Þjóðviljinn - 06.02.1982, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Qupperneq 13
Helgin 6.— 7. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Gunnar örn viö eina af myndum sinum. Tólfta einka- sýning Gunnars Arnars í dag kl. 14.00 opnar Gunnar örn Gunnarsson listmálari mál- verkasýningu i Listmunahúsinu við Lækjargötu. Stendur sýningin til mánaðamóta. A sýningunni eru 63 myndir. unnar i acryl og með blýanti. Myndir Gunnars á þessari 12. einkasýningu hans eru flestar unnar á sl. 2 árum. Alllangt er nú um liðið siðan Gunnar örn sýndi hér i Reykja- vik, en það var fyrir 5 árum. Nýjustu myndimar á sýningunni eru unnar i acryl og er viðfangs- efnið mannshöfuð i margs konar útfærslu. Má segja að lista- maðurinn noti þennan þýðingar- mikla likamshluta sem yrkisefni og gefur hann myndunum nýtt sálrænt inntak, sem á ekkert skylt við hinar hefðbundnu port- rett-myndir. Fyrirmyndirnar eru þó allar af holdi og blóði, en út- færslan auðvitað á ábyrgð lista- mannsins. —v. V ísinda- sjóður auglýsir styrki Visindasjóður hefur auglýst styrki ársins 1982 lausa til um- sóknar og er umsóknarfresturinn til 1. mars næstkomandi. Hlutverk Visindasjós er að efla islenskar visindarannsóknir og i þeim tilgangi styrkir hann ein- staklinga og visindastofnanir vegna tiltekinna rannsóknar- verkefna. .Ennfremur eru styrkir veittir til vi'sindalegs sérnáms og þjálfunarog rannsóknarstofnanir eru styrktar til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði. Visindasjóður skiptist I tvær deildir, raunvisindadeild og hug- visindadeíld. Deildarritarar eru Sveinn Ingvarsson fyrir Raun- visindadeild, en Bjarni Vil- hjálmsson fyrir hugvisindadeild. Formaður yfirstjórnar sjóðsins er dr. Ólafur Bjarnason pró- fessor. Umsóknareyðublöð ásamtupp- lýsingum fást hjá menntamála- ráðuneytinu, deildarriturum og sendiráðum íslands erlendis. Kvikmyndahátíð í Regnboganum OtOtListahátíð íReykjavíkO Laugardagur 6. iebrúar Ævintýrið um feita Finn — „Fatty Finn" Ástralia 1981. Eftir Maurice Murphy. Frábærlega skemmtileg kvikmynd fyrir börn og unglinga. Sjaldan hefur eins skrautlegt lið sést á hvita tjaldninu, dýr, börn og fullorðnir. tslenskur texti. Sýnd kl. 1 og 3. Athugið að sýningar hefjast kl. 1.00. Járnmaðurinn — „The Iron Man" Pólland 1981. Eftir Andrzej Wajda. Magnþrungin mynd pólska snillingsins Wajda um fæðingu verkalýðssamtakanna Samstöðu. Hún var tekin jafnóðum og atburðirnir gerðust og Walesa leikur sjálfan sig i myndinni. Járnmaðurinn hlaut Gullpálmann i Cannes 1981. tsienskur texti. Sýnd kl. 5, 7.45 og 10.30. Báturinn er f ullur—„ Das Boots ist voll" Sviss 1980. Eftir Markus Imhoof. Litill hópur gyðinga leitar hælis i sviss- nesku þorpi. Útnefnd til Óskarsverðlauna 1982. Myndin hlaut Silfurbjörninn i Berlin 1981. islenskur texti. Sýnd kl. 3 og 5. óðal feðranna ísland 1980. Eftir Hrafn Gunnlaugsson. Atakamikil kvikmynd um sveitafjöl- skyldu i gleði og sorg. Sýnd kl. 7.05. Eldhuginn — „Tulippaá" Finnland 1980. Eftir Pirjo Honkasalo og Pekka Lehto. Mynd um lifsferii dular- fyllsta rithöfundar Finna, sem lýsir á stórbrotinn hátt finnsku þjóðlifi uppúr aldamótum. Enskur texti. Sýnd kl. 8.45 og 11.15. Barnaeyjan — „Barnens ö" Sviþjóð 1980. Eftir Kay Pollack. Mjög vönduð kvikmynd, byggð á samnefndri skáldsögu P.C. Jersilds, sem lesin hefur verið i islenska útvarp- ið. Myndin fjallar um viðburðarrikt sumar i lifi ellefu ára drengs. Kjörin besta sænska kvikmyndin i fyrra. Danskur texti. Sýnd kl. 1, 3 og 5. í rannsókn — „Opname" Holland 1980. Eftir Erik van Zuylen og Marja Kok. Innihaldsrik og mjög vel leikin mynd um mann sem skyndilega er lokaður inni á sjúkra- húsi. Verðlaun: Locarno 1980 og Prix Italia 1980. Enskur texti. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Síðustu sýningar. Stalker — „Stalker" Sovétrikin 1979. Eftir Andrei Tarkovski. Afar margslungin og kyngimögnuð mynd, sem fjallar um dularfulla atburði i Sovétrikjunum. Eitt helsta stórvirki kvikmyndalistar siðari tima. Enskur texti. Sýnd kl. 1 og 4. Athugið breyttan sýningartima. Myndin hans Nikka — Nick's Movie Elding yfir vötnum — Lightning over Water" V-Þýskaland 1980. Ógnvekjandi og fögur mynd eftir hinn fræga Wim Wenders, um ævikvöld og dauða Nickolas Ray, leikstjórans sem m.a. gerði James Dean frægan. Enskt tal. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Siðustu sýningar. Sunnudagur 7. febrúar Barnaeyjan — „Barnens Ö'' Sviþjóð 1980. Eftir Kay Pollack. Mjög vönduð kvikmynd, byggð á samnefndri skáldsögu P. C. Jersilds, sem lesin hefur verið i islenska útvarp- ið. Myndin fjallar um viðburðarrikt sumar i lifi ellefu ára drengs. Kjörin besta sænska kvikmyndin i fyrra. Danskur texti. Sýnd kl. 3 og 5. Glæpurinn í Cuenca — //El Crimen de Cuenca" Spánn 1979. Ahrifamikil og vönduð spænsk kvikmynd um sannsögulega við- burði, er tveir smábændur voru pyndaðir á hryllilegan hátt til að játa á sig glæp. Myndin var bönnuð af herdómstól, þar til lögum var breytt og nú slær hún öll aðsóknarmet á Spáni. Viðkvæmt fólk er varað við óhugnanlegum pyndingaratriðum. islenskur texti. Sýnd kl. 7, 9 og 11. STRANGLEGA BÖNNUD BÖRNUM INNAN 16 ARA. Ævintýriö um feita Finn — //Fatty Finn" Astralia 1981. Eftir Maurice Murphy. Frábærlega skemmtileg kvikmynd fyrir börn og unglinga. Sjaldan hefur eins skrautlegt lið sést á hvita tjaldinu, dýr, börn og fullorðnir. íslenskur texti. Sýnd kl. 1, 3 og 5. Athugið að sýningar hefjast ki. 1.00. Punktur punktur komma strik Island 1981. Eftir Þorstein Jónsson. Kvikmynd um æsku og uppvöxt drengs i Reykjavik á 6. áratugnum. Sýnd kl. 7 Aðeins þessi eina sýning. Eraserhead —/,Eraserhead" Bandarikin 1977. Eftir David Lynch. Þessi fyrsta tilrauna-mynd höfundar Fila- mannsins lýsir viðbjóðslegri martröð um hryllilegt afkvæmi sturlaðs manns. Viðkvæmu fólki er eindregið ráðlagt að forðast þessa mynd. Sýnd kl. 9 og 11. STRANGLEGA BÖNNUD BÖRNUM INNAN 16 ARA. Gullölddin — „L'Age d'or" Frakkland 1930. Eftir Luis Bunuel (og Salvador Dali). Gullöldin er ein af dýrustu perlum kvikmyndanna. Ein umdeildasta mynd allra tima. Þegar hún var sýnd á hátiðinni i Cannes 1981, þótti ljóst að myndin hefur engu tapaö af upprunalegri ögrun, frumkrafti og hamslausri erótik, sem allt ætlar um koll aö keyra. Aukamynd: ,/Þriðji áratugurinn" Heimildarmynd um árin 1920-30 i Frakklandi, sem lýsa vel þeim jarövegi, sem Gullöldin spratt uppúr. Sænskur texti. Sv/hvit. Sýnd kl. 1, 3 og 5. Þríleikur II (,,My Way Home") „Trilogy II. Bretland 1972-73 Eftir Bill Douglas. Einstök sjálfsævisögumynd drengs i skoskum námubæ, sem lýsir á magnaðan hátt erfiðum uppvexti og vaknandi vitund um eigin sköpunargáfu og sjálfstætt tilfinninga- lif. Margföld verðlaunamynd. Sýnd kl. 9 og 11. Norðurljós — „Northerns Lights" Bandarikin 1978. Eftir John Hanson og Rob Nilsson. Norðurljós fjallar um baráttu norrænna bænda i Norðurrikjunum veturinn 1915 og hefur hlotið fjöldamörg verölaun fyrir áhrifamikla og fagra kvikmyndun. Sv/hvit. Enskt tal. Svnd kl. 3 og 5. Allra siðustu sýningar. Stalker — „Stalker" Sovétrikin 1979. Eftir Andrei Tarkovski. Afar margslungin og kyngimögnuð mynd, sem fjallar um duiarfulla atburði i Sovétrikjunum. Eitt helsta stórvirki kvikmyndalistar siöari tima. Enskur texti. Sýnd kl. 7 og 10. Siðustu sýningar. Ath. breyttan sýn. tima. Mánudagur 8. febrúar Barnaeyjan — „Barnens Ö" Sviþjóð 1980. Eftir Kay Pollack. Mjög vönduð kvikmynd, byggð á samnefndri skáldsögu P. C. Jersilds, sem iesin hefur verið i islenska útvarp- ið. Myndin fjallar um viðburðarrikt sumar i lifi ellefu ára drengs. Kjörin besta sænska kvikmyndin i fyrra. Danskur texti. Sýnd kl. 3. Snjór — „Neige" Frakkland 1981. Eftir Juliet Berto og J. H. Roger. Hlaut verðlaun sem „besta nú- timakvikmyndin” i Cannes 1981. Fjallar á ferskan og spennandi hátt um undirheima Pigalle-hverfisins hversdagslif eiturlyfja og vændis. Enskur texti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. Ævintýrið um feita Finn — „Fatty Finn" Astralia 1981. Eftir Maurice Murphy. Frábærlega skemmtileg kvikmynd fyrir börn og unglinga. Sjaldan hefur sést eins skrautlegt lið á hvita tajldinu, dýr, börn og fullorðnir. islenskur texti. Sýnd kl. 3 og 5. Systurnar — „Die Schwestern" V-Þýskaland 1979. Eftir Margarethe von Trotta. Fögur og átakamikil mynd eftir annan höfund „Katarinu Blum”. Siðasta mynd hennar hlaut fyrstu verðlaun i Feneyjum 1981. Danskur texti. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Þríleikur II — („My Way Home") „Trylogy" Bretland 1972-73. Eftir Bill Douglas. Einstök sjálfsævisögumynd um dreng i skoskum námubæ, sem lýsir á magnaðan hátt erfiðum uppvexti og vaknandi vitund um eigin sköpunargáfu og sjálfstætt til- finningalif. Margföld verðlaunamynd. Enskt tal. Sænskur texti. Sýnd kl. 3 og 5. Gullöldin — „L'Age d'or" Frakkland 1930. Eftir Luis Bunuel (og Salvador Dali). Gullöldin er ein af dýrustu perlum kvikmyndanna. Ein umdeildasta mynd allra tima. Þegar hún var sýnd á hátiðinni i Cannes 1981, þótti ljóst að myndin hefur engu tapað af upprunalegri ögrun, frumkrafti og hamslausri erótik, sem allt ætlar um koll að keyra. Aukamynd: „Þriðji áratugurinn" Heimildarmynd um árið 1920-30 i Frakklandi, sem lýsa vel þeim jarðvegi sem Gullöldin spratt uppúr. Sænskur texti. Sv/hvit. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Útvarpið á „Radio on" Bretland 1979. Eftir Chris Petit. Tilraunakvikmynd sem byggir fremur á hljóðlátum og hægum stemmningum en snörpum efnisþræði. Svart/hvit. sýnd kl. 3 og 5. Eraserhead — „Eraserhead" Bandarikin 1977. Eftir David Lynch. Þessi fyrsta tilraunamynd höfundar Fila- mannsins lýsir viðbjóðslegri martröð um hryllilegt afkvæmi sturlaös manns. Viðkvæmu fólki er eindregið ráðlagt að forðast þessa mynd. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM INNAN 16 ARA. Sýnd kl. 7, 9 og 11.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.