Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 13
* v - ■ j v Eg er léttust... búin 800 W moíor og 12 litra rykpoka (Made inUSA) Akraneskaupstaður Jólasveinar — jólatré Laugardaginn 19. des. kl. 15 verður kveikt á jólatré á Akratorgi. Jólatréð er gjöf frá vinabæ Akraness, Tönder á Jótlandi. Þor- valdur Þorvaldsson formaður Norræna félagsins á Akranesi mun afhenda tréð fyrir hönd gefenda. Lúðrasveit tónlistarskólans leikur undir og stjórn Andrésar Helgasonar. Siðan hefst dagskrá i umsjón æskulýðsnefndar og Sskagaleikflokksins og jólasveinar eru væntanlegir i heimsókn. HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun, vegna þess hve fullkomlega einföld hun er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 litra. já 12 lítra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún líöur um gólfið á loftpúöa alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig, svo létt er hún. eftir Úlfar Þormóðsson Grein eftir bandarískan laxveiði- mann í National Geographic: Dýrðaróður tií íslands í nóvemberhefti hins virta bandariska tímarits National Geographic er grein um laxastofninn í Atlantshafi og hrun hans vegna mengunar víöa um lönd. Höfundur greinar- innar er laxveiðimaðurinn Art Lee og segir hann að eitt land sé þó undan- tekning í þessum efnum og það sé ísland, sem sé til mikillar fyrirmyndar í verndunarmálum. Talsverður hluti greinarinnar fjallar um laxveiöiár i Bandarikj- unum. Þar hefur t.d. i Penobsat- fljótínu i rikinu Maine veriö reynt að koma laxinum til með friðunaraðgerðum allt frá árinu 1948 og loksins núna er árangur að koma i ljós. Laxinn var svo til útdauður i þessu fljóti fyrir 20 árum enda sögðu visindamenn að það væri útilokað að hann gæti lifað mengunina undan ströndum Maine af. Undanfarin misseri hefur fljótið skyndilega fyllst af fiski ibúum við fljótið til mikillar undrunar. Sunnar i Bandarikjunum er Connecticutfljót, sem fyrir 200 árum var mesta laxveiðiá i N-Ameriku. Arið 1979 gengu 58 laxar upp i fljótið og liffræðingar og umhverfisverndarmenn stukku hæð sina i loft upp af hrifn- ingu. Af þessum fiskum hrygndu 34 og fiskræktarmenn fengu upp i hendurnar 125 þúsund ekta egg úr Connecticutlaxi. t lok júli 1981 höföu veiðst 515 laxar i fljótinu. Lax i þessum miklu iðnaðar- og mengunarfljótum er slikt nýnæmi fyrir ibúana i kring að þeir kunna sér ekki læti. Veiðar eru enn stranglega bannaðar nema af visindamönnum, en á einni viku i sumar komst upp um stórfelldan veiðiþjófnað i hliðarfljóti Penobs- cot i Maine. Hart var tekið á þessu og voru 44 menn teknir höndum og 28 sektaðir. Grein Art Lees er lika áróður gegn laxveiðum i net, bæði i sjó og vötnum. Þar koma t.d. fram áhyggjur yfir þvi að fiskimenn við Nýfundnaland veiði um 600 þúsund laxa á ári. Lok greinarinnar fjalla um Island og er þar m.a. lýsing á veiðiferð i Laxá i Laxárdal og koma þar við sögu feðgarnir Baldur Kristjánsson og Kristján Benediktsson sem buðu Lee einn veiðidag i ánni. Segja má að þessi skrif séu einn dýrðaróður til Is- lendinga fyrir að leyfa aðeins tak- markaðar netaveiðar og engar laxveiðar i sjó, fyrir það hvernig þeir matbúa laxinn og láta dauð- hreinsa flugur og öngla sem koma inn i landið til varnar gegn sjúk- dómum sem t.d. hafa herjað lax- veiðiár i Bretlandi undanfarin ár. — GFr endursagði. Fyrra bindið þegar uppselt og nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér síðasta bindið því — önnur útgáfa er ekki væntanleg Fæst í flestum bókaverslunum m, HOOVER er heimilishjálp m® SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 L9TOFRA- DISKURINN Ryksugan sem svífur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.