Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 8
 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19 — 20. desember 1981 merer spurn Andrea Jónsdóttir svarar Elíasi Mar: Hver verða varanleg áhrif poppsins? Kæri Elias. Spurning(ar) þin(ar) er(u) margþátta nokkuð og ég vart rétta manneskjan til aö svara, „fórnarlamb” bitlaæðis og af hippakynslóðinni sem nii fer að komast á valdastóla i þjóðfélög- um heimsins. Þannig að það er ekki séð fyrir endann á örlögum minnar kynslóðar á næstunni (ef við erum bjartsýn og sleppum heimsendisvangaveltum). Og um leið og ég reyni að svara þér er ég komin út á hálan is, þar sem þjóð- félagsfræðingar og sálfræðingar mundu fóta sig öllu betur, og svo náttúrulega Dixon og aðrar nú- tíma véfréttir. En skittmeð það... og hafa veröurðu þótt þessi til- raun til svars byggist fremur á fortið en nú-eða hvaö þá framtið. Ef til vill liggur beinna við að spyrja: Hvers vegna varð til hippahreyfing og hvers vegna verður til pönkarahreyfing? Eru þessi viðbrögð ungs fólks ekki bein (og eðlileg) afleiðing af þjóð- félagslegum aðstæðum hverju sinni? Allir eru börn sins tíma og mis- gamlar kynslóðir eiga erfitt með að skilja — og þærgera þar með litiö úr — mikilvægi æskuupplif- unar hver annarrar. Hinir eldri lita á hegðun hinna yngri frá öfugum enda, með vissa li'fs- reynslu sem þeir fengu sjálfir á sinni unglingstið hvort sem það var á timum þjóðfrelsisskálda, bitnikka eða hippa. Hinir yngri hugsa vart út i að mamma og pabbi, og þvi siður afi og amma, hafi einhverntimann verið ,,ung- lingavandamál” enda eðlilegt vegna viðbragða hinna eldri. Ég held að allir verði að lokum sammála um þótt það verði ekki fyrr en á elliheimilinu, að ung- lingsárin eru er sá ti'mi sem við byrjum að taka afstöðu gagnvart umheiminum, með öllum þeim vonbrigðum sem þvi' fylgir, og samfélagið gagnvart okkur. Arekstrar hljóta að veröa. Nú er ódælasti hluti ungs fólks kallaöur pönkarar, sem segja „neikvæða” lifsskoðun sina stafa af mistökum hippanna til að koma ábetra bióðfélagimeö friði og ást. (Hvað segir ekki Biblian um syndir feðranna?) Um varanleg áhrif hinna ým su hreyfinga ungs fólks er erfitt að spá enda reyna tiskufrömuðir og alls kyns sölumenn aö notfæra sér allar nýjungar til fjár, og verður þá tiskan til að gera ýkta mynd af áhrifunum hverju sinni. Auðvitaö voru hipparnir gerðir að féþúfu eins og pönkið núna, bæði á sviði hljómlistar og fata- tisku. Samt sem áður hefur lifs- skoðun hippanna haft ótrúlega mikil áhrif i frjálslyndisátt i heiminum, og sjást þess viða merki enn. Ég veit að ég slæ þessu hér fram órökstuddu, en mér segir svo hugur um að stór hópur þess fólks, sem nú andæfir gegn kjarn- orkuvopnum og hernaðarbrölti viða um heim, sé af hippakyn- slóðinni. Og fleiri mál sem ný kynslóð á ekki litinn þátt i' eru t.d. umh verfisvemd, áhugi og virðing fyrir þjóðflokkum sem hafa haft viðurnefnið „frumstæðir”. Eins hefur fólk af þessari kynslóð m jög breytt viðhorfum og aðferðum i sálarfræði og félagsráðgjöf ýmisskonar en ég held að allir viðurkenni að heldur hafi þokast i mannúðaráttá þeim sviöum þótt margur ósóminn viðgangist enn. En viö erum nú ekki nema i kringum þritugt ennþá... Með því að benda á lifsseiglu „hippismans” hræði ég kannski liftóruna úr þeim sem lengi eru búnir aðvelta fyrir sér afdrifum hinnar islensku þjóðar, þegar Hallærisplaniö kemst loks undir þak í Alþingishúsinu handan helgarvigvallarins við fætur Jóns forseta. Enþá er lika að minnast þess aö ekki þóttum viö hippar sómi tslands, sverð né skjöldur, heldur lauslátir og óábyrgir skýjaglópar. Að visu var ásjóna okkar friðsemdarlegri en pönkar- anna, en þó held ég að flest okkar hafi fljótt orðið þreytt á að rétta fram hina kinnina, þótt árásar- stefna hafiað.visu ekki verið tek- in upp. En yfirbragö pönkaranna er óneitanlega „töff” og timinn einn getur leitt i Ijós hvort á Andrea Jónsdóttir stærra hlut i þeim töffheitum, réttlát reiði út i þjóðfélagið eða tískan. Elias, þetta veröur að duga um lifsafstöðu, ákvarðanatöku og al- hliöa þroska tilfinningalifs, sem unglingsárallra hljóta aðhafa af- gerandi áhrif á. Jafnframt held ég að hver þau áhrif verða, fari ekki eftir þvi, hvort viö köllum ungt fólk bitnikka, hippa eða pönkara, heldur þvi við hvernig aðstæður fólk elst upp hverju sinni. Viö verðum að muna að ungt fólk er einstaklingar, en ekki múgur pönkara o.s.frv. eins og fjölmiðlar afgreiða „unglinga- vandamál” hvers tima. Hvað varöar samfélagsþroska vitum við að á hann getur skort hjá „venjulegasta” fólki þegar á reynir. Og við hvers konar sam- félag er sá þroski lika miðaöur? Það hlýtur að skipta máli hvort þú vilt vera partur af þessu sam- félagi —eða kannski frekar — hvort það vill yfir höfuð vita af þér, taka tillit til þin. Þáerkomið að þjóðerniskennd- inni og móðurmálstilfinningunni, og mér segir svo hugur um að þar sé komin þungamiðja spurn- ingarinnar. Óneitanlega koma upp i hugann langvinn skrif um texta Bubba Morthens hér i' Þjóöviljanum. Ekki ætla ég að 'fara að koma af stað annarri eins skriðu að þessu sinni, enda þótt ég leyfi mér að halda þvi fram að með sinum harðorðu textum hafi Bubbi haft áhrif i þá átt að margur pönk- eða nýbylgju- hljómsveitir af yngri kynslóð semja si'na texta á íslensku. Slikt stuðlar að þvi að reka það slyðru- orð af islenskunni að ekki sé hægt að nota hana við rokkmúsik, en sú skoðun heyrist enn hjá þeim hljómlistarmönnum sem vilja frekar raula i friði á ensku heldur en að eiga á hættu að verða frýað hæfileika á andlega sviðinu. En ef fólk hefur ekki tök á sinu eigin máli gengur þvi vart betur með útlenskur. Ef árásirnar á Bubba áttu að sýna þjóðerniskennd, er sú merk- ing lögð i það sem ég óttað- ist — þjóðernishroki. Og ég held að slikatlaga sé siður en svo væn- leg til að vemda tungumál okkar gegn óæskilegum áhrifum utan úr hinum stóra heimi. Ef tala á um versnandi móður- málstilfinningu, sem berlega sjá- ist i textasmiðum poppsins, þá er þarum afleiðinguað ræða en ekki orsök. Þar sem ég hef grun um orsökina, beini ég spurningu minni þangað sem ég vona að hún upplýsist. Að lokum, Elias, fyrirgeföu þetta svar út i hött og ræðum mál- in betur undir færri augum. Hafa menntskælingar minni máltilfinningu og mælfræðikunnáttu nú en t.d. fyrir 10 árum? Ef svo er, hver heldur þú að ástæðan sé? ritstjórnargrein í nafni sósialismans Fólskir verkfallsmenn. Það er dimmt myrkrið sem grúfir yfir Póllandi þessa skam mdegisdaga. Um landið allt á vopnlaust fólk i höggi við her og lögreglu þeirrar ofbeldisstjórnar sem kýs að byssurnar einar hafi málfrelsi, að orðum sé svarað með skothri'ð. Vopnlaust og alls- lauststendurfólkiðframmi fyr- ir byssukjöftunum á strætum úti, i verksmiðjum og á vinnu- stöðum. Þúsundum saman er þeimsem liklegir töldust til for- ystu sópað inn i' fangelsin, öllum öðrum til viðvörunar, og þar sem menn leyfa sér að sýna mótþróa eru byssumar ekki að- eins sýndar, heldur látnar taka til máls. t Slésiu voru 7 námu- verkamenn skotnir til bana, segir útvarp herstjórnarinnar i Varsjá og greinir einnig frá blóðugum óeiröum á Eystra- saltsströndinni og viðar. Hundr- uð manna hafa særst, og þó fá- um við sjálfsagt ekki aö frétta nema um örlitið brot af þvi sem gerist, þvi landiö er lokaö öllum erlendum fréttamönnum. Pólska herforingjastjómin byggir vald sitt allt á bakstuðn- ingi þess her- og lögregiuvalds, sem stjórnað er af öldungaveld- inu i Kreml. Sá sem þar situr i forsæti hefur nýskeð verið út- nefndur sem „Sól frelsisins” af leppum sinum í'Afganistan, og sjálfsagt má hann á næstunni vænta æðsta heiðursmerkis pólsku herforingjastjórnarinn- ar, — jafnvel strax i dag. Þeir segjast vera aö bjarga „sósialismanum” i Póllandi. Mættum við, íslenskir jafnaðar- menn, frábiðja okkur þann „sósialisma” sem öldungaveld- ið i Kremlbýður þegnum sinum og kúgar með vopnavaldi upp á aðrar þjóðir. Vi'etnömum gekk á sinum tima iUa að læra aö meta það „lýðræði”, sem Bandarikja- menn vildu ólmir kenna þeim með sprengjuregni og dauða. Sú lexia var hörð. Og það er hörð lexia i „sósialisma”, sem Pól- verjum er boöin þessi jólin. Sósialismi og demókrati, sem á islensku heita jafnaðarstefna og lýðræði eru fagrar hugsjónir. En orðin ein sér segja ekki margt. Það auðhringa„lýð- ræöi”, sem Bandarikjamenn standa fyrir i Suður-Ameriku og viða um heim, og sá gerræðis- „sósialismi” sem Kremlverjar bjóða uppá hafa i báðum tilvik- um snúist i' andstæðu sina. Við skulum horfa á veruleik- ann og veröldina eins og hún er, þá aðeins kann að reynast mögulegt að breyta henni. Orð eru til alls fyrst, en ef orð og verk stangast á, þá eru það verkin ein sem tala. Og verkin tala alltaf. Þau hafa gert það i Póllandi nú, m.a. i námunum i Katowice. Við spyrjum ekki Pólverja hvort hann kalli sig sósialista. Við spyrjum hvort hann sé á móti valdstjórninni. Við spyrj- um ekki Argentinumann hvað hann hugsi um lýöræði, heldur um hitt, hvorthann sémeð eða á móti valdstjórninni. Við spy rjum fyrst um tjáning- arfrelsi og samtakafrelsi allrar alþýðu, en siðar um sósialisma. Við spyrjum fyrst um brauð handa hungrandi börnum, en siðar um lýðræði. Samt eru bæði sósialisminn og lýðræðiö merki- leg. Þótt við köllum okkur lýðræð- issinna og jafnaðarmenn, þá skulum við ætiðvera við þvi bú- in, að hörðustu andstæðingar okkar nefni sig einnig svo. Hafa ekki kristnir barist við kristna gegnum aldimar? Orðin segja svolitið. Við skulumspyrja okk- ur s jálf, — hvaö við meinum . Ef sósialisminn gerir þá krSu til okkar að við stöndum með pólsku herforingjunum, þá skul- um við brenna sósialismann. Ef lýðræðið gerir þá kröfu til okkar að við stöndum með herfor- Kjartan_________________ Olafsson skrifar ingjastjórninni i E1 Salvador, þá skulum við drekkja lýðræðinu. Svo einfalt er það.Ný orð má æ- tið finna en unnin verk verða ekki aftur tekin. Það þurfa allir að skilja. Ofurvald þeirrar gerræðis- stjórnar sem situr i Kreml er erfiðasti þröskuldurinn á vegi þeirra sem berjast fyrir þjóðfé- lagi jafnaðarstefnunnar hvar sem er i heiminum. Ofurvald hinna alþjóðlegu auðhringa, sem öllu ráða i Bandarikjunum er erfiðasti þröskuldurinn á vegi þeirra sem berjast fyrir lýðræði um allan heim. Við sigmm ekki annan risann með þvi' að vingast við hinn, heldur meö þvi eina nótt aö safna liði gegn þeim báðum, hér og um allan heim. Við björgum ekki Pólverjum með matgjöfum, en e.t.v. geta þeir bjargað okkur. Ef til vill getur uppreisn Solidarnosc gegn kúgunarvaldinu, — mynd verkamannanna frammi fyrir byssukjöftunum rétt úr okkur. Má vera að sú mynd dugi til að minna okkur enn einu sinni á skyldur við striðandi mannkyn, á sæmd hinskúgaða sem ri's upp með lifið að veði, á smán kúgar- ans, sem ekkert hefur að bjóða nema valdið nakið. A okkar eig- in sæmd, á okkar eigin smán. Sú áminning er öðrum þarf- ari. - k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.