Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 7
íber 1981. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
Sigurjón Pétursson skrifar um borgarmál
2. grein
boö sitt frá borgarbúum og ber
að nota það, en framkvæmda-
valdið var eitt eftirlátiö em-
bættismönnum.
1 fyrsta skipti var embætti
borgarstjóra auglýst og ráöinn
hæfur framkvæmdastjóri án til-
lits til pólitiskra skoðana.
Þaö var gæfa þessa meiri-
hluta að fá til starfa i embætti
borgarstjóra jafn ágætan og
hæfan mann og Egil Skúla Ingi-
bergsson. I fyrsta sinn var nú
ráðinn i þetta embætti maður
vegna hæfni sinnar en ekki
vegna flokksþjónkunar. Gamla
reglan um erföaprinsinn var af-
lögð og lýðræði komið á. Jafn-
framt ráðningu óflokksbundins
borgarstjóra hafa verið ráðnir i
embætti menn, sem ekki eru
flokksbundnir eöa yfirlýstir
sjálfstæðismenn. Þetta hefur
þau áhrif að fundir embættis-
manna eru ekki lengur fundir
sjálfstæöismanna einna. Innri
gagnrýni er þvi óheft.
Óneitanlega tekur lengri tíma
að taka ákvaröanir um mikil-
væg mál þegar þrir stjórnmála-
flokkar þurfa að ná samkomu-
lagi um málefniö.
Það hefur aldrei verið dregið i
efa að einræði er fljótvirkast til
ákvaröanatöku.
Þetta veröur fólk að hafa i
huga þegar núverandi meiri-
hluti er gagnrýndur fyrir að
vera seinn til ákvarðanatöku.
Valkosturinn er seinvirkt lýð-
ræöi eða fljótvirkt flokksræði.
. Fyrir f iesta ætti valið að vera
auövelt.
Vélrænt flokkseinræði
íhaldsins var afnumið
A löngum valdaferli sinum i
Reykjavik hafði Sjálfstæðis-
flokkurinn byggt upp stjórn-
kerfi, sem var i senn virkt og
þjónaöi auk þess hagsmunum
flokksins vel.
Lykilatriði þessa stjórnkerfis
var embætti borgarstjóra, sem
oftast kom f ram sem einvaldur i
borginni.
Borgarstjórar Sjálfstæöis-
flokksins voru allti senn áhrifa-
menn I flokknum, æðstu em-
bættismenn borgarinnar og
oddvitar meirihluta flokksins.
Nær allir embættismenn
borgarinnar voru flokksbundnir
dba yfirlýstir sjálfstæðismenn.
Þegar fldckurinn tók ákvörð-
un um eitthvað þá voru borgar-
fulltrúarnir látnir samþykkja
það og embættismennirnir
framkvæma það, ákaflega
handhægtþar sem alltvar þetta
innan sömu flokksbanda. Innri
gagnrýni var enginn, bilmilli á-
kvörðunarvalda og fram-
kvæmdavalds engin.
Athyglisvert var að borgar-
fulltrúar flokksins greiddu ætið
atkvæði vélræntog alltaf eins og
borgarstjórinn, hver svo sem
skoðun þeirra á málefninu var
og jafnvel stundum þvert á þá
skoðun sem þeir höfðu áður látið
i ljós.
Flokksveldið var algjört.
Þegar núverandi meirihluti
komst til valda var sú ákvöröun
tekin að aðskilja fullkomlega á-
kvöröunarvald og fram-
kvæmdavald.
Akvörðunarvaldiö er að sjálf-
sögðu i höndum kjörinna borg-
arfulltrúa, sem fengið hafa um-
„Það var gæfa þessa meirihluta að fá til starfa i embætti borgarstjóra jafn ágætan og hæfan mann og
Egil Skúla Ingibergsson.”
Gamla reglan um erfðaprinsinn var afnumin og lýöræöi komiö a
Ný bók um 16 íslenska myndlistarmenn
ÍSLENSK LIST
Það gerist ekki á hverj-
um jólum, að við eignumst
nýjar bækur um íslenska
nútímalist. Fyrir um það
bil hálfum öðrum áratug
gaf bókaútgáfan Setberg
út skemmtilega bók, sem
hét Steinar og sterkir litir,
svipmyndir 16 myndlistar-
manna.
Hugvekjur eftir
sr. JónAuðuns
Bókaútgáfan Skuggsjá,
Hafnarfirði, hefur gefið út bókina
Til hærri heima eftir séra Jón
Auðuns. í bókinni eru 42 hugvekj-
ur eftir séra Jón Auöuns, sem
birtust i sunnudagsblöðum
Morgunblaðsins um langt skeið.
Nú hefur Gunnar S. Þorleifsson
og Bókaútgáfan Hildur bætt um
betur og gefiö út nýja bók af svip-
uðum toga: islensk list, sextán
isienskir myndlistarmenn. Titill
bókarinnar mætti reyndar að
ósekju láta minna yfir sér, þvi hér
er ekki um neitt yfirlitsverk yfir
islenska myndlist að ræða, heldur
skrifa hér 12 rithöfundar ritgeröir
eða samtöl um sextán samtima-
menn úr hópi islenskra mynd-
listarmanna. I kaupbæti fylgja
siðan 15 litmyndir og allmargar
svarthvitar myndir af listamönn-
unum og völdum sýnishornum af
verkum þeirra.
Þeir listamenn, sem um er
fjallað i bókinni eru flestir eöa
allir af þvi sem mætti kalla þriðju
kynslóð Islenskra listamanna á
þessari öld. Vigdis Finnbogadótt-
ir ritar formála að bókinni, og er
hann mjög almenns eðlis og stutt-
ur, og liöur bókin fyrir það, aö
ekki skuli inngangsorðum til að
dreifa, þar sem með einhverjum
hætti væri gerð grein fyrir þeim
þætti I myndlistarsögu okkar,
sem þessir 16 listamenn af þriöju
kynslóðinni eru fulltrúar fyrir.
Litmyndirnar i bókinni eru vel
unnar, en stundum orkar val
þeirra tvimælis. Hvers vegna er
teikning Þorbjargar Höskulds-
dóttur af eldf jallinu prentuö I lit á
meðan oliumálverk hennar eru
prentuð i svörtu og hvitu?
Prentun og val svarthvitu
myndanna hefur heldur ekki
ávallt tekist sem skyldi. Hloðu-
mynd Hrings Jóhannessonar
kemur illa út, og sama er aö segja
um teikningar hans, sem eiga þó
annað og betra skiliö.
Af lesmáli bókarinnar haföi ég
mesta ánægju af að lesa ritgerð
Guðbergs Bergssonar um Jón
Gunnar Arnason. Guðbergur
skrifar þar af náinni þekkingu og
djúpum skilningi.
Þaö er annars sjaldgæft að
finna texta, sem kemur að veru-
legu gagni við krufningu á mynd-
list. Flestir höfundar hafa
ÍSLENSK
LIST
M0
<£ v
„ w-
Jj/ 5. J*'1
16 ÍSLENSKIR MYNDLISTARMENN
Bókaútgálan Hildur
reyndar vikið sér undan þessum
vanda og einbeitt sér að þvi að
lýsa persónuleika listamannanna
eöa láta þá tala sjálfa, og er ekki
nema gott eitt um þaö að segja I
sjálfu sér. Fróðlegt er að fá á
prent lista yfir hinn fjölskrúðuga
bókmenntasmekk Alfreðs Flóka
og inn blásin ljóðmælgi
Matthiasar Johannessen i Bréfi til
Braga Asgeirssonar er skemmti-
lega persónulegt andsvar við hin-
um þögla myndheimi, sem bestu
verk hans lýsa. Baldur Óskarsson
gerir samviskusamlega grein
fyrir hinum svifandi frumform-
um Vilhjálms Bergssonar og
Aöalsteinn Ingólfsson skrifar af
þekkingu um glermyndir Leifs
Breiöbjörð og mannamyndir
Gunnars Arnar.
Ef við hins vegar sækjumst eft-
ir dýpri skilningi á innra og ytra
samhengi hlutanna á þessu
timabili i islenskri myndlist, þá
svarar bókin ekki nema fáum ein-
um spurningum af þvi taginu.
Myndlistin vikkar reynsluheim
okkar og islensk myndlist hefur I
raun gert tsland bæöi stærra og
byggilegra en ella. Það má
kannski sjá þetta af þvi að fletta
bókinni tslensk list, en óneitan-
lega heföi bókin notiö betur af
ákveðnari ritstjórn, þar sem
meira samræmis gætti i meðferö
efnisins. Viö veröum liklega aö
setja slika bók á óskalistann fyrir
næstu jól.
Bókin tslensk list er 176
blaðslöur að stærö, I stóru broti og
prentuð á vandaöan pappir.
Ljósmyndir eru eftir Leif Þor-
steinsson, Gunnar S. Þorleifsson
sá um útlit, en Grafik hf. lit-
greindi og prentaði. Bókin kostar
599,00 kr. i bókabúð.
Ást og dagar
Ast og dagar heitir ný skáld-
saga eftir Guðbjö-gu Hermanns-
dóttur sem bókaforlagið Skjald-
borg sendir nú frá sér og gerist
hún á Akureyri og i Kaupmanna-
höfn. Fyrri bækur Guðbjargar
eruAllirþrá að elska, Krókaleiðir
ástarinnar og Viöa liggja leiðir.
UMTOR
BJÖRGUWARFÖT
ÆáHuga?
** Hringdu þá í okkur
í fyrramálið eða næstu morgna
milli kl. 9-12 í síma 91-14340
Við borgum símtalið
Friðrik A.Jónsson hf.
Skipholti 7 • Box 362-121 Reykjavik