Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
mér erspurn
Gísli J. Ástþórsson rithöfundur
svarar Haraldi Ólafssyni dósent:
Er ekki kominn
tími til að gefa út
blað í svipuðum stíl
og Spegillinn var?
Spurning Haralds ólafssonar
var svona: ,,Er ekki kominn timi
til að gefa út blað i svipuðum stii
og Spegillinn var á sinum tima,
þar sem atburðir liðandi stundar
eru teknir til meðferðar á þann
hátt að skoplegu hliðarnar sýni
okkur þá i réttu Ijósí, en blaðið sé
um leið „samviskubit þjóðar-
innar”?”
Svar Gisla:
„Kæri félagi Haraldur,
Þakka tilskrifið svona mátu-
lega: þú sækir þér að segja ekkert
alltof vel að mér. Þvi er samt
fljótsvarað að vissulega trúi ég
þvi að við íslendingar værum
eitthvað skárri til geðheilsunnar
ef við ættum athvarf i riti af þvi
tagi sem þú nefnir i fyrirspurn
þinni, nefnilega spéspegli ein-
hverskonar sem reyndi af bestu
samvisku að vera samviska
þjóðarinnar eins og þú orðar það
og fjallaði þá um menn og mál-
efni án þess að komast niður á
það plan sem hér gengur undir
heitinu „þjóðmálaumræða” þótt
ótrúlegt sé.
Þegar þú nefnir spé og spaug
verður mér vitanlega fyrst hugs-
að til blessaðra pólitikusanna
okkar sumra hverra og hvilikt að-
hald það yrði þeim ef þeir ættu
yfir höfði sér háðið fremur en
hinar hefðbundnu ærumeiðingar
þegar þeir væru aíleitastir. Sumir
stjórnmálamenn ganga fyrir
skömmum. Kallaðu stjórnmála-
mann þessarar tegundar hund og
svin og þú getur alveg eins átt
von á þvi að hann rjúki uppum
hálsinnn á þér holdvotur af þakk-
lætistárum. Hann hlýtur að vera
helvitamikill kall hugsar hann, aö
nokkur skuli nenna að leggja það
á sig að kalla hann þvilikum
ónöfnum. Reyndu á hinn bóginn
að vekja á þvi athygli að um-
ræddur náungi hafi svona álika
mikið vit I kollinum og Æri-Tobbi
i svimakasti, og þú hefur eignast
fjandmann til lifstiðar.
Illu heilli geri ég mér samt
ákaflega litlar vonir um að
„skopblað” sem kafnaði ekki
undirnafni sé i sjónmáli. Ég segi
ekki að við íslendingar séum
snauðari af kimnigáfu en annað
fólk, en við erum svo seinheppnir
að vera að burðast með fram-
hleypna menningarvita svokall-
aða á bakinu sem nær upp til hópa
ætla að húmor sé skilgetið af-
kvæmi heimskunnar liggur mér
við að segja; ég man i fljótu
bragði aðeins eftir einum sem er
bæði skrifandi og játar þar að
auki að hann brosi annað slagið,
og sá fer huldu höfði. í útlandinu
viðast hvar hefur það verið á
allra vitorði öldum saman að þá
geti mönnum einmitt verið mest
alvaran þegar þeir slá á léttustu
strengina. Hér heima þykist sá
mestur „alvörumaðurinn” (og
þar með „ábyrgastur”) sem
lengst getur haldið harðlifis-
svipnum i ræðu og riti.
Við verðum þvi bara að hugga
okkur við molana, félagi Har-
aldur, sem hrjóta til okkar af
spaugilegu gerðinni eins og af til-
viljun: þá uppljómun hversdags-
leikans sem birtist i orðum og at-
höfnum aðskiljanlegra karla og
kvenna —og stundum okkar
sjálfra vel að merkja. Mér var til
dæmis ekki litið skemmt núna
rétt fyrir verkfall þegar þing-
mennirnir okkar gerðu skyndi-
lega (og með þessum venjulega
bægslagangi) þá merkilegu upp-
Gisli J. Ástþórsson
og spyr Jón úr Vör skáld
Hvernig líst
þér á gagn
rýnina eins
og hún er
iðkuð núna?
Ætli ég beini ekki spurning-
um minum til vinar mins Jóns
úr Vör. Hvernig list þér á
gagnrýnina svona almennt séð
eins og hún er iökuð núna i
biöðunum og jafnvel útvarp-
inu? Finnist þér gagnrýnend-
urnir vandaöri og skarpari
pennar en hér fyrr á árum ? Og
Jón úr Vör
siðast en ekki sist: Finnst þér
kannski eins og mér að menn
séu stundum látnir gjalda þess
eða njóta eftir atvikum hvar
þeir standa i póiitikinni þegar
tittnefndir gagnrýnendur
sumir hverjir eru að fjalla um
verk þeirra?
götvun að gjaldskrá tannlækna
hér uppá Fróni væri „rifleg”
skulum við segja. Þetta var
þjóðin sem þingkallarnir þykjast
vera að þjóna auðvitað búin að
vita i nokkra áratugi. Sú spurning
vaknar hvort þessir spekingar fái
aldrei tannpinu, eða taka þing-
menn ekki tennur eins og annað
fólk? í samkvæmi á dögunum
varð mér þaö á að geispa eins og
gengur, og tannlæknirinn við hlið-
ina á mér rétti umsvifalaust fram
höndina og sagði hæversklega:
„Þetta verða tvö þúsund krónur
takk”.
Finnst þér ekki lika eins og mér
að „kröfugöngurnar” sem fólk er
farið að blása til séu af grátbros-
legra taginu? Ég man nefnilega
alvörukröfugöngur sem voru
engir sporttúrar með kaffi á eftir.
Nú má heyra glósur eins og: „Hi
á Halla! Hann hefur aldrei mars
érað með mömmu sinni með
spjald og komist i sjónvarpið
þambandi kók útá miðri Vestur-
götu”.
Svona mætti lengi halda áfram.
Sovétar álpast með kafbát nánast
uppi þurrkvi hjá Svianum, og
þegar þaðspyrstað það hafi verið
kjarnorkufnykur af apparatinu
þá segja þeir eftir dálitið fát og
fum að það hafi liklega stafað af
þvi að einhver um borð hafi
lumað á armbandsúri. (Og étið
þið skit, Sviar. Með friðarkveðju,
Breshnev.)
Það er af nógu að taka, bless-
aður vertu, ef maður hefur sjón
og heyrn. Efniviðurinn i skopritið
sem þig dreymir um liggur i
haugum við bæjardyr okkar. En
eins og ég sagði þykir mér ekki
liklegt að slikt rit eigi eftir að sjá
dagsins ljós á næstunni. Ég á þá
við vandað skoprit en ekki ein-
hvern klámskotinn hávaða og
garg sem stundum er kenndur við
fyndni. Þú veist eins vel og ég að
sæmilegt skop hrista menn ekki
framúr erminni, og þaðan af
siður ef það á að vera broddur i
þvi: beiskur sannleilikur.
Ég hef þá i huga sannleikskorn
af þvi tagi sem Brecht færði i
búninginn eftir átökin i Austur-
Berlin 53 þegar stjórnvöld
kommúnista kvöddu Ut herinn og
lögregluna til þess að berja fólkið
til hlýðni. Þá sáu þeir sem kærðu
sig um að sjá að „stjórn fólksins”
var það raunar ekki nema á
pappirnum, svosem eins og i Pól-
landi um þessar mundir.
Þá var haft eftir Brecht að
stjórnin ætti augljóslega ekki
annars úrkostar en að rjúfa þjóð-
ina og kjósa nýja.
Gangi þér allt i haginn,
Gísli J. Ástþórsson
r i tst jornargrc i n
Virkjunarröð og orkunýting
Það var stór ákvörðun i
virkjanamálum, sem rikis-
stjórnin tók á fundi sinum nú á
föstudaginn. SU ákvörðun hafði
verið vel og vandlega undirbUin
með itarlegum rannsóknum og
viðtæku samráði við fjölda að-
ila.
Þegar lög um raforkuver voru
samþykkt á siðasta degi
Alþingis i vor sem leið var i' 2.
grein þeirra kveðið á um að til-
lögur rikisstjórnarinnar um
framkvæmdir við nýjar vatns-
aflsvirkjanir og virkjunará-
fanga, þar á meðal um fram-
kvæmdaröð, skyldu lagðar fyrir
Alþingi til samþykktar. Þá voru
uppi m iklar deilur um röð virkj-
ana, og fóru margir geyst á
þeim vigvelli.
Af hálfu rikisstjórnarinnar
var þvi þá lýst yfir að stefnt
yrði að þvi að leggja tillögur i
þessum efnum fyrir Alþingi
áður en þessu ári lyki, og
samþykkt rikisstjórnarinnar nú
á föstudaginn tryggir að svo
muni verða.
En hvað felst þá i þessari
stefnumörkun rikisstjórnar-
innar?
1 fyrsta lagi það, að röð hinna
þriggja stóru virkjana sem
undirbúnar hafa verið og risa
eiga næstar á eftir Hrauneyja-
fossvirkjun verði þessi:
Fyrst Blönduvirkjun, sam-
kvæmt virkjunartilhögun I,
enda takistað ná um hana sam-
komulagi við heimamenn. Næst
Fljótsdalsvirkjun og er miðað
við að framkvæmdir við hana
hefjast áður en lokið verði við
Blönduvirkjun. Samhliða
Fljótsdalsvirkjun verði einnig
hafist handa um Sultartanga-
virkjun eftir þvi sem hagkvæm
orkunýting kann að gefa tilefni
til. Á allra næstu árum verður
einnig, .samkvæmt samþykkt
rikisstjórnarinnar, unnið að
orkuöflunarframkvæmdum á
Þjórsár/Tungnaársvæðinu hér
sunnanlands. Talið er að þær
miðlunarframkvæmdir sem þar
eru ráðgeröar geti einar sér
ásamt stiflugerð við Sultar-
tanga aukið núverandi afkasta-
getu raforkukerfisins um allt að
750 GWh á ári, og jafnast þar
með á við heila Blönduvirkjun.
Þessar miðlunarframkvæmdir
með stiflugerð eru tvimælalaust
hagkvæmustu orkufram-
kvæmdirnar sem hér er völ á
nú.
Samkvæmt niðurstöðum itar-
legra rannsókna Orkustofn-
unar, þá er sú virkjanaröð, sem
rikisstjórnin nú hefur samþykkt
hin hagstæðasta hvort sem
miðað ervið hægfara ellegar ör-
ari uppbyggingu orkufreks
iðnaðar i' landinu. Þvi aðeins að
gert sé ráð fyrir alls engum nýj-
um orkufrekum iðnaði fram til
næstu aldamóta yrði að dómi
Orkustofnunar ivið hagstasðara
að ráðast i Sultartangavirkjun á
undan Fljótsdalsvirkjun, en
Blanda fyrst sem endranær.
Það er tillit til hinnar þjóð-
hagslegu hagkvæmni svo og til
öryggis i' landskerfinu, sem
mestu ræður um þá virkjana-
röð, sem rikisstjórnin hefur nú
orðið sammála um að leggja til.
Hér er þó rétt að minna á að
tillaga rikisstjólpnarinnar um
Blönduvirkjun númer eitt er
ekki án fyrirvara. Fyrirvarinn
er aðeinseinn, og hann er sá, að
samkomulag takist við heima-
menn. Á það mun væntanlega
reyna nú alveg á næstunni og
endanleg Urslit málsins að
ráðast í samningum við Norð-
lendinga, i nýrri umfjöllun
innan rikisstjórnarinnar, ef
nauðsynleg reynist, og við með-
ferð málsins á Alþingi á næstu
vikum.
Rikisstjórnin hefur sagt sitt
orð. Nú er það norðanmanna og
Alþingis að taka endanlega af-
stöðu til málsins.
A fundi með fréttamönnum i
gær þar sem Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráðherra
kynnti samþykkt rikisstjórnar-
innar lagði liann áherslu á, að
það væri orkunýtingin, og það
hvaða kostir biðust hagstæðir i
þeim efnum, sem óhjákvæmi-
lega réði mestu umhraða þeirra
virkjanaframkvæmda, sem á-
formaðar eru.
I samþykkt rikisstjórnarinnar
sem gerð var á föstudag segir
um þau efni:
„Ráðist verði i orkufrekan
iðnað með ótvíræðu isiensku
forræði, sem tryggi hagkvæma
nýtingu orku frá ofangreindum
virkjunum. Skal i þvi skyni
hraða hagvkæmniathugunum á
m.a.: — Kisilmálmverksmiðju
á Reyðarfirði, áliðju, stækkun
jár nbl endiv erksm iðjunnar á
Grundartanga, trjákvoðuverk-
smiðju og sjóefnaiðnaði, svo
sem natriumklóratvinnslu og
m agnesiumframleiðslu.”
Hér eru nefnd nokkur verk-
efni, sem ætlunin er að kanna
vandlega hvort hagkvæm kunni
að reynast. Of snemmt er að
fullyrða neitt um það nú, en
niðurstöður þeirra kannana
munu skera úr um hver hraðinn
verður i virkjanaframkvæmd-
unum. Af þessum iðnaðarkost-
um er athugun á hagkvæmni
hugsanlegrar kisilmálmverk-
smiðju á Reyðarfirði lengst á
veg komin og á fréttamanna-
fundinum i gær greindi iðnaðar-
ráðherra frá þvi að væntanlega
yrði hægt að legja það mál fyrir
til ákvörðunar i marsmánuði nú
i vetur.
f samþykkt rikisstjórnarinnar
nú kemur skýrt og afdráttar-
laust fram aðsérhvertfyrirtæki
sem hér kann að risa verður að
lúta „ótviræðu íslensku for-
Kjartan
w
Olafsson
skrifar
ra^i”. Engin erlend fyrirtæki
geta verið á dagskrá. A fretta-
mannafundinum i gær tók Hjör-
leifur Guttormsson fram að I
orðunum „ótvirætt islenskt for-
ræði” fælist ckki aðeins það að
um islenska meirihlutaeign
væri að ræða, heldur lika hitt að
íslendingar hefðu vald á öllum
þáttum i rekstrinum, þar á
meðal hráefnisöflun og
markaðsmálum.
Undirbúningur hinna stóru á-
kvarðana í virkjanamálum,
sem rikisstjórnin nú hefur
tekið, hefur mætt mest á Hjör-
leifi Guttormssyni, iðnaðarráð-
herra þótt margir hafi þar lagt
hönd á plóginn.
Ýmsir hafa legið iðnaðarráð-
herr& á hálsi fyrir seinlæti, en
slikar ásakanir hafa jafnan
verið út I bláinn og með öllu
rakalausar.
Aðeins vönduð vinnubrögð,
eins og þau sem ráðherrann
hefur beitt, gátu leitt til skyn-
samlegrar niðurstöðu. Hjá okk-
ur er meira en nóg komið af
flumbruskap i ákvörðunum sem
kostað liefur þjóðarbúið yfir-
þyrmandi fjárupphæðir.
A fréttamannafundinum i gær
lét Jakob Björnsson, orkumála-
stjóri i Ijós þá skoðun að undir-
búningur þessara stóru ákvarö-
ana i virkjanamálum hafi nú
verið betri en nokkru sinni fyrr.
k.