Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 25
Hetgin 19.— 20. desember 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 25 um helgina Jólatréð í Garðabæ: Tendraö á sunnudag Kveikt ver&ur á jólatrénu viö Hofstaðaskóla i Garðabæ sunnudaginn 20. desember kl. 15. Séra Bragi Friðriksson segir nokkur orð og jólasveinamir koma.i heimsókn. Það er JC- Garðar sem hafa undirbúið bessa athöfn. Jólatréð í Kópavogi Laugardaginn 19. des. verður kveikt á jólatrénu i Kópavogi og fer sú athöfn fram kl. 15.00. Tréð er gjöf frá Norrköping, vinabæ Kópavogs I Sviþjóð. Sænski sendiráðunauturinn, Esbjörn Rosenblad, afhendir Kópavogsbúum tréð og tendrar ljós þess, en forseti bæjarstjórn- ar, Snorri Konráðsson, veitir trénu viðtöku. Skólabörn syngja Jólalög, hornaflokkur Kópavogs leikur og jólasveinar koma i heimsókn. Jólatrénu hefur verið valinn staður sunnan til á BorgarhoR- inu við Borgarholtsbraut. Þjónusta við for- eldra í jólaönnum i dag. taugardaginn 19. des. bjóða Kristiteg Skólasamtök foreldrum aðstoð ijólaönnunum með barnagæslu i húsi K.F.U.M. og K. að Amtmanns- stig 2b (bak við Mli). Barna- gæslan verður á timabilinu 1'.! - 19. Margt verður gert til gamans fyrir börnin, sýndar verða teiknimyndir, jólasveinar koma i heimsókn, sögur verða lesnar og margt fleira. Gjaldið verður kr. 15 fyrir barnið á klukkutimann. Skóla- samtökin bjóða einnig systkina- afslát: 10 kr. fyrir hvert barn. tönlist úr fjölskyldualbúmí Litli Völlur og Nýlenda viö Nýlendugötu i Reykjavlk um 1960. Steinbær við Hverfisgötu um 1960. Hábær við Grettisgötu, nú á Arbæjarsafni. Reykjavikurhöfn einhvern tima á 6. áratugnum. Tengdadóttirin i MÍR MÍR svnir sunnudaginn 16. des.kl. 16.00 myndina „Tengda- dóttirin”. litkvikmynd frá Turk- menfilm. gerð 1972. Myndin gerist i Karakúm- Ensk jólamessa Ensk jólamessa hefur nú ver- ið haldin hérlendis i rúm 30 ár. Að þessu sinni fer hun fram i Hallgrimskirkju n.k. sunnudag, 20. des. og hefst kl. 16.00. Dr. Jakob Jónsson prédikar. eyðimörkinni iTúrkmenistan og segir frá daglegu lifi gamals hjarðbónda og tengdadóttur hans. Sonur hans, maður henn- ar, hafði verið skráður til her- þjónustu i flughernum og ekki komið aftur. Tengdadóttirin (sem er leikin af hinni frægu leikkonu Maju Aimedovu) veit að hún mun ekki sjá mann sinn framar, en elur þó enn með sér vonir um eitthvað óvænt og óút- skýranlegt hafi komið fyrir og að maðurinn komi óvænt heim aftur. Manuela í MR Manuela Wiesler heldur tón- leika i sal MR sunnudaginn 20. des. kl. 16.00. Á efnisskránni eru: Sólarflauta eftir Ake Her- manson, Söngvar Ur fangelsi eftir Paul Kont, Sónata op. 6 eft- ir Finn Mortensen, Tvö áköll eftir André Jolivet og Partita i a-moll BWV 1013 eftir Jóhann Sebastian Bach. Aðgöngumiðar fást við innganginn. Siðasta vísnakvöldið VísnaviniriReykjavikefna til siðasta visnavinakvöldsins á þessu ári i Þjóðleikhúskjallar- anum á mánudaginn kemur, kl. 7.45. Meðal þeirra sem koma fram eru Hörður Torfason, Guð- mundur Arnason, Eyjólfur Kristjánsson, Bergþóra Ama- dóttir og þeir bræður Gisli og Arnþór Helgasynir. „Idylla” úr Hljómskálagarðinum I Reykjavik áður en hrislur fóru að spretta þar að ráöi. Sóleyjargatan i baksýn. Fólkið á myndinni er talið frá vinstri: Sitjandi Guðný Guöjónsdóttir matreiðslukona, GIsJi Guðjónsson (nú flugumferöarstjóri), Margrét Guðjónsdóttir, Maria Gisladóttir, Guðjón Runólfsson bókbindari (maður Marlu) og Karl Vil- hjálmsson loftskeytamaður (maður Guðnýjar. Standandi er Sigrlöur Vigfúsdóttir. Myndin er liklega tekin sumarið 1935. t dag, laugardaginn 19. des.. lýkur tveim sýningum í Nor- ræna húsinu. Þar er um að ræða sýningu á listiðnaði frá Fjóni, sem hófst 21. nóv. og sýningu a silfurmunum i anddyri hússins eftir danskan silfursmið, John Rimer. Fyrri sýningin er opin frákl. 14 - 19. en sýningin i and- dyrinu frá 9 - 19. Norræna húsinu verður lokað yfir hátiðirnar sem hér segir: Bókasafn: lokað a aðfanga- dag, jóladag og 2. i jólum, svo og sunnudaginn 27. des. Kaffistofa:lokað aðfangadag, jóladag, 2. i jólum opiðsunnud. 27. des. kl. 12 - 19. Um áramótin verður lokað á gamlársdag og nýjársdag. ýmislegt Sýningar Norræna húsins hússina myndlist Þrjár með silkiþrykk í Nýlistasafni Föstudaginn 18. des. opnuðu Asta ólafsdóttir, Margrét Zoph- óniasdóttir og Svala Sigurleifs- dóttir sýningu á verkum sinum i Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b i Reykjavik. Þær hafa allar stundað nám við Myndlista- og handiðaskólann um lengri eða skemmri tima. Meirihluti myndanna er unninn i silki- þrykk. Sýningin er opin alla daga frá kl. 16 - 22.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.