Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 21
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 bshur Skotveiðifélagið gefur út bók eftir Kjartan S. Júlíusson lögfræðing: FUGLAVEIÐIRÉTTUR Kjartan Júlíusson lögfrœðingur Fuglaveiði- réttur i formála bókarinnar er sagt frá þvi, að það hafi verið megin- þáttur i starfi Skotveiðiféiagsins frá stofnun þess haustið 1978 að verja og leitast við að auka rétt almennings til skotveiða. Mikiðer óunniö i þvi efni. Vonir eru bundnar við að innan skamms hefjist gagnger endurskoðun á lögum um fuglaveiðar og fugla- friðun nr. 33/1966 og fleiri lögum sem lúta aö veiðum og veiðirétt- indum. í þvi starfi er mikils virði að hafa i höndum svo vandað yfir- Útgefandi: SkotvatðHélag Raykjavikur Reykjavik - Október 1981 lit um þróun fuglaveiðiréttar sem ritgerð þessi er. Auðvitað kunna einstakar ályktanir höfundar að orka tvi- mælis, oger ekki umtalsvert. Hitt er áreiðanlegt, að veiðimönnum, sem um þessi mál hafa eitthvað hugsað, er mikill akkur i útkomu þessarar ritgerðar, og reyndar ætti hið sama að gilda um ýmsa aðra, svo sem landeigendur og lögfræðinga. Ný Scarrybók komin út Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina: Binni bóndi og drekinn ógurlegi, eftir hinn kunna barnabókahöfund Kichard Scarry i islenskri þýð- ingu Andrésar Indriðasonar. Richard Scarry leggur mikla áherslu á aö tvinna saman skemmtun og lróðleik i bókum sinum. Sagan um Binna bónda, sem öll er litprentuð, er þó fyrst og fremst ævintýri sem gerist fyrr á öldum og segir frá þvi þegar Binni og Ormar takast á hendur að bjarga hinni undir- fögru Perlu prinsessu úr klóm drekans ógurlega. Garðagróður kominn út í endurbættri útgáfu Garðagróður, hin mikla bók Ingólfs Daviðssonar og Ingimars Óskarssonar, kemur nú út i endurbættri útgafu á vegum ísa- foldar. Þetta er eina islenska bókin þar sem tegundum i görðum er lýst nákvæmlega og greiningarlyklar eru til að ákveða þær. Margvislegar leiðbeiningar um ræktun trjáa og jurta ásamt leiðbeiningum um skipulag garöa eru i bókinni, sem er prýdd fjölda mynda. Eldri útgafan er uppseld fyrir alllöngu. Börn óranna -lióðsaga -no eftir Valgerði Þóru Komin er út bókin Börn óranna eftir Valgerði bóru. Bókin er sett i tvenns konar letri þvi hún er söguskýrslur með ljóörænum inn- skotum og hefur verið valinn undirtitillinn Ljóösaga. 1 bókinni eru skreytingar i júgdendstil. Hún fjallar um islenskan nútima og timalausar draumsýnir og er 116 blaðsiður. tsafold prentar bókina en um útlit sá Einar Þ. As- geirsson, hönnuður. Ljóðsaga gefur bókina út. Gustur, Lassý og Tarzan Sighifjarðarprentsmiöja h.f. gefur að þessu sinni út tvær ung- lingabækur úr bókaflokkum, sem notið hafa mikilla vinsælda her á landi siðastliðinn áratug. Hérer um að ræða 11. bókina úr bókaftokknum um hestinn GUST og vini hans, sem að vanda lenda i alls konar spennandi æfintýrum. Bókin heitir GUSTUR — Leitin að úrannámunum. Þá er einnig 10. bókin um LASSÝ hundinn vinsæla og vini hans og er ekki sökum aö spyrja, að þeir lenda i spennandi klipu, sem leysist að sjájfsögðu meö hjalp LASSÝ. B'ökin heitir LASSÝ — Mannrán viö Noröurá. Siglufjarðarprentsmiðja h.f. gefur einnig út TARZAN-mynda- blöö árið um kring, en nú á haust- dögum rétt fyrir jólin hafa komið út glæsileg aukahefti i stærra broti en venjulega. Heftin eru mjög litskrúðug og prentun öllhin vandaðasta. Myndasögurnar bera heitin „TARZAN — Demantaæði” og „TARZAN — Drekaskrímsli”. Hnefaréttur - prakkarasaga eftir Eðvarð Ingólfsson Barnablaðið Æskan hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Eð- varð Ingólfsson, tvitugan Sand- ara, en i fyrra kom út eftir hann unglingabókin Gegnum bernsku- múrinn. Nefnist nýja bókin Hnefarétturog segirá bókarkápu að hún sé við hæfi 9—13 ára barna. Fjallar hún um átök milli nokkurra drengja og gamals, skapstyggs manns i litlu þorpi fyrir nokkrum áratugum. Hnefa- réttur er myndskreytt af Oddi Ævari Guðmundssyni. Nú getn allir faríð að mála — hér kemur tilboð, sem erfítt er að hafna 1. Ef þú kaupir málningu fyrir 500 kr. eða meira færðu 5% afslátt. 2. Ef þú kaupir málningu fyrir 1000 kr. eða meira færðu 10% afslátt. 3. Ef þú kaupir málningu í heilum tunnum, þ.e. 100 lítra, borgarðu verksmiðjuverð og i kaup- bæti færðu frían heimakstur, hvar sem er á stór-Reykjavíkursvæðinu. Hver býður betur? Opið mánud. — miðvikud. kl. 8-18 Opið fimmtudaga kl. 8-20 Opið föstudaga kl. 8-22 Opið laugardaga kl. 9-12 Opið til kl. 10 í dag IBYGGINGAVÖRURl Hringbraut 119 Símar: 10600-28600 Munið aðkeyrsluna frá Framnesvegi Lifandi blóm gera jóla- hátíöina eftir- minnilega "'V '1 Lítið við í næstu blómabúð ^Blóma fiamléióendur Margir hafa tekið upp þann sið, að láta heimilið blómstra á jólunum með litmildum lifandi blómum Lifandi blóm eru þægileg í viðmóti og laða fram birtu og vellíðan Lifandi blóm setja einnig hátíðarsvip á heimilið^ og nálægð þeirra eykur á gleðistundir jólahátfðarinnar Bjóðið gleðileg jól með blómum og njótið sjálf blóma um jólin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.