Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.12.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.— 20. desember 1981 ritstjórnargrein úr aimanakinu Meira sukk — stærri vandi • Stærsta efnahagsvandamál okkar íslenska þjóðfélags er sú takmarkalausa eyðsla og sóun sem hér á sér stað. Þeir sem skapa verðmætin eru of fáir, hinir sem magna eyðsluna eru of margir. Hér þarf að verja meira fé og meiri kröf tum í að auka verðmæti þjóðarf ramleiðslunnar, en minna f é og minni kröftum í að eyða því sem af lað er. • Lítill hluti þjóðfélagsþegnanna vinnur hörðum höndum oftast langan vinnudag við að af la þjóðarbú- inu dýrmætra gjaldeyristekna. • Árangurinn af þessu starf i er sá, að í ár er áætlað að heildarverðmæti okkar vöruútf lutnings muni nema um 6.670 miljónum nýkróna. Þetta eru miklir pen- ingar, en við eyðum þeim öllum jafnóðum — auðvitað verulegum hluta með skynsamlegum hætti, en of stórum hluta í sukk og óráðsíu. • Því er haldið fram af mörgum að kaupmáttur launa hafi farið minnkandisíðustutvö árogsamkvæml upplýsingum opinberra stof nana, sem þær rannsóknir annastþá verður kaupmáttur ráðstöf unartekna heim- ilanna í landinu sá sami á þessu ári og hann var á árinu 1979. f þeim efnum hefur engin aukning átt sér stað. • En hvernig skyldi þá vera með almennan vöruinn- f lutning til landsins á þessum tíma? • Skyldi hann þá líka vera óbreyttur frá 1979 fyrst kaupgetan innanlands hefur staðið í stað samkvæmt opinberum upplýsingum? • Nei, ekki aldeilis! • Samkvæmt upplýsingum Þ jóðhagsstofnunar, sem Þjóðviljinn greindi frá i gær, þá hefur almennur vöru- innf lutningur til landsins aukist um 11% á síðasta ári og horfur eru á 10% aukningu á þessu ári, eða sam- tals 22% aukningu á tveimur árum. Þetta eru hreinar magntölur og í þeim koma ekki fram áhrif erlendra né innlendra verðhækkana. Tekið skal fram að olíu- vörur eru hér ekki taldar með, en innf lutningur þeirra hefur að sjálfsögðu farið minnkandi af augljósum ástæðum. Um siðustu aldamot var ts- land talið fátækt land á mörkum hins byggilega heims og fyrir 20 árum voru Islendingar jafnvel fullir af minnimáttarkennd vegna smæðar, fámennis og takmarkaðra náttúruauðlinda. Nú erum við smám saman aö uppgötva að við erum rik þjöð með gnött gæða og framtiðin er okkur i' hag meðan fátt sýnist bjart framundan hjá mörgum nágrönnum okkar. Að visu er veraldargengi valt og á einni nóttu getur veður skipast i lofti. Riku þjóðirnar sem við höfum áttmest samskipti við um aldir, Danmörk, og Bretland, virðast nú illa á vegi staddar. Danmörk erorkusnautt land og fátt er þar um dýra málma i jörð. Fram- tiðarvindan er þeim í óhag. Að visu búa Danir yfir mikilli verk- kunnáttu og hún er dýrmæt en þeir viröast engu að siður vera að kollsigla sig. Það sýnir stöð- ugt og stórfellt atvinnuleysi og ofvaxið kerfi. Bretar gjalda þess að heimsveldi þeirra er hrunið. Nýlendurnar voru undirstaða yfirbyggingarinnar i Bretlandiog þeirreyna að halda þessari yfirbyggingu þó að hornsteina vanti. Bretaveldi er þvi á fallanda fæti, úrkynjað stórveldi. lslendingar eiga gullnámu, hún er hafið i kringum okkur sem við höfum tryggt okkur yfirráðaréttyfirá undanförnum áratugum, fyrst með þvi að færa út i 4 milur og loka fyrir veiðar i flóum og fjörðum, þá með útfærslu í 12 mi'lur 1958, i' 50 milur 1973 og loks 200 milur 1975. Ef við fáum að halda þessum dýrmætu miðum fyrir Gullnámur Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. íþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ölafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Islands • Það er furðulegt til þess að hugsa, að hér skuli neysla og notkun á erlendum varningi hafa aukist um 22% á aðeins tveimur árum, og það á sama tíma og kaupgeta heimilanna í landinu hefur að kalla staðið í stað samkvæmt opinberum heimildum. • Þrjár skýringar koma í hugann og sjálfsagt duga þær hver f yrir sig til að skýra eitthvert brot af þessari gífurlegu innf lutningsaukningu. • I fyrsta lagi hefur kaupgetan hér innanlands trúlega vaxið nokkuð, enda þótt það komi ekki f ram í opinberum skýrslum. — f öðru lagi hefur neysla og notkun á erlendum vörum ugglaust farið vaxandi á kostnað innlendrar f ramleiðslu, svo af leitt sem það nú er. Og í þriðja lagi má ætla að birgðir af erlendum vörum séu hér nokkru meiri við lok þessa árs heldur en f yrir tveimur árum. • Engum dettur í hug að hér haf i vottað fyrir skorti á erlendum vörum á árinu 1979. Við höfum nóg af þeim og meira en nóg. Samt eru horfur á að á þessu ári munum við fiytja inn almennar vörur (olía ekki meðtalin) fyrir 800 miljónir nýkróna, umfram það sem óbreytt vörumagn frá ársinnflutningi 1979 hefði kostað. Þetta eru 1.4 miljónir g. kr. á sérhverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu, og það þótt kaupgetan hafi ekki vaxið nokkurn skapaðan hlut á þessum tveimur árum!!! • Og þaðer ekkert látá straumnum. • Þjóðhagsstofnun hafði áætlað í haust, að almenn- ur vöruinnf lutningur síðustu f jóra mánuði þessa árs yrði 16% meira en sömu mánuði í fyrra. Nú er þessi spátala ekki lengur 16% heldur 30%! Þar kemur að vísu ekki eingöngu til aukið magn, eins og í þeim dæmum sem ofar eru nefnd, heldur einnig áhrif hækkana á erlendu verði innfluttrar vöru en þær hækkanir eru þó taldar nema aðeins 6—7% yf ir þetta ár i heild. • Innf lutningsverslun okkar er með öllu stjórnlaus, og taiin að kalla heilög af ærið mörgum. Þess vegna m.a. er sóunin takmarkalaus. Þess vegna er vandi efnahagsmálanna mun stærri en vera þyrfti.— k. ágjörnum nágrönnum og okkur lánastaö nýta þau á skynsaman hátt erum viö á grænni grein. Aðra gullnámu eigum við. baö er heitt vatn i jörðu og ónotuð orka i'striðum vötnum. 1 raun og veru er hitaveita i flest hús landsins aðeins byrjun á nýtingu heita vatnsins, þar eru griðarlegir möguleikar. Mér dettur aðeins i hug Bláa lónið i Svartsengi. Ef lækningamáttur þess reyndist eins mikill og vonir standa til væri hægt að reisa þar risastórt heilsuhæli á heimsmælikvarða og auglýsa það um öll lönd. Soreasissjúkl- ingar skipta miljónum, einkum i Evrópu og N-Ameriku. briðju gullnámuna höfum við verið að eignastsmám saman á undanförnum áratugum. Það er góð menntun. Við erum farnir að búa yfir það góðri verk- og tæknikunnáttu að i mörgum greinum erum við i fremstu röð. Ef við getum notfært okkur hana á réttan hátt mun hún mala okkur gull. Þess vegna verðum við að kappkosta að missa ekki bestu menn okkar úr landi. Það er mun skynsam- legra að selja kunnáttu þeirra til útlanda. betta getum við bæði gert með verktakastarf- semi erlendis og með þvi að framleiða varning innanlands sem eftirsóttur er erlendis. Einnig er nauðsynlegt að hlúa sem best að mennta- og rann- soknarstofnunum. Það á eftir að gefa mikið i aðra hönd þó að hleypidómar gegn skólamennt- un segi annað. Þjóðir eiga þvi aðeins tilverurétt að þær leggi eitthvað til heimsmenningar- innar og það verðum við að kappkosta þar sem viö eygjum leið. Ég hef stundum sagt i gamni aö tslendingar séu villimanna- og happdrættisþjóðfélag. Hér vinna menn eins og brjálæð- ingar, nær þvi' dag og nótt, leggja allt undir og tapa eða vinna eftir ástæðum. En þessi frumkraftur okkar gerir okkur að sterkri og framsækinni þjóð. Margar nágrannaþjóöir okkar hafa misst þennan kraft, þjdð- félag þeirra hefur staðnað og orðið lognmollunni aö bráð. Og þá er stundum skammt i enda- lokin. skrifar Guðjón Friðriksson Við erum lfka fá i mjög stóru landi og búum við loftslag sem öðrum þjóðum finnst yfirleitt ekki eftirsóknarvert. Þetta hefur m.a. verndað okkur frá stórfelldri innrás útlendinga. bað er ágætt fyrir okkur að blandast erlendum þjóðum i hæfilegum skömmtum ár hvert en sú þróun má ekki vera of ör. Hún má ekki gleypa okkur, Viö erum aðeins 230.000 talsins sem erhlægilega lágtala i'augum al- heims. Það sem hér hefur verið sagt á undan er bjartsýni, sem e.t.v. á ekki fullan rétt á sér. Það eru nefnilegar blikur á lofti. Hvaða tryggingu höfum við fyrir þvi, þegar verulegar syrtir i álinn hjá fjölmennum nágranna- þjóðum, að þær láti gullnámur okkar i' friði? Við erum varnar- laus gagnvart slikri ásælni. Bandariski herinn hér á landi er ekki okkar vegna, hann er hér vegna bandariskra hagsmuna og ef Bandarikin ættu t.d. aö velja á milli breskra og is- lenskra hagsmuna þyrfti ekki að spyrja að 'málalokum. Annað er það að Island er púðurtunna. I kringum landið eru kjarnorkukafbátar á sveimi, tilbúnir að skjóta eld- flaugum si'num iallar áttir. beir eru skotmörk og þar með við sjálf. Keflavikurflugvöllur og einnig loranstöðvarnar á Staf- nesi og Snæfellsnesi eru skot- mörk i kjarnorkustriði. En það þarf ekki styrjöld tiUíjarnorku- slys innan landhelgi okkar.leki i kafbát t.d. gæti eyðilagt fiski- mið okkar með öllu og hvar værum við þá stödd? tslendingar eru peð á skák- borði stórveldanna Og þau munu lita á okkur sem peð meðan við iútum valdi þeirra i auðmýkt. Þá erum við einskis virði i augum þeirra. Banda- rikjamenn hafa örugglega ekki mikið álit á okkur Islendingum. Þeirmundu fóma okkur án þess að depla auga og jafnvel án þess að vita af þvf. En við eigum gullnámur i góðu landi og þetta hvort fveggja verðum við að tryggja i óvissri framtið. Við veröum aö sætta okkur við að vera áhrifasvæði Bandarikj- anna, það erum við hvort sem bandariskurhersitur landiðeða ekki. Meðan ekki brýst út styrj- öld getum við þvi verið nokkurn veginn örugg gegn sovéskri inn- rás. Bandarikjamenn mundu aldrei þola það á yfirráðasvæði sinu. Gullnámum okkarog virðingu sem sjálfstæð þjóð væri hins vegar best borgið með þvi að reka hinn ameriska her á brott. Þeir mundu þá a.m.k. ekki spandera bombu á Reykjanes- skagann, ef ekkert væri þar skotmarkið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.