Þjóðviljinn - 06.02.1982, Page 26
26 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. febrúar 1982.
KÆRLEIKSHEIMILIÐ
,,Nú má Nonni leika sér
Þeir vísu sögöu...
Leystu sérhvert verk þitt af
hendi meö samskonar hugarfari
og það væri þitt siðsta verk.
Marcus Aurelius.
Ef ég væri næturgali, mundi ég
leika hlutverk næturgala, og væri
ég svanur, mundi ég syngja eins
og svanur.
Epictetus.
Menn geta leyst störf sin af
hendi af þvi að þeir trúa að þeir
geti það.
Virgil.
Fjarlægðin eyðir litlum
ástriðum og eykur miklar ástrið-
ur, eins og vindurinn slekkur
kertaljósið og magnar bálið.
La Rochefoucauld.
Enda þótt vinir séu fjarri hvor
öðrum, eru þeir þó nærri hvor
öðrum. L'icero.
Fjarlægðin er hin ósýnilega og
ólikamlega móðir hinnar dásam-
legusiu fegurðar.
W.S.Landor.
Reynsla er ekki það sem fyrir
menn kemur. Hún er það sem
þeir skapa úr þvi sem fyrir þá
kemur.
Aldous Huxley.
Besta ráðið til að varðveita vini
sina er að afsala sér þeim aldrei.
James Stephens
Það er i ástarmálum eins og i
ófriði að það virki sem vill semja
viö þig er hálfvegis á valdi þinu.
Margrét af Valois
Gamlir menn eru hrifnir af að
gefa öðrum góð ráð af þvi að þeir
hafa ekki framar ástæðu til að
gefa þeim illt dæmi til eftir-
breytni.
La Rochefoucould.
Lifið, hvort sem það er ham-
ingjusamt eða óhamingjusamt,
happasælt eða ófarsælt, er frá-
bæriega skemmtilegt.
Bernhard Shaw
Það eru ekki þeir, sem mest
geta þjarmaö að öðrum, heldur
þeir, sem þjást mest, er munu
vinna sigur.
Terence Mac Swiney
Sérhver maður sem kominn er
yfir fertugt er fantur.
Bernhard Shaw
Það er til tvenns konar móög-
anir, sem enginn þolir. Að hann
kunni ekki að taka gamni og viti
ekki hvað alvara lifsins sé.
Sinclair Lewis
Þegar við hittum ókunnugt fólk,
langar okkur oft til að sýna okkur
i nýrri útgáfu. Þá langar okkur
oft til að byrja lifið á ný, og stund-
um gerum við það lika.
Ann Bridge
Reynsla er miði sem við limum
á yfirsjónir okkar.
Oscar Wilde
Hugsaðu um eigin ágalla er þú
liggur andvaka fyrri hiuta nætur
og galla annarra meðan þú sefur
siðari hluta nætur.
Kinverskur spekingur
Hver ermaðurinn?
Stúlkan sem mynd birtist af i
siðasta Sunnudagsblaði var 'Þór-
unn Jóhannsdóttir eða Þórunn
Askenasi, eiginkona Vladimirs
Askenasi, pianóleikarans fræga.
Sjálf var Þórunn undrabarn á
pianó og er myndin tekin af henni
þegar hún var 8 ára og lék þá ein-
leik á pianó á hljómleikum i
London. Sá sem fyrstur varð til að
hringja inn rétt svar var Jón
Þórðarson, kennari Hátúni 10 A.
— Myndin t.h.: Vladimir og Þór-
unn Askenasi.
sunnudagskrossaatan
Kr. 308
/ 2 3 ? 5* lo 7- t ? ? 9 )0 b
// ? (? 12 V 11 /3 /? y n )(2 )(o J /?
? /? )(c (o 17 Jl 10 5 (p <v 1*1 10 2o
20 'yi V )b n 3 (o V ? // 2/ (o 22 <7 )°i )2
G> z/ /? b T~ )7 )(o V )2 V 2 3 )2 II
)2 /r 1 (p 3 // /0 7 9 /s' 12 W 2S .
(0 i$r Ito 3 (C? )lo V 7 2o 2(o 22 & w )(?
)k II V 27 /5" l(o 17 7- 2o 2á> )</- 2S 3 3 V
21 )2 )) b <? <Vl 2 2S )b (o <? 7) 7 7
V )0 H )? )b /# 3 3 3 2S Q? q 0 22 6
1/ /7 V 7 2*7 V 3 3 <$ 3 0 22 (? 3
f /? /e /s V (p V 2C, /2 /? 27
)7- )(p 3/ 3 2S 22 <V 3 // /2 He> 2B 2f
Stafirnir mynda islensk orð
eöa mjög kunnugleg erlend heiti
hvortsem lesið er lá-eða lóörétt.
Hver stafur hefur sitt númer
og galdurinn við lausn gátunnar
er sá að finna staflykilinn. Eitt
orö er gefið og á það aö vera
næg hjáip, þvi að með þvi eru
gefnir stafir i allmörgum orð-
um. Það eru þvi eðlilegustu
vinnubrögðin að setja þessa
stafi hvern i sinn reit eftir þvi
sem tölurnar segja til um. Einn-
ig er rétt að taka fram, aö i
þessari krossgátu er gerður
skýr greinarmunur á grönnum
sérhljóöa og breiðum, t.d. getur
a aldrei komiö i stað á og öfugt.
J2 2á> 22 27 // 2/ 17 /(?
Setjið rétta stafi i reitina hér
fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn
á fiski nokkuö algengum hér viö
land. Sendiö þetta nafn sem
lausn á krossgátunni til Þjóö-
viljans, Siðumúla 6, Reykjavik,
merkt: „Krossgáta nr. 308”.
Skilafrestur er þrjár vikur.
Verðlaunin verða send til
vinningshafa.
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 304
hlaut Ingibjörg Ingimarsdóttir,
Langholtsvegi 3 , Rvík. og eru
verðlaunin hljómplatan Glatt á
hjalla. Lausnarorðið var Heið-
brá.
Verðlaunin
Verðlaunin að þessu
sinni aru bókin Kristallar,
R ■ WÁ DÖGOM UFA MENN
v AU-tAF NEMA DAyÐANN.c
SÉRHVER WÓE) HEFVR ÞA STJÓRN
SEM HÚN VERÐSKULDAR, *»»»,
LYGARINN VERÐUR AÐ
' - v HAFAGOTTMINNI.w™
SÁSEMSETUR FSAMKVÆMIR
SASEM EKKERT GET0R,KENN1R.m»-
ÞRÍR GETA ÞAGAÐ YFIR
ÍÞBÍRRA
tilvitnanir og fleyg orð
sem Almenna bókafelag-
ið gaf út fyrir jól.
crlendar bækur
Andrei Amalrik:
Will the Soviet Union
Survive Until 1984?
Penguin Books 1980.
Það er liðinn rúmur áratugur
siöan þessi bók kom út. Hún vakti
á sinum tima mikla athygli og
ýmsir kafiar hennar halda gildi
sinu enn, þótt hugleiðingar
höfundar i sumum köflum, eigi
sér nú ekki lengur þær forsendur
sem þær áttu 1970.
Höfundurinn skrifar nýjan for-
mála, sem er ársettur 1977—78.
Auk titils-ritgerðarinnar eru hér
prentaðar greinar, sem tengjast
efninu og baráttu höfundar við
þykkskinnunga hins sovéska
kerfis, þar á meðal lýsir hann
skemmtilega þeirri manngerð
sem starfar á vegum KGB, en
slikar manngerðir eru þvi miður
til viðar en i Sovétrikjunum.
Almalrik telur höfuðeinkenni
þeirra vera sibernsku eða öllu
heldur megi likja þeim við van-
þroska unglinga, hálfmótaða og
algjörlega upptekna af sjálfum
sér. Hann segir að viðkvæmni
þessara lögreglumanna sé ein-
stök og þeir séu alltaf á varöbergi
og búist alltaf við illu og þá alltaf
tilbúnir að svara meö einhverju
enn verra. Þótt höfundurinn hafi
orðið að þola umgengni við þessa
róbóta, þá er lýsing hans á
þessum ógeðfelldu fyrirbrigðum
skemmtileg eins og áður segir;
þetta eru mestan part ruddaleg
fifl, öryggislaus i brynvöröum
bilum sinum og þjáðir af dulinni
vanmetakennd og algjörlega
húmorlausir. Þeir myndu
áreiðanlega ekki veröa seinir til
að handtaka Hurðaskelli ef hann
tæki upp á þvi að flækjast innan
Kremlmúra og þá myndi Gátta-
þefur ekki komast undan á
hlaupum.
Hugh Honour:
Romanticism,
Penguin Books 1981.
Rómantik er margþvælt hug-
tak. Barokk og rocoko bera i sér
ákveðin og sterk sérkenni, það
má benda á og skilgreina i hverju
sérkenni þeirra stila eru fólgin.
Það er aftur á móti erfiðara að
skilgreina rómantiska lista-
stefnu, e.t.v. vegna þess að þar
skortir aga ákveðins tilgangs og
ákveöins stils. Rómantisk list er
persónubundin, tilfinning iista-
mannsins er ekki öguö I ákveðna
stefnu. Mörg ágæt verk spruttu
upp úr þessum frjálsræðis jarð-
vegi, en einnig mjög mikið af
gutl-list sem á sér sina framleng-
ingu i ýmsum list-trúðum nú á
dögum.
Hugh Honour leitast við að
finna samnefnara fyrir þá list
sem tók að blómgast upp úr iðn-
byltingunni og leiðarljós hans i
þeirri viðleitni eru umsagnir
rómantikeranna sjálfra á list
sinni i þá veru, að sérhvert lista-
verk sé einstætt i sjálfu sér svo
framarlega að það túlki einstæða
reynslu listamannsins sjálfs. Með
slikri staðhæfingu er ekkert rúm
fyrir stil eða stilögun og hvert
verk ber i sér eigin stil. Höfund-
urinn rekur sig þó til þess sem
hann kallar stil, sem einkennir
bestu verk timabilsins.
Honour fjallar um forsendur
stefnunnar i heimspeki og heims-
mynd 18. aldar og rekur mjög vel
hvernig rikjandi heimsskoðun og
samfélagsbyltingar ólu af sér oft
ýkta einstaklingshyggju bæði i
listum og veraldlegum umsvif-
um. Þetta gat bæði leitt til afreka
og sjúklegs sjálfsdekurs.
Viðfangsefni höfundar er harla
erfitt, fjölbreytileikinn er sltkur á
þessu timabili og áhrifa gætir á
marga bestu listamennina ein-
mitt frá þeim stefnum, sem þeir
leituðust við að hefjast yfir, svo
það má kanna endurlifgun stílein-
kenna barokksins i ýmsum bestu
verkum timabilsins, ef grannt er
skoðað.
Þetta er vel skrifaö og vandað
verk og er lykilverk i listasögu
Louis Althusser:
For Marx
Transtated by Ben Brewster.
Verso 1979.
Althusser varð viðkunnur eftir
að þessi bók hans kom dt á
frönsku 1965. Allen Lane forlagið
gaf bókina siðan út á ensku 1969
og skrifaði höfundurinn inngang
af þvi tilefni, ætlaðan enskum les-
endum. Verk Marx eru þess eðlis
að deilur um kenningar hans
hljóta að standa, meðan þær
verða lesnar. Sumir höfundar og
fylgjendur kenninga hans binda
sig við Das Kapital, aðrir taka
fullt tillit til fyrri verka hans oe
skilja margt i Kapitalinu öðrum
skilningi en þeim ortodoxa,
hvernig sem hann nú eráhverjum
tima. Þetta rit Althussers varð
hvati að endurskoðun á Marx og
meö þvi og kenningum hinna svo
nefndu nýmarxista var brotið
biað i útlistunum á marxiskum
kenningum.
Þetta er safnrit greina sem
birtust i frönskum timaritum,
sem gefin voru út af franska
kommúnistaflokknum á árunum
1960 - 64. Þær eru birtar óbreyttar
og án leiöréttinga.