Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.— 29. nóvember 1981. MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Alfheiður Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. tþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir-.Einar Karlsson, Gunnar Elisson. llandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bérgljót Guðjónsdóttir. Biistjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavikj simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjornargrcri n Flokksræðið á Nesinu • Eins og Sigurjón Pétursson lýsir i grein i blað- inu var flokkseinræði i Reykjavik i hálfa öld. Það hét svo i áróðrinum að þetta væri nánast ópólitiskt eilift vald sem eitt gæti stjórnað Reykjavik, og kosningar á fjögurra ára fresti væru aðeins forms- atriði til þess að staðfesta þessa kenningu. Erfða- prinsar Sjálfstæðisflokksins voru taldir upp i þessu flokksræði, sem orðið var svo makrátt siðustu ára- tugina að það hefur ekki reynst vera heppileg upp- eldisstöð fyrir landsmálaátökin. í flokksræðinu voru engin skil milli embættismanna og kjörinna fulltrá Sjálfstæðisflokksins. Langvarandi flokks- ræði af þessu tagi býður heim spillingu, geðþótta- ákvörðunum og ólýðræðislegum vinnubrögðum. • Þegar nýr meirihluti tók við stjórn Reykja- vikurborgar undir forytu Alþýðubandalagsins var gerður skýr greinarmunur mill embættismanna og kjörinna fulltrúa, og pólitiska valdið aðskilið frá framkvæmdavaldinu með ráðningu Egils Skúla Ingibergssonar i embætti borgarstjóra. Hann var ráðinn borgarstjóri i krafti hæfni og reynslu, óbund- inn flokkunum sem hinn pólitiska meirihluta skipa. Þetta kerfi hefur reynst vel, og ihaldið minnist varla á glundroðakenninguna eða óstjórn i fjár- málum Reykjavikurborgar, enda ekki með góðu móti hægt að rökstyðja slikar fullyrðingar. ólikum flokkum sem eru siður en svo sammála um alla hluti hefur gengið vel að stýra borgarmálunum. A öllum sviðum þolir stjórn þriflokkanna samanburð við flokksræðisstjórn ihaldsins, og á sumum sviðum, eins og t.d. fjármálastjórn og i félags- og heilbrigðismálum, hafa orðið stórstigar framfarir miðað við ihaldstimana. • Á Seltjarnarnesi rikir flokksræði Sjálfstæðis- flokksins og á það nú við svipaða erfiðleika að striða og flokksræði ihaldsins átti siðustu valdaár sin i Reykjavik. Stöðugt ber meira á geðþóttaákvörð- unum á Seltjarnarnesi, valdahroka og einræðis- töktum bæjarstjórans, sem sjálfur litur á sig sem erfðaprins i Sjálfstæðisflokknum. Siðasta afrekið er framkoma bæjarstjórans i dagvistarmálum bæjar- ins, þar sem hann hefur tekið sér alræðisvald og stjórnar með tilskipunum. Meira að segja innritun á dagvistarheimili bæjarins er i skrifborðsskúffunni hjá bæjarstjórunum. Foreldrar á Seltjarnarnesi eru orðnir langþreyttir á skilningsleysi bæjarstjómar- meirihlutans á dagvistarmálunum, enda litur hann á þau sem liknarstarfsemi fremur en félagslega þjónustu og uppeldisstarf. Fóstrur hafa sagt upp störfum og stjórn foreldrafélagsins gert kröfu um að yfirstjórn dagvistarmála verði tekin úr höndum bæjarstjórans. • Fróðlegt er að bera saman vinnubrögð meiri- hlutans i Reykjavik og flokksræðisins á Seltjarnar- nesi i dagvistarmálum. í Reykjavik hefur verið gert átak i byggingu dagvistarstofnana, auk þess sem skipulag og innra starf hefur verið tekið til gagn- gerrar endurskoðunar i nánu samstarfi við starfs- fólk. í flokksræðinu á Seltjarnarnesi er málum klúðrað i skrifborðsskúffu bæjarstjórans. —ekh úr aimanakínu Gerist þetta ekki hér? innan veggja heimilisins. Þaö var ekki fyrr en ég komst aö þvl fyrir tilviljun hvernig daglegt lif einnar kunningjakonu minnar haföi veriö i gegnum árin. Ég horföi eins og asni á gifsiö, glóöaraugun og marblettina, sá fyrir mér þennan dagfarsprúöa og rólega eiginmann hennar og hugsaöi: — hvernig í ósköpun- um er þetta hægt? Af hverju gerir hann þetta? Hvers vegna hefur hún látiö bjóöa sér þetta allan þennan tima? Af hverju hendir hún honum ekki út? Af hverju kallar hún ekki á lög- reglu og kærir hann? Og siöast en ekki sist: Hvernig i dauöan- um hefur hún getaö leynt þessu og af hverju? Ég veit þaö núna aö þaö eru til svör viö öllum þessum spurningum og aö þær skipta þúsundum konurnar sem hafa spurt sjálfa sig á þennan hátt. Og þaö merkilega er aö saga þeirra allra er i raun ein og sama sagan. Aö visu meö ýmsum tilbrigöum, misjafnlega löng, misjafnlega hryllileg, sumar sleppa vel, aörar týna lifinu. Og er þá von aö maöur spyrji — hvaö er hægt aö gera og hver ætlar aö gera þaö? Strax uppúr 1970 fóru kvenna- hreyfingarnar i nágrannalönd- um okkar, Bretlandi, Noröur- löndum og V-Þýskalandi aö velta þessum hlutum fyrir sér. Breska konan Erin Pizzey stofnaöi til fyrsta neyöarat- hvarfsins i Chiswick i úthverfi Lundúna 1971 og þaö framtak spuröist fljótt. Bók hennar: Hrópaöu lágt, svo nágrannarnir heyri ekkert! fór viöa og i kring- um 1975 fóru neyöarathvörf aö Alfheiður Ingadóttir skrifar „Ma’má passa sig aö drekka ekki of mikið, Villi, annars getur ma’r ekki lamið þá gömlu þegar ma’r kemur heim!” (Texti og teiknning: Heinrich Zille) /,Berðu ekki konuna þína með hnefanum ef þú ert í stígvélum" (frland). //Kona, hundur og hnota; því meir sem þú berð þau, þeim mun betri verða þau" (England). „Eiginkona getur elskað þann mann sem aldrei slær hana, en hún ber ekki virðingu fyrir honum" (Rúss- land). „Berðu konuna þína á hverjum degi. Ef þú veist ekki af hverju, þá veit hún það áreiðanlega" (Frakkland). Hvaö segja þessir málshættir okkur? 1 þeim speglast alda- gömul viöhorf til konunnar sem undirsáta og eignar eigin- mannsins, viöhorf sem lengi áttu sér bakhjarl i lögum og kirkju á Vesturlöndum og lifa þvi miöur góöu Hfi viöa um lönd áriö 1981. Er eitthvaö svipaö til á islensku? Ég hef ekki komið auga á þaö og guö láti gott á vita, heföi nú kannski einhver- sagt, en ætii viö Islendingar séum nú barnanna bestir samt i þessum efnum? í siöasta tölublaöi fyrir verk- fall birtist hér i Þjóöviljanum viötal viö tvær norskar konur, sem ásamt tugum annarra standa aö rekstri neyðarat- hvarfs i Osló, þar sem konur geta leitaö skjóls meö börn sin þegar þær þurfa aö flýja undan barsmiöum á heimilum sinum. t viötalinu kom m.a. fram að i Þrándheimi, þar sem búa álika margir og á Stór-Reykjavikur- svæöinu, hafa misþyrmingar á konum verið skráöar sérstak- lega um nokkurt skeiö á sjúkra- húsum. Niðurstöðurnar vöktu ó- hug: á árinu 1980 voru skráö 50 alvarlegar misþyrmingar, tvær kvennanna dóu af afleiöingum þeirra. Er ástandiö svipaö hér á landi? Er þaö skárra? er þaö enn verra? Spyr sá sem ekki veit, þvi engar opinberar heim- ildir liggja fyrir, hvorki á sjúkrahúsum né lögreglustööv- um. Þar eru „tilfellin” skráö sem brotiö nef, heilahristingur og heimiliserjur. En þó engar tölur liggi fyrir þá eru þeir á- reiöanlega fáir, læknarnir, lög- reglumennirnir, sálfræöingarn- ir, féiagsráögjafarnir, prestarnir og hjúkrunarfræö- ingarnir, sem ekki hafa oröiö varir viö siikar misþyrmingar i sinu starfi. Fyrir nokkrum árum haföi ég ekki hugmynd um allt þaö of- beldi sem konur veröa fyrir spretta upp. í litilli v-þýskri vasabók sem ég á er listi yfir nær 50 athvörf af þessu tagi i 44 borgum landsins. Fyrsta at- hvarfið á Noröurlöndum er Camilla I Osló, sem tók til starfa I mai 1978.1 Noregi eru athvörf- in nú oröin 23 og þeim fjölgar stööugt. Ég held aö reynsla kvennanna i Osló geti komiö aö góöum not- um hér á landi og þangaö held ég ætti aö leita fyrirmynda og aöstoöar viö aö koma upp neyöarathvarfi á Stór-Reykja- vikursvæöinu. Þaö erfiöasta, sögöu þær Gerd og Kirsti, var aö sýna fram á þörfina. Leyndin sem umlykur þetta vandamál er svo mikil aö þvi var afneitaö. A- huginn meöal ahnennings og opinberra aöila var sáralitill, menn sögðu sem svo aö bar- smiöar inni á heimilum væru ekkert vandamál I þessu siö- menntaöa norræna grannrlki okkar, slikt geröist bara úti i hinum stóra og hættulega heimi. Og þegar hundruö kvenna og barna höfðu leitaö á náöir at- hvarfsins var sagt aö svona væri nú stórborgarlifiö aö fara með Norömenn, svona væri nú Osló oröin, en þaö gegndi ööru máli úti um land. Nú orðiö heyr- ist enginn segja að þessi 23 neyöarathbörf i Noregi séu ó- þörf. 1 viötalinu viö Gerd og Kirsti kom þvert á móti fram að lögregla, læknar og starfsmenn félagsmálastofnana telja þau bráönauðsynleg, sem sést lika á þvi að árangursrikasta aöferöin til að fá auknar fjárveitingar til athvarfanna er aö hóta aö loka þeim! Hér uppi á tslandi hefur um- ræöa um þessi mál veriö langt á eftir nágrannalöndunum. Nokkrum sinnum hefur veriö fjallaöum þau á siöum Þjóövilj- ans og Forvitinnar rauörar, ég man eftir einum umræöuþætti I útvarpi og viötölum viö þrjár konur i sjónvarpi i framhaldi af bók Auöar Haralds um Hvunn- dagshetjuna. Þetta segir þó sem betur fer litið um þann áhuga sem fyrir er hjá fjölda kvenna og á undanförnu ári a.m.k. hefur I ýmsum hópum þeirra verið rætt um hvernig standa beri aö aöstoö viö þær konur sem hennar þurfa vegna bar- smiöa eiginmanns eöa sam- býlismanns. Viljann og áhugann vantar ekki, þaö vantar fjár- magn og framtak og ákvöröun um hvaöa leiö á aö fara. Erum viö nú ekki búnar að tala nóg, er ekki kominn timi til aö fara aö gera eittthvaö?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.