gengt, aö hitinn yrði þarna um 40
stig.
Margir kunnir Reykvikingar
voru frá byrjun fastir gestir, og
sumir þeirra sátu alltaf I ákveön-
um sætum, t.d. Th. Thorsteinsson
kaupmaður, sem sat alltaf á aft-
asta bekk, næst sýningarklefan-
um, Klemens Jónsson, landritari,
Tryggvi Gunnarsson, banka-
stjóri, Lúövik Hafliöason, kaup-
mcöur, o.fl. Attu þessir menn þaö
sameiginlegt viö fjölda annarra,
aö þeir höföu strax frá byrjun
áhuga fyrir þessari nýju tegund
dægrastyttingar, sem siðan hefur
þróast og nú er oröin sjálfstæö
listgrein. En svo voru aftur aörir,
75
ár
liöin frá því aö
reglulegar
kvikmyndasýn
ingar hófust
í Reykjavík
sem litu þetta öörum augum. Þaö
var venja, aö daginn áður en
skipta átti um myndir, voru limd-
ir yfirauglýsingaspjöldin miöar,
sem á var letraö: ,,í siöasta
sinn”. Og kom þaö oftfyrir, að ég
heyröi fólk, sem stóö viö þessi
auglýsingaspjöld, segja: „Auð-
vitað gat þetta ekki gengiö til
lengdar”, eða: „Loksins hættir
þetta helviti”. Aösókn að kvik-
myndasýningum hefur þó stööugt
aukist, og sýningar haldnar stöö-
ugt, aö undanskildum tveim mán-
uðum 1918, er spánska veikin
geisaöi, og hálfum mánuði árið
1921, þegar óttast var aö veikin
væri að koma upp aftur.
Ef sýndar væru nú myndir þær,
sem þóttu framúrskarandi góöar
1906, myndu þær liklega eingöngu
kalla fram brosiö hjá áhorfend-
um. En þrátt fyrir þaö, hve öll
tækni var léleg um þær mundir,
eru margir, sem enn muna eftir
t.d. myndunum „Vendetta” og
(Ljósm.: SkaftiGuöjónsson)
„Nautaat i Barcelona”, sem
sýndar voru er kvikmyndahúsið
varopnaö. „Hvita rottan”, frönsk
ein-þátta mynd, var svo áhrifa-
mikil, að meira að segja margir
karlmenn uröu að þerra tárin úr
augunum aö sýningu lokinni.
Ekki má gleyma myndinni „Upp-
skurðir Dr. Doyens”, sem sýnd
var sérstaklega á eftir hinni
venjulegu sýningarskrá, og kost-
aöi aögangur aö henni 35 aura. A
meöan hún var sýnd leið daglega
yfir 40 - 50 manns, og voru þeir
„vaktir til lífs” aftur meö Hoff-
mannsdropum! Er hún haföi ver-
iö sýnd i viku, baö Jón Magnús-
son, bæjarfógeti, mig að hætta aö
sýna hana, og geröi ég þaö. Ein-
kennilegt var, aö þeir sem veik-
astir voru fyrir, voru allir háir og
sterkvaxnir karlmenn. Man ég
sérstaklega eftir togaraeiganda
nokkrum. Hann stakk nefinu rétt
inn um dyrnar og horföi á mynd-
ina augnablik. Þegar hann kom
út, buöum viö honum Hoffmanns-
dropa, en hann sagöist eigi þurfa
þeirra meö. í sömu andránni leiö
yfir hann og datt hann niöur
tröppurnar niður i forstofuna, en
sakaöi þó ekki. Kvöldiö eftir fór
alveg eins fyrir ungum manni, er
starfaöi i stjórnarráöinu.”
Eftir 6 ára starf fékk Reykja-
vikur Biograftheater samkeppni.
Nokkrir athafnamenn i Reykja-
vik tóku sig saman og stofnuöu
nýtt kvikmyndahús, sem kallaö
var Nýja bió og voru sýningar
þess i svokölluöum Austursal
Hótel tslands á homi Austurstr-
ætis og Aöalstrætis. Stofnendur
voru þeir Sveinn Björnsson lög-
fræðingur, siöar forseti tslands,
Friörik og Sturla Jónssynir, fyrr-
nefndur ólafur Johnsen, Carl Sæ-
mundsen stórkaupmaöur og Pét-
ur Brynjólfsson ljósmyndari. Sá
siöastnefndi, sem lært haföi að
sýna kvikmyndir i Kaupmanna-
höfn var ráöinn sem bióstjóri.
Fljótlega eftir að þetta nýja bió
kom til sögunnar fór almenningur
aö kalla þaö sem fyrir var Gamla
bió og festist þaö I sessi.
Pétur Brynjólfsson stjórnaöi
Nýja bió aöeins til áramóta 1913
en þá tók danskur maöur viö er
Bang hét og var hann fram-
kvæmdastjóri um eins árs skeiö.
Ariö 1914 tók sá maöur viö sem
lengst af átti bióiö og stjórnaöi
þvi, Bjarni Jónsson frá Galtar-
felli, bróðir Einars myndhöggv-
ara. Frá 1920 stjórnaði hann bió-
inu ásamt Guðmundi Jenssyni.
Arið 1919 var Nýja biói sagt upp
húsnæöi sinu á Hótel Islandi og
réöst Bjarni Jónson þá i aö reisa
stórhýsi fyrir kvikmyndahúsiö
viö Austurstræti. Ekkert var til
sparaö aö gera húsiö sem glæsi-
legast úr garöi. Sýningarsalurinn
var skreyttur og upplýstur af ótal
smáum rafljósum, rafljósakerum
og stórri rafljósakrónu. Stólarnir
voru allir meö fjaörasetum og
voru þvi engir bekkir i húsinu.
Alls tók húsiö 486 manns i sæti.
Þetta glæsilega nýja hús var tekið
I notkun 19. júli 1920.
Eftir aö nýja húsiö var tekiö I
notkun var ákveöiö aö auka hljóö-
færaslátt á kvikmyndasýningum.
Bræðurnir Eggert og Þórarinn
Guðmundssynir voru ráönir til aö
spila viö sýningar á hverju
kvöldi. Þegar mikiö lá viö spilaöi
heil hljómsveit svo sem eins og
þegar Hadda Padda Guömundar
Kambans var sýnd. Þá lék undir
strengjakvartetb og á 10 ára af-
mæli biósins spilaöi 6 manna
hljómsveit.
Þá tók Nýja bió upp þann siö að
hafa sérstakar barnasýningar
fyrir börn undir 16 ára og voru
þær á sunnudögum og miðviku-
dögum.
Ariö 1945 var hafist handa viö
aö gjörbreyta húsakynnum Nýja
biós og var þeim lokið áriö 1947.
Frá þeim tima er spegilrúöan i
innra anddyri sem Kurt Zier,
kennari viö Handiöaskólann
teiknaöi, og einnig var þá komið
fyrir sandblásinni rúöu yfir stiga-
palli á svalir sem Halldór Péturs-
son teiknaöi.
Eftirminnilegasti starfsmaöur
Nýja biós er án vafa Ölafur Jóns-
son sýningastjóri sem hóf störf
áriö 1916 og var I þvi starfi allt til
dauöadags á 7. áratugnum. Meö
greininni fylgir mynd af honum
sem tekin var viö sýningarvélina
árið 1926.
Warburg stórkaupmaöur, sem
átti Gamla bió dó áriö 1913 og
réöst Bió-Petersen þá i aö kaupa
bióið. Eftir aö Nýja bió eignaöist
sin glæsilegu húsakynni haföi þaö
aö sjálfsögöu stórt forskot fram
yfir Gamla Bió sem enn sýndi I
gamla salnum i Bröttugötu. Pet-
ersen keypti þvi lóö við Ingólfs-
stræti og hóf aö byggja þar hús af
engu minni stórhug en eigendur
Nýja biós. Fyrsta sýningin I nýja
húsinu var haldin 2. ágúst 1927.
Það var Einar Erlendsson húsa-
meistari sem teiknabi Gamla bió
og var ekkert til sparaö aö gera
það eins vandaö og vistlegt og
föng voru á. M.a. var i bióinu svo-
köllub óbein lýsing sem þá var al-
gjör nýjung. Bió-Petersen seldi
svo bióið hlutafélagi i Reykjavik
áriö 1939.
Gamla bió og Nýja bió eru 75
ára og 70 ára um þessar mundir.
Enn veröur aö telja þau meö
glæsilegustu samkomuhúsum
höfuðborgarinnar og i hugum
Reykvikinga eru þau órjúfanlega
tengd miöborg Reykjavikur.
(Heimildir: öldin okkar,
Gamla bió 40 ára, Rvik 1946 og
grein eftir Erlend Sveinsson um
Nýja bió á sjötugasta aldursári)
— GFr
Ólafur Jónsson sýningastjóri Nýja biós um hálfrar aldar skeið. Þessi mynd er tekin áriö 1926 (Ljósm
Skafti Guðjónsson)
Hótel tsland er til hægri á myndinni. t Austursal þess var Nýja bló til húsa 1912-1920.
Meöan Gamla bió var I Fjalakettinum var gengið inn og út um sömu dyr og var troöningur oft gifurleg-
ur. Mynd þessi er tekin af inngangnum árið 1976, en nú er þarna orðiö enn hrörlegra um að litast
(Ljósm.: Ari Kárason).