Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.— 20. desember 1981 afjólapistli Það er stórt og mikið lausnarorð „frelsi" og geta þeir víst trúast um talað, sem búa við hvað mest ófrelsið þessa dagana. Þó að vísu sé erf itt að mæla f relsið í eining- um, til dæmis lengd þess breidd eða þyngd, er það álit margra, að sumar þjóðir búi við meira frelsi en aðrar, þó það sé öngvan veginn víst og verði aldrei sannað tölfræðilega. Einhverjir eru þeir, sem halda þvi ef til vill fram þessa dagana, að frelsinu séu nú ein- hverjar skorður settar einhvers staðar um stundarsakir „til að koma þjóðmálum í lag aftur" eins og það er orðað. Já,víða í heimin- um kváðu á frelsinu vera einhverjar hömlur, hvað sem nú til er í því. íslendingar hafa lengi búið við hið mesta ófrelsi og það svo, að við hinir yngri frjáls- hyggjumenn munum ekki öllu lengur una við ríkjandi ástand. Við— útverðir frelsisins í landinu — höfum nú kvatt okkur hljóðs með þeim hætti að hér eftir verður horft og hlustað. Við unum ekki lengur þeirri skerðingu á athafnafrelsinu, sem við höf um þurft að búa við hingað til. Við heimtum frjálsar ástir, frjálsa verslun, frjálst framtak, frjálsa hugsun og frjálsa að- ferð í hvivetna. En umf ram allt frjálst útvarp og frjálst sjónvarp. Hér er við ramman reip að draga. Aftur- haldið í landinu vill drepa alla hluti í dróma og gömlu höftin eiga að vera allsráðandi. Sjálfs- bjargarviðleitni einstaklingsins er kæfð í fæð- ingu, eða jafnvel áður en hún kemur undir. En bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, og nú eygir þjóðin möguleika á því að kúgun- inni verði aflétt. öll líkindi eru til þess að út- um frelsið varps- og sjónvarpsrekstur verði gef inn frjáls og þá verður nú gaman að lifa í landinu. Talsmenn f rjáls útvarps hafa verið ólatir að kynna þjóðinni hvernig þeir hugsa sér að „frjáls útvarpsstöð" eigi að vera. „Frjálst útvarp á að vera fyrir „fólkið", eins og fólkið vill hafa það" sagði einn tals- maður útvarpsfrelsisins í sjónvarpinu á dög- unum. „Eitthvað létt". Á morgnana mundi útvarpið byrja með léttum lögum og tilkynn- ingum um bílslys, hálku og hitastig. Eitthvað létt og skemmtilegt. Eitthvað fyrir „fólkið", rokk, popp, diskó, pönk fyrir yngra fólkið, dægurlög fyrir miðaidra og harmonikkumúsík fyrir þá elstu. Þetta mætti svo krydda með lif- legum auglýsingum frá hinu opinbera, um lögtök og eignaupptöku, lokun fyrir síma og rafmagn og dráttarvexti, Svona smellnar auglýsingar í léttum dúr fyrir „fólkið". Eftir að fólk er svo komið úr vinnu má hafa létta gamanþætti, sem hlustendur semja og flytja sjálfir, svona eitthvað í léttari dúr, eitthvað sem „fólkið" vill. Svo verður þetta blandað auglýsingum um Kentökkí-kjúklinga, túrbindi og gjöf ina hennar til hans, en allt verður þetta svo kryddað léttum tilkynningum um seinkun strætisvagna og lokunartíma í sjoppugötum. Óg svo náttúrlega truf lanir, því — eins og menntamálaráðherra landsins sagði í sjón- varpinu á dögunum:. „Það er svo lítið pláss fyrir útvarpsstöðvar á öldum Ijósvakans". Og ekki er það minna tilhlökkunaref ni að f á frjálsa vídeóþjónustu inná hvert íslenskt heimili. Ég er með þessu ekki að segja að vídeóþjónustu íslenska sjónvarpsins sé eitt- hvað ábótavant. Tveir þriðju hlutar af öllu sjónvarpsefni íslenska sjónvarpsins er afspil- un af vídeóböndum, sem fengin eru frá út- löndum og stöðin því tæplega íslensk, allavega ekki nema að einum þriðja. Ég veit satt að segja ekki hvers vegna við vorum að hætta að horfa á kanann. Islenskt sjónvarp hefur satt að segja tæplega enn litið dagsins Ijós. Nú hafa stjórnvöld lýst því yfir að ekki standi til að auka íslenska dagskrárgerð og þess vegna kemur íslenska sjónvarpið guðs blessunarlega til með að vera áfram ein af vídeóþjónustum landsmanna. En það eru f leiri vídeóbönd, sem eiga erindi til fólksins í landinu en einmitt þau sem ís- lenska sjónvarpið hefur á boðstólurrv og nú kref jumst við „f ólkið í landinu" þess að videó- ið verði gefið frjálst, einsog ástin, verslunin7 framtakið, hugsunin og aðferðin. Um bænadagana geta svo þeir sem bera gæfu til að hafa höndlað hið „frjálsa" videó slökkt á jólasöngli og bænastagli íslenska sjónvarpsins og notið vídeóþjónustunnar. í staðinn fyrir jólaguðspjallið kemur „Kynóði sýrumorðinginn" og „Blóðbaðið á djöfla- eyju". Og þegar byrjað verður að kyrja ,,( Betlehem er barn oss fætt", má bregða á skjá- inn léttum f ræðslumyndum eins og „Oní kok", „Ástir aftanf rá" og „Með klofbragð í kjaftin- um". Léttir klámarar hafa ótvírætt fræðslu- gildi fyrir „þá yngstu", og á fæðingarhátið frelsarans mega íslensk börn vel draga þá ályktun að betra sé að vera eingetinn heldur en að koma undir með þeim hætti sem við- hafður er í hinum frjálslegu klámathöfnum hinnar frjálsu íslensku vídeóþjónustu. Og um leið og ég býð gleðileg jól langar mig til að rif ja upp símasamtal, sem ég varð vitni að einhvern tímann rétt f yrir jólin. Kaupmað- ur ræddi við viðskiptavin í símanum: „Já frú. Þér fenguð dýrin í gær. Vitringana leysi ég út í dag, en Jesúbarnið er enn i tollin- um". Já, á ekki gamli jólasálmurinn undur vel við enn þann dag í dag: í Betlehem er barn oss fætt barn oss fætt svo kaupmenn á þvi geti grætt haielúja halelúja. sHraargatiö Veitingahúsið Broadway helur veriö tölu- vert milli tanna á fólki að und- anförnu og hefur fólk m.a. velt þvi fyrir sér hvaöan Ólafi Lauf- dal veitingamanni komi fé til slikra framkvæmda. Skráar- gatið hefur hlerað aö knatt- spyrnusnillingurinn Ásgeir Sig- urvinsson standi að einhverju leyti að baki ólafi og fjármagni ' veitingahúsið en hann er einn af hæstlaunuðu knattspyrnumönn- um Evrópu. Milligöngumaður mun vera Albert Guömundsson enda var hann heiðursgestur við opnun hússins. Þá vakti það einnig athygli að starfsfólki Búnaðarbankans var boöið að vera við opnunina en bankinn mun hafa lánað drjúgt fé i Broadway. Gatnamálastjóri var einnig meðal heiöursgesta i opnunargillinu i Broadway enda hefur hann aö sögn ekki verið spar á fyrirgreiðslu borgarinn- ar til veitingahússins. Þannig brugðu vinnuflokkar borgarinn- ar hart við og gengu i hvelli frá viðfeðmum bilastæðum svo gestir kæmust að og bjuggu um leiö til innkeyrslu frá Reykja- nesbraut sem umferðaryfirvöld hafa aldrei samþykkt. Þykir ibtium i „Húsinu á Sléttunni” þetta með eindæmum þvi ein fimm ár eru siöan þeir greiddu sin gatnagerðargjöld. Á þeím tima hafa þeir ekki getað fengið fram neinar úrbætur i að- keyrslu- og bilastæðavandamál- um sinum! Broadway og Húsið á Sléttunni: Það er ekki sama Jón og séra Jón! Rekstur Fæðingarheimilisins gengur æ verr og á fyrstu niu mánuöum ársins voru legudagar 2.129 færri en á sama tima i fyrra. Hallinn á þessu ári er talinn verða 2,5 miljónir og i fjárhags- áætlun borgarinnar er gert ráð fyrir 3,5 miljón króna halla á næsta ári. Hefur sparnaðar- nefnd lagt til að borgarstjórn endurskoði ákvöröun sina um óbreyttan rekstur heimilisins. Tannlæknar lepja ekki dauðann úr skel frek- ar en fyrri daginn. Er gert ráð fyrir að kostnaður vegna skóla- tannlækninga i Reykjavik verði á næsta ári 25,5 miljónir króna, þar af 9,3 miljónir i laun til skólatannlækna. Þeir eru 28 talsins og jafngildir vinna þeirra 19 stöðugildum. Tann- læknarnir vinna samkvæmt ákvæðisvinnutaxta sem borgin ræður engu um og eru árslaun fyrir eitt stykki 47 gamlar mil- jónir! eöa 470 þúsund. Borgin leggur þeim til tæki og tæplega 30 aðstoðarstúlkur i fullu starfi en árslaun hverrar þeirra verða 6,7 miljónir á næsta ári, einn sjöundi hluti af launum tann- læknanna! Tannlækningar skólabarna á einkastofum úti i bæ kosta á næsta ári einn mil- jarð gamalla króna eða 10 þús- und nýkrónur. Þeir eru bjartsýnir hjá Bæjarútgerð Reykjavikur þó önnur útgerðar- fyrirtæki kveini og kvarti. Þrátt fyrir mikla fjölgun i fiskiskipa- stólnum og siauknar veiðitak- markanir gerir BÚR ráð fyrir verulegri aflaaukningu á næsta ári. Áætlunin fyrir 1981 stóöst ekki, aflinn verður um 27 þús- und tonn i stað þeirra 29 þús- unda sem áætluð voru. En á næsta ári verður bætt um betur og ætla þeir BÚR menn að draga 31.700 tonn á land það ár- íð. Djúpsprengjur eru nú viða á sveimi i borgar- kerfinu og er aldrei að vita hve- nær þær koma upp á yfirborðið. Niðurskurður sparnaðarnefnd- ar á rekstri ýmissa stofnana hefur komið mjög misjafnt nið- ur og þykir þeim Sjöfn Sigur- björnsdóttur og Oddu Báru Sig- fúsdóttur illa að sér vegið i œskulýðs- og heilbrigðismálun- um. Munu þær ætla sér að fá fram leiðréttingu sinna mála milli umræðna um fjárhags- áætlun. Sem dæmi um niður- skurðinn má nefna að hönnun- arfé fyrir nýja æskulýðsmiðstöð i Breiðholti er i núverandi áætl- un núll. Sama gildir um æsku- lýðsstarf fyrir 10 - 12 ára börn sem var eitt af þvi fyrsta sem núverandi meirihluti bryddaði upp á eftir að hann tók við. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum tækjakaupum til Borgarspital- ans á næsta ári, ekki einu sinni krónu i tilraunaglös og fjárveit- ing til kerfisbreytingar i heilsu- gæslu utan sjúkrahúsa var einn- ig skorin við trog. Ef það fæst ekki leiðrétt verða Reykviking- aráfram að sitja uppi með úreit númerakerfi heimilislæknanna og uppbyggingu heilsugæslu- stöðva verður hætt. Viðtökur sem nýja siðdegisblaðið, Dag- blaðið & Visir, hefur fengið munu hafa verið dræmri en að- standendur þess höfðu gert sér vonir um. Þannig mun sala blaðsins i lausasölu ekki vera nema rétt helmingur af saman- lagðri sölu Dagblaðsins og Visis áður. Kæra úlfars Þormóðssonar og Guð- jóns Friörikssonar á hendur fri- múrarareglunni fyrir meint áfengislagabrot hefur nú fengið sina meðferð hjá lögregluyfir- völdum og kom ekkert fram i rannsókninni sem benti til þess að þessi áburður hefði við rök að styðjast eftir þvi sem William Möller aöalfulltrúi logreglu- stjóra sagði i samtali við blaða- mann Þjóðviljans. Hann var spurður að þvi hvort gerð hefði verið húsrannsókn i' Frimúrara- höllinni eða einhverjir frimúr- arar yfirheyrðir og sagði hann svo ekki vera. Hitt er annað mál að lögreglunni hlýtur að vera fullkunnugt um vinveitingar i frimúrarahöllinni; hún blasir við höfuðstöðvum lögreglunnar i Reykjavik rétt eins og spilavit- ið I húsinu á móti lögreglustöð- inni við Hverfisgötu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.