Þjóðviljinn - 06.02.1982, Page 2
2 Stp A — ÞJÓÐVILJINN . Helgin 6 — 7. febrúar 1982.
skammtur
AF LISTALEIÐA
Ef það er nokkuð sem mér liggur á hjarta
þessa dagana, þá er það helst það, hvað listin
þarf að vera hrút- djöfull leiðinleg til að teljast
gjaldgeng sem slík, meðal þeirra sem teljast
betur vita og „marka stefnuna" í listrænum
efnum.
Ég veit ekki hvort þetta er nokkur ný bóla.
Kannske hefur þetta alltaf verið svona.
Þeireruófáir listamennirnir, sem með leið-
indunum einum að vopni hafa „brotið sér
braut" og „haslað sér völl" í heimslistinni og
er manni oft næst að halda að listræn fýla sé
sá gæðastimpill, sem vænlegastur er til að
afla sér viðurkenningar í samtímanum.
Þeir snillingar, sem í gegnum árin og ald-
irnar hafa hreyft gamansemi, hafa undan-
tekningarlítið orðið að búa við það að fá ekki
viðurkenningu sjálfskipaðra „listmats-
manna", listfræðinga og herskara allskonar
fræðimanna um listræn efni.
Umf jöllunin um listinaerað verða svo mikil
að vöxtum að hún er á góðum vegi með að
drekkja allri viðleitni til listrænna umsvifa, en
þeir sem bjargast i land verða að búa við
mettað andrúmsloft listrænnar fýlu og þá
væntanlega verða samdauna henni til að eign-
ast tilverurétt í samfélagi misviturra list-
fræðimanna.
Einhvern timann sagði hið kunna skáld og
heimspekingur Rainer María Rilke eitthvað á
þessa leið: „Ekkert er fjær því að komast í
snertingu við listaverk en umsagnir um þau.
Meira eða minna vel heppnaður misskilningur
er allt og sumt sem á þeim er hægt að græða".
Enda er það nú einu sinni svo, að listfræði-
mennirnir gleymast um leið, og oft áður en
þeir geispa golunni, en guðsg jafarlistin verður
eilíf.
Mozart átti nú ekki uppá pallborðið hjá tón-
listarvitringum samtímans, þó hann væri
orðinn rómað undrabarn heimshornanna á
milli sex ára, Schubert var af sinni samtíð
álitinn gojlari og Jaroslav Hasek skrifaði
Sveik neðanmáls í dagblað til að eiga fyrir
nauðþurftum frá degi til dags, sömuleiðis
Balsac, já og svona mætti náttúrlega enda-
laust tel ja. Moliére hefði sennilega verið drep-
inn af samtímasérfræðingum, ef kóngurinn
hefði ekki veriðsá „plebbi" aðtaka hann uppá
arma sina, og ekki þóttu þeir nú par fínir
menn, né menningarlegir, Holberg eða Feyd-
eau, að ekki sé nú talað um þá Buster Keator,
Charles Chaplin, Gög og Gokke, Harold Lloyd,
Marx bræður og f leiri og f leiri.
Allir voru þessir snillingar, af samtíð sinni
álitnir heldur ófínir „skemmtikraftar" fyrir
ómenningarlegt og óf ínt fólk.
Nú heyra þessir ófínu pappírar allir
klassíkinni til og listasnobb nútimans halda
ekki vatni þegar á þá er minnst.
Af íslenskum spaugsnillingum, sem sam-
tíðin forsmáði má nefna Benedikt Gröndal, en
nærveru hans var ekki óskað í húsi „sóma
íslands sverðs og skjaldar" Jóns Sigurðssonar
og maddömu Ingibjargar. Á íslandi var hann
hrakinn úr barnakennslu af mönnum sem
vafalaust hafa verið minni snillingar en hann
og húmorlausari.
Sigurður Breiðfjörð þurfti hins vegar, líkt
og frelsarinn, að taka á sig allar Ijóðsyndir
islendinga um aldaraðir og er ekki enn kom-
inn í helgra manna tölu eftir þá krossfestingu.
Um Shakespeare hef ur hinsvegar, af fræði-
mönnum, verið skrif að með þeim hætti og í því
magni að um hvert eitt orð sem hann skrifaði
hafa aðrir fjallað með tvöþúsund orðum, og
hef ég fyrir satt að flest af því sé heldur
ófyndin lesning. Sérfræðingar hafa að vísu
ekki skrifað jafn mikið um verk Bertolts
Brechts, en þar vega leiðindin ef til vill þyngra
á metaskálunum, enda eru listfræðimenn á
góðum vegi með að drepa þessa tvo snillinga,
með leiðindunum einum saman. Eftir allan
listfræðiúrhellinginn um þá, halda flestir
núorðið, að þeir séu óþolandi. Eru þar þó tveir
góðir húmoristar á ferð, hvor með sínum
hætti.
Mozart dó 45 ára, heldur lágt skrifaður og
lítið skilinn.
Ef Þórbergur og Halldór hefðu ekki náð
hærri aldri en það, er vísast að þeirra örlög
hefðu orðið þau sömu og Mozarts, að hljóta
harla litla viðurkenningu í lifanda líf i.
Það er ómaksins vert að rif ja upp það sem
menningarvitar stríðsáranna og fyrirstríðs-
áranna skrifuðu um þessa tvo snillinga. Þeir
voru ekki bara misskildir, þeim var bókstaf-
lega misþyrmt á prenti.
öll umf jöllun um list er í raun og veru fánýtt
hjal. Listin er einfær um aðtala sínu máli.
Lesið þess vegna, hlustið, horfið og njótið
þeirrar listar, sem ykkur finnst góð falleg og
skemmtileg.
Látið ykkur finnast það sem ykkur finnst,
en ekki það sem ykkur á að f innast. Því:
Heims er listar háli vegur
hulinn svelli.
Helviti er ég hátiðlegur,
ég hætti í hvelli.
skráargatið
Ýmsar
aukagreiöslur og friðindi sumra
manna eru með ólikindum.
Þannig mun endurskoöanda
nokkurs hafa rekið i rogastans
er hann sá þaö svart á hvitu að
bilastyrkur til eins af
þingmönnum Framsóknar-
flokksins hafi numið 100 þúsund
krónum á siðasta ári — 10
miljónum gamalla króna. Sá
maður hlýtur eiginlega að hafa
setiö i bilnum sinum allan sólar-
hringinn árið um kring. Og svo
eru allar hinar greiðslurnar —
fyrir nefnda- og stjórnarstörf,
simakostnað o.s.frv.
Iþróttafélög
eru til margra hluta nýt, ekki
^sist i prófkjörum stjórnmála-
flokkanna. Frægt er þegar Jó-
steinn Kristjánsson lét knatt-
spyrnufélagið Viking ganga i
Framsóknarflokkinn um daginn
til að kjósa sig og nú er sagt að
Guðmundur Árni Stefánsson sé
að leika sama leikinn i prófkjöri
krata i Hafnarfirði nú um helg-
ina. Hannhefur flokksforustuna
upp á móti sér en hefur skipu-
lagt FH-inga til að kjósa sig
þess i stað. Það gerði einnig
Gunnlaugur bróðir hans á
sinum tima — og komst á þing.
Þjóöleikhúsiö: Hver er tilgangurinn meö rekstri þess?
Islensku
alþjóðameistararnir, sem tefla
eiga á Reykjavikurskákmótinu,
erunú i uppreisnarham og hafa
jafnvel hótað að hætta við þátt,-
töku. Ástæðan er sú aö erlendu
alþjóðlegu meistararnir, sem
tefla á mótinu fá 200 dollara i
dagpeninga en Islendingarnir
ekkert. Krefjast þeir að sitja við
sama borð.
Embœttismenn
Ronalds Reagan hafa orð fyrir
að vera ekki of vel að sér i
ýmsum málaflokkum sbr. Clarc
sem átti að verða aðstoðarutan-
rikisráðherra en hafði ekki hug-
mynd um einföldustu atriði i
utanrikismálum er hann var
yfirheyrður af utanrikismála-
nefnd bandariska þingsins.
Hann er nú öryggismálafulltrúi
Reagnas. 1 vetur fór sendinefnd
ungra nýfrjálshyggjumanna úr
Sjálfstæðisflokknum á eitthvert
mót i Bandarikjunum og heim-
sótti m.a. Hvita húsið og hitti
þar að máli einn af nánustu ráð-
gjöfum Reagans. Var rætt um
daginn og veginn og spurði ráð-
gjafinn hvort ekki væri allt i lagi
meö herinn á lslandi og var
honum svarað að svo væri. Eftir
dálitið vandræöalega þögn
spurði svo sá hinn sami hvað
þeir væru eiginlega að gera
innan um alla þessa útlendinga.
,,Nú við erum frá Islandi”, var
honúm svarað. „Ég hélt að við
ættum ísland”, sagði þá ráð-
gjafinn dálitið hvumsa.
fullkominni
á stuðningi
þinginu og lýstu
vanþóknun sinni
Reagan-stjórnarinnar við
óþokkaverkin og gengu þannig
nokkrum skrefum framar en
aftaniossar Bandarikjamanna
hér á landi.
endurskoðun” á Þjóðleikhúsinu,
þar sem saman var slengt list-
rænum og fjárhaglegum full
yrðingum af þeir'ri léttúö að
æruverðungir listgagnrýnendur
sem láta þó stundum ýmislegt
flakka, féllu gersamlega i
skuggann. Leiklistarráð svaraði
þessu plaggi og nú er komin
athugasemd frá höfundum þess
við svar ráðsins. Þar segir m.a.
um sérfræðihyggju:
„Annar angi stjórnunar-
vandamála i hinum opinbera
þjónustugeira er fagmennska
eða sérfræðihyggja. Yfirleitt er
þetta atferli skýrt þannig, að
sérfræðingur, hvort sem er á
sviði náttúruvisinda, félags-
visindaeðabókmennta-og lista,
telur eigið svið mikilvægast.
Þannig sýnir sérfræðingurinn
t.d. fagi sinu meiri hollustu en
þeirri stofnun sem hann vinnur
hjá. Stofnunin er aðeins tæki án
markmiða, — markmiðin eru
hans eigin.”
Halda þessir ágætu menn að
listamaður geti haft annað og
betra markmið i starfi sinu en
að þjóna sinu fagi af hollustu?
Eða hver er tilgangur með
rekstri Þjóðleikhúss i augum
þessara skýrsluhöfunda?
Flestum
Þaö
vakti athygli þegar umræðan
um E1 Salvador var á alþingi
um daginn að ekki einn einasti
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
tók til máls til að lýsa andstöðu
sinni gegn grimmdaræði ein-
ræðisstjórnarinnar i þvisa
landi. Þeir létu þögnina tala.
Sama dag komu demokratar
fram sem ein blokk i bandariska
mun vist vera ljóst að rekstur
hvers konar listastol'nana er
með afbrigðum erfitt fyrirtæki
og ekki heiglum hent að stjórna
svo að saman fari listrænn og
fjárhaglegur árangur, enda
hvort tveggja oft afstætt. Það
sem er dýrt i dag, skilar arði á
morgun, og það sem „gengur” i
dag „fellur” á morgun. Það
þótti því með miklum endemum
þegar fram kom „stjórnsýslu-
Einnig
mábæta þvi viðað þeirleyfa sér
að mæla með manni úr ákveð-
inni stétt (leikarastétt) i hálft
starf leiklistarráðunauts. Vita
þeir ekki að það er almennt gert
ráö fyrir háskólamenntun i slik
störf, en ekki leikaramenntun^
Hvað skyldi annars öll þessi
merka skýrslugerð hafa kostað
rikisendurskoðun, sem er
umhugað um að spara?
svo