Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 27
Helgin 19 — 20. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 27 Ný vísitala byggingar- kostnaðar Hagstofan hefur reiknað visi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi i fyrri hluta desember 1981 og reyndist hún vera 909,12 stig, sem lækkar i 909 stig (október 1975= 100). Giidir þessi visitala á tlmabiiinu jánúar—mars 1982. Samsvarandi vísitaia miðuö viö eldri grunn er 18052 stig, og gildir hún einnig á timabilinu janúar—mars 1982, þ.e. til viðmiöunar við vlsitölur á eldri grunni (1. október 1955= 100). Samsvarandi vísitölur reiknaöar eftir verðlagi í fyrri hluta september 1981 og meö gildistima október—desember 1981 voru 811 stig og 16103 stig. Hækkun frá september til desem- ber 1981 er 12,1%. Síðustu forvöð að fnnheimta í H.Þ. Nú minnum við menn á I siðasta sinn, að fyrir löngu er búið að draga i happdrætti Þjóövilj- ans. Nú um helgina eru siðustu forvöö að ganga til innheimt- unnar og skila af sér. Setjum nú öll upp húfur og vettlinga og höldum af stað! Opið verður að Grettisgötu 3 sem hr segir: laugardag.....kl. 14.00—16.00 Sunnudag......kl. 14.00—16.00 Verum þess minnug, að Þjóð- viljinn byggir fjárhagsafkomu sina á velunnurum. Þinghlé fram til 20. janúar: Fjárlög afgreidd í dag Um miöjan dag I gær tókst samkomulag á milli þingflokka um frestun þinghalds I dag laug- ardag til 20. janúar á næsta ári. Timi þingsins undanfariö hefur mikið til farið I aö ræða lánsfjár- lögog fjárlögin. Stjórnarandstaö- an hefur haldið uppi málþófi sem nú er aflétt. 1 samkomulaginu felst frestun afgreiöslu lánsfjárlaga fram yfir áramót. Tóku mál að ganga greiðlegar fyrir sig og nokkur urðu að lögum i gær eftir að sam- komulagið var i höfn. Þinghaldið mun standa fram eftir degi i dag og lokið verður við afgreiðslu fjárlaga. Þingið hefst að nýju 20. janúar á næsta ári. —óg. Ný skýrsla Þjóðhagsstofnunar: Taxtakaup og verðlag hækka jafnt í ár, 42 % Einkaneyslan vex um 3-4% Viðskiptakjör. batna um 2% Lauga- vegur aðeins Ólafur Hansson látinn Ólafur Hansson prófessor er látinn. Hann fæddist 18. sept. 1909 og var norskur i fööurætt. Hann lauk cand. mag. prófi i sögu, landafræði og þýsku frá Oslóar- háskóla 1933 og var skólastjóri Gagnfræðaskólans i Neskaups- stað 1934-6. Kennari við Mennta- skólann i Reykjavik var Ólafur frá 1936 en prófessor i sagnfræði við Háskóla tslands hin siðari ár. Eftir hann liggur fjöldi bóka um sagnfræði og landafræði. Kauptaxtar allra launþega eru að meðaltali taldir hækka um rösklega 42% frá upphafi til loka þessa árs. Framfærslu- kostnaður er einnig talinn hækka um rétt rúmlega 42% frá upphafi til loka ársins/ — svo jafnara getur það ekki verið. — Þessar upplýsingar koma fram í bæklingi frá Þjóðhagsstof nun um framvindu efnahagsmála# er sendur var f jölmiðlum f gær Samkvæmtþeim upplýsingum, erþarna koma fram veröur kaup- máttur kauptaxta allra launþega aö meðaltali um 1% lakari á árinu 1981 heldur en á siöasta ári. Hins vegar kemur fram, að Kjara- rannsóknanefnd telur að ætla megi að greitt dagvinnukaup verkafólks, verslunarfólks og iön- aðarmanna hafi hækkað um 1—2% umfram kauptaxta á fyrri helmingi þessa árs, miðað við sama tima i fyrra. Mest var sú hækkun hjá verkakonum eða 3—4%. Um ráöstöfunartekjur heim- ilanna segir i þessari skýrslu Þjóöhagsstofunnar, aö ætla megi að kaupmáttur þeirra verði i ár 1—2% meiri en á siöasta ári. Talið er að sjávarafurðafram- leiðslan verði i ár um 2,5% meiri en i fyrra og i heild hafa sjávar- afuröir hækkað nokkuð i veröi frá fyrra ári. A fyrstu niu mánuöum þessa árs hefur verð á útflutn- ingsvörum okkar almennt verið að jafnaði um 8,7% hærra en i fyrra og er þá miðað viö fast meðalgengi. Sé breytingin hins vegar metin i dollurum, þá er um 1% lækkun að ræða. Reiknað á föstu meðalgengi hefur innflutn- ingsverö á þeim vörum, sem hingað eru fluttar veriö um 6% hærra á þessu ári en i fyrra. Þannig eru viðskiptakjör I okkar utanrikisviöskiptum talin veröa um 2% betri i ár en i fyrra. Talið er að velta söluskatts- skyldrar vöru og þjónustu hafi veriö 5% meiri að raungildi á fyrstu 10 mánuöum þessa árs heldur en á sama tima I fyrra, og aö einkaneysla muni i ár verða 3—4% meiri aö raungildi en i fyrra. Allt eru þetta upplýsingar sem fram koma i hinni nýju skýrslu Þjóðhagsstofnunar. — k. Leikfélags- menn óánægðir með tillögur fjárveitinga- nefndar Starfsmenn Leikfélags Reykjavi'kur fjölmenntu á borgarstjdrnarpallana í gær, þegar fyrri umræða fór fram um fjárhagsáæthm borgarinnar 1982. Eru þeir mjög óánægðir nteð þær tillögur um fjárveitingar til LR sem i frumvarpinu eru. Frumvarpið gerir ráð fyrir óbreyttum fjölda starfsmanna eöa 38, en þeim hefur ekki verið fjölgaö frá þvi' 1980. Leikfélagiö sótti um 4 stöðugildi til viöbótar nú, 2 leikara og 2 i önnur störf. En það sem kemur verr við Leikfélagsmenn ersú tillaga sem er I f járhagsáætluninni um framlag tíl byggingar Borgar- leikhúss i Kringlumýri. Er gert ráð fyrir 1,5 miljónum króna Ur borgarsjóði til þess, en samnings- bundinn verkáfangi, sem ljúka á á næsta ári mun kosta um 4 miljónir króna, auk kostnaöar af hönnun og aukaverkum. Samkvæmt þessu verður framlag húsbyggingarsjóðs LR þvi að nema 3,5 miljónum króna á næsta ári, en það telja forráöamenn leikhússins ókleift. Framlag borgarinnar til leikhúsbygging- arinnar i ár nam sömu upphæð, 1,5 mfljónum króna. — AI fyrir strætó í dag laugardag verða verslanir opnar frain til klukk- an 22 og má búast við að mikill liandagangur verði i öskjunni. Að sögn óskars Ólasonar yfir- lögregluþjóns i Reykjavík verð- ur l.augaveginum lokað fyrir allri umferð nema strætisvagna á timabilinu frá kl. 13-19. Sami háttur verður hafður á á Þor- láksmessu. n.k. miðvikudag. Gunnar Guöjónsson eftirlits- maður hjá SVR sagði i gær að strætisvagnarnir myndu aka samkvæmt venjulegri laugar- dagsáætlun, þe. á hálftima fresti á öllum leiðum. Niður Laugaveg aka vagnarnir á a.m.k. kortérs fresti. Gunnar sagöi að erfitt væri að auka tiðni vagnanna, stór hluti vagnstjóra væri i frii á laugardögum og sunnudögum og væru þeir eðli- lega tregir tíl að fórna þvi,en að auki kæmi svo að i hinum m ikla umferðarþunga sem er á sið- asta laugardegi fyrir jól ættu vagnarnir fullt i fangi með að halda álítima áætlun. Auka- vagnar verða i förum til og frá úthverfunum. A Þorláksmessu verður ekið skv. áætlun virkra daga, þ.e. á kortérs íresti. —AI Deilt er um vaktakerfi Reykj avíkurlögreglunnar Kominn er upp ágreiningur á milli Lögreglufélags Reykjavikur og dómsmála og fjármála ráöu- neytisins varöandi framkvæmd laganna um lágmarkshvild. Að sögn Björns Sigurössonar formanns Lögreglufélagsins hef- ur það ekki viljað una þvi að sett- ar verði vaktareglur án samráðs við félagið, en ráöuneytin höföu upphaflega gefið lögreglustjóra frest til 1. jan. n.k. til þess að koma á nýju kerfi I samræmi viö lögin. Lögregluþjönar búa nú viö gamalt vaktakerfi, sem þeir vilja ógjarnan breyta, en ágreiningur hefurstaðið á milli deiluaöila um hvort fullri vinnuskyldu sé sinnt samkvæmt lögum " meö þessu kerfi. Hópur lögreglumanna gekk á fund fulltrúa ráðuneytanna i fyrradag, til aö skýra sjónarmið lögreglunnar, en ráðuneytin hafa nú framlengt frestinn um gildis- töku nýrra vaktareglna til 1. mars n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.