Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.—20. desember 1981 Margrét Beck og Guöbjörg Guömundsdóttir teknar tali: Ingibjörg Jósefsdóttir um jólatilstandiö: „Leiði þetta alveg hjá r mer Ingibjörg Jósefsdóttir hristir höfuðiö þegar hún er spurð hversu miklu hún eyði fyrir jólin. „Ég fór síðast í bæinn 3. desem- ber," segir hún. „Mér fannst ekki mikið til koma af því sem boðið var upp á í búðunum — það er mikið af rusli alls staðar. Ég leiði þetta bara hjá mér." Ingibjörg og maöur hennar, Sveinbjörn Steinsson, eiga tvær uppkomnar dætur og eyða jólun- um meö þeim. Barnabörn eru engin, þannig aö jólatilstandiö er fremur litiö. „Viö höfum þaö bara rólegt og gott hér heima,” segir Ingibjörg. „Við lesum bækur, boröum góöan mat og horfum á sjónvarp og fylgjumst meö út- varpinu. £g held, aö viö séum alls ekki hin dæmigeröa fjölskylda hvaö kaupæöiö snertir. Viö eyö- um svo aö segja engu. Þetta kaupæöi er brjálæöi en ég læt mig þaö litlu skipta — þetta fer alveg framhjá mér. Jú, jú, ég baka fyrir jólin. En ég haga þessu eftir eigin höföi — ég verö ekki gripin neinu æöi. Baka bara þaö, sem ég held aö fólkiö borði yfir jólin. Ég geri lika hreint og reyni aö hafa hér þokkalega þrifalegt. Mér finnst t.d. ófært aö hátta ofan I rúm sjálfa jólanóttina sem ekki hefur verið skipt á. Þetta er gamall siöur, sem hefur sterk itök.” Ingibjörg býöur okkur upp á góöar smákökur — sýnishorn af jóiabakstrinum. „Nei, ég held þú fáir litiö út úr mér um jólastand- iö. Þetta var auövitaö nokkuö ööru visi þegar telpurnar voru litlar. Þaö var dálitiö meira um- stang þá. Þó höfum viö hjónin alltaf viljaö hafa þaö rólegt á jól- unum. Ég hef alltaf keypt til aö gefa þaö sem mér hefur fundist fólkiö vanta. Ég tel alls ekki heppilegt, aö gefa börnunum mikiö I jólagjöf. Ég held þaö rugli þau bara i riminu. Fyrst þú ert frá Þjóðviljanum máttu gjarnan hafa þetta eftir mér: þingmennirnir okkar ættu aö ganga á undan meö betra for- dæmi en þeir gera áöur en þeir fara aö tala um aö kaup hinna fá- tæku megi ekki hækka. Hvaö á t.d. aö þýöa, aö þingmenn búi á tveimur stööum á landinu? Þaö er bara til þess aö fá meiri hlunn- indi, meira kaup. Ekki tala þeir um aö þeirra eigiö kaup megi ekki hækka — ööru nær. Svo eru þeir aö tala um aö fjölga þing- mönnum. Mfn vegna mætti þing- mannatalan fara i 50. Þaö mætti kannski lækka svolítiö söluskatt- inn eöa aöra skatta, ef þingmenn héldu sparlega á þvi sem þeim er trúaö fyrir.” Viö þökkum Ingibjörgu góö- geröirnar. Hér er skilaboöum hennar komiö á framfæri. Gluggaö í jólaneysluna 305 tonn af kertum og 118 tonn af leikföngum Blaöamenn sem reyna að grafa upp útgjöld heim- ilanna fyrir jólin hafa ekki erindi sem erfiði. Menn hrista höfuðið, fórna hönd- um og segjast ekki hafa hugmynd um það. Það sé hins vegar öruggt, að út- gjöidin séu mikil — hversu mikil vill enginn giska á, eða þorir ekki að giska á. Til eru þó fleiri aöferöir til að grafa upp neyslu landsmanna en spyrja þá spjörunum úr. Innflutn- ingsskýrslur veita nokkra innsýn i heildarneysluna yfir áriö, og einstaka neysluvarningur er þess eðlis, aö ætla má nokkuö öruggt, aö heimilin noti hann fremur yfir jólin en á öörum árstimum. Svo er um blessuö kertin. An kerta eru engin jól. Ariö 1980 voru flutt til landsins 118,6 tonn af kert- um — áriö 1970 hins vegar „aö- eins” 36,7 tonn. Innlend fram- leiösla var áriö 1980 43 tonn, en 36 tonn árið 1970. Hin mikla aukning á innflutningi kerta stafar þvi ekki af þvi, aö innlendir aöilar hafi tekiö viö framleiöslunni held- ur er hér um hreina neysluaukn- ingu að ræða. Engin barnafjölskylda getur veriö án leikfanga á jólunum. Leikföng eru aö visu keypt allt ár- iö, en aldrei i neinni likingu viö þaö, sem gerist um jólin. Þá eru einnig hin stærri og dýrari leik- föng keypt. Ariö 1980 voru flutt til landsins Innflutningur á kertum og leikföngum árin 1970 og 1980: 1980 1970 157.2 1980 36,7 Leikföng, innflutningur i tonnum. Kerti: innflutningur i tonnum. leikföng sem námu 305,8 tonnum — áriö 1970 157,2 tonn. Af hinum 305,8 tonnum ársins 1980 námu brúöureinar og sér 27,1 tonni (8,2 tonnum árib 1970). Meöfylgjandi súlurit sýnir glögglega þróunina. „Tókum rútu til Hvolsvallar” Ég veit ekki hvort það þýðir nokkuð að tala við mig um jólin. Ég hef það alltaf svo rólegt og get alls ekki kallast dæmigerð hús- móðir í jólatilstandi. Viðmælandi okkar heitir Mar- grét Beck og er einstæö móðir hér i bæ. Hún fer með 2ja ára gamla dóttur sina til Hvolsvallar á Þor- láksmessu til foreldra sinna og þar dvelja þær mæögur I góöu yfirlæti yfir jólin. Margrét á 5 systkini og er upp- runnin frá Höfn I Hornafiröi. Þegar systkinin voru öll upp- komin og flutt til Reykjavikur, tóku foreldrarnir sig upp og fluttu til Hvolsvallar. Engir aðrir ætt- ingjar Margrétar búa á Hvols- velli og þvi er ekki eins mikiö líf og fjör um jólin nú og var á Höfn, þar sem margir ættingjanna búa. Ef færðin austur er góö koma systkini mín meö fjölskyldur sinar til foreldra minna, segir Margrét, og þá er auövitaö mikiö líf og fjör. Viö spilum vist, spjöllum saman og stundum eru sungin jólalögin. Annars fer þetta allt eftir færöinni og hversu mörg þeirra koma austur. Þegar foreldrar minir voru á Höfn fórum viö öll þangað um jólin, og þá var mikið um aö vera, eins og nærri má geta. Mamma eldaði alltaf rjúpur á aðfangadag og jóladagarnir liöu við heimboð og heimsóknir. Þegar minni vinnu lýkur á Þor- láksmessu förum viö dóttir min meö rútunni til Hvolsvallar Við pabbi skreytum jólatréð og siðan er sest aö borðum. Viö höfum þaö ákaflega rólegt — boröum, lesum bækur og dundum eitthvað. Aöur en dóttir min fæddist fórum viö alltaf einu sinni I kirkju um jólin, en höfum nú hætt þvi í bili a.m.k. Min fjölskylda hefur alltaf verið litiö fyrir jólagjafaflóöið. Fjöl- skyldan er einfaldlega of stór til þess aö hægt sé aö leggja mikiö upp úr þvi. Viö skiptumst á gjöfum til barnanna og látum þar viö sitja. Nú, þegar jóladagarnir eru liðnir, höldum viö aftur i bæinn og vinnan tekur viö. Þetta er nú allt og sumt — mjög notalegt, en eng- in læti. Þannig vil ég lika hafa þaö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.