Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 5
Helgin 6.— 7. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 verk aö verja okkar þjóöarskútu áföllum, þegar stormar krepp- unnar leika flestar þjóöir svo grátt. Og þjóðarframleiðslan Menn kvarta yfir þvi, aö vöxtur þjóöarframleiöslu hafi veriö litiil hér tvö siöustu ár, og formaöur þingflokks Sjálfstæöisflokksins gekk meira aö segja svo langt i útvarpsumræöunum i vikunni aö fullyröa aö einmitt þetta væri til marks um þaö aö hér sæti vinstri stjórn! — Satt er þaö aö vöxtur þjóöarframleiöslu hefur veriö minni en stundum áöur, en við skulum lita á samanburðinn. Samkvæmt upplýsingum Þjóö- hagsstofnunar er taliö aö hér hafi þjóöarframleiösla vaxiö um nálægt 2% á ári aö jafnaöi siðustu tvö ár, og eitthvaö yfir 1% á siöasta ári. Hjá Efnahagsbanda- laginu varð hin vegar samdráttur i þjóðarframleiðslu upp á 0,6% á siöasta ári, og hjáEFTA-rikjunum i heild jókst þjóöarframleiöslan aðeins um 0,5%. Þannig koma Vestur-Evrópurikin í heild út meö minus 0,3% samkvæmt upplýs- ingum frá EFTA. Sé litið á tvö siðustu ár, sem heild, er tsland rétt um meðaltal EFTA-rikjanna, en hjá Efnahagsbandalagsrikjun- um er útkoman lakari en hér hvaö varðar vöxt þjóöarframleiöslu. Allt þetta verður að sjálfsögöu að hafa i huga, þegar dómur er lagður á okkar árangur. Við erum ekki ein i heiminum og áhrif efna- hagskreppunnar sneiöa ekki hjá okkar garði. Spurningin er hvernig okkur tekst aö verjast áföllum og leita skynsamlegra sóknarfæra. Nettóstaða erlendra skulda Dögum oftar heyrist sú kenn- ing, að þótt sumt hafi nú tekist bærilega hjá okkur islendingum siöustu ár, þá hafi þeim árangri verið náð með yfirþyrmandi erlendri skuldasöfnun. Sjálfsagt er að vera mjög á veröi gegn ó- hóflegum erlendum skuldum, en þó fyrst og frenist gegn þvi að lánsfjármagni sé variö i eyðslu og sukk. Lán má hinsvegar lengi taka sé fjármagninu varið til aö treysta undirstööur þjóðar- búskaparins svo öruggt megi kalla að lánsféö gefi arð. 1 þessum efnum gildir hiö sama fyrir þjóðarbúiö eins og fyrirtæki og einstaklinga. En við skulum lita hér á erlendu skuldirnar, og þá er það aö sjálfsögðu nettóstaðan sem mestu máli skiptir. Endanlegar tölur frá siðustu áramótum liggja enn ekki fyrir og viö skulum fyrst skoða næstu ár á undan. Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans var nettóstaða okkar við útlönd neikvæð upp á 5.4 miljarða króna i árslok 1980. Þessi tala er þannig fengin, að lögð eru saman bæöi föst erlend lán og stutt vörukaupalán en siö- an er gjaldeyriseignin og ógreiddar tekjur fyrir vörur, sem búið er að flytja út dregnar frá. 40% hækkun 1975/ en bati ár frá ári til 1981 Við höfum beöið Þjóðhagsstofn- un að svara þvi hvaö stórum hluta af okkar þjóöarframleiöslu hvers árs þessar nettóskuldir viö útlönd hafi numið siöustu ár og hér kem- ur töluröðin: Arið 1974 ................25,4% Arið 1975 ................36,9% Arið 1976 ................36,1% Arið 1977 ................32,9% Arið 1978 .............. 33,3% Arið 1979 ................32,9% Ariö 1980 ................31,2% Þessi töluröö sýnir, að nettó- staöa erlendra skulda tók stökk upp á við árið 1975 (yfir 40% hækkun á einu ári), en þaö var fyrsta heila rikisstjórnarár Geirs Hallgrimssonar. Siöan hafa nettóskuldirnar fariö lækkandi sem hlutfall af þjóöarframleiöslu, allt til ársloka 1980. Síðasta ár En hvað gerðist i þessum efn- um á siðasta ári? Um það liggja endanlegar upplýsingar ekki fyr- ir. Samkvæmt bráöabirgöatölum Seðlabankans breyttist nettó- staöan viö útlönd úr 5,4 miljöröum i minus og i um 7,7 miljarða i minus. Reynist sú tala rétt samsvarar hækkunin að kalla nákvæmlega verðbólgunni hér innanlands á siðasta ári og bendir þaö ekki til stórra breytinga á raungildi skuldarinnar. — Þjóö- hagsstofnun áætlar aö nettó- skuldastaðan i árslok 1981 hækki úr 31,2% ium það bil 34%, og væri þaö vissulega aövörunarmerki. Spátölur i þessum efnum hafa hins vegar haft býsna sterka til- hneigingu til aö lækka á undan- förnum árum þegar endanleg niöurstaða lá fyrir, hvaö sem nú kann aö veröa. — En fari svo aö endanleg tala fyrir áriö 1981 veröi 34% eins og Þjóöhagsstofnun spáir, þá reynist nettó skuida- staöan gagnvart útlöndum samt hafa veriö betri þaö ár, en hún var aö jafnaði á árunum 1975—1978, og er þá jafnan mæld sem hlutfall af þjóöarframleiöslu sem sjálfsagt er. Um árið 1982 skal ekkert sagt hér i þessum efnum, nema þaö að fyllsta aðgát er sjálfsögö. Innlendur sparnaður Aö lokum skal hér minnt á, aö eitthvað skárra hlýtur það nú að vera, aö safna erlendum skuld- um, ef innlendur sparnaöur fer vaxandi á móti, — heldur en þegar hvort tveggja gerist i senn, aö erlendu skuldirnar vaxa og innlendi sparnaöurinn minnkar. Litum á innlenda sparnaöinn. Við höfum við hendina töluröð frá Seölabankanum fyrir fjögur siöustu ár, og er þar um aö ræða heildarinnlán banka — og spari- sjóöa mæld sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Arið 1978 ................21,6% Ariö 1979 ................23,0% Arið 1980 ................23,8% Ariö 1981 . 27% (bráðabirgöatala) Hér hefur mikil breyting oröið til batnaðar á fáum árum, eins og tölurnar sýna og hinn innlendi sparnaður i bönkum og spari- sjóðum vaxið um 25% mældur sem hlutfall þjóöarframlciöslu, og reyndar meira að raungildi vegna þess, aö á þessum árum hefur þjóðarframleiðslan farið vaxandi. Hér er þó ekki talinn með allur sá innlendi sparnaður sem á sér stað hjá lifeyrissjóðun- um og farið hefur vaxandi. Niðurstaöa Og nú skulum við lesendum til fróðleiks og skemmtunar ljúka þessu skuldatali með þvi, aö skoöa hvernig nettótala erlendra skulda umfram innlendan sparnaöi bönkum og sparisjóöum hefur þróast siöustu árin. Sem sagt hverjar væru erlendu skuld- irnar, ef innlendi sparnaðurinn á hverjum tima væri dreginn frá, — allt mælt sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu. Erlendar skuldir (nettóstaða) umfram innlendan sparnað, mælt sem hlutfall af þjóöarfram- leiöslu: Ariö 1978 ............... 11,7% Arið 1979 ................ 9,9% Arið 1980 ................ 7,4% Arið 1981 .... 7,0% (gengiöút frá spátölum Þjóöhags- stofnunar og Seölabanka). Þessi mynd litur ekki mjög illa út, þótt ekki viljum við kalla hana glansmynd. Við teljum myndina byggöa á staðreyndum einum, og biöjum menn skoöa hana vel (jafnvel setja hana i ramma). Aðsvo mæltu óskar Þjóöviljinn rikisstjórn Gunnars Thoroddsen, sem verður tveggja ára á mánudag, langra lifdaga. Margt mætti betur fara, cn samt er nú- verandi rikisstjórn sá besti kostur sem völ er á um stjórn landsins að sinni. Utanríkis- og sjálfstæðisnefnd Alþýðubandalagsins Pólland—T yrkland Ástand mála undir herforingjastjórn í Austur- og Vestur- Evrópu rætt á Hótel Esju n.k. þriðjudagskvöld Einar Karl Ólafur ltagnar Utanrikis- og sjálfstæðisnefnd AB efnir til kvöldfundar að Hótel Esju þriðjudags- kvöld 9. feb. n.k. Fjallað verður um þjóð- málaástandið undir herforingjastjórn i Póllandi og Tyrklandi og afskipti alþjóða- samtaka og rikisstjórna af gangi mála. Fundurinn hefst með ávarpi Einars Karls Iiaraldssonar form. utanrikis- og sjálf- stæðisneíndar. Ræðumaður kvöldsins er ólafur Ragnar Grímsson alþm., sem greinir m.a. frá þeirri umfjöllun sem átt heíur sér stað i Evrópuráðinu um málefni Póllands og Tyrklands og svarar fyrir- spurnum. Fundurinn hefst kl. 18.30 og er stefnt að þvi að 1 júka honum eigi siðar en 21. Meðan á fundi stendur verður borin fram létt máltið. Vegna takmarkaðs rýmis eru þátttakendur beönir að skrá sig hjá flokksskrifstofunni að Grettisgötu 3. Simi 17500 fyrir kl. 17 mánud. 8. feb. SÖZUKI kr. 50.000 útborgun Við bjóðum nú fáeina Suzuki Alto á einstaklega hagstæðu verði og greiðslukjörum. ^Verð kr. 77.000 Útborgun kr. 50.000 Mismunur greiðist með 6 jöfnum mánaðargreiðsium. Missið ekki af upplögðu tækifæri til að eignast nýjan bíi á góðum kjörum. Sveinn Egi/sson hf. Skeifan 17. Sími 85100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.