Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19 — 20. desember 1981 Góðar °g nytsamar ÁLTÖSKUR fyrir myndavéiar frá kr. 682,— ENNA sýningarvélar fyrir litskyggnur frákr. 1.910,— SMÁSJÁR ásamt fylgihlutum frá kr. 356,— MEOPTA stækkarar frákr. 1.540,- Viewlux-sjónaukar frá kr. 470,— ELMO super 8 kvikmynda sýningarvélar án hljóðs, frá kr. 2.660,— HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR S: 20313 S: 82590 AUSTURVER S:36161 Umboðsmenn um allt land Verðlagskönnun í Borgarnesi og á Akranesi Meðaltalshækkun 43,7% árið 1981 Verðlagsstofnun og deildir Neytendasamtakanna i Borgar- nesi og Akranesi hafa unnið i samvinnu verðkönnun i versl- unum á þessurn stööum og nær hún til 39 vörutegunda, sem valdar voru af handahófi. Kemur þar fram að algengustu verð- hækkanir á þessum vöru- tegundum er á biiinu frá 30—50%. Meðalhækkun á milli ára er 43,7% og er mjög i samræmi við hækkanir sem gert var ráð fyrir að yrðu á árinu 1981. Þrjár vörutegudnir hafa hækkað yfir 80% á árinu. Eru það malskorn, sem hækkaði mjög á heimsmarkaði vegna frost- skemmda, kjtíklingar og egg. Hækkunin á kjúklingunum skýrist að mestu á þvi að fyrir ári siðan var mikið framboð af þeim svo að verð lækkaði langt niður fyrir skráð verð, en verðið hefur hækkað mjög upp á siðkastið eins og hækkunartalan sýnir. Eggja- framleiðendur hafa hins vegar ekki farið að lögum og sótt um hækkanir á framleiðslu sinni, en Verðlagsstofnun hefur kært þá fyrir ólögmætar hækkanir og er Rannsóknarlögregla rikisins með málið i sinum höndum. En þó vörur hafi hækkað eru tvær vörutegundir sem hafa lækkað i verði. Eru það sykur og flórsykur. Sykurinn hefur lækkað um 40% og flórsykurinn um 18%. —Svkr Forystumenn Samstöðu verði látnir lausir A stjórnarfundi i Sambandi islenskra bankamanna 17. desember s.l. var samþykkt svo- felld ályktun um astandið i Pól- landi: Stjórn Sambands islenskra bankamanna fordæmir aðför pólskra stjörnvalda gegn alþýðu landsins og harmar að hervaldi skulibeitttilaðkæfa sókn pólskra launamanna tilfrelsisog lýðræðis i iandinu. Stjórn Sambands islenskra bankamanna krefst þess, að mannréttindi verði virt í Póllandi og lýsirfullri samstööu sinni með hinni frjálsu pólsku verkalýðs- hreyfingu. Þesserkrafist, að forystumenn Samstöðu verði látnir lausir og hreyfingin fái að njóta þess sjálf- sagða réttar að starfa að þróun lýðræðis i Póllandi. Ný bók eftir Olaf Hauk Símonarson: Almanak jóðvina- félagsins Ný bók er komin út ef tir ÓLAF HAUK SIMONARSON og nefnist ALMANAK JÓÐVINAFÉLAGS- INS. Það er Mál og menning sem gefur bókina út. Ólafur Haukur Simonarson er vel kunnur af verkum sinum og hefur komið viða við. Eftir hann hafa komið út skáldsögur, ljóð, smásögur, hann hefur samið leik- rit, lagatexta og sönglög sem komið hafa útá hljómplötum o.fl. Á siðasta ári kom út hjá Máli og menningu skáldsagan GALEIÐAN sem fékk lofsamlega dóma, en kunnastur mun Ólafur Haukur vera fyrir skáldsögu sina VATN A MYLLU KÖLSKA, sem kom út hjá sama forlagi 1978. ALMANAK JÓÐVINA- FÉLAGSINS er ljóðsaga. Ólafur Haukur ritar dagbók sem er skráning alls i senn: Leitar skáldsins að óvininum sem ætlar að tortima heiminum i kjarn- orkustyrjöld innan næstu 1050 daga frá þvi sagan hefst, hvers- dagslega skáldlegs lifs i Reykja- vik, vonar, vonleysis og ótta, til- hlökkunar skáldsins og eftirvænt- ingar meðan það biður þess að verða faðir. Frásögnin er full af ádeilu og skopi, fleyguð ljóðum og hversdagslegri lifsspeki. ALMANAK JOÐVINA- FÉLAGSINS er i vasabókar- eða dagbókarbroti, 83 bls. að stærð. Sigrid Valtingojer gerði kápuna. Bókin er unnin i Prentsmiðjunni Hólum hf. Jólatónleikar Nýja tón- listarskólans Jólatónleikar Nýja Tónlistar- skólans verða i dag, laugardag, kl. 5. i tónleikasal skólans, Armúla 44. A tónleikunum koma eingöngu fram samspilshópar nemenda og m.a. leikur strengjahljómsveit skólans. Allir eru velkomnir á tónleikana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.