Þjóðviljinn - 06.02.1982, Síða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.— 7. febrúar 1982.
Bíll viö bil viö bil. Aökoman var „notaleg” þessa dagsstund aö sögn þeirra Gérards og Snorra. Menn leggja þarna yfirleitt þvers og kurs og
spekúlera ekkert i íbúunum, sem oft þurfa aö klofa yfir bilana til aö komast inn til sin. (Ljósm. — eik —)
„Miklar bossasýningar
um
helgma”
Gérard Lemarquis hefur
búiö i Grjótaþorpinu i 7 ár,
nánar tiltekið að Bröttu-
götu 3, og hefur látið mál-
efni þorpsíns mikið til sín
taka á umliðnum árum.
Snorri örn Snorrason, tón-
listarkennari, flutti inn i
Mjóstræti 10 fyrir einu og
hálfu ári. Við fengum þá til
að ganga með okkur um
þorpið og skýra sjónarmið
ibúanna.
„Við hjónin erum enn að tina
upp glerbrot úr garðinum,” segir
Snorri þegar við göngum frá hús-
inu hans. „Við verðum sennilega
að svo lengi sem við búum hér —
það bætast tiu brot viö fyrir hvert
eitt sem viö hirðum.”
Snorri og Gérard búa báðir
spölkorn frá Grjótagötunni, en
þar er salerni, sem siðan i fyrra-
haust hefur verið opið um helgar
og fram eftir nóttu. „Félagsmið-
stöð miðbæjarins” kalla félag-
arnir þetta almenningsnáðhús.
Þeir segja okkur, að ónæðið ffá
umræddu húsi sé alveg hreint
ótrúlegt. Unglingarnir frá
Hallærisplaninu og miðbænum
flykkjast að til aö svala bráðkall-
andi þörfum og eiga ekki i önnur
hús að venda. Eitt litiö náðhús
annar þó hvergi nærri eftirspurn-
inni og þvi vilja oft veröa miklar
bossasýningar viö nærliggjandi
hús þegar ekki er hægt að hemja
sig lengur.
Frá hverfinu leggur oft mikinn
fnyk eftir helgar, segja þeir
Snorri og Gérard. Ekki er öll
sagan sögð, friskum unglingum
fylgir gjarnan nokkur fyrir-
gangur, og þegar þeir koma
hundruðum og jafnvel þúsundum
saman, eins og gerist á vorin og
haustin, er ekki svefnfriður i
þorpinu. Þá er Grjótaþorpið
einnig miöstöð rúntsins — Stóri
rúnturinn liggur upp Túngötu,
eftir Garðastræti, þaðan niður
Vesturgötu, eftir Hafnarstræti,
Lækjargötu, Skólabrú, Kirkju-
stræti, Túngötu o.s.frv. Ef menn
vilja einhverja tilbreytingu er
litli rúnturinn farinn: Firschers-
sund, Mjóstræti, Brattagata og
Grjótagata.
. iiávaðinn i bilunum er ótrú-
legur. Menn hamast á flautunni
um miðja nótt eins og ekkert sé —
spila jafnvel dúetta og upphefja
konserta. Þetta liöist hvergi
nema akkúrat hér i þessu þorpi,”
segja Snorri og Gérard.
Svo eru þaö flöskubrotin. Hvar
sem litiö er.
„Það virðist fara eftir þvi
hvaða varðstjóri er á vakt hjá
lögreglunni, þegar viö hringjum.
Stundum er Mjóstrætinu lokað, en
allt eins ekki. Mér er sem ég sjái
lögregluna sinna ibúum Arnar-
ness jafn slaklega og okkur.”
— En hvað er til ráða? Hvaö á
að gera við unglingana?
„Það mætti banna þeim að vera
úti eftir klukkan 11—12 á kvöldin
— en þeir koma aldrei hingaö fyrr
en um miðnætti. Þaö leysir auð-
vitað engan vanda og ekki er
heldur hægt aö ætlast til þess að
þjóöfélagið sjái þeim fyrir
skemmtunum til klukkan 3—4 á
nóttunni. Þvi ber að viðurkenna
vandann og takast á viö hann þar
sem hann er. Frumskilyrði i þeim
aðgeröum á auövitaö aö vera aö
losa ibúana við þetta ónæði.”
íbúar Grjótaþorps skrifuðu
borgaryfirvöldum bréf sl. haust
Gérard Lemarquis, Sandra Snorradóttir og Snorri örn Snorrason við
Bröttugötu 6, en það fræga hús stendur á horni Bröttugötu og Mjóstræt-
is. Húsiðer vægast sagthrörlegt utan frá séð a.m.k. — (Ljósm. — eik —
„Félagsmiðstöð miðbæjarins” — náðhúsið I Grjótagötu. Um og eftir
helgar stigur mikill fnykur upp af Grjótaþorpi. — (Ljósm. — eik —)
og sendu umferðarráði og
borgarráði. Þar var gert að til-
lögu, að hindranir yrðu settar i
Garðastræti þannig aö drægi úr
ökuhraða, tillaga um að loka Mjó-
stræti, tillaga um leiksvæöi fyrir
börn þar sem nú er bilastæði i
Grjótagötu, en barnafjöldi fer
vaxandi i þorpinu. Þetta leik-
svæði hugsa ibúarnir sér sem
kjarna þorpsins. Leikvöllurinn á
horni Garðastrætis og Túngötu er
nær ekkert sóttur: hann er ein-
faldlega á hættulegum staö, þvi
þarna er mikil og hröð umferð. 1
miöju þorpsins yðru börnin hins
vegarvel vernduð, einkum ef göt-
urnar verða gerðar að göngu-
götum.
íbúum list nokkuð vel á skipu-
lagstillögur Hjörleifs Stefáns-
Börnin í Grjótaþorpinu eiga ekki
marga sælureiti. Þvi er þó auð-
velt að breyta, segja ibúarnir,
gerið göturnar að göngugötum og
þá verður þorpið eins og vin i
eyðimörk. — (Ljósm. — eik — ).
sonar, en þeir Snorri og Gérard
segja hann hafa tekið allt of mikið
mið af tvenns konar sjónar-
miðum, þ.e. umhverfisverndar-
sjónarmiði og sjónarmiði bila-
manna. „Þau eru einfaldlega
ósættanleg og þar við situr,”
segja þeir. I tillögunum er gert
ráð fyrir bilastæðum hér og þar —
alls staðar þar sem nokkur
smuga er. „Okkar krafa er, að
Mjóstræti og Brattagata verði
göngugötur — stæðin sem koma
út úr þessum tillögum eru hvort
eð er svo fá, að þau leysa engan
vanda. Bilum er lagt hér út um
allt og liggur við að maður verði
að klofa yfir þá til að komast
heim til sin.”
Gérard kemur með skemmti-
lega samlikingu: fyrir 50 árum
átti að fórna ibúum fyrir stór-
borgardrauminn — umferðar-
götur, bilastæði og glæst hús.
Fyrir 20 árum átti að fórna þeim
á altari verslunarinnar. Núna —
núna á að fórna ibúum þessa
hverfis fyrir menntamanna-
drauminn um „manneskjuleg
hús”. Þessi hugleiðing kom i kjöl-
far samtals um Bröttugötu 6, en
eins og kunnugt er bauð Reykja-
vikurborg þessa heldur óhrjálegu
eign sina út til kaups. Hæsta til-
boðið hljóðaði uppá eina miljón
króna (hundrað miljónir i göml-
um krónum — sagt er, að það
kosti annað eins að gera húsið
upp). Það tilboð kom frá mennta-
manni.
Borgin á um 20% ibúðanna i
Grjótaþorpinu. Stéttasamsetn-
ingin i þorpinu er margbreytileg,
en eins og góðum grönnum sæmir
lifa ibúarnir i sátt og samlyndi
og þykir þrátt fyrir marga van-
kanta vænt um hverfið sitt. Þeir
fylgjast lika grannt með kaupum
og sölum og búferlaflutningum.
„Þannig viljum við hafa
þetta,” segja Snorri og Gérard.
„Hvaða vit er i þvi aö hrúga sömu
þjóðfélagshópunum i sömu blokk-
ina eða sama hverfið? Ef borgin
ætlar að halda þessari stefnu,
munu i framtiðinni aðeins vel-
efnaðir menntamenn hafa efni á
þvi að búa hér. Er þetta virkilega
vilji vinstri meirihluta? Og hvað
verður um hann Aðalstein?”
Og þeir félagar lita út um stofu-
gluggann að Mjóstræti 10 yfir að
Bröttugötu 6. Þar hefur Aðal-
steinn Hansson, öryrki, búið i 22
ár, en skal nú vikja fyrir einni
miljón króna.
— ast.