Þjóðviljinn - 06.02.1982, Page 23

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Page 23
Helgin 6.-7. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 EÞÍÓPÍA: Gudina Tumsa og kona hans Tsehai Tolessa 28. júli 1979 rændu óeinkennis- klæddir vopnaöir menn séra Gudina Tumsa, 51 árs aðalritara evangelisku jesú kirkjunnar i Eþiópiu (the Ethiopian Evangel- ical Mekane Yesus Church, EE- MYC.) — og konu hans Tsehai Tolessa, fyrir utan aðalstöövar kirkjunnar i Addis Ababa. Frú Tsehai var látinn laus fljótlega við útjaðar borgarinnar, — en ekkert hefur spurt spurst til séra Gudina Tumsa siðan þetta varð. Almennt er taliö að það hafi veriö óeinkennisklæddir stjórnar- varöliðar sem frömdu ránið. Engin yfirlýsing hefur komið frá Eþiópiustjórn varðandi þetta mál, og það sem haft hefur veriö eftir háttsettum embættismönn- um innan stjórnarinnar stangast allt á. Akv. ráðherra lét það eftir sér hafa aö sér a Gudina væri i haldi, en að embættismenn utan- rikismála gætu heimsótt hann. Slikt leyfi mun þó ekki enn hafa verið veitt. Aðrir stjórnarmeð- limir hafa neitaö þvi að séra Gud- ina Tumsa sé i haldi á vegum stjórnarinnar. Þann 2. febr. 1980 var frú Tse- hai Tolessa, ásamt fjölda annarra Oromoa, (sjá siðar) handtekin aftur I Addis Ababa. Hún hefur veriö I haldi sföan, án dóms, án þess að nokkur réttarhöld hafi farið fram yfir henni. Spurst hef- ur að henni, ásamt fleirum, hafi verið;misþyrmt. Til aö byrja með Séra Gudina Tumsa: Ekkert hef ur spurst til hans siðan 28. júli 1979. Kona hans hvarf 2. febrúar 1980. var Tsehai i haldi i fangelsi sem gengur undir nafninu „þriðja lögreglustööin”, en taliðer að hún sé nú I haldi i einni af aðalstöðv- um hersins. Hvað gera skal: Vinsamlegast sendið bréf, var- færnislega orðaö, og biðjið um að frú Tsehai verði látin iaus. Biðjið um upplýsingar um hvar séra Gudina Tumsa sé niðurkominn og að gefin veröi trygging fyrir þvi að hann sé við góöa heilsu, sé hann i varðhaldi. Einnig ættuð þér aö láta i ljós áhyggjur vegna þeirra fjölda pólitiskra hand- takna og „mannshvarfa” sem átt hafa sér stað i landinu. Biðjiö Eþiópiustjórn vinsam- legast að birta upplýsingar um þetta „horfna” fólk — hvort þaö er i tölu lifenda, — i varöhaldi, þá hvar, eða ef það er dáið, hvað stjórnin hafi gert eöa hyggist gera t.þ.a. grennslast fyrir um orsök dauða þess. Skrifiðtil: Lieutenan-Colonel Mengistu Haile Mariam, Head of the ProvisionalMHitary Government of Socialist Ethio- pia, Provisional Military Administr- ative Council, P.P. Box 5707, Addis Ababa, Ethiopia. Bréf til stuðnings séra GUDINA Tumsa og TSEHAI Tolessa (Eþiópiu), svo og bréf til stuönings fanga i Mexikó liggja frammi til undirskriftar fyrir al- menning á skrifstofu tslands- deildar Amnesty International, Hafnarstræti 15, 2h, en skrif- stofan er opin á þriöjudögum kl. 15.30 til 17.30. um. Landssvæðið er nú á valdi Indónesa. Þar hefur veriö tölu- vert um mannréttingabrot, þar með talin „mannshvörf”. Þar sem erfitt hefur verið að fá land- gönguleyfi, og upplýsingaflæði hefur verið tregt, hefur ekki reynst unnt að geta sér til um fjölda „horfinna” manna i Aust- ur-Timor. Sérstaklega er ástæöa til að ótt- ast um örlög timorskra fylgis- manna Fretelin (Byltingarflokks fyrir óháöu Austur-Timor), sem gáfust upp með þvi skilyröi að þeim yrðu gefna upp sakir. Þeir voru engu að siður teknir höndum og látnir „hverfa”. 1 febrúar 1980 setti Amensty International saman 22 nafna lista, en áfram- haldandi fregnir berast af „mannshvörfum”. Sumir „horfnir” fangar hafa verið teknir af lifi án dóms. Aðrir, sem teknir voru i júni 1980 voru siðan sagðir vera á Atauro-eyju úti fyrir meginlandinu. Meöal þeirra er David XIMENES, sem rak bilaleigu og leigubilastöð i höfuöborginni Dili. Um stundarsakir eftir innrásina i Austur Timor, var hann i Indónesiuher, áður hafði hann verið annar liðþjálfi i portugalska hernum. 10. júni 1980 var hann og 400 aðrir teknir höndum af Indónesiumönnum eftir að varðstöð ein i úthverfi Dili varð fyrir árás Austur Timor manna. Eftir handtökuna „hvarf” hann. „Mannshvörf ” áttu sér litt staö á Filipseyjum fyrir 1972, en urðu algeng meðan herlög giltu. Amnesty International fékk fregnir af 230 vel sönnuðum „hvarfmálum” frá 1975 til april- mánaðar ársins 1980. Þrenns konar „hvarfmál eru algengust á Filipseyjum: (1) mál fólks, sem er numið á brott án vitna og án þess að mannræningjarnir gefi sig til kynna, það fólk finnst ekki aftur; (2) mál fanga sem oftast eru teknir án handtökuheimildar, og sem haldið er i gæslu svo vikum og mánuðum skiptir, fjölskyldur þeirra vita ekki um dvalarstaö þeirra og heryfirvöld halda þeim, þar til þeir koma i ljós I einhverju fangelsinu, og (3) mál fórnar- iamba „hreinsana” lögreglu og hers, en það fólk „hverfur” og finnst dáið. Flest „hvarf” mál á Filipseyjum flokkast i fyrsta og annan flokk. Herlögin, sem Ferdinand MARCOS forseti kom á 21. september 1972 veittu hernum þá aðstöðu aö hann gat ráðið lifi og örlögum Filipseyinga meira en dæmi voru til þar i landi. Stjórnin fullyrti þó si og æ aö herinn mundi lúta stjórn borgaralegra yfir- valda. Enda þótt Marcos forseti tilkynnti afnám herlaga 17. janúar 1981, tók hann fram að hlutverk hersins mundi ekki minnka. A Herdaginn, 21. desem- ber 1980, sagöi hann að afnám herlaganna, sem stæði fyrir dyr- um væri ekki ætlaö til „að hindra her okkar i þvi verkefni að gæta öryggis þjóöarinnar og reglu i opinberu lifi”. Einnig bauð hann þeim að „standa sinn vörð, halda áfram starfinu og ná takmarki sinu”. Ennfremur gerði stjórnin nýja löggjöf, sem leyfði fyrir- byggjandi varðhald, hét áfram að rýra áhrif réttarkröfunnar um Habeus corpus i öryggismálum; og hélt gildi herlaga i suðursýsl- unum, þar sem Moro Frelsis- hreyfingin er virk. Afnám her- laga boðaði þvi ekki endalok hins mikla valdsviðs hersins, sem var grundvöllur „mannshvarfanna”. Svo kann að virðast að menn hafi verið látnir „hverfa” á tilviljunarkenndan hátt i sveitum landsins, en i borgum er aðferðinni beitt kerfisbundið. Er þetta sennilega til að slá ryki i augu fólks. Margir þeirra sem „h irfu” i Manila eru námsmenn eða ungir faglærðir menn, i öðrum landshlutum eru það smábændur og verkamenn. Vax- andi fjöldi manna úr minnihluta- hópum,sem búa á hálendi Norður Luzon, t.d. Tinggianar i Abra, hafa orðiö fyrir ofsóknum, eink- um „hvarfi” og „hreinsunum”. f Mindanao eru margir hinna „horfnu” múhammeðstrúar eða meðlimir smærri þjóðflokka, eins og t.d. Higa-onona. Þannig er vaxandi fjöldi „hvarfa” utan höfuöborgarinnar rakinn til baráttu filipinska hersins gegn Nýja Alþýðhernum og Moro Frelsishreyfingunni. Yfrið nógar sannanir eru fyrir þvi, aö sérstakur ferill sé notaöur fyrir pólitiska fanga: Maðurinn er látinn „hverfa”, en kemur svo i ljós i einhverju fangelsi. I mörg- um tilvikum hafa öryggisverðir frá lögreglu og her varnað ættingjum þess i margar vikur eöa mánuði að fá vitneskju um fanga, jafnvel þótt yfirvöld hafi viðurkennt, annaöhvort leynt eða ljóst, að einstaklingurinn hafi veriö tekinn til fanga og sé i gæslu hersins. t öörum tilvikum neita þó her- yfirvöld og áhrifamenn i Varnarmálaráðuneytinu að þeir hafi pólitiska fanga, sem svo komu i ljós eftir langan tima. Einn slikur er Sixto CARLOS yngri, tekinn fastur 23. april 1979 i Mandaluyong i Manila, án þess að nokkur væri þess vitni. Honum var haldið i einangrun með bund- ið fyrir augun i dimmri skonsu, þar sem hann var pyntaður i nokkra daga. Fangaverðir hans neituðu honum um aö taka lyf við hjartakvilla, sem hann hefur, jafnvel þótt þeir fyndu vottorð um hjartaafrit i seðlaveski hans. Þetta skeði fjórum mánuðum áður en fjölskyd hans fékk að vita hvar hann var niðurkominn. „Mannshvarf” var eitt margra ódæðksverka sem POL POT stjórnin i Lýðveldinu Kampútseu vann, en henni var steypt i janúar 1979. Fjöldaaftökur voru lika al- gengar og liklegast hafa flestir hinna „horfnu” endað þannig. Pol Pot forsætisráðherra sagði i út- varpsræðu, að „gagnbyltingar- sinnar” sem héldu uppi andstöðu gegn kambódisku byltingunni myndu verða „endurmenntaðir” „gerðir hlutlausir”, „upprættir”. Fjöldi flóttamanna úr Lýöveidinu Kampútseu skýrði frá „hvarfi” fjölskyldumeðlima, nágranna eöa samstarfsfólks, sem yfirvöldin létu hirða og fréttist ekkert um aftur. Embættismenn fyrri stjórnar, trúarleiötogar, mennta- menn og jafnvel stjórnmálalegir skoðanabræður Pol Pots voru meðal þolenda. Eins og best verður séö var engin stjórnarstefna um „manns- hvarf” i Afganistan fyrir stjórnarbyltinguna 27. april 1978, þegar DAOUD forseta var steypt, Lýðræöisflokkur Alþýðunnar komst til valda og Nur Mohammed TARAKI varð forseti. Samt voru stjórnmála- legar handtökur, pyntingar og af- tökur i landinu. 15. september 1979 var Taraki sjálfum steypt af forsætisráðherranum Hafizullah AMIN, sem Babrak KARMAL tók siðan við af 27. desember 1979. Ekki er unnt að segja hvað margar þúsundir manna „hurfu” i Afganistan frá 27. april 1978 til 27 desember 1979. Fyrstu fréttir eru frá timabili, sem er allmiklu siðar en April-stjórnarbyltingin. Meöal fanga sem „hurfu” þá voru embættismenn og aörir tengdir Daoudstjórninni. Sumir dóu af pyntingum i yfirheyrslu, fjöldinn allur var skotinn, aðrir eru týndir. Babrak Karmal lýsti yfir al- mennri sakaruppgjöf daginn eftir að hann komst til valda. Að eigin sögn átti sakaruppgjöíin að leysa 12.000 manns úr haldi. Aðrar heimildir telja tölu þessa of háa. Talsmmenn Karmelsstjórnar- innar sögðu sendinefnd frá Amn- esty International i febrúar 1980, aö þeir heföu lista yfir látna, sem á væru 4854 nöfn, en talsmenn- irnir héldu hina raunverulegu tölu hinna „horfnu” vera miklu hærri. Þeir sögðust hafa fengið 9000 fyrirspurnir um „horfna” fanga frá Kabúlsvæöinu einu. Burtséð frá fyrrverandi stjórn- málamönnum, eru meöal hinna „horfnu” háskólakennarar, islamskir klerkar, forystumenn þjóðarbrota og starfsmenn hers- ins. Ostaðfestar fregnir herma að 350skólakrakkar á aldrinum 15 til 17 ára hafi verið teknir i skóla i Kabúl, 23. júni 1979, af þvi að sum þeirra höfðu gagnrýnt kennara, sem var fylgismaður stjórnar- innar. Foreldrar þeirra hafa ekki séð þá siðan. Aðrar skýrslur hafa talað um handtökur aö næturlagi og „hvarf” heilla fjölskyldna. Þar sem raunhæfar upplýs- ingar skortir, vona ættingjar að hinir „horfnu” séu ef til vill enn á lifi. En stjórn Kmals heldur þvi fram að þeir, sem ekki komu úr haldi viö sakaruppgjöfina, hafi verið liflátnir áður en hún kom til valda. Sendinefnd Amnesty Inter- national i februar 1980 lagði áherslu á skuldbindingar stjórnar Karmals samkvæmt al- þjóölegri mannréttindalöggjöf. Sérstök skylda hennar væri að gera grein fyrir þvi, hvaða rikis- stjórn bæri ábyrgð á „hvarfi” og pyntingum. Þetta er sérstaklega mikilvægt i ljósi skýrslna, sem segja aö fjöldi embættismanna, sem tengdir hafi verið fyrri „mannshvörfum”, séu enn i sama starfi. Lagt var að stjórninni að birta tiltæk skjöl varðandi alla er lif- látnir hefðu verið, einnig að birta nöfn og kringumstæður pólitisku fanganna, sem voru náöaðar i desember 1979. I samræmi við ákvörðun Sameinuðu þjóöanna 33/173 um „horfnar” manneskjur, var stjórnin beðin um að hefja alls- herjar rannsókn á „hvarf”- málum og að birta niðurstöð- urnar. Einnig var mælt með að stjórnin styðji eins og hægt er fjölskyldur sem misst hafa fyrir- vinnuna vegna aftöku, „hvarfs” eða pyntinga. Amnesty International lagði fram aðrar ýtarlegar tillögur sem það vonar að geti komið i veg fyrir pyntingar og „manns- hvörf”. Amnesty mælti einnig með aö rannsókn i máli „horf- inna” manna notfærði sér út i æsar reynslu og sérhæfingu al- þjóðlegra mannúðarstofnana á þessu sviði. Afganistan-stjórn hefur hingað til ekki leyft að stofnuð yrði eftirgrennslunar- nefnd með aðild Alþjóðanefnd Rauða Krossins og afganska Rauða Hálfmánans. Dagdraumur eftir Gunnstein Gislason. Nýtt listform á íslandi Múrrista í vegg- skreytingar 1 dag, laugardag, opnar Gunn- steinn Gislason sýningu á vegg- myndum að Kjarvalsstöðum og opnar húsið kl. 14.00. Myndirnar eru allar unnar með sérstakri tækni er kallast sgraffito cn hún er þekkt i veggskreytingum er- leiulis. Myndgerð þessa má kalla á islensku múrtækni. en uppistað- an i m yndverkunum er hvitur marmari. kalk og stcinlitir. Gunnsteinn stundaði nám við Myndlista- og handiðaskólann, i Skotlandi og Sviþjóð. Þetta er fyrsta einkasýning listamannsins en hann hefur áður tekið þátt i samsýningum heima og erlendis. Flestar hinna 20 mynda á sýn- ingunni eru til sölu, en hún stend- ur yfir til 22. febrúar n.k. Nytjalist Nú stendur yfir sýning á hús- gögnum, grafik og nytjalist ýmiss konar á Kjarvalsstöðum. Hér er á ferðinni yfirlitssýning á verkum dönsku húsgagnaarkitektanna Rud Thygesen og Johnny Sör- ensen og sjá danska sendiráðið og verslunin Epal um framkvæmd hennar. Þessir tveir arkitektar eru meðal kunnustu hönnuða i Dan- mörku. Þeir hafa einkum fengist viö s.k. formspennt húsgögn og hafa verk þeirra verið sýnd um viða veröld. Þá má sjá gripi eftir þá á nútimalistasöfnum, m.a. i Museum of Modern Art i henni Ameriku. — Sýningin stendur til 21 febrúar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.