Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 17
BWn Helgin 19.— 20. desember 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 17 tónlíst Kynningar- tónleikar á „Ljóðakornum” Almenna bókafélagið gengst fyrir ky nningartónleikum i Djúpinu við Hafnarstræti, laug- ardaginn 19. des. kl. 19.30, og i Félagsstofnun stúdenta sunnu- daginn 20. des. kl. 21.00. Kynnt verða lögin i hinni nýju söng- lagabök Atla Heimis Sveinsson- ar, „Ljóðakornum”, sem AB gefur út. Flytjendur laganna á tónleikunum veröa Agústa Tónlistarskólinn í Bústaðakirkju Tónlistarskólinn f Reykjavik fyrir strengjasveit eftir HSndel heldur tónleika i Bústaðakirkju og Britten. Aðgangur er ókeypis sunnudaginn 20. des. kl. 5. Þar og öllum heimill. mun hópur nemenda leika verk d Ágústsdóttir og Ruth L. Magn- ússon, meðleikari á pianó verð- ur Jónas Ingimundarson. Jólasöngvar í Neskirkju Áfjórða sunnudegi f aðventu, sunnudaginn 20. des., syngur kór Melaskólans undir stjórn kennara sins, Helgu Gunnars- dóttur, jólasöngva i Neskirkju. Félagar i Æskulýðsfélagi kirkj- unnar flytja helgileik úr jóla- guðsspjallinu. Ætlast er til, að allir kirkjugestir gerist þátttak- endur i helgileiknum með þvi'að taka undir i' þeim sálmum sem honum fylgja. Tónskóli Sigursveins í MH Tónskóli Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tónleika i sal MH sunnudaginn 20. des. kl. 14.00. Þetta eru árlegir jólatón- leikar tónskólans og fram koma fjölmargir nemendur i einleik og i stærri hópum. Tónleikunum lýkur með almennum söng, sem endranær. Allir velkomnir. Ný hljómplata meö Sigríöi Ellu: Á vængjum söngsins „Olatur er með ^þetta heima á eldhús- bo rr*: Irttt. S.R't'U’ SJOISLENDINGAR ^SaI^ama^ HANDTEKNIR VEGNÁR rVÆR Nauðg, FIKNIEFNAMÁLS á miíW annað stærsia fíknicfnamál Danmerkur StjörnU1 - OG VlNSÆ-GGS | Hótaði ad (skjóta stoðvarstic ir»r»tF* Islenskur annáll — skemmtileg og læsileg bók — en jafnframt ítarlegt heimildarrít íslenskur Annáll er nýr stórfróðlegur bókaflokkur, þar sem fjallað er um innlenda atburði eins árs í senn í formi dagblaðs. Atburðarás er rakin í réttri röð, og greinar allar dagsettar, þannig að lesandinn lifír sig inn í atburði og fylgist með málum eins og þau þróast dag frá degi. Fréttum er fylgt eftir, og þróun mála rakin á öllum helstu sviðum þjóðlífsins. fslenskur Annáll er bók, sem nýtur sín best ef hún er öll lesin frá upphafí til enda, en auk þess er hún mjög aðgengi- leg sem heimild, enda fylgir ýtarlegt efnisyfírlit og nafnaskrá. Hér er að fínna meiri fróðleik um íslenska sam- tímasögu og íslenskt nútímaþjóðfélag en annars stað- ar, í skemmtilegu og aðgengilegu formi. StíII Annáls- ins er lipur og læsilegur, víða óvenju skarpur, og mannlýsingar oft skýrar. Hér koma fory stumenn til dy ranna eins og þeir eru klæddir, enda er lögð áhersla á að hafa eftir orðrétt ummæli þeirra og tilsvör. f þessu fyrsta bindi bókaflokksins er m.a.: Úrdrættir úr áramótaávörpum forseta fslands og formanna stjóm- málaflokkanna - Efnahagsmálafrumvarp Ólafs Jóhann- essonar og umræður um það á Alþingi og utan þess - Veðurfar - Helstu dóms- og sakamál - AUir framboðs- listar og úrslit í Alþingiskosningunum - Leiftursóknin í heild sinni - Helstu deilumál, sem athygli vöktu, t.d. Kjarvalsstaðadeilan og deilurnar um ráðningu skóla- stjóra í Grindavík - Gengisskráningar í upphafi hvers vísitölutímabils - Teikningar Sigmunds - Skoðanakann- anir Vísis og Dagblaðsins - Ýtarleg umfjöllun um efna- hagsmál, kjara- og atvinnumál, sjávarútvegsmál, orku- mál, flugmál, landbúnaðarmál, verðlagsmál o.fl. -Elds- voðar og slys á sjó, á landi og í lofti - Sagt frá helstu skák- og bridgemótum og frammistöðu fslendinga á þeim heima og erlendis - Úrdrættir úr ýmsum helstu umræð- um, sem fram fóru á Alþingi, t.d. þjóðaratkvæða- greiðslutillögu Vilmundar, olíustyrkstillögu Lúðvíks, vantrauststillögu sjálfstæðismanna, deilum Matthíasar og Steingríms um landbúnaðarmál o.m.fl. - Landsfund- arræður sjálfstæðismanna - Sagt frá helstu leiksýning- um, tónleikum og málverkasýningum - Sagt frá nýjum hljómplötum og uppákomum í poppheiminum - Sjón- varpsræða Sigurðar Líndals um verkalýðsmál - Ummæli og tilsvör Vilmundar, Ólafs Jóhannessonar, Lúðvíks, Magnúsar H., Sighvats, Geirs, Gunnars, Alberts, Stein- gríms, Tómasar, Davíðs Sch. Thorsteinssonar, Ingólfs Ingólfssonar og margra, margra annarra. fslenskur Annáll er í senn heimildarrit og lífleg svipmynd af íslensku nútímaþjóðfélagi, bók, sem vex að gildi er fram líða stundir og er ómissandi hverjum þeim, sem vill fylgjast með og fá yfirlit yfir þróun mála. Bókin er 432 síður — 654 myndir, teknar af öllum þekktustu ljósmyndurum blaðanna. Vegleg bók í vönduðu bandi. Bókaútgáfan íslenskur Annáll — Kambsvegi 18 — Sfmi 82390 v_______________________________________________________, tslenskar hljóinplötur hafa gefið út nýja hljómplötu þar sem Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur við undirleik Graham Johnson, víðfrægs bresks pianó- leikara. A plötunni eru átján lög á sjö tungumálum. A A-hliö plötunnar eru m.a. titillagið,,Avængjum söngsins” ásamt vel þekktum lögum eftir Schubert og Strauss. A B-hlið eru tvö lög eftir islenska höf- unda. Litla kvæðið um litlu hjönin eftir Pál tsólfsson og Visur Vatnsenda-Rósu þjóölög i útsetaingu Jóns Asgeirssonar, þá hið fræga lag Griegs „Jeg elsker dig” og „Flickan kom ifran sin alsklings möte” eftir Sibelius. Loks eru þjóðlög frá ýmsum löndum. Upptaka fór fram i CBS studios i London, i nóvember sl. STOÐSTÓLLINN Heilsunnar veána Góður stóll sem léttir vinnu og eykur vel- líðan. Bakið erfjaðr- andi og stillanlegt og gefur mjög góðan stuðning. Halli set- unnar er breytanlegur og hæðarstillingin sjálfvirk. Fáðu þér Stoðstólinn heilsunnar vegna. STÁUÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGl, SÍMI 43211

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.