Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 15
Helgin 28.— 29. nóvember 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Sjötíu ára i dag:
Haukur Helgason
hagfrœðingur
Haukur Helgason hagfræðingur
og fyrrum bankafulltrúi er sjötiu
ára i dag.þann 29.nóvember.
Samstarf okkar Hauks og góð
vinátta hefir staðið lengi. Við
kynntumst fyrst i Menntaskól-
anum á Akureyri nokkuð eftir
1930 þegar við vorum þar báöir
við nám. Siðan lágu leiðir okkar
saman i stjórnmálabaráttunni,
fyrst i mörg ár i Sósialistaflokkn-
um og siðar i Alþýðubandalaginu.
Nánast var samstarf okkar
Hauks á þeim árum sem ég sat i
rikisstjórn, fyrst á árunum 1956 til
1958 og þó einkum i siðara skiptið
á árunum 1971 til 1974. A þeim
árum unnum við Haukur saman
að undirbúningi og úrlausn
margra málaflokka, sem sér-
staklega komu i minn hlut i
stjórnarsamstarfi þeirra ára.
Okkur Hauki hefir alltaf gengið
vel að vinna saman. Pólitisk af-
staða okkar hefir fallið vel saman
og viðhorf okkar til einstakra
málefna hafa oftast verið svipuð.
Fyrir mig hefir það lika komið
sér vel, að Haukur er gjörkunn-
ugur viöskiptamálum og banka-
málum og þekkir vel til efnahags-
mála almennt. Haukur Helgason
er einn úr hópi þeirra sósialista,
sem á árunum 1940 til 1980 mót-
uöu aö verulegu leyti stefnu
flokks og hreyfingar.
Haukur var i framboði til Al-
þingis fyrir flokkinn. Hann mætti
á fjöldamörgum fundum sem
aðalmálsvari flokksins, enda
ágætur fundarmaður. Haukur átti
drjúgan þátt að kosninga-undir-
búningi flokksins i mörgum kosn-
ingum m.a. með þvi að taka
saman góðar og glöggar upplýs-
ingar um tillögur flokksins og af-
stöðu til mála og um viðbrögð
annarra flokka við ýmsum þeim
málum sem kosningar hlutu að
snúast um.
Greinar Hauks um efnahags-
mál i blöðum flokksins eru okkur
ýmsum minnisstæðar frá þessum
árum. Haukur hefir verið mikill
herstöðvaandstæðingur og
ótrauður baráttumaður gegn er-
lendri hersetu allt frá þvi að
fyrstu kröfur Bandarikjanna
koma fram um herstöðvar hér til
99 ára.
Það var aldrei ætlun min með
þessari afmæliskveðju að rekja
hérstarfsferil Hauks Helgasonar,
né heldur að telja upp allt það
sem hann hefir gert fyrir hreyf-
ingu okkar sósialista. Ég ætlaði
aðeins að minna á nokkuð af
störfum Hauks úr baráttu okkar
sósialista um leið og ég þakkaði
honum sérstaklega langa og góða
vináttu við mig.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
margra sósialista þegar ég þakka
Hauki fyrir mikið starf og óeigin-
gjarnt að okkar sameiginlegu
baráttumálum.
Ég flyt Hauki og hans ágætu
konu Guðrúnu Bjarnadóttur,
bestu afmælisóskir minar og
minnar konu, um leið og ég þakka
þeim hjónum trygga og einlæga
vináttu við okkur.
Lúðvik Jósepsson.
Haukur H. E. Helgason fyrrum
bankafulltrúi i Otvegsbanka ts-
lands fæddist á Isafirði 29. nóv-
ember 1911, sonur hinna merku
og mætu hjóna Láru Tómasdótt-
ur og Helga Ketilssonar i'shús-
stjóra þar f bæ. Þau áttu starfs-
aldur sinn i höfuðbyggö Vest-
fjarða, settu svip sinn á bæinn og
eignuðust myndarlegan bamahóp
á búskaparárum sinum og lifðu
bæði til hárrar elli.
Auk barnafræðslu i fæðingar-
bæ, nam Haukur Helgason tvo
vetur i unglingaskóla tsafjarðar
undir handleiðslu hins gagn-
merka og þjóðkunna skólamanns
Haraldar Leóssonar. Siðan lá
námsbraut Hauks norður i land til
skóiavem i Menntaskólanum á
Akureyri og lauk hann þaðan
stúdentsprófi 1933. Framhalds-
nám sótti hann tilSviþjóðarog las
hagfræöi við Háskólann i Stokk-
hólmi frá hausti 1933 til ársins
1935 og siðar aftur 1937 til 1944.
Einnig nam hann sömu fræði um
hriðíLondon aðnámiloknu iSvi-
þjóö.
Starfsferill Hauks Helgasonar
er orðinn margslunginn og litrik-
ur á langri starfsleið. Hann hóf
störf i Útvegsbanka tslands á tsa-
firði 1. oktöber 1935 og var ráðinn
bókari útibúsins eftir að ég hvarf
þaöan til starfa i Reykjavík. Þar
starfaði hann til 1947 að undan-
skildum námsárum. Aftur gekk
hann i þjónustu Útvegsbankans
og var ráðinn í fulltrúastarf 1947
en deildarstjóri varð hann i á-
byrgðardeild bankans i Reykja-
vik 1949 og allt til þess að hann
hætti störfum i bankanum fyrir
um 10 árum.
Hann var aðstoðarmaður Lúð-
viks Jósepssonar, ráðherra, i
sjávarútvegsráðuneyti i tið
vinstri stjórnarinnar.ertók viðaf
svonefndri Viðreisnarstjórn.
Haukur var varaformaður i Út-
flutningssjóði 1957 til 1960.1 rann-
Matreiðslumenn
matreiðslumenn
Almennur félagsfundur verður haldinn
mánudaginn 30. nóv. kl. 15 að Óðinsgötu 7.
Dagskrá:
1. Bráðabirgðasamningur við vinnuveit-
endur i landi.
2. Bráðabirgðasamningur við kaupskipa-
eigendur.
3. önnurmál.
Félagar fjölmennið og mætið stund-
vislega.
St jórn og trúnaðarmannaráð
Félags matreiðslumanna
sóknamefnd sjávarútvegsins sat
hann 1956 til 1958 og i fleiri nefnd-
um á vegum hins opinbera og at-
vinnuveganna um lengri og
skemmri tima.
Auk þessa, er hér hefur verið
rakið, hafa margþætt félagsmál
og áhugastörf átt itök i huga og
athöfnum Hauks Helgasonar, og
ótöldum vinnustundum hefur
hann eytt á þeim vettvangi, sem
ekki verður rakið hér nema i
hnotskum.
Hann var bæjarfulltrúi á tsa-
firði 1942-1947.1 forystusveit sam-
taka Sósialistaflokksins og Al-
þýðubandalagsins um áraraöir og
jafnan i miðstjórn.
Formaður Pólsk-lslenzka
menningarféiagsins hefur hann
verið síðan 1958.
Persónuleg kynni okkar Hauks
Helgasonar hófust i Menntaskól-
anum á Akureyri haustiö 1931 og
hafa aldrei rofnaö siöan. En frá
þeim tima er hálf öld til sjávar
runnin. Ég var við nám á Akur-
eyri þennan eina vetur. Siðan hef-
ur samstarf okkar veriö óslitiö i
störfum I Útvegsbanka tslands og
i Viðskiptaráði og vináttu á mörg-
um sviðum. Samskipti við Hauk
hafa ætið verið snurðulaus og
drengileg. Hann hefur ávallt
verið velviljaður þegar til hans
hefur verið leitað.
Ég minnist Akureyrarveru
okkar Hauks veturinn 1931, sem
áður er getið. Við vorum báðir þá
þegar smitaðir af pólitiskri bakt-
eriu. Vorum á sama ári fram-
bjóðendur i Alþingiskosningum,
ekki i sömu sýslu og ekki fyrir
sama flokk. Ená Akureyri vorum
við báðir harösnúnir hægrimenn
og meðstofnendur Sjálfstæöisfé -
lagsins Varðar þar i bæ. Siðar
breyttust þessi viðhorf okkar
beggja. Eg geröist rauðleitur en
Haukur eldrauður.
Þó að Haukur Helgason verði
sjötugur næsta sunnudag, er ég
þess fullviss að ótal verkefni
munu biða til úrlausnar á hans
vegum og meðfæddur eldlegur á-
hugi mun ekki fara dvinandi þó að
hann bæti við sig nokkrum árum
eða áratugum. Ég vona að honum
megi auðnast langur ævidagur
hollra starfa við góða heilsu og
bjarta framtið.
Haukur Helgason kvæntist
sinni ágætu eiginkonu, Guðrúnu
Bjarnadóttur, 19. mai 1938, dóttur
Bjarna Jónssonar fyrrum banka-
stjóra á Akureyri. Hefur hún búið
eiginmanni og dætrum þeirra
hjóna yndislegt og aðlaðandi
heimili að Kleifarvegi 3 hér i
borg. Eiga dæturnar ávallt hlý-
legt athvarf á þvi fagra heimili,
þótt þær séu flognar úr foreldra-
húsum.
Guðrún eiginkona Hauks átti
fyrr á þessu ári sjötiu ára afmæli
og flyt ég henni siðbúna afmælis-
kveðju og alúðarþakkir fyrir
tryggð og góða vináttu i gegnum
árin.
Veröi þeim hjónum allt til
auðnu og blessunar um langa og
farsæla framtið.
Adolf Björnsson.
E3
TRAUST ht
Hafnarstræti 18 —
101 Reykjavík — Sími 26155
NYJUNG
SALTFISKGÁMAR
• Ódýrir og hagkvæmir
• Bæta nýtingu i kæligeymslum
• Má taka i sundur á auðveldan hátt
• 100% stöðugir við stöflun
• Grunnmál 1000 x 1200 mm
• Hæðin 1250 og 1750
Fiskvinnsluvélar -
Ráðgefandi þjónusta
Skattstofustörf
Skattstjórinn i Reykjavik óskar að ráða
starfsmenn i eftirtalin störf:
1. Starf viðskiptafræðings i rannsóknar-
deild.
2. Skattendurskoðun atvinnurekstrar-
framtala
— viðskiptafræði- eða verslunarmennt-
un áskilin —
3. Starf skattendurskoðanda i trygginga-
og launaskattsdeild.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störí, þurfa að hafa borist Skattstof-
unni i Reykjavik, fyrir 7. des. n.k..
Tílkynning
frá Bifreiðaeftirliti ríkisins
Aðalskoðun bifreiða þetta ár er lokið. Til
að forðast frekari óþægindi, er þeim sem
eiga óskoðaðar bifreiðar bent á að færa
þær nú þegar til skoðunar.
Reykjavík, 27. nóvember 1981
Bifreiðaeftirlit rikisins.
Stjórn Verkamannabústaða
í Reykjavík
mun á næstunni ráðstaf a
a. 14. nýjum íbúðum, sem eru í byggingu við Kambasel í Reykjavík.
b. Eldri íbúðum, sem koma til endursölu f yrri hluta ársins 1982.
Þeir, sem hafa hug á að kaupa þessar íbúðir, skulu senda umsóknir á sérstökum
eyðublöðum, sem afhent verða á skrifstofu Stjórnar verkamannabústaða að
Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. A skrifstofunni verða veittar almennar upplýs-
ingar um greiðslukjör og skilmála sbr. lög nr. 51/1980. Skrifstofan er opin
mánudaga — föstudaga kl. 9—12 og 13—16.
Allar fyrri umsóknir um íbúðir eru felldar úr gildi og þarf því að endurnýja þær,
vilji menn koma til álita við úthlutun.
Umsóknum skal skila eigi síðar en 11. desember n.k.
Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík.