Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 26
,**• iwSVti — YV h J/V«V<)W íVfet -t9<iin*c&t} i'i—a'\ niSiHH' 26 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN ! Helgin 19 — 20. desember 1981 Fréttafalsanir Morgunblaðsins á þingi: Framkvæmdir á áætluðum tíma Byrjað á Sultartangastíflu á næsta ári! 1 gær uröu á þingi umræöur utan dagskrár um Sultartanga- stifluna. Fyrirspyrjandinn, Sig- uröur Óskarsson, sagöi tilefnið vera frétt i Morgunblaðinu i gær sem þeir Gunnar Thoroddsen og Hjörleifur Guttormsson lýstu ó- ábyrgan fréttaflutning. Þar stendur i fyrirsögn aö fram- kvæmdaleyfi sé ekki veitt fyrir Sultartangastifiu. Þaö kom fram i máli ráöherranna aö hér væri um alranga fullyrðingu aö ræöa. Eggert Haukdal og Birgir tsleifur lýstu yfir efasemdum sinum um aö framkvæmdir hefjist á áætluöum tima við Sultartangastiflu og Eggert kvað fast aö I gagnrýni sinni á iönaöarráöherra. — óg. J Djjass- kvöld í Stúdenta- kjallaranum Fastur liður um þessar mundir er djasskvöld i Stúdentakjallar- anum á sunnudagskvöldum og veröur þaö nú i kvöld, sunnudags- kvöld, aö venju, og leikur þar djasskvartett Guömundar Ing- Kvartett Guömundar Ingólfssonar teikur i Stúdentakjallaranum á sunnudagskvöid. ólfssonar. Þarna er notalegt að eyöa kvöldstund og gleyma erli jólaundirbúningsins um stund. Selfoss: Flutt í nýja sjúkrahúsið Klukkan 10 í gærmorg- un fluttu fyrstu sjúkling- arnir úr gamla sjúkrahús- inu á Selfossi í hið nýja. Voru það þau Sigríður Árnadóttir frá Slóra-Ármóti í Hraun- gerðishreppi og Stefán Ketilsson frá Sætúni á Stokkseyri. Siðustu árin hefur veriö rekið sjúkrahús i gömlu og óhentugu húsi við Austurveg á Selfossi en áriö 1973 var byrjað aö reisa nýtt sjúkrahús á lóð, sem Kaupfélag Arnesinga gaf, við Asveg á Sel- fossi. Arkitekt nýja sjúkrahússins er Birgir Breiðdal hjá húsameistara Handboltinn: Þrír leikír í 1. deild um helgina Þrir leikir fara fram um helgina i 1. deild Islands- mótsins i handknattleik. í dag (laugardag) leika Valur og Fram f Laugardalshöll- inni og hefst leikurinn kl. 14. l.klst.siöar,þ.e.kl. lShefst i Hafnarfiröi stórleikur um- ferðarinnar, leikur FH og Þróttar tveggja af toppliðun- um i deildinni. Þriöji og sið- astileikur helgarinnar verð- ur i Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Þá leika Vfkingar viö KR og hefst leikurinn kl. 20. rikisins en byggingameistari er Sigfús Kristinsson, Selfossi. Grunnflötur hússins er 3642 ferm. Er það tvær hæðir, auk kjallara, samtals 13 þús. rúmm. 36 sjúkrarúm eru i húsinu og þjónustukjarni, ætlaöur 100 rúma sjúkrahúsi. Yfirlæknir er Daniel Danielsson, hjúkrunarforstjóri Kristjana Ragnarsdóttir en yfir- læknir heilsugæslustöðvar, sem rekin hefur veriö i nýja sjúkra- húsinu sl. tvö ár, er Brynleifur Steingrimsson, héraöslæknir. Starfsfólk veröur 80-100 manns. Formaður sjúkrahússtjórnar og rekstrarnefndar er Páll Hall- grimsson, sýslumaöur. Ekki er vitað hver heildar byggingarkostnaöur nýja sjúkra- hússins veröur, enda fullnaðar- frágangi ekki lokiö og verður sjúkrahúsiö formlega tekiö i notkun á næsta ári. Rikissjóöur greiöir 85% byggingarkostnaöar en Arnes- sýsla, Rangárvallasýsla, V-Skaftafellssýsla, Selfossbær og Selfosslæknishéraö, 15%. Eftir aö gamla sjúkrahúsiö á Selfossi hefur verið rýmt, er i ráöi að gera á þvi ýmsar endurbætur og reka þaö sem hjúkrunar- heimili i tengslum viö nýja sjúkrahúsiö. Langt er nú um liöiö siöan fyrst var hafist handa um sjúkrahúss- byggingu á Suðurlandi, á ýmsu gengiö og áætlanir brugöist. Munu vera ein 56 ár siöan sjúkra- hús var byggt á Eyrarbakka. Var það aldrei tekiö i notkun en hluti af þvi tilheyrir nú Vinnuhælinu á Litla-Hrauni. En þó aö hægt hafi miðað af ýmsum ástæöum hafa þó margir tekiö vel I árina og ber þar alveg sérstaklega að nefna Samband sunnlenskra kvenna- og einstök kvenfélög á Suöurlandi. —mhg Stjómamefnd ríkisspítalanna: Andvíg hugmyndum landlæknis um v istun geðsjúkra fanga í fyrrakvöld mælti Svavar Gestsson fyrir viðamiklu frumvarpi um málefni fatlaðra. Svavar visaði til anna þingsins og sagðist þvi ekki geta gert frum- varpinu jafn góð skil og hann ella hefði kosið. Mörg nýmæli eru i frumvarpinu, en með þvi er þrennum lögum steypt i einn lagabálk. Svavar lét þingmenn fá ýtarlega greinargerð með frumvarpinu eftir að hafa mælt fyrir þvi. Markmið lapanna eru skýrð i fyrstu grein þar sem segir: Mark- mið þessara laga er aö tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lifskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyröi til þess að lifa eðlilegu lifi og hasla sér völl i samfélaginu þa* sem þeim vegnar best. Frumvarpinu er skipt i kafla: Markmið og stjórn, Þjón- usta og stofnanir, Tilkynninga- skylda, Greiningarstöð rikisins, Hæfing og endurhæíing, Húsnæð- is- og atvinnumál, Kynning á málefnum fatlaðra, Rekstur og kostnaður og Framkvæmdasjóð- ur fatlaöra, auk ýmissa ákvæöa. Svavar sagöist fagna þvi að fá að leggja þetta frumvarpfram á ári fatlaðra. Islendingar heföu lengi verið langt á eftir grannlöndun- um i þessum málum og væri kom- inn timi til að gera stórátak i mál- efnum fatlaðra. Nú hefðu stór skref verið stigin og þyrfti að halda áfram á þeirri braut. Það væri hins vegar ekki tileíni til neinnar sjálfsánægju. Hún mætti biða þartil markmiðinu hefði ver- ið náð: full þátttaka og jafnrétti fatlaðra! Jóhanna Sigurðardóttir og Birgir isleifur Gunnarsson lýstu yfir ánægju sinni með framkomið frumvarp en höfðu ýmsar at- hugasemdir, sérstaklega um fjármögnunarhlið frumvarpsins. Svavar vildi ekki fjölyrða um fjármögnunina timans vegna, en lagði áherslu á að sú tala sem nefnd væri i Framkvæmdasjóð aldraðra (27 miljónir) væri bráðabirgðatala. Hún ætti eftir að breytast bæði i meðförum þings- ins og að fenginni reynslu. —óg Sjómannaverkfall á jóladag? Flest félögín komin með ve rkfallsheimild Vélstjórafélag íslands hefur boðað til verkfalls Flest bendir nú til þess að sjómannaverkf all hefjist á jóladag. Flest sjómannafélögin í landinu eru komin með verkfalls- heimild, öll félögin á Norðurlandi, einnig félög- in frá Snæfellsnesi, suður fyrir til Hornafjarðar, nema sjómannafélagið í Vestmannaeyjum, sem ekki hef ur af lað sér verk- fallsheimildar enn. Fund- ur verður hjá Eyjamönn- um nk. sunnudag. Félögin á Austfjöröum hafa ekki enn sem komiö er aflaö sér verkfallsheimildar. Aftur á móti munu skip á Austfjörðum stööv- ast, vegna þess aö Vélstjórafélag íslands, sem er landsfélag, hefur boðaö verkfall 25. des., hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima, en samningafundir i kjara- deilu sjómanna hafa staöiö yfir aö undanförnu og hefur heldur mjakast I þeim, þó hægt fari. Hafþór Rósmundsson, hjá Sjó- mannasambandi Islands sagöi i gær að það væri gamalt baráttu- mál sjójnanna aö afnema oiiu- gjaldiö og þvi væri auðsætt aö þeir tækju undir þá tillögu Svav- ars Gestssonar heilbrigöisráö- herra um afnám oliugjaldsins til lausnar þeim vanda sem viö blas- ir varðandi nýtt fiskverö. t raun væri þaö Svavar sem þarna tæki undir hugmynd og tillögu sjó- manna. — S.dór Svavar Gestsson mælti fyrir lögum um málefni fatlaðra: Full þátttaka og jafnrétti Stjórnarnefnd ríkisspít- alanna hefur gert sam- hljóða ályktun þar sem segir, að hún sé andvíg þeim hugmyndum land- læknis að setja á fót stof n- un til vistunar geðsjúkum af brotamönnum, sem myndi vera undir stjórn dómsmála- og heilbrigðis- málaráðherra, og segir það enga stoð eiga í lög- um. I samþykktinni segir að i fang- elsislögum séu ótviræö ákvæöi um aö öryggisgæsludeildir og geö- veilladeildir séu hluti fangelsa, þegar afbrotamenn eigi hlut að máli. Stjórnarnefndin telur aö vistunarmál geösjúkra afbrota- manna eigi að leysa i samræmi við fangelsislög, en segir sig vera reiðubúna til aö stuðla aö þvi aö sérfræðileg læknisþjónusta verði veitt frá deildum rikisspitalanna eftir því sem nauðsyn beri til og hentugt þyki á hverjum tima. Stjórnarnefndin lýsir sig and- víga þvi aö fangelsi veröi reist i tengslum viö Vifilsstaöaspitala, eins og tillögur landlæknis geri ráö fyrir. Þá telur nefndin nauö- synlegt aö leggja áherslu á þaö aö hinn raunverulegi ábyrgöaraöili þess að vistunaraöstaöa geö- sjúkra fanga er ekki viðunandi, sé Alþingi, sem ekki hafi veitt nægu fé til aö koma upp stofnunum þeim er fangelsislög mæli fyrir um. Svkr. Viö bjóöum: — lagningu — litun — permanent W&'-ý — blástur — augnaháralitun — nœringarkúra — o.fl. Se/jum einnig finnsku snyrtivörurnar frá LUMENE (fyrir dömur og herra) á mjög hagstœðu verði Hárgreiðslustofan Reykjavíkurvegi 62 II hœð Hafnarfirði Sími 54688

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.