Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.— 29. nóvember 1981. FriðrikÓlafsson um einvígið íMeranó í síðustu viku lauk i Meranó á Italíu stuttu og lítt spennandi einvígi þeirra Anatoly Karpovs og Viktor Kortsnojs. A vogar-í skálunum lá heimsmeist-l aratitillinn í skák. Það tók heimsmeistarann Karpov/ 18 skákir að útkljá keppn-i. ina, hann hafði þá unnið sex skákir, gert tíu jafn-t tefli og einungis tapað tveimur. Allt frá byrjun einvígisins var sýnt hvertj stefndi. Askorandinn virt- ist óöruggur og fálmandi og áður en varði var hann kominn þrem vinningum undir, öll spenna rauk út í veður og vind, og fyrir þá sem gerst þekktu til mála var það aðeins tímaspurs- mál hvenær Karpov inn- siglaði sigurinn. Aðdáend- ur Kortsnoj hljóta þessa dagana að leita skýringa á óförum síns manns. Það má e.t.v. tina ýmislegt til, eins og t.a.m. f lókna stöðu fjölskyldumála Kortsnojs, ónógan tima til undirbún- ings, misklíð í herbúðum aðstoðarmannanna og f leira og fleira. Fyrir þann sem þessar línur ritar lítur málið klárt og kvitt út: Sá betri sigraði. Ekki var það aðeins baráttan á taf Iborðinu sem dró að sér athygli manna, eitthvað enn meira lá í loftinu. Báðir keppendur uxu úr grasi í Sovétríkjun- um hlutu þar veganesti sitl i lífinu, leiðsögn í skáklist- inni. örlögin höguðu því hinsvegar þannig að annar varð óánægður með hlut- skipti sitt, bitur í garð yf ir- valda sem hann taldi draga taum unga mannsins á úr- slitastundu. Hann tók stökkið yfir í hið svokall- aða frelsi vestursins. Vita- skuld var það gripið á lofti og þegar þeir settust niður við taflborðið í f jallaþorp- inu á ítaliu var á vissan hátt háð stríð austurs og vesturs, innan hins tak- markaða, en þó ótakmark- aða ramma sextíu- fjögurra reita einskon- ar „mini" — kjarnorku- stríð var háð og því út af fyrir sig þakkarvert að slíkir menn skuli fyrirfinn- ast. Ýmsar merkilegar yf irlýsingar hóf ust á loft á meðan á einvíginu stóð, en sú athyglisverðasta kom frá Kortsnoj sjálfum sem kvaðst hafa fengið boð um aðstoð frá bandarísku leyniþjónustunni CIA. Vart hefur það verið kók og pulsa sem þar hafa verið á boðstólnum, því síður að- stoð við skákrannsóknir. Friðrik ólafsson forseti í FIDE var allan tímann á meðan á einvíginu stóð í Meranóog fylgdist vel með öllu sem gerðist innan skákborðsins sem utan. Hann er nú nýkominn heim og var gómaður glóðvolg- Friðrik ólafsson er nýkominn heim eftir tveggja mánaða útivist. Myndin var tekin á heimili hans i gær. Ljósm.:eik. „Kortsnoj virtist illa undir átökin búin ” „Þeir aðilar sem stóðu að einvígishaldinu gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að það gæti farið sem best fram. Allar aðstæður keppenda og starfsmanna einvígisins voru góðar, hvort sem það átti við dvalarstað viðkomandi eða þá einvígisstaðinn. öll vandamál sem upp komu reyndu þeir að leysa þann- ig að allir gætu vel við un- að. Einhver misskilningur kom upp í sambandi við verðlaunaaf hendinguna, sem reyndar var á snærum mótshaldarans en ekki FIDE eins og margir hafa haldið. Kortsnoj kom þeim boðum áleiðis, að hann vildi ekki vera kallaður upp með Karpov þegar verðlaunin voru afhent og því voru honum afhent verðlaunin á fremur óformlegan hátt. Báðir skákmennirnir voru við- staddir lokaathöfnina." Svo fórust Friörik Ölafssyni, forseta FIDE orö þegar Þjóövilj- inn var mættur inná gafl til hans degi eftir aö hann kom til lands- ins. Ekki veröur viödvölin löng, þvi vegna andláts Max Euwe fyr- irrennara hans i embætti, heldur hann til Hollands innan skamms. Fjölskyldumálin? „Staöan i fjölskyldumáli Korts- nojs breyttist litiö i Merano. Þaö aö Igor, sonur Kortsnojs,á eftir aö afplána talsvert af fangelsis- dóminum, gerir máliö snúiö og erfitt. Ég hygg þó aö lausn sé á næsta leyti, i siöasta lagi i mai—júni. Hitt er svo annaö mál aö gauragangurinn i Kortsnoj og hans mönnum hefur ekki oröiö til þess aö flýta fyrir.” Samanburður við einvígið '72? „Þaö eru alveg hreinar linur aö miöaö viö einvigi Fischers og Spasskis i Reykjavik 1972 var þetta einvigi fremur litilfjörlegt, tilþrifin þar voru siik. Kortsnoj virtist mér koma illa undirbúinn til Meranó. Hann haföi aöeins undirbúiö sig i þrjár vikur. Þar á undan haföi hann teflt I hverju mótinu á fætur ööru meö litlum árangri. Þvi var öfugt fariö meö Karpov sem tefldi af öryggi og nýtti sér mistök Kortsnojs til fullnustu. Sá var helstur ljóöur á ráöi Kortsnojs aö hann ofmat stööur sinar einatt og tapaöi þvi a.m.k. tveimur skákum, sem meö eölilegri atburöarás heföu endaö meö jafntefli. Tökumtil dæmis fjóröu skákina. Þarna þvælist hann fram meö h- og g-peöiö, svekkir stööuna von úr viti, lendir i timahraki og þegar Karpov loks fer aö sýna klærnar leikur einum agressivum leik er enginn timi til aö vinna úr vanda- málum stööunnar. A meöan á ein- viginu stóö sólundaöi Kortsnoj mikilli orku. Tveir timar á degi hverjum fóru i likamsþjálfun, hugleiöslu o.þ.h. Ég er ansi hræddur um aö hann hafi einfald- lega ofkeyrt sig. • Hvaö næstu áskorendakeppni áhrærir þá er aldrei aö vita nema hann komist aftur i gegnum hreinsunareldinn. Það verður i öllu falli ekki átakalaust aö bera sigurorð af honum. Liklegir mót- herjar Karpovs? Ja. e.t.v. Timm- an eöa Kasparov. Einhverjir tala um Beljavsji og Balashov. Ég hef nú ekki mikla trú á þeim. Poluga- jevski fer varla langt. Reyndar hitti ég hann þarna i Meranó, og hann hreinlega jós yfir mig skömmum og svivirðingum, ým- ist á ensku eöa rússnesku. Ég hef tekiö þá stefnu aö vera ekki aö svara Rússunum allt of mikiö og fyrir vikiö telja þeir sig endalaust geta sent mér glósur. Polu var eitthvaö aö fjargviðrast yfir millisvæöamótunum i skák, eig- inhagsmunamál eins og venju- lega þegar þessir karlar eiga i 'hlut.” CIA? „Ekkert hef ég heyrt um að bandariska leyniþjónustan hafi boöiö Kortsnoj aöstoö. Þetta kom vist fram á blaöamannafundi meö honum en ég var ekkert aö leggja mig eftir öllu þvi sem þar var sagt. Reyndar hef ég heyrt þvi fleygt aö Petra Leuwerik sé á mála hjá CIA, en ég skil ekki aö þeir hafi nokkurt gagn af slikri manneskju. Teflir á Reykjavíkurmótinu Aöspurður um áætlanir um tafimennsku á næstunni kvaöst Friörik telja allar likur á þvi aö hann gæti teflt á Reykjavlkur- mótinu sem haldiö verður i Reykjavik i febrúar á næsta ári. Þegar þaö bar á góma snerist umræöan upp i aöra sálma og við- taliö fjaraöi út. —hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.