Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — Þ.JÓÐVILJINN Helgin 19.— 20. desember 1981 Thor Vilhjálmsson skrifar Auschwitz Hugur í fjötrum Einn kostur á Nóbelsverð- launum er aö vekja athygli á höf- undum sem okkur er hollt að kynnast. Ég nefndi um daginn pólska skáldið Czestlaw Milosz til dæmis þegarég hafði orð á þessu. Hann fékk þessi verðlaun i hitteð- fyrra fyrir ljóðaskáldskap sinn. Ég geymi mér enn i bili að tala um hann sem ljóðskáld. Hann skrifaði bók árið 1953 sem nefnist i enskri þýðingu The Captive Mind. Hugur i fjötrum.um vanda hins hugsandi manns sem laðast að draumnum um sósialisma en rekst á kerfið og þjóna þess sem svikurmanneskjurnar undir yfir- skini þess að verið sé að fram- kvæma sósialisma. Og bendir á hættur þess að velviljaðir og skyn- samir menn sem lögðu upp með fagra drauma um gott mannlif villist i baráttunni fyrir að búa i haginn fyrir það, festist i ýmsum læðingi vaxandi kerfis með skrif- ræðinu. Og dagar uppi eða verða úti með góðu meiningarnar gjald- þrota, hrökkva kannski upp við vondan draum með tóm þar sem 55% rétt fyrirsér þá erþaðalveg ágætt og þýðir ekkert að pnitta. Og ef einhver er 60% réttur i þvi þáerþað dásamlegt, það ermikið lán, hann ætti að lofa guð. En hvað verður sagt um þann sem hefur 75% rétt fyrir sér? Þeir vitru segja að það sé tortryggi- legt. Nú, og hvaö um þann sem er 100% réttur? Sá sem segist hafa 100% rétt fyrir sér, hann er ofstækismaður, dólgur, og hin versta tegund af þorpara. Sögur úr helvíti 1 bók sinni nefnir Milosz dæmi fjögurra rithöfunda kunningja sinna og vina sem allir fóru sér með nokkrum hætti að voða eða villtust, og urðu fórnarlömb i kerfinu, gjaldþrota sem lista- menn, og nefnir þá eftir bók- stöfum Ur gri'ska stafrófinu: Alfa BetaGamma Delta (i' þessari röð hjáMilosz). Ég hef áður i þessum þáttum haftorðá þvi að ég þykist merkja hverjar séu fyrirmyndir tveggja þeirra. Um daginn rakst ég á bók þýdda á ensku sem leiddi tii þess að ég fann þann þriðja, þann sem Milosz kallar Beta,- og var æskufélagi Milosz. Hann kynntisthonum tvitugu skáldi þar sem meinlegt háð feimni og sjálfsálittókust á i ólgandi geði og HELGARSYRPA hugsjónin bjó, og kal i sálinni. Og kreddur komnar i' staðinn fyrir kröfuna um sispyrjandi framsókn sem allt byggist á. Fangelsi fyrir frelsið. Maður eins og Milosz talar úr flokki hinna heiðarlegu og gáfuðu hugsjónamanna sem vildu rétt- læti i veröldinni og gátu ekki kyngt þvi að i þess stað risi upp rangsleitni i nýrri mynd og ójöfnuðurinn; i framkvæmdinni fælust svik og tál. Milosz var i hópi ungu skáld- anna sem beztu lofuðu um fram- tiö pólskra bókmennta eftir stríð- ið þar sem margir gáfaðir menn höfðu týnzt fyrir vopnum, i fanga- búðum eða af skorti; og það sem eftir lifði þjóðarinnar hjarði eftir ómennskar raunir. Fimm ár her- námsnazistanna hafði hann lifað; sem markvisst ætluðu aö gera Pólverja að skepnum og þrælka þá samkvæmt fagnaðarerindi fólskunnar: Mein Kampf, þessu illa skrifaða andstyggöarriti djöfulóðrar lágkúru. Og það er ekki hægt að leiða hjá sér það sem slikur maður sem Milosz segir og byggir á sinum forsendum úr beizkum reynsluskóla. Um sinn starfaði Milosz viö sendiráö Pólverja erlendis, bæði i Bandaríkjunum og Frakklandi, og var árið 1951 menningarfull- trúi sendiráðsins i Paris. Þá var farið að berja með hörku i gegn sósialrealismann i Póllandi. Honum var nóg boðið, og fór sár- nauðugur i utlegð. Hugur i fjötrum kom út' 1953. Þessi bók varð á vegi minum snemma i fyrravetur, og virtist mér tima- bær hugvekja ennþá til að varast þær meinsemdir sem afskræma löngum framkvæmd sósialisma. En gagnrýni Milosz beinist gegn þeim öfgum á báða bóga sem snúast gegn manneskjunni og ógna henni, skarpskyggn efa- hyggja hans ristir þaö djúpt að ég hef ekki orðið var við að glaðgopalegir frjálshyggju- spjátrungar hafi talið sér akk i þvi að hampa mjög erindum Mil- osz,— enda hættvið þyiað mörgu i þeirra eigin tildri yrði þá hætt; og betra að iðka Gol.lvwoggles cakewalk sem er eins konar mjaðmaveltudans leikbrúða meö útmetnum rassaköstum í kjölfar piparans frá Wall Street Milton Friedman. Bók Milosz hefst á tilvitnun i gamlan gyðingfrá Galiciu i Pól- landi: Þegar einhver hefur heiðarlega Czestlav Milosz Arni Kristjánsson ofnæmu: Tadeusz Borowski. En hann lentií fangabúðum nazista i Auschwitz, og lýsir dvöl sinni i helviti i smásögum i þessu litla kveri sem nefnist: Þessa leið i gasiö, herrar minir og fnír. Jan Kott kallar þessar sögur meistaraverk ekki bara pólskra bókmennta heldur heimsbók- menntanna, og segir að þessi bók sé einhver grimmilegasti vitnis- burður um hvað menn gerðu öðrum mönnum, og hlifðarlaus úrskurður um að það séu engin takmörk fyrir þvi sem hægt sé að gera mannlegri veru. Þetta er svo voðaleg lesningað ég verð að játa að mig skorti þrek til að iesa nema stutt i senn. D jöfulmennsk- an varsvo gegnumfærð og róttæk hjá hugmyndasmiðunum nazísku ogarkitektum kvalarstaðarins að þeir náðu jafnvel að gera fórnar- lömbin með hætti samsek sér;þvi til þessað skrimta gerðust pislar- vottarnir eins konar meðhjálpar- ar böðlanna og niddust i eymd sinni á þjáningarbræðrum sinum . Þeim var skipulega og hnitmiðað samkvæmt áætlun þrýst niður á hið lægsta stig mannlegrar niður- lægingar og vesældar. Þar er engin von. Þeir sem lifa.segir Borowski; hafa alltaf rétt fyrir sér, hinir dauðu hafa alltaf rangt fyrir sér. Franski höfundurinn Jean Cayrol var líka í fangabúðum nazista, skrifaði um reynzlu sina og hinna bókina: L’homme Lazaréen, Lasarusarmennið. Um það hvernig maður verður eftir að hafa lifað i viti. Hvernig allt yrði siðan markað af þvi; litir tónar og ilmur æ dauft síðan, allt skuggatilvera;og Hkt þvisem allt væri skynjað i gegnum gler; að vera i hjúp sem likt og ylli þvi að ekkert snerti mann fyllilega siðan, tilfinningarnar væru slegn- ar doða af of mikilli þjáningu, ofgnótt sársauka; þó maður héldi áfram að lifa.einhvers konar lífi. Hér verður ekki reynt að rekja sögu Borowski heldur visaö til þáttar Milosz af þessum æskuvini sinum. Borowski lifði fangabúð- irnar af, komst úr vftiog gat sagt frá. Jan Kott segir að hann hafi verið stærsta von pólskra bók- mennta i kynslóð jafnaldra sem striðið hafði svo mjög kurlað. Hann varlika.segir Kott: stærsta von Kommúnistaflokksins, bæði sem spámaður hans og rann- sóknardómari; mörg ár liðu áður en mörgum okkar varð ljóst að hann var lika fórnarlamb hans. Það kom nefnilega að því að hann gerðist pólitiskur áróðurs- höfundursem hamaöist æ meir að senda frá sér flokkshollar dægur- flugurunz kom að þvi að hann gat ekki lengur haldiö áfram að látast. Kannski var honum ólift eftir þjáningarnar i helviti, og framdi sjálfsmorð 1951, innan við þrftugt. En hann var 24 ára þegar hann skrifaði sogur sfnar úr fangabúðunum. Jan Kott likir sjálfsmorði hans við áfallið þegar Majakovski gafst upp á þvi að lifa, tuttugu og einu ári áður. Borowski heitir Beta i bókinni eftir Milosz. Skilaboð frá Laufeyju Ljúft var að vera á tónleikunum hjá kammermúsfkklúbbnum að Kjarvalsstöðum fyrir nokkru og hlusta á trió úr þrem kynslóðum flytja tónlistina eftir Beethoven og Schubert: þau Laufeyju Sigurðardóttur, Gunnar Kvaran og Arna Kristjánsson. Það mun vera hálf öld á milli elzta flytj- andans og þess yngsta þótt ótrú- legt virðist,og mikilstund að upp- lifa samstillinguna undir örlátri forystu Áma þar sem allir nutu bæði aldurs og æsku i óskaleiði. Að visu varsalurinn ekki með öllu hallkvæmur þeim sem ekki sátu framarlega þar sem uppstillt var á langinn i staðþess að tónlistar- fólkið sæti miðsvæðis. Um þessa ánægjulegu hljómleika verður ekki fjallað frekar; en bara þakk- að kært. Þetta eru fyrst og fremst skila- boð. Þvi þegar ég hitti tónlistar- fólkið eftir tónleikana i góðu húsi sagði unga stúlkan i ljóma ævin- týrsins við mig án málalenginga : Viltu skrifa að það vanti tón- listarhöll. Að sjálfsögðu vil ég ekki draga hana lengur á þessu. Nú stendur vist til að byggja skautahöll i borginni, og skalég sizt amast við þvi. Ef ekki er hægt að sameina þetta tvennt með nútimatækni leyfi ég mér að stinga upp á þvi þótthættsé við stórmæli og refsi- aögerðum frá iþróttahrey fingunni og stjórnmálamönnum að tón- listarhöllin verði látin sitja fyrir, og drottni allsherjar treyst á meðan til að frysta mátulega oft vötn tjarnir og voga.eða gera skautafært um stræti borgar- innar; ellegar megi notast við hjólaskauta i daglegri umferð. Hér með kem ég skilaboðunum á framfæri: Það vantar tónlistarhöll. Líf á Kjarvalsstöðum Það ergaman að vita hve mikið lif er á Kjarvalsstöðum undir röggsamri stjórn framkvæmda- stjórans Þóru Kristjánsdóttur sem hefur tekizt að hleypa lifi i starfsemina. Stundum er fjör og sumar- stemmur þarna þegar kyn- slóðirnar safnast saman,og fylla sali og ganga þótt vetur sé úti. Hinsvegar er ótækt að foreldrar hafa ekki hemil á börnum sinum einsog vill við brenna, og listsýn- ingarsalirnir verða ærslafullir leikvellir með eltingarleikjum hrópum og látum, og myndir jafnvel skemmdar eins og dæmin sanna. Nú er ég alls ekki að kenna blessuðum litlu börnunum um myndbrotin, þar gætu verið stjórnmálamenn úr sandspyrnu- sveit á ferð og videófrömuðir að reyna að tryggja sér kjörfylgi með þvi að spilla fyrir lista- verkum. Magnúsarmissir Magnús K jartansson átti margt sem helzt má prýða stjórnmála- foringja: heita réttlætisþrá, hug- sjónir með vitsmunum, vopnfimi iræöu og riti, ratvisi á rök, hraða hugsun samfara ihygli og yfir- vegun. Hann var hógvær og hlýr maður i umgengni, yfirlætislaus og nægjusamur, hófsamur i hægindakröfum fyrir sjálfan sigr hann leitaði sér hugsvölunar i máli og myndum og tónum* — sjálíur málhagur ágætlega. Hann lét sér annt um að islenzkri tungu væri ekki spillt af slóðaskap hyskni og leti.það bera skrif hans meö sér, og vitna þar um enda opinberuð bréf sem gengu milli hans og Halldórs Laxness um sitthvað sem laut að þvi. Af þvi átti Magnús nóg sem sizt má skorta, mannúð og ást á lifinu. Og kimnigáfa hans var næm og alvörugefin þar sem átti við, eins og tftt er um sanna húmorgáfu. Hlátur hans var ferskur og viðkunnanlegur en mér fannst hann ekki smitandi þvi mér virtist þar dyljast feimni sem vildi neita sjálfri sér. Bros hans var hlýtt og bjó ekki sizt i augunum. Mig grunar að Magnús hafi verið undir niðri feiminn og draumlyndur, en mannúð hans og hugsjónir ýtt honum fram. Magnús Kjartansson Magnús Kjartansson var vopn- fimastur allra islenzkra blaða- manna, meðan hann starfaði viö Þjóðviljann. Þegar hann var kvaddur frá blaðamennsku að öðrum störfum varð hann brátt ómissandi þar lika, sem þing- maður, ráðherra og flokksleið- togi. En stærstur var hann þegar hann barðist óbugaður við ban- vænan sjúkdóm, bjartur og heill.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.