Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 17
I ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Andrea Jónsdótti skrifar un á þeim áhrifum sem Start hafa greinilega orðið fyrir frá bresku hljómsveitinni Uriah Heep, sem undirrituð byrjaöi aö falla fyrir áriö 1970. Fyrir utan þessi tengsl viö for- tiöina eru Startarar góöir hljóð- færaleikarar, sérstaklega gefur Jón Ólafsson góöa kjölfestu með bassanum. Þá er þaö plús íyrir hljómsveitina hversu ólikir söngvarar þeir Pétur Kristjáns og Eirikur Hauksson eru, en þeir eru góðir hvor á sina visu. En hálfheyrist mér þeim vorkunn aö syngja suma textana á þessari plötu,,,... en hún snýst nú samt”, og þá helst Pétri aö fara meö texta Kristjáns Hreinsmögurs, Lifiö og tilveran. Hvaö sem fólki finnst um ein- stakar músikstefnur, nú á þess- um siðustu timum pönks, ný- bylgju og „fútúrisma”, held ég aö viö megum vera ánægö meö aö eiga fulltrúa á svo mörgum svið- um popps og raunber vitni. Þó að islensku textarnir séu oft vondir sporna þessar islensku plötur þó gegn þvi aö fólk liggi marflatt fyrir öllu frá útlandinu. Og þótt kötturinn hér á bæ hafi lagt Start og amerisku sveitina Journey aö jöfnu með þvi aö ieggjast á plötu- albúmþeirra og naga til óbóta, þá tek ég einlægni Startara framyfir tilfinningasnauöa framleiöslu Journeymanna, sem fjarlægjast með hverjum græddum dollara startpunktinn — gamla góöa rokkiö. Þessi fyrsta breiðskifa Starts er engin timamótaplata,.... en hún snýst nú samt þó nokkuö á fónin- um hjá mér (i svefnherberginu). En þiö hljótiö þó aö ætla ykkur lengra fyrst þiö eruö lagöir af stað, strákar... A Jón Viðar Sigurðsson skrifar p.p. Þá erfyrsta breiðskif a Purrks Pillnikks, Ekki enn, komin út. Ekki er hægt að segja annað en þeir sveinar standi fyllilega undir öllu þvi' sem þeir gáfu fyr- irheitum á Tilf, þ.e. litlu plötu þeirra félaga. Ekki enner tónlistarlega rök- rétt framhald af Tilf og ætti þvi ekki að standa þversum i nein- um. Þaö er helst „Faöerland” sem stingur i stúfa, og gefur ef- tilvill visbendingu um hvert tón- listhljómsveitarinnar er að þró- ast. H1 jóðfæ raleikur og „sound” er mjög gott. Sérstaklega er „soundið” gott. Sem hljóöfæra- leikurum hefur þeim félögum farið mikiö fram. Þaö er kannski engin ástæða aö hrósa einum sérstaklega, en ég get ekki stillt mig um að benda á trommuleik Asgeirs og hlustið á „soundiö” á trommunum, frá- bært. Textar hl jómsveitarinnar eru, Ukt og tónlistin, mjög til- finningarikir og næmir, og á köflum jaðra þeir viö aö vera barnalegir: „Stundum geri óg eitthvað/ sem ég sé strax eftir/ ég verð grimmur/ djöfullega vondur/ ég stifna allur/ ég hvitna allur/ af vonsku og reiði/ ég verö grimmur/ ...” Ekki enner tvimælalaust ein af bestu plötum þessa árs og un- aðslegt til þess aö vita hve vel hefur ræst úr öllum þeim vonum sem bundnar voru við Mí*jóm- sveitina. — JVS Euve látinn Siöastliðið fimmtudagskvöld lést i Amsterdam Max Euwe fyrrum heimsmeistari i skák og forseti FIDE á árunum 1970-’78. Hann var áttræður er hann lést. Euwe varð heimsmeistari i skák þegar hann sigraöi Alexand- er Aljekin i einvigi um heims- meistaratitilinn sem haldiö var i Hollandi áriö 1935. Tveim árum siöar tefldi hann aftur um titilinn við Aljékin en tapaöi. Auk þess aö vera frábær skákmaður lét Euwe mikið til sin taka á öðrum sviöum. Hann var stæröfræöingur og haföi doktorsnafnbót I þeirri grein. Bækur hans tengdar skák- listinni eru ótölulegar aö fjölda. Euwe haföi um alllangt skeiö átt Max Euwe. Myndin var tekin á meðan einvigi Fischers og Spasski stóð. við hjartakvilla aö striöa og gekkst ekki alls fyrir löngu undir uppskurð af þeim sökum. Borgarspítalinn ^ Sériræðingur Staða sérfræðings i bæklunarlækningum i Borgarspitalanum, slysa- og sjúkravakt, er laus til umsóknar. Væntanlegir umsækjendur skulu gera grein fyrir læknisstörfum þeim er þeir hafa unnið, visindavinnu og ritstörfum. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf skulu sendar stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar fyrir 10. janúar 1982. Reykjavik, 27. nóvember 1981. BORGARSPÍTALINN VERÐTRYGGÐUR SKATTFRIALS SPARNAÐUR FYRIR UNGT FÓLK Vísitölutiyggingin er reiknuð út mánaðarlega og hœkkunin ■ lögð við innstœðuna í byrjun nœsta mánaðar á eftir. b Skyldusparnaðaríé er skattírjálst með öllu. 8 Vextir nema 2% á ári. A þessum kj örum hœkkuðu t.d. kr. 3.930.- í kr. 5.932,- írá júlímánuði 1980 til sama tíma 1981. Hœkkun: 50,94%, Skyldusparnaður í Byggingasjóði ríkisins er ein hagstœðasta ávöxtun spariíjár sem ungt fólk á kost á nú, Því skal það hvatt til að: 1. Takaekki út inneign sína, þótt réttur til þess sé fyrir hendi, nema brýn nauðsyn kreíji. 2. Þetta eru hyggindi sem í hag koma, því: Skyldusparnaður nú getur gert íbúðarkaup möguleg síðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.